Würth völlurinn
þriðjudagur 23. júlí 2019  kl. 18:00
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Sini Hakala
Maður leiksins: Hulda Hrund Arnarsdóttir
Fylkir 3 - 0 Þór/KA
1-0 Ída Marín Hermannsdóttir ('11)
2-0 Hulda Hrund Arnarsdóttir ('44)
3-0 Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('72)
Byrjunarlið:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
0. Sæunn Rós Ríkharðsdóttir ('81)
3. Kyra Taylor
4. María Björg Fjölnisdóttir
5. Ída Marín Hermannsdóttir ('61)
7. Thelma Lóa Hermannsdóttir
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir
9. Marija Radojicic ('73)
15. Stefanía Ragnarsdóttir
21. Berglind Rós Ágústsdóttir
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir

Varamenn:
28. Brigita Morkute (m)
6. Sunna Baldvinsdóttir
10. Bryndís Arna Níelsdóttir ('73)
13. Amy Strath ('81)
16. Kristín Þóra Birgisdóttir
20. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('61)
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir
24. Lilja Vigdís Davíðsdóttir

Liðstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Þorsteinn Magnússon
Viktor Steingrímsson
Tinna Björk Birgisdóttir
Sigurður Þór Reynisson

Gul spjöld:
Berglind Rós Ágústsdóttir ('71)

Rauð spjöld:
@alexandrabia95 Alexandra Bía Sumarliðadóttir
90. mín Leik lokið!
+4

Takk fyrir mig, viðtöl og skýrsla væntanleg!
Eyða Breyta
90. mín
+4

Maria með síðustu skottilraun kvöldsins.
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA)
+3

Sá ekki fyrir hvað. Mögulega fyrir mótmæli.

Eyða Breyta
90. mín
+1

Við erum komin í uppbótartíma.

Lítið sem bendir til þess að Þór/KA ætli að minnka muninn fyrir leikslok
Eyða Breyta
90. mín
Þór/KA fær hornspyrnu. Ná þær að koma inn marki?

Nei, Fylkiskonur koma þessu í burtu.
Eyða Breyta
88. mín
Hulda Hrund með skot fyrir utan teig sem fer í hliðarnetið.
Eyða Breyta
86. mín
Færi!

Þór/KA fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Fylkis. Boltinn berst á Láru Kristínu sem er í góðri stöðu fyrir framan markið en hittir boltann illa.
Eyða Breyta
85. mín
Bryndís Arna reynir skot af löngu færi en Harpa ver örugglega.
Eyða Breyta
83. mín
Þór/KA fær hornspyrnu.

Boltinn berst á milli nokkra leikmanna í teignum en á endanum koma Fylkiskonur þessu frá.
Eyða Breyta
82. mín Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA) Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA)

Eyða Breyta
82. mín
Lára Kristín með góðan bolta inn fyrir á Þórdís Hrönn tekur og neglir á markið, en þessi vel framhjá.
Eyða Breyta
81. mín
Bryndís Arna fær boltann inn í teig og Lára Kristín á tæklingu sem kemur boltanum frá. Fylkisfólk í stúkunni vill fá víti en þetta virtist bara vera boltinn.
Eyða Breyta
81. mín Amy Strath (Fylkir) Sæunn Rós Ríkharðsdóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
79. mín
María með háan bolta inn fyrir sem Hulda Ósk tekur niður og skýtur svo á markið. Cecilía ver nokkuð örugglega.
Eyða Breyta
77. mín Tanía Sól Hjartardóttir (Þór/KA) Agnes Birta Stefánsdóttir (Þór/KA)

Eyða Breyta
77. mín
Þór/KA fær aðra hornspyrnu.
Eyða Breyta
76. mín
Þór/KA fær hornspyrnu.

Fínn bolti en eftir smá klafs ná Fylkiskonur að koma þessu frá.
Eyða Breyta
73. mín Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir) Marija Radojicic (Fylkir)

Eyða Breyta
72. mín MARK! Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir), Stoðsending: Thelma Lóa Hermannsdóttir
3-0!!

Thelma Lóa fær boltann rétt fyrir utan teig og nær með tilþrifum að renna honum lengra á Margréti sem á skot sem Harpa ver en missir svo frá sér og hann leeekur yfir línuna.

Harpa búin að vera góð í leik en gerir hér mistök.
Eyða Breyta
71. mín Gult spjald: Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylkir)
Keyrir í bakið á Huldu Ósk.
Eyða Breyta
69. mín
Hinumegin fær Hulda Ósk boltann uppi á toppi en þetta er erfitt fyrir hana, ein á móti nokkrum varnarmönnum Fylkis.
Eyða Breyta
69. mín
Þórdís Elva með sendingu inn fyrir á Thelmu Lóu sem á fast skot beint á Hörpu í markinu. Besta færi Fylki í langan tíma.
Eyða Breyta
67. mín
Lítið að gerast. Hvorug lið að gera mikla atlögu að markinu.
Eyða Breyta
63. mín
Þórdís Hrönn reynir nú skot fyrir utan en þessi er framhjá.
Eyða Breyta
63. mín
María Catharina reynir skot fyrir utan teig sem fer framhjá. Hún er búin að eiga flest skot Þór/KA í þessum leik.
Eyða Breyta
61. mín Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir) Ída Marín Hermannsdóttir (Fylkir)
Fyrsta skipting Fylkis.

Ída búin að vera góð, skoraði fyrsta mark leiksins og búin að ógna mikið sóknarlega.
Eyða Breyta
60. mín
Þór/KA búnar að færa sig aðeins ofar á völlinn og gera sig líklegri til að koma inn marki. Eru að koma sér í fínar stöður en síðustu sendingarnar að klikka hjá þeim.
Eyða Breyta
57. mín
Fín sókn hjá Þór/KA þar sem boltinn berst út á Karen Maríu sem reynir skot sem fer rétt yfir markið.
Eyða Breyta
54. mín
Marija reynir skot en þessi bolti er beint á Hörpu.
Eyða Breyta
50. mín
Vóó sláin!

Kyra Taylor með sendingu inn fyrir á Mariju sem tekur skotið sem fer beint í þverslánna!
Eyða Breyta
48. mín
Hinumegin er fyrirgjöf í teig Þórs/KA en norðankonur ná að koma þessu frá.
Eyða Breyta
48. mín
Hulda Ósk stingur boltanum inn fyrir á Maríu sem er mjög fljót en Berglind rennir sér og nær að koma boltanum á Cecilíu sem hreinsar.
Eyða Breyta
46. mín
María Catharina geysist upp völlinn og tekur skot en boltinn framhjá.

Lítið sést til hennar síðan í byrjun leiks þegar hún fékk tvö færi.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað aftur.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Sini Hakala flautar til hálfleiks.

Heimakonur leiða með tveimur mörkum.
Eyða Breyta
44. mín MARK! Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylkir)
Jaaaaá!

Hulda Hrund með glæsilegt mark! Fær boltann fyrir utan teig og snýr og hleður í skot sem syngur upp í samskeytunum. Þessi var ekki fastur en þetta þarf víst ekki alltaf að vera fast.

2-0, verðskuldað.
Eyða Breyta
43. mín
Fylkir er að ná að koma sér í góð færi og gætu vel verið búnar að skora fleiri mörk. Vantar aðeins upp á að klára þetta alveg fremst. Lítið að frétta sóknarlega hjá Þór/KA.
Eyða Breyta
41. mín
Ída Marín keyrir yfir á vinstri kantinn og setur boltann fyrir markið þar sem systir hennar, Thelma Lóa er mætt en hún nær ekki til boltans.
Eyða Breyta
40. mín
Þórdís Elva reynir skot fyrir utan teig sem fer hátt yfir markið. Fylkir búnar að vera grimmari fram á við.
Eyða Breyta
39. mín
Fylkiskonur með góða sókn. Ída Marín með fyrirgjöf sem Marija skallar en Harpa vel á verði.
Eyða Breyta
37. mín
Fylkir fær aukaspyrnu úti á vinstri kant.

Marija setur boltann fyrir markið en Harpa grípur auðveldlega. Engin sem gerði alvöru atlögu í liði Fylkis.
Eyða Breyta
36. mín
Færi!

Ída Marín með fyrirgjöf sem Thelma Lóa skallar. Harpa ver en boltinn berst á Mariju sem nær skoti en varnarmenn komast fyrir.
Eyða Breyta
31. mín Jakobína Hjörvarsdóttir (Þór/KA) Eygló Erna Kristjánsdóttir (Þór/KA)
Fyrsta breyting Þór/KA eftir hálftíma leik. Jakobína að koma inn á, stelpa fædd 2004.
Eyða Breyta
30. mín
Fylkir fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Þórs/KA eftir að boltinn fór í höndina á Eygló.

Hulda tók spyrnuna og setti hann framhjá.
Eyða Breyta
29. mín
Marija með fyrirgjöf sem Ída Marín nær að skalla en Harpa ver. Harpa búin að vera góð fyrsta hálftímann.
Eyða Breyta
28. mín
Þór/KA búnar að halda boltanum betur síðustu mínútur. Virðist vera að koma meiri ró yfir leikmenn.
Eyða Breyta
24. mín
Annað dauðafæri!

Hulda Hrund með fallega sendingu inn fyrir á Ídu Marín sem kemst ein gegn Hörpu en Harpa með góða vörslu!
Eyða Breyta
23. mín
Dauðafæri!!

Hulda Björg rann til í vörninni og Marija tekur boltann inn í teig og leggur hann fyrir Thelmu Lóu sem er aðeins of lengi að klára færið og Harpa ver.
Eyða Breyta
21. mín
Hulda Ósk fær sendingu inn fyrir en er dæmd rangstæð.
Eyða Breyta
20. mín
Þórdís Elva reynir skot utan af velli en boltinn framhjá.
Eyða Breyta
18. mín
Bæði lið eru mikið að reyna að stinga boltanum bakvið varnirnar. Hefur gengið ágætlega hjá báðum liðum hingað til.
Eyða Breyta
15. mín
Marija reynir að stinga boltanum inn fyrir a Thelmu Lóu en Lára Kristín er sterk og nær að skýla boltanum.
Eyða Breyta
13. mín
Hulda Hrund reynir skot fyrir utan teig vinstra megin, ætlar að setja hann á nær en þessi alltaf á leiðinni framhjá.
Eyða Breyta
11. mín MARK! Ída Marín Hermannsdóttir (Fylkir)
Jááá! Fylkir komnar yfir!

Ída Marín fær sendingu í hlaupaleiðina á hægri kantinum, er öskufljót og kemst ein á móti Hörpu og leggur hann snyrtilega framhjá henni.
Eyða Breyta
10. mín
Aftur Sleppur María Catharina í gegn eftir sendingu frá Andreu Mist og aftur ver Cecilía vel. Þarna var María í aðeins þrengra færi en áðan.
Eyða Breyta
10. mín
Marija reynir sendingu fyrir en rangstaða dæmd.
Eyða Breyta
6. mín
María Catharina fær sendingu inn fyrir og sleppur ein í gegn á móti Cecilíu sem ver vel frá henni!
Eyða Breyta
4. mín
Hulda Hrund á fleygiferð og kemur sér í skotfæri inn í teig og þrumar boltanum í höndina á Láru Kristínu en dómarinn dæmir ekki víti. Fylkisfólk mjög ósátt.
Eyða Breyta
3. mín
Þórdís Hrönn með fyrsta skot leiksins. Leit ágætlega út en fór yfir markið.
Eyða Breyta
3. mín
Þetta fer rólega af stað. Liðin skiptast á að halda boltanum og reyna að færa sig framar.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Það er Þór/KA sem byrjar þetta.

Fylkiskonur sækja að Árbæjarlaug.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn í fylgd dómaratríósins og ungum Fylkisstúlkum. Þetta er allt að smella á!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er fínasta veður hér í Árbænum og verið að grilla hamborgara. Allir að drífa sig á völlinn!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómari leiksins kemur frá Finnlandi og heitir Sini Hakala, henni til aðstoðar verða Alisa Levälampi sem er einnig frá Finnlandi og Eydís Ragna Einarsdóttir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin hafa verið birt og má sjá hér til hliðar!

Fylkir gerir eina breytingu frá bikarleiknum gegn Selfoss á föstudaginn, Sæunn Rós kemur hinn fyrir Sigrúnu Sölku.

Það eru aðeins fleiri breytingar á liði Þór/KA frá bikarleiknum gegn KR á laugardaginn. Bryndís Lára er ekki með í dag og kemur Harpa Jóhannsdóttir í rammann í stað hennar. Bianca og Sandra Mayor eru sem fyrr sagði í landsliðsverkefni og spila því ekki í dag. Einnig er Heiða Ragney ekki á skýrslu í dag.

María Catharina kemur inn í liðið ásamt Agnesi Birtu og Eygló Ernu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Sandra Mayor og Bianca Sierra verða ekki með í kvöld en þær eru farnar í leiki með mexíkóska landsliðinu.

Þær munu einnig missa af leiknum gegn ÍBV á laugardaginn og stórleik gegn Breiðabliki 1. ágúst.

Það er ljóst að aðrir leikmenn Þór/KA þurfa að stíga upp, enda um að ræða tvo lykilmenn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri leikur Fylkis og Þór/KA sem spilaður var á Akureyri þann 8. maí, fór 2-0 fyrir Þór/KA. Sandra Mayor og Andrea Mist skoruðu mörkin.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið voru í undanúrslitum Mjólkurbikarsins um helgina og töpuðu sínum leikjum. Fylkir tapaði 1-0 fyrir Selfoss og Þór/KA tapaði 2-0 fyrir KR.

Þessi lið töpuðu einnig síðasta deildarleik sínum, Keflavík vann Fylki 2-0 í Keflavík og Valur fór norður og vann 0-3 sigur á Þór/KA.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fylkiskonur eru í botnsætinu með 7 stig, jafnmörg og HK/Víkingur. Það er þéttur pakki á botninum og sigur í kvöld gæti fleytt Fylki upp úr fallsæti.

Þór/KA sitja í 3. sæti deildarinnar með 17 stig, 11 stigum á eftir Val og Breiðablik sem eru jöfn stigum í 1. og 2. sæti. Selfyssingar eru farnar að naga í hælana á Þór/KA og eru aðeins 1 stigi á eftir þeim í 4. sætinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá Würth vellinum í Árbænum.


Klukkan 18:00 hefst leikur Fylkis og Þór/KA í Pepsi-Max deild kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Harpa Jóhannsdóttir (m)
6. Karen María Sigurgeirsdóttir
8. Lára Einarsdóttir
10. Lára Kristín Pedersen
15. Hulda Ósk Jónsdóttir
17. María Catharina Ólafsd. Gros
19. Agnes Birta Stefánsdóttir ('77)
22. Andrea Mist Pálsdóttir
22. Eygló Erna Kristjánsdóttir ('31)
24. Hulda Björg Hannesdóttir ('82)
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Varamenn:
25. Helena Jónsdóttir (m)
3. Anna Brynja Agnarsdóttir
4. Tanía Sól Hjartardóttir ('77)
9. Saga Líf Sigurðardóttir
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir
19. Margrét Mist Sigursteinsdóttir
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('82)

Liðstjórn:
Haraldur Ingólfsson
Jakobína Hjörvarsdóttir
Anna Catharina Gros
Einar Logi Benediktsson
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)

Gul spjöld:
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('90)

Rauð spjöld: