KR
2
2
Stjarnan
0-1 Baldur Sigurðsson '29
Tobias Thomsen '57 , víti 1-1
Björgvin Stefánsson '80 2-1
2-2 Hilmar Árni Halldórsson '93
21.07.2019  -  19:15
Meistaravellir
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: 15 stiga hiti og toppaðstæður
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 1658
Maður leiksins: Hilmar Árni Halldórsson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('58)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
7. Tobias Thomsen ('83)
11. Kennie Chopart (f)
16. Pablo Punyed
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('58)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Björgvin Stefánsson ('58)
14. Ægir Jarl Jónasson ('58)
18. Aron Bjarki Jósepsson ('83)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Magnús Máni Kjærnested
Jón Hafsteinn Hannesson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Halldór Fannar Júlíusson

Gul spjöld:
Arnþór Ingi Kristinsson ('50)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Það var víst Hilmar sem náði að skalla boltann í markið, ekki sjálfsmark hjá Beiti en nú er leik lokið og 2-2 lokaniðurstaðan.
93. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Stoðsending: Jóhann Laxdal
Langt innkast frá Jóa Lax inná teiginn sem endar hjá Hilmari sem stangar boltann í netið og jafnar leikinn í blálokin!
91. mín
Ég hélt að þessi væri inni! Pablo setur aukaspyrnuna yfir vegginn en rétt framhjá markinu.
90. mín Gult spjald: Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Alex brýtur á Óskari rétt utan vítateigs hér og fær gult spjald.
88. mín
Óskar keyrir á vörnina með Bjögga hægra megin við sig en Rauschenberg lokar á Bjögga svo Óskar hleður í skotið en það er rétt framhjá markinu.
87. mín
Kiddi Jóns er með sýningu í kvöld, lyftir boltanum hér með hælnum yfir Jóa Lax sem brýtur á honum í kjölfarið.
83. mín
Inn:Aron Bjarki Jósepsson (KR) Út:Tobias Thomsen (KR)
KR þétta vörnina og taka Tobias útaf fyrir Aron Bjarka.
80. mín MARK!
Björgvin Stefánsson (KR)
Stoðsending: Ægir Jarl Jónasson
Hver annar en Big Bó!? KR-ingar eru komnir yfir hér þegar 10 mínutur eru eftir af leiknum.
Ægir Jarl með frábæra sendingu inná Bjögga sem tók gjörsamlega frábærlega við boltanum og potaði honum undir Halla í markinu. Alvöru móttaka og finish hjá Bjögga!
78. mín
Langur bolti í gegn hjá KR sem Bjöggi eltir en Halli kemur út og skallar frá, Bjöggi fær svo boltann og fer í skotið fyrir utan en það er langt framhjá.
77. mín
Ægir Jarl skorar hér stöngin inn en hann er flaggaður rangstæður!
77. mín
Kiddi Jóns sparkar boltanum hérna fyrir og virðist boltinn fara í höndina á Jóa Lax en Pétur dæmir ekki víti við litla hrifningu KR-inga.
74. mín
Kiddi Jóns með frábæran sprett inná völlinn og fer svo í skotið með hægri sem fer í varnarmann og rétt framhjá markinu. Ekkert að þessu skoti.
72. mín
Inn:Alex Þór Hauksson (Stjarnan) Út:Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
Alex Þór að koma inná hér fyrir Þorra Geir og Stjörnumenn því búnir með sínar skiptingar.
70. mín
Óskar lyftir honum innfyrir á Ægi sem nær ekki að setja boltann fyrir sig og Jói Lax kemst í boltann.
64. mín
Frábær varsla! Aukaspyrna hjá Pablo fer beint á kollinn á Tobias sem stangar boltann í hornið en Halli skutlar sér og ver stórkostlega frá honum.
64. mín
Inn:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan) Út:Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Bæði lið að blása til sóknar hér, Guðmundur Steinn að koma inná fyrir Baldur hér.
63. mín Gult spjald: Daníel Laxdal (Stjarnan)
Kiddi að komast framhjá Danna og Danni straujar hann og fær hárrétt gult spjald.
61. mín
Þorsteinn Már prónar sig í gegnum 3 hérna og rennir honum svo á Hilmar sem kemst í skotstöðu og lætur vaða en Skúli Jón með frábæra tæklingu sem kemur í veg fyrir að skotið fari á markið.
58. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
Tvöföld skipting hjá heimamönnum, Bjöggi og Ægir að koma inná fyrir Arnþór og Atla.
58. mín
Inn:Björgvin Stefánsson (KR) Út:Arnþór Ingi Kristinsson (KR)
57. mín Mark úr víti!
Tobias Thomsen (KR)
Stoðsending: Arnþór Ingi Kristinsson
Tobias skorar af miklu öryggi úr vítinu, setur hann uppi í hægra hornið og Halli fór í vinstra hornið. 1-1 og nóg eftir hér!
56. mín Gult spjald: Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
Þorri straujar Arnþór hérna inn í teig og fær á sig vítaspyrnu!
52. mín
Pablo með hornspyrnu inná teiginn en það er dæmd aukaspyrna á Arnþór Inga fyrir bakhrindingu.
50. mín Gult spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (KR)
Stígur inn í Þorstein sem var á leið í skyndisókn.
48. mín
Þorsteinn með fyrirgjöfina en Skúli nær að skalla boltann í hornspyrnu sem ekkert kemur upp úr.
46. mín
Inn:Guðjón Baldvinsson (Stjarnan) Út:Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan)
Gauji Bald kom hér inná fyrir Sölva í hálfleik.
46. mín
Leikur hafinn
Pablo Punyed sparkar seinni hálfleiknum í gang hér á Meistaravöllum.
45. mín
Hálfleikur
Óskar með fyrirgjöf sem Arnþór skallar framhjá markinu og þá flautar Pétur til leikhlés.
45. mín
Vá Kennie fær boltann skoppandi hérna og hefur nógan tíma til að hlaða í skotið og neglir á markið en Halli ver og Stjarnan kemur svo boltanum í horn.

Uppúr horninu fær Atli skotfæri en skot hans fer í varnarmann, KR að vakna til lífsins hérna undir lok hálfleiksins.
45. mín
Tveim mínútum er bætt við hér á Meistaravöllum.
45. mín
Halli heldur leik áfram og virðist vera í lagi með hann. Stjarnan eiga nú hornspyrnu.

Hornspyrnan er slök og ekkert kemur úr henni.
43. mín
Halli kveinkar sér hér, sparkar boltanum bara útaf og sest niður, vonandi getur hann haldið leik áfram en Gauji Carra varamarkvörður Stjörnunnar er farinn að hita upp.
42. mín
Arnór Sveinn í vandræðum hér, ætlar að hreinsa frá en hittir boltann skelfilega og setur hann aftur fyrir sig í hornspyrnu. Ekkert kemur upp úr henni.
38. mín
Atli með boltann vinstra megin og kemur með fyrirgjöfina en hún er slök og beint í fangið á Halla í markinu.
35. mín
Boltinn dettur hér fyrir Atla hægra megin í teignum en hann rétt potar boltanum í nærhornið og Halli handsamar boltann auðveldlega, þarna hefði Atli átt að setja kraft í skotið.
33. mín Gult spjald: Rúnar Páll Sigmundsson (Stjarnan)
Rúnar brjálaður yfir að Pétur dæmdi ekki brot á Skúla Jón í baráttunni við Þorstein Má og hraunar yfir Pétur og fær fyrir það gult spjald.
31. mín
Arnþór Ingi vinnur boltann hérna vel, sendir á Tobias sem er með Danna Lax í sér, Tobias reynir að vippa boltann yfir Halla sem stendur á línunni en lendir samt í veseni en guð sé lof fyrir hann fór boltinn hársbreidd yfir markið og endaði ofan á þaknetinu.
29. mín MARK!
Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
Hvað er Beitir að gera hérna!?
Hilmar með aukaspyrnu inná teiginn sem Baldur skallar að marki og Beitir heldur að boltinn sé að fara framhjá markinu og fylgir boltanum bara inn. Afar klaufalegt hjá Beiti og Stjarnan komnir yfir á Meistaravöllum!
26. mín
Óskar með gott hlaup upp vinstri kantinn og lyftir honum inná teiginn þar sem Pablo teygir sig í boltann en boltinn langt framhjá. Pablo hefði sennilega átt að láta hann fara þar sem Atli var í miklu betri stöðu bakvið hann.
25. mín
Baldur brýtur hér eilítið harkalega á Pálma á miðjum vellinum, var búinn að fá aðvörun fyrr í leiknum og fær aðra hér, næsta brot er alltaf spjald hjá Baldri.
19. mín
Stjarnan fá aukaspyrnu á fínum stað á vinstri kantinum sem Hilmar tekur en hann kemur með algjöran fallhlífarbolta sem Beitir handsamar auðveldlega.
17. mín
Kiddi Jóns með frábæran sprett og skilur Jóa Lax eftir í rykinu, kemur með fyrirgjöfina á Pálma sem nær ekki krafti í skallann sinn og grípur Halli boltann auðveldlega.
14. mín
Atli Sigurjóns með góðan sprett upp hægri kantinn, köttar inn á vinstri fótinn sinn en hittir boltann skelfilega og boltinn fer í innkast við hornfánann.
13. mín
Pablo með slaka aukaspyrnu inná teiginn sem Eyjólfur skallar frá, Pablo verður að koma með miklu betri spyrnur en þetta til að skapa einhvern usla.
9. mín
Stjörnumenn aðgangsharðir hér, boltinn endar úti vinstra megin hjá Heiðari sem kemur með fyrirgjöfina en það er dæmd aukaspyrna á Baldur sem keyrði í bakið á Kidda.
6. mín
Hilmar Árni kemst hér áfram með boltann fyrir utan teig og hleður í skotið en það er beint á Beiti í markinu.
1. mín
Leikur hafinn
Stjarnan hefja leikinn hér á Meistaravöllum.
Fyrir leik
KR gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu eftir sigurinn á ÍBV í síðustu umferð, Finnur Tómas er búinn að vera glíma við meiðsli og er á varamannabekknum. Skúli Jón Friðgeirsson byrjar í hans stað. Kristján Flóki er ekki í liðinu en hann kemur ekki inn í liðið fyrr en í Ágúst.

Stjarnan gerir fjórar breytingar á liði sínu frá jafnteflinu við Grindavík í síðustu umferð. Jóhann Laxdal, Þorri Geir, Martin Rauschenberg og Baldur Sigurðsson koma inn í byrjunarliðið fyrir Brynjar Gauta, Jósef Kristinn, Alex Þór og Guðmund Stein.
Fyrir leik
Sagan segir að FH-ingar séu alls ekki sáttir með að Kristján Flóki hafi farið í KR og finnist hann hafa stungið þá í bakið. Menn vilja jafnvel meina að hann hafi verið búinn að komast að munnlegu samkomulagi um að koma heim í FH en hafi svo svikið það og samið við KR. Þetta eru bara sögusagnir en fróðlegt að sjá hvernig honum verður tekið þegar hann mætir í Krikann 14.ágúst í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.
Fyrir leik
Þessi lið mættust í fyrstu umferð deildarinnar og skildu jöfn 1-1 í leik þar sem KR spilaði allan seinni hálfleikinn manni færri eftir að Aron Bjarki Jósepsson fékk rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleik. Hilmar Árni og Pálmi Rafn skoruðu mörkin úr vítaspyrnum.
Fyrir leik
KR keypti Kristján Flóka Finnbogason frá Start í vikunni og verður fróðlegt að sjá hvort hann byrji leikinn í kvöld. Kristján Flóki er uppalinn í FH en ákvað að koma til toppliðsins núna og skrifaði undir 4 ára samning. Gríðarlegur liðsstyrkur fyrir KR að fá þennan öfluga markaskorara.
Fyrir leik
KR er á toppi deildarinnar með 7 stiga forskot á Breiðablik sem er í 2.sætinu. Það er varla veikan blett að finna á KR liðinu sem hefur unnið síðustu 8 leiki sína í deildinni og virðist fátt stöðva þá í að vinna þann stóra í haust.
KR er komið í undanúrslit bikarsins en þeir fengu stóran skell í Evrópu þar sem þeir töpuðu 7-1 gegn Molde.

Stjarnan er í 4.sæti deildarinnar með 19 stig, þrem stigum frá Breiðablik í 2.sætinu. Vinni þeir í kvöld eru þeir komnir á gott ról og í harðri baráttu um Evrópusæti.
Stjarnan vann dramatískan sigur í Evrópudeildinni þar sem Brynjar Gauti tryggði þeim áfram á útivallarmörkum með marki á 123.mínútu í Tallin gegn Levida Tallin.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KR og Stjörnunnar í 13.umferð Pepsí Max-deildar karla á Meistaravöllum.
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Heiðar Ægisson
4. Jóhann Laxdal
6. Þorri Geir Rúnarsson ('72)
8. Baldur Sigurðsson ('64)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
18. Sölvi Snær Guðbjargarson ('46)
19. Martin Rauschenberg
20. Eyjólfur Héðinsson

Varamenn:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
7. Guðjón Baldvinsson ('46)
14. Nimo Gribenco
16. Ævar Ingi Jóhannesson
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('64)
29. Alex Þór Hauksson ('72)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Davíð Sævarsson
Andri Freyr Hafsteinsson
Halldór Svavar Sigurðsson

Gul spjöld:
Rúnar Páll Sigmundsson ('33)
Þorri Geir Rúnarsson ('56)
Daníel Laxdal ('63)
Alex Þór Hauksson ('90)

Rauð spjöld: