Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Afturelding
1
2
Þór
0-1 Bjarki Þór Viðarsson '43
Andri Freyr Jónasson '71 1-1
1-2 Dino Gavric '90
20.07.2019  -  16:00
Varmárvöllur - gervigras
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Joakim Östling
Maður leiksins: Dino Gavric
Byrjunarlið:
1. Jon Tena Martinez (m)
Alexander Aron Davorsson ('78)
4. Sigurður Kristján Friðriksson
5. Loic Mbang Ondo (f)
6. Ásgeir Örn Arnþórsson
7. Hafliði Sigurðarson
9. Andri Freyr Jónasson
10. Jason Daði Svanþórsson (f)
14. Jökull Jörvar Þórhallsson
18. Djordje Panic ('56)
19. Roger Banet Badia

Varamenn:
13. Tristan Þór Brandsson (m)
8. Kristján Atli Marteinsson
10. Kári Steinn Hlífarsson
12. Hlynur Magnússon ('78)
17. Valgeir Árni Svansson ('56)
19. Josep Diez Busque
20. Tryggvi Magnússon
25. Georg Bjarnason

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Arnar Hallsson (Þ)
Aðalsteinn Richter
Adam Snær Jóhannesson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Búið að flauta til leiksloka hér í Mosfellsbæ. Þórsarar fara heim með þrjú stig.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín MARK!
Dino Gavric (Þór )
Stoðsending: Alexander Ívan Bjarnason
Ég var varla búinn að sleppa orðinu! Frábær aukaspyrna frá Alexander og Dino með góðan skalla yfir Martinez í marki Aftureldingar.
89. mín
Gestirnir pressa töluvert þessa stundina. Spurning hvort við fáum mark í þetta hérna í lokin.
86. mín
Heimamenn fá hornspyrnu.
86. mín
Jóhann Helgi fellur í teignum en ekkert dæmt. Boltinn berst á Svein Elías sem skýtur framhjá markinu.
84. mín
Smá hætta inn í teig Aftureldingar. Gestirnir ná samt ekki skoti á markið og þessi sókn endar á því að Afturelding hreinsar boltann burt.
80. mín
Jason Daði er alltaf líklegur. Kominn inn í teig og nær skoti en varnarmaður kemst fyrir.
79. mín
Inn:Alexander Ívan Bjarnason (Þór ) Út:Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
78. mín
Inn:Hlynur Magnússon (Afturelding) Út:Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
74. mín
Jóhann Helgi í færi en skotið fer í varnarmann. Afturelding keyrir upp í sókn og nær Jason Daði skoti en það fer yfir markið. Það er líf í þessu þessa stundina.
71. mín MARK!
Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
Stoðsending: Valgeir Árni Svansson
HEIMAMENN HAFA JAFNAÐ!

Frábær fyrirgjöf frá Valgeiri Árna og refurinn Andri Freyr gat ekki annað en skorað. Flottur skalli og Aron Birkir gat ekkert gert í marki Þórs.

Þetta er leikur!!
69. mín
Jökull Jörvar með flotta fyrirgjöf og Alexander Aron með skalla rétt framhjá markinu. Nægur tími fyrir heimamenn til að jafna metin.
66. mín
Jóhann Helgi skorar gott mark en er dæmdur rangstæður! Þetta var virkilega góð sókn hjá Þór.
63. mín Gult spjald: Sveinn Elías Jónsson (Þór )
59. mín
Inn:Jóhann Helgi Hannesson (Þór ) Út:Alvaro Montejo (Þór )
59. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (Þór ) Út:Nacho Gil (Þór )
59. mín
Montejo setur þennan vel framhjá!
58. mín
Þórsarar fá hér aukaspyrnu á stórhættulegum stað!
56. mín
Inn:Valgeir Árni Svansson (Afturelding) Út:Djordje Panic (Afturelding)
53. mín
Rick Ten Voorde með flotta sendingu í gegn en Martinez kemur út og nær boltanum. Þarna munaði litlu. Montejo var klár í teignum!
53. mín
Bjark Þór Viðarsson með fína tilraun. Skotið fer rétt framhjá marki Aftureldingar.
50. mín
Flottur sprettur hjá Jasoni. Tekur gott þríhyrningsspil með Panic en nær svo ekki skoti á markið. Andri Freyr fær svo boltann og reynir skot á markið en hittir boltann illa.
49. mín
Þetta fer rólega af stað. Þór meira með boltann en lítið að gerast þegar þeir nálgast vítateig Aftureldingar.
45. mín
Seinni hálfleikur er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
43. mín MARK!
Bjarki Þór Viðarsson (Þór )
Stoðsending: Alvaro Montejo
Bjarki Þór Viðarsson kemur Þór yfir!! Þórsarar með fína fyrirgjöf frá hægri og Bjarki klárar þetta vel framhjá Martinez í marki Aftureldingar.
43. mín
Aron Elí Sævarsson með skot úr löngu færi en boltinn fer vel yfir marið.
39. mín
Þarna vildu gestirnir fá vítaspyrnu! Fá hana ekki en ná svo skoti á markið. Nacho Gil með ágætis tilraun en Martinez ver vel.
34. mín
Nacho Gil með skalla en boltinn fer yfir markið. Það er aðeins að lifna yfir þessu.
33. mín
Montejo tók spyrnuna og hún fór framhjá veggnum og sleikti stöngina! Sýndist Martinez í marki Aftureldingar alveg vera með þennan bolta samt sem áður.
31. mín
Þór fær aukaspyrnu á hættulegum stað!
30. mín
Boltinn berst út eftir hornið og þar mætir Jökull Jörvar á ferðinni og smellhittir boltann en vel varið hjá Aron Birki í marki Þórs. Meira svona!
29. mín
Heimamenn fá hornspyrnu.
27. mín
Það kom loksins færi! Nacho Gil í ágætis færi á fjærstönginni. Fyrst á hann skot í Ásgeir Örn en fær svo boltann aftur og bombar hátt yfir markið.
24. mín
Panic kominn í góða stöðu inn í teig Þórs en var ekki alveg viss hvort hann ætti að skjóta eða senda. Þórsarar vinna boltann og bruna upp en það kemur ekkert upp úr skyndisókninni.
20. mín
20 mínútur búnar og það er ekki enn komið skot á markið.
14. mín
Kominn betri taktur í þetta hjá Þórsurum núna. Eru byrjaðir að pressa Aftureldingu meira. Vantar samt alveg færi í þennan leik!
10. mín
Það kemur ekkert upp úr hornspyrnunni.
9. mín
Mosfellingar ná að hreinsa og bruna upp í sókn. Eftir nokkrar sendingar manna á milli hreinsa gestirnir í horn.
7. mín
Þór fær fyrstu hornspyrnu leiksins!
4. mín
Rólegt fyrstu mínúturnar hér í Mosfellsbænum. Þórsarar áttu skot í slá en það var búið að dæma rangstöðu.
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin hafa lokið sinni upphitun og eru farin aftur inn. Það er stutt í þessa veislu!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér til hliðar.

Afturelding gerir þrjár breytingar frá síðasta leik. Róbert Orri, Arnór Gauti og Andri Þór detta út úr liðinu og inn koma Andri Freyr, Jon Tena Martinez og Roger Banet Badia. Afturelding var að semja við Badia og Martinez og verður fróðlegt að sjá hvernig þeir koma inn í lið mosfellinga.

Arnór Gauti og Róbert Orri eru í landsliðsverkefni og geta því ekki leikið með liðinu í dag.

Þór gerir tvær breytingar frá síðasta leik. Jóhann helgi og Jónas Björgvin setjast á bekkinn en inn koma þeir Alvaro Montejo og Ármann Pétur.
Fyrir leik
Það eru toppaðstæður til fótboltaiðkunar hér í Mosfellsbæ í dag! Blautt gervigras, sól á lofti og bestu borgarar í bænum!

Ég hvet fólk til að skella sér á völlinn!


Fyrir leik
Í síðustu umferð tapaði Afturelding 3-2 gegn Leikni í Breiðholti en Þór fékk Njarðvík í heimsókn og unnu 2-1.
Fyrir leik
Heimamenn sitja í 11.sæti deildarinnar með 10 stig og þurfa nauðsynlega að fá eitthvað út úr þessum leik. Þórsarar eru í toppbaráttu og hafa náð í 23 stig úr 12 leikjum. Þeir eru í 3.sæti deildarinnar.

Þessi lið mættust í fyrstu umferðinni nú í sumar og þá höfðu Þórsarar betur, 3-1. Spennandi að sjá hvort mossfellingar nái að stríða liði Þórs í dag!
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin á beina textalýsingu frá leik Aftureldingar og Þórs í 13.umferð Inkasso-deildar karla.
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Sveinn Elías Jónsson
Aron Elí Sævarsson
4. Hermann Helgi Rúnarsson
6. Ármann Pétur Ævarsson ('79)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
23. Dino Gavric
24. Alvaro Montejo ('59)
27. Rick Ten Voorde
30. Bjarki Þór Viðarsson
88. Nacho Gil ('59)

Varamenn:
2. Tómas Örn Arnarson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
9. Jóhann Helgi Hannesson ('59)
12. Aron Ingi Rúnarsson
14. Jakob Snær Árnason ('59)
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason
18. Alexander Ívan Bjarnason ('79)

Liðsstjórn:
Gregg Oliver Ryder (Þ)
Guðni Þór Ragnarsson
Kristján Sigurólason
Elín Rós Jónasdóttir
Perry John James Mclachlan

Gul spjöld:
Sveinn Elías Jónsson ('63)

Rauð spjöld: