Valur
3
0
KR
Elín Metta Jensen '14 1-0
Hlín Eiríksdóttir '20 2-0
Hlín Eiríksdóttir '79 3-0
23.07.2019  -  19:15
Origo völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Áhorfendur: 418
Maður leiksins: Hlín Eiríksdóttir
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
4. Guðný Árnadóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir (f) ('81)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f) ('86)
14. Hlín Eiríksdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir ('81)
22. Dóra María Lárusdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
6. Mist Edvardsdóttir
15. Bergdís Fanney Einarsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('81)
19. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('81)
31. Vesna Elísa Smiljkovic
44. Málfríður Erna Sigurðardóttir ('86)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Rajko Stanisic
Jóhann Emil Elíasson
María Hjaltalín

Gul spjöld:
Lillý Rut Hlynsdóttir ('43)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið!

Sannfærandi hjá vel spilandi og reynslumiklum Valskonum. Þær halda toppsætinu. Eru komnar í 31 stig og hafa aukið markaforskot sitt á Breiðablik um tvö mörk.

Sigurgöngu KR lýkur en það var mögulega einhver bikarþynnka í liðinu sem var aldrei sérstaklega líklegt hér í dag.

Ég þakka fyrir mig í bili og minni á viðtöl og skýrslu seinna í kvöld.
89. mín
Þá er komið að varamanninum GK23. Hún fær stungusendingu og nær skoti að marki undir þungri pressu Ingunnar. Ingibjörg kemur vel út á móti og gerir vel í að verja!

Valskonur ná ekki að nýta sér hornið sem fylgir í kjölfarið.
88. mín
Elín Metta freistar þess að bæta við marki!

Leikur í átt að teignum og lætur vaða. Fínt skot en boltinn rétt yfir.
86. mín
Inn:Málfríður Erna Sigurðardóttir (Valur) Út:Hallbera Guðný Gísladóttir (f) (Valur)
Stórt!

Fríða spilar sínar fyrstu mínútur í Pepsi Max í sumar. Skórnir nýkomnir aftur af geymsluhillunni.
84. mín
KR-ingar eru ekki búnar að gefast upp. Sandra Dögg leikur inn á völlinn frá vinstri. Tekur fintu framhjá báðum miðvörðum Vals áður en hún reynir skot en það er beint á nöfnu hennar í Valsmarkinu.
82. mín
Fanndís!

Köttar inn frá vinstri og á hörkuskot rétt yfir!
81. mín
Inn:Halla Marinósdóttir (KR) Út:Grace Maher (KR)
81. mín
Inn:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Valur) Út:Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
81. mín
Inn:Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur) Út:Lillý Rut Hlynsdóttir (Valur)
79. mín MARK!
Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Hlín Eiríksdóttir!

Ótrúleg. Skallar hér hornspyrnu Vals í netið og klárar leikinn fyrir Val!

Er búin að skora 11 deildarmörk í sumar! Þónokkur þeirra með skalla.
78. mín
Elín Metta og Margrét Lára eru búnar að ná vel saman í allt sumar. Nú spilar Elín Metta Margréti Láru í gegn en Ingibjörg gerir virkilega vel í að verja frá MLV9.
76. mín
Aftur er þung pressa í vítateig KR en aftur mistekst Valskonum að klára hættulega sóknina með skoti.
73. mín
Kraftur í Gloriu. Hún brýst upp í átt að teignum hægra megin og reynir fast skot. Það sigrar ekki Söndru en þetta var vel gert hjá KR-ingnum sem var undir pressu.
69. mín
Elísa stígur þarna á stóru tánna á Grace og er dæmd brotleg út við hliðarlínu. KR fær aukaspyrnu og Elísa tiltal.

Grace tekur spyrnuna sjálf. Setur frábæran bolta inn á teig þar sem Ingunn er mætt ALEIN en fer illa með þetta flotta færi og sneiðir boltann framhjá!
66. mín
Inn:Hugrún Lilja Ólafsdóttir (KR) Út:Tijana Krstic (KR)
Tijana biður um skiptingu sem hún fær. Hugrún kemur í vinstri bakvörðinn í hennar stað.
65. mín
Valskonur stýra ferðinni. Halda boltanum og breika svo þegar færi gefast.
62. mín
Þá er komið að Öddu spreyta sig í skotunum. Boltinn er lagður út á hana, hún nær fínum krafti í skotið en skýtur yfir.
59. mín
Margrét Lára spilar Fanndísi í gegn með fallegri sendingu. Fanndís ákveður að reyna skot í stað þess að spila fyrir markið þar sem Elín Metta var mætt með nóg pláss á markteig!
57. mín
Fanndís brýtur á Gloriu úti við vítateigshornið hægra megin. Grace tekur og reynir skot sem er arfaslakt og flýgur hátt yfir fjær.
56. mín
Klaufalegt hjá KR. Þær eru aftur að láta dæma sig brotlegar eftir hornspyrnur. Illa farið með fína sénsa.
53. mín
Aftur séns hjá Val. Margrét Lára reynir hælspyrnu í átt að marki eftir fyrirgjöf en boltinn framhjá.
51. mín
Ágæt skyndisókn hjá KR þar sem Betsy og Glora bera upp boltann. Ná þó ekki að komast aftur fyrir línuna hjá Val og sóknin endar á að Gloria reynir langskot, rétt framhjá.

Stuttu síðar verður háspenna-lífshætta í vítateig KR en Valskonur finna einfaldlega ekki skotið þrátt fyrir þunga pressu og aftur geysast KR-ingar í skyndisókn.

Í þetta skiptið er Betsy komin í fína stöðu, leikur á varnarmann en reynir svo skot sem er hátt yfir. Betsy búin að vera mjög flott í liði KR í kvöld.
49. mín
Hlín gerir vel í að hrista af sér varnarmann og koma sér í fyrirgjafarstöðu. Allur undirbúningurinn var til fyrirmyndar en það vantaði mýkt í sendinguna og fyrirgjöfin of föst fyrir mannskapinn.
47. mín
Fatta að ég hef gleymt að setja inn uppstillingu KR.

Hlíf plantar sér fremst á miðjuna, fyrir framan Þórunni og Grace. Gloria er úti til hægri og Sandra Dögg til vinstri. Betsy er fremst.

Ingibjörg í markinu. Tijana (v) og Kristín (h) í bakvörðum og Ingunn og Laufey miðverðir.
46. mín
Leikur hafinn
Við erum farin af stað aftur. KR-ingar byrja seinni hálfleikinn á að vinna hornspyrnu. Grace tekur en Adda skallar frá.
45. mín
Inn:Hlíf Hauksdóttir (KR) Út:Guðmunda Brynja Óladóttir (KR)
KR-ingar taka enga sénsa með Gummu. Hún er farin útaf og Hlíf kemur inn í hennar stað. Mætir hér sínum gömlu félögum.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur.

Valskonur hafa verið mun betri og leiða sanngjarnt, 2-0.

Leikmenn og þjálfarar rölta inn í klefa. Kalli, þjálfari KR, gefur sér þó tíma fyrst til að senda Hlíf Hauksdóttur í upphitun. Virtist vera að gefa henni merki um að gera sig klára í seinni hálfleikinn.

Sjáum hvað setur. Kaffi og korterspása áður en við höldum áfram með seinni hálfleikinn.
45. mín
Gott mál. Gumma er komin aftur inná.
45. mín
Áhugavert hjá Söndru. Hávöxnust á vellinum en reynir að hreinsa fyrirgjöf KR með fætinum í baráttunni við Ingunni. Ingunn fær spark fyrir vikið en vinnur hornspyrnu með pressunni. Grace tekur hornið. Setur boltann á fjær en Ingunn er dæmd brotleg.
43. mín Gult spjald: Lillý Rut Hlynsdóttir (Valur)
Lillý fær réttilega gult. Ætlar að vera skynsöm og stoppa sókn KR en fer alltof harkalega í Guðmundu sem liggur eftir.

Gumma er búin að vera að basla við meiðsli í allt sumar og það yrði glatað fyrir hana og KR ef hún þyrfti að fara útaf.
41. mín
Valskonur halda boltanu vel og nokkuð áreynslulaust þessa stundina. Þeim liggur ekkert á. Eru í þægilegri stöðu og stutt í hálfleikinn.

Bíða eftir opnun og hér kemur ein! Margrét Lára mætir fyrirgjöf Hlínar á fjær en setur boltann rétt framhjá úr dauðafæri!

Hún er þó dæmd rangstæð og þarf ekki að svekkja sig um of á þessu klikki.
39. mín
Aftur er Ingunn að koma sér fyrir á ögurstundu. Fanndís var komin í fínan séns við fjærstöngina og lét vaða en Ingunn náði að henda sér fyrir og boltinn í horn.

Hornspyrnan er slök. Flýgur yfir pakkann og aftur fyrir.
38. mín
Margrét Lára skverar boltann inn fyrir varnarlínu KR og í hlaupalínu Elínar Mettu. Laufey gerir vel í að koma stóru tá inn í sendinguna og bjarga í horn. Valskonur ná ekki að nýta sér það og KR-ingar hreinsa frá.
35. mín
Vá! Dóra María með geggjaða sendingu fram á Elínu Mettu. Hún leikur að marki og reynir skot en það fer af Ingunni og aftur fyrir.

Ingibjörg á rosa vörslu eftir hornið þegar hún teygir sig upp í Samúel til að halda skalla Margrétar Láru fyrir utan markið.
33. mín
Séns fyrir KR!

Lillý kemst inn í slaka sendingu Grace en fellur við og það galopnast allt aftast hjá Val. Betsy er fljót að vinna boltann. Spilar upp í horn á Guðmundu sem nær að leika á varnarmann Vals en ekki að finna Betsy sem var ready í teignum.
30. mín
Þá reynir Betsy markskot fyrir gestina. Var í svolítinn tíma að reyna að losa sig við Lillý sem setti pressu á hana í teignum. Tókst það ekki almennilega en fann þó skotið... Sem var máttlaust og beint á Söndru.
29. mín
Ágætur samleikur hjá Valskonum. Fanndís tekur boltann viðstöðulaust og snýr honum yfir KR-línuna og upp í horn á Elínu Mettu. Hún leikur í átt að teignum og freistar þess að finna Fanndísi aftur á fjær en sendingin aðeins of föst og sóknin rennur í sandinn.
25. mín
Maher með horn fyrir KR. Setur háan bolta út á vítapunkt. Sandra fer út í teiginn og kýlir frá. KR-ingar eru í kjölfarið dæmdar brotlegar og heimakonur snúa vörn í sókn.
24. mín
Þarna mátti litlu muna. Margrét Lára er dæmd rangstæð eftir að Fanndís þræddi boltann á milli Kristínar og Laufeyjar. Þetta var tæpt. Varnarlína KR-inga þarf að þétta raðirnar.
20. mín MARK!
Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Hlín er búin að tvöfalda forystuna fyrir Val!

Ég náði aðdragandanum ekki almennilega en Hlín komst í skotfæri hægra megin. Ingibjörg varði frá henni en Hlín var grimmust í frákastið og gerði vel í að klára úr þröngu færi af vítateigshorninu hægra megin.

Gaman að því að litla systir hennar, Arna Eiríksdóttir, skoraði fyrir HK/Víking fyrir 5 mínútum.
19. mín
Bjartsýnistilraun hjá Tijönu. Lætur vaða lengst utan af velli en setur boltann yfir.
17. mín
Fanndís kemst í fína stöðu vinstra megin í teignum. Reynir að klína boltanum í fjærhornið en skýtur framhjá. Hættulegt.
17. mín
Fín varnarvinna hjá þeim Grace og Söndru sem ná Dóru Maríu í samloku á miðjunni og vinna af henni boltann. Sandra reynir svo að spila Betsy í gegn en Guðný nær að loka á hlaupið. Hefði getað orðið hættulegt.
14. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Valur)
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
"Mettan setta'nn" segir vallarþulurinn!

Hallbera sendir langan bolta upp völlinn í áttina að Elínu Mettu og Laufey. Laufey reynir að skalla frá en missir af boltanum og Elín sleppur í gegn.

Hún þakkar kærlega fyrir það og leggur boltann örugglega innanfótar í fjærhornið!
13. mín
KR vinnur horn. Gumma laumaði laglegum bolta inn fyrir Valsvörnina og á fjær. Elísa tók enga sénsa og setti boltann í horn áður en Sandra Dögg kom á ferðinni.

Grace Maher tekur hornið og leggur boltann út á Tijönu. Hún reynir viðstöðulaust skot en það er nokkurn veginn beint á Söndru. Ágæt tilraun engu síður.
11. mín
Laufey hreinsar í tvígang. Hlín hafði komist upp hægra megin, sá Dóru Maríu mæta aleina í seinni bylgjunni en Laufey tókst að komast inn í sendinguna. Hún náði svo að koma sér fyrir skot Margrétar Láru strax í kjölfarið.

Pressa Vals er að þyngjast og þær vinna horn. Dóra María setur boltann fyrir. Hann dettur fyrir Elínu Mettu í teignum en hún hittir hann ekki nógu vel og setur boltann framhjá.
5. mín
Þá er komið að Valskonum. Þær vinna fyrstu hornspyrnu leiksins. Hallbera snýr boltann inn á markteig. Ingibjörg stígur út en er með smá sápu á hönskunum og nær ekki að handsama fyrirgjöfina.

Heppnin er með henni og samherjar hennar hreinsa.
3. mín
Flott skipting hjá Elínu Mettu og út til hægri. Hlín leikur inn á teig en nær ekki að koma boltanum á samherja og Þórunn Helga hreinsar.

KR-ingar snúa vörn í sókn og fá dæmda aukaspyrnu úti hægra megin. Tijana mundar vinstri fótinn og snýr boltann á fjær. Þar fara Ingunn og Gloria báðar upp í boltann, mér sýnist það vera sú fyrrnefnda sem nær skallanum en setur boltann framhjá.
2. mín
Valskonur stilla svona upp:

Sandra

Elísa - Guðný - Lillý - Hallbera

Ásgerður Stefanía - Dóra María

Hlín - Margrét Lára - Fanndís

Elín Metta
1. mín
Leikur hafinn
Við erum farin af stað. KR-ingar hefja leik og sækja í átt að miðbænum.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl og það er allt að verða klárt.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar. Áhugavert að bæði lið mættu Þór/KA í sínum síðasta leik.

Pétur heldur sig við sama lið og vann Þór/KA 3-0 í síðustu umferð í deildinni.

Hjá KR eru hinsvegar þrjár breytingar frá 2-0 sigrinum á Þór/KA í undanúrslitum bikarsins. Þær Kristín Erla, Sandra Dögg og Þórunn Helga koma inn fyrir þær Ásdísi Karen, Lilju Dögg og Katrínu Ómarsdóttur. Ásdís er á láni hjá uppeldisfélaginu frá Val og má ekki spila í kvöld en það er nokkuð athyglisvert að hvorki Katrín né Lilja Dögg byrji. Mögulega einhver meiðsli.
Fyrir leik
Fyrri viðureign liðanna fór 3-0 fyrir Valskonum. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvívegis í þeim leik og Elín Metta Jensen skoraði eitt mark.

Landsliðskonurnar hafa verið drjúgar í markaskorun fyrir Valskonur í sumar. Elín Metta er búin að skora 9 mörk í 10 leikjum og Margrét Lára sjö mörk í 9 leikjum.

Þá er Hlín Eiríksdóttir að eiga sitt besta tímabil í markaskorun. Er með 9 mörk, rétt eins og Elín Metta, en fyrir þetta sumar hafði hún mest skoraði 3 mörk á tímabili.

Þær Betsy Hasset og Ásdís Karen hafa skorað mest KR-inga í deildinni. Eru með þrjú mörk hvor.

Hverjar fáum við á blað í kvöld?
Fyrir leik
Heil og sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og KR í Pepsi Max deildinni.

Framundan er risa Reykjavíkurslagur af bestu gerð. Tvö af sigursælli liðum íslenskrar knattspyrnu að mætast.

Valskonur sitja á toppi deildarinnar með 28 stig og aðeins betri markatölu en Blikar sem narta í hælana á þeim með jafnmörg stig í 2. sæti.

KR-ingar eru hinsvegar í 6. sæti. Komnar á ágætis ról eftir slaka byrjun. Hafa unnið þrjá leiki í röð, tvo í deild og einn í bikar en liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum með sigri á Þór/KA á laugardag.
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
2. Kristín Erla Ó Johnson
3. Ingunn Haraldsdóttir (f)
3. Sandra Dögg Bjarnadóttir
4. Laufey Björnsdóttir
7. Guðmunda Brynja Óladóttir ('45)
10. Betsy Doon Hassett
14. Grace Maher ('81)
20. Þórunn Helga Jónsdóttir
21. Tijana Krstic ('66)
24. Gloria Douglas

Varamenn:
23. Birna Kristjánsdóttir (m)
8. Katrín Ómarsdóttir
9. Hlíf Hauksdóttir ('45)
16. Lilja Dögg Valþórsdóttir
22. Íris Sævarsdóttir
27. Halla Marinósdóttir ('81)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Sædís Magnúsdóttir
Gísli Þór Einarsson
Ragna Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: