Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
   lau 20. desember 2025 10:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mainoo vill fara - Rashford líklega áfram hjá Barcelona
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu.

Enski miðjumaðurinn Kobbie Mainoo, 20, sér ekki framtíðina fyrir sér hjá Man Utd undir stjórn Ruben Amorim og íhugar að yfirgefa æskufélagið í janúar. (Mail)

Man Utd, Man City, Liverpool og Tottenham eru í viðræðum við Antoine Semenyo, 25, landsliðsmann Gana. Félögin eru tilbúin að borga 65 milljónir punda en viðræðurnar við Bournemouth verða að klárast fyrir 10. janúar. (The i)

Man Utd telur að Semenyo muni styrkja vinstri kantinn en Amorim efast um danska landsliðsmanninn Patrick Dorgu, 21, sem gekk til liðs við félagið frá Lecce fyrir 25 milljónir punda í febrúar. (Sun)

Brennan Johnson, 24, leikmaður Tottenham, kemur til greina sem arftaki Semenyo hjá Bournemouth. (Teamtalk)

Bournemouth mun hins vegar vera í samkeppni við Crystal Palace um Johnson. (Guardian)

Það er sífelt líklegra að Barcelona virki 26 milljón punda ákvæði til að fá Marcus Rashford, 28, alfarið frá Man Utd. Hann er að finna sitt gamla form hjá spænska félaginu. (Mundo Deportivo)

Armand Lauriente, 27, sóknarmaður Sassuolo, vill yfirgefa félagið í janúaar en hann hefur verið orðaður við Sunderland. (Sunderland Echo)

Ruben Neves, 28, leikmaður Al-Hilal, gæti farið til Real Madrid í janúar. (Fichajes)

Milan vill fá Thiago Silva, 41, aftur í janúar eftir að hann rifti samningi sínum við Fluminense. (ESPN)

Lewis Dunk, 34, fyrirliði Brighton, hefur virkjað eins árs ákvæði í samningi sínum sem er nú í gildi til 2027. (Sky Sports)

Man Utd, Newcastle og Aston Villa hafa áhuga á Denzel Dumfries, 29, vængmanni Inter Milan. (Teamtalk)

Barcelona er nálægt því að fá Ajay Tavaraes, 15, leikmann Norwich en hann hefur spilað fyrir U17 landslið Englands. (Sun)

Zinedine Zidane, fyrrum stjóri Real Madrid, Liam Rosenior, stjóri Strasbourg og Cesc Fabregas, stjóri Como, eru meðal þeirra sem Chelsea horfir til sem mögulega arftaka Enzo Maresca. (Caught Offside)
Athugasemdir
banner
banner