Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Valur
1
1
Ludogorets
Lasse Petry '11 1-0
1-1 Anicet Abel '92
25.07.2019  -  19:00
Origo völlurinn
Evrópudeild UEFA - karlar - Evrópukeppni
Aðstæður: Léttur vindur en hlýtt veður
Dómari: Georgios Kominis (GRE)
Áhorfendur: 802
Maður leiksins: Eiður Aron Sigurbjörnsson
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Ívar Örn Jónsson
4. Einar Karl Ingvarsson ('67)
6. Sebastian Hedlund
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('72)
9. Patrick Pedersen ('87)
18. Lasse Petry
20. Orri Sigurður Ómarsson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
77. Kaj Leo í Bartalsstovu

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('67)
11. Sigurður Egill Lárusson
18. Birnir Snær Ingason ('87)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson ('72)
24. Valgeir Lunddal Friðgeirsson

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Kristófer Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Eiður Aron Sigurbjörnsson ('20)
Orri Sigurður Ómarsson ('51)
Patrick Pedersen ('79)
Ívar Örn Jónsson ('81)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valsarar tveim mínútum frá því að vinna þennan leik því miður. Lokatölur 1-1.
92. mín MARK!
Anicet Abel (Ludogorets)
Stoðsending: Wanderson
Ótrúlega svekkjandi fyrir Valsara hér. Á 92. mínútu kemst Wanderson í fyrirgjöfina sem er beint á pönnuna á Abel sem stangar inn 1-1. Hann var aleinn inn í markteignum.
91. mín
Wanderson kemst á skrið inn í teig og kemur með bolta meðfram jörðinni fyrir en Orri nær að bjarga í horn áður en Keseru náði að pota boltanum yfir línuna.
91. mín
Fjórum mínútum bætt við hér.
88. mín
Inn:Jody Lukoki (Ludogorets) Út:Cicinho (Ludogorets)
Síðasta skipting leiksins hér. Lukoki inn fyrir Cicinho.
87. mín
Inn:Birnir Snær Ingason (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
Patrick liggur hér eftir og kemur útaf, börurnar voru komnar en Patrick labbar sjálfur útaf og virðist vera í lagi. Binni bolti kemur inná í hans stað.
86. mín
Fyrirgjöf á miðjan teiginn frá Cicinho á Keseru sem tekur hann á lofti í fyrsta en skotið fer yfir markið.
84. mín
Aftur er það Swierczok og núna fær hann boltann í dauðafæri og snýr með Eið í bakinu en Eiður nær að trufla hann og skotið er þægilegt fyrir Anton Ara. Dauðafæri samt sem áður en Eiður er að eiga stórkostlegan leik!
84. mín
Swierczok í skot hér sem fer af Orra og breytir um stefnu en Anton nær að handsama boltann í annari tilraun.
81. mín Gult spjald: Ívar Örn Jónsson (Valur)
Ívar nær klárlega boltanum hér úti á vinstri kantinum en er dæmdur brotlegur og að sjálfsögðu fylgir því gult spjald eins og öllu öðru...
79. mín Gult spjald: Patrick Pedersen (Valur)
Þetta spjaldagrín hjá Kominis er orðið þreytt, Patrick fær núna spjald fyrir mjög lítið brot á miðjum vellinum.
75. mín
Vá Valsarar svo nálægt því að skora annað hér. Patrick rennir honum á Ívar Örn sem kemur sér í skotið og neglir í fjærhornið en Iliev ver boltann í horn.
72. mín
Vá ég hélt að þessi væri á leiðinni inn, skalli frá Keseru sem lekur framhjá markinu.
72. mín
Inn:Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Stinni kemur hér af velli, átt góðan leik og inná kemur hinn þaulreyndi Bjarni Ólafur.
70. mín
Inn:Jakub Swierczok (Ludogorets) Út:Stéphane Badji (Ludogorets)
Önnur skipting gestana, Badji útaf fyrir Swierczok.
69. mín
Intima með lúmskt skot í snúningnum en boltinn fer rétt yfir markið.
67. mín
Inn:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Út:Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Einar Karl kemur hér af velli fyrir Kristinn Frey. Fyrsta skipting Valsara.
66. mín
Eftir darraðardans í teignum dettur boltinn fyrir Wanderson en Orri kemst fyrir skot hans.
64. mín
Nedyalkov kominn upp að endamörkum og á bara eftir að setja hann fyrir en Stinni kemst fyrir sendinguna, vel gert Stinni!
61. mín
Inn:Wanderson (Ludogorets) Út:Mavis Tchibota (Ludogorets)
Fyrsta skipting gestana, Tchibota sem hefur átt góðan leik kemur af velli fyrir Wanderson.
60. mín
Intima klobbar Orra hér og reynir að koma honum fyrir en Eiður Aron kemur boltanum frá enn og aftur.
53. mín Gult spjald: Georgi Terziev (Ludogorets)
Spjaldaregn hjá Grikkanum, þetta var bara boltinn en aukaspyrna og spjald á loft.
51. mín Gult spjald: Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
Orri braut á Tchibota sem var á fleygiferð, boltinn datt svo fyrir Keseru sem tók skotið rétt framhjá markinu. Hagnaður dæmdur og Orri spjaldaður fyrir brotið.
50. mín
Tchibota fellur hér inn í teig eftir að Orri virðist hafa tekið hann niður en Valsarar sleppa með skrekkinn þar sem hann var rangstæður.
47. mín
Tchibota kemst í gott skotfæri og neglir í fjærhornið en Anton ver mjög vel frá honum.
46. mín
Leikur hafinn
Ludogorets hefja seinni hálfleikinn hér.
45. mín
Hálfleikur
Valsarar leiða hér 1-0 þegar flautað er til hálfleiks.
45. mín
Vá þessi tækling! Frábært uppspil hjá gestunum sem endar með að Tchibota er í dauðafæri en Eiður Aron með frábæra tæklingu á lokastundu og bjargar!
43. mín
Stinni reynir hér fyrirgjöf en hún er skelfileg og fer langt aftur fyrir.
37. mín
Tchibota köttar inn á hægri rétt utan teigs og reynir að smyrja hann í fjærhornið en boltinn framhjá markinu.
33. mín
Forster neglir aukaspyrnu af 35 metrunum í fjærhornið, frábær spyrna en Anton Ari er vel á tánum og ver hana í horn.
31. mín Gult spjald: Anicet Abel (Ludogorets)
Stöðvaði Stinna á leið í skyndisókn.
28. mín Gult spjald: Cicinho (Ludogorets)
Fer í groddaralega tæklingu á Pedersen og er alltof seinn í hana, appelsínugult spjald að mínu mati.
25. mín
Boltinn skoppar hér fyrir Goralski rétt utan teigs eftir horn og hann tekur skotið á lofti en boltinn framhjá markinu.
21. mín
Keseru tekur aukaspyrnuna en hann neglir honum vel yfir markið.
20. mín Gult spjald: Eiður Aron Sigurbjörnsson (Valur)
Eiður brýtur hér á Intima rétt utan vítateigs og fær fyrir það gult spjald, ekki viss hvort það sé réttur dómur.
18. mín
Dauðafæri, Intima komst hér inní teig og var að kötta inn til að klára færið þegar Eiður Aron bjargar því á síðustu stundu en boltinn fer beint á Keseru sem skýtur hársbreidd framhjá markinu.
16. mín
Kaj kominn í fína stöðu inn í teig og reynir að koma honum að marki en Ludogorets komast fyrir og setja boltann aftur fyrir.
15. mín
Intima með góðan sprett og er kominn upp að endamörkum þegar hann ætlar að renna honum fyrir markið en Orri fleygir sér í fyrirgjöfina.
14. mín
Tchibota með hornspyrnu niðri út á teiginn þar sem Goralski mætir og hleður í skotið en Valsmenn komast fyrir það. Þetta er í annað skiptið sem þeir taka svona horn út á teiginn.
11. mín MARK!
Lasse Petry (Valur)
Stoðsending: Sebastian Hedlund
Upp úr engu eru Valur komnir yfir!
Langt innkast inná teiginn sem gestirnir skalla út, þar skallar Hedlund boltann fyrir Petry sem tekur eina snertingu og neglir honum í nærhornið. Iliev var mjög illa staðsettur í fjærhorninu og Lasse sá það vel og setti hann bara í nærhornið!
8. mín
Langur bolti fram hjá Val og Iliev kemur útúr teignum og rétt nær að hreinsa í innkast áður en Stinni kemst í boltann.
5. mín
Intima reynir fyrirgjöfina hér en Eiður Aron kemst fyrir hana og boltinn fer aftur fyrir í hornspyrnu.

Hornspyrnan er slök en Ludogorets halda boltanum.
1. mín
Leikur hafinn
Valur byrja leikinn hér.
Fyrir leik
Sigurður Dagsson, grjótharður Valsari og fyrrum leikmaður Vals og Íslenska landsliðsins lést í nótt. Nú er mínútuklapp til heiðurs Sigga Dags.
Fyrir leik
Óli Jó er að bjóða uppá glænýtt lúkk í Evrópu þetta árið, glæsilega klæddur í stílhrein jakkaföt eins og gegn Maribor. Þennan Óla hafði ég aldrei séð áður en þetta fer honum einkar vel.
Fyrir leik
Eins og sjá má er ansi varnarsinnað lið hjá Val í kvöld þar sem miðvörðurinn Sebastian Hedlund er á miðjunni með Petry og Einari Karli. Ívar Örn, Orri, Eiður og Birkir eru í vörninni, Anton Ari í markinu, Stinni og Kaj Leó eru á köntunum og Patrick Pedersen er frammi.
Fyrir leik
Valur stillir upp gjörbreyttu liði frá því sem þeir hafa verið að gera í sumar. Hannes Þór Halldórsson er ekki í leikmannahópnum í kvöld og byrjar Anton Ari Einarsson í markinu. Andri Adolphsson er ekki í leikmannahópnum en hann hefur átt mjög gott tímabil. Þá eru Kristinn Freyr, Sigurður Egill, Bjarni Ólafur og fyrirliðin Haukur Páll allir á varamannabekknum.

Orri Sigurður, Kristinn Ingi, Kaj Leó, Ívar Örn og Einar Karl byrja allir í dag en þeir hafa ekki verið fastamenn í byrjunarliði Vals undanfarið.
Þá er Valgeir Lunddal Friðriksson sem kom frá Fjölni fyrir tímabilið í fyrsta skipti í leikmannahópi Vals.

Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá Origo vellinum þar sem Valur fær Búlgörsku meistarana, Ludogorets í heimsókn í undankeppni Evópudeildarinnar.
Fyrir leik
Í kvöld klukkan 19:00 leikur Valur fyrri leik sinn gegn Ludogorets Razgrad frá Búlgaríu í forkeppni Evrópudeildarinnar. Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, býst við skemmtilegu Evrópukvöldi á Hlíðarenda.

En hvernig metur hann möguleika Vals í einvíginu?

"Við förum nokkuð blint í þetta en metum möguleika okkar þokkalega. Við erum að fara að mæta hörkuliði, það er alveg ljóst eftir að við höfum kíkt aðeins á þá. Þetta lið er sambærilegt við Maribor og við teljum okkur eiga möguleika en spurning er hversu miklir þeir eru," segir Sigurbjörn.

"Við vonumst allavega til að spila þennan leik á morgun þannig að við eigum góða möguleika. Við þurfum að fara varlega í þessu, tapið gegn Maribor heima (0-3) var fullstórt og á brattann að sækja úti. En við teljum okkur geta gert betri hluti heima en við gerðum þá."

"Þeir hafa orðið búlgarskir meistarar átta ár í röð og lagt fullt í þetta. Þeir eru með fullt af góðum leikmönnum, nokkra Brassa og öfluga Afríkumenn. Þetta er alþjóðleg sveit og miklu hefur verið kostað til. Þetta er mjög fínt lið."

"Það var þrusugaman um daginn og vonandi flykkist fólk á völlinn. Evrópukvöldin eru skemmtileg, Ludogorets er kröftugt lið með fljóta leikmenn inni á milli. Það er geggjað fyrir fótboltaáhugamenn að sjá þetta. Þetta verður hörkuleikur, vonandi jafningjaleikur. Íslensku liðin þurfa á því að halda að búa til alvöru gryfju, það telur að vera með alvöru stuðning," segir Sigurbjörn Hreiðarsson.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
23. Plaman Iliev (m)
3. Anton Nedyalkov
4. Cicinho ('88)
5. Georgi Terziev
12. Anicet Abel
13. Mavis Tchibota ('61)
17. Jorge Intima
25. Stéphane Badji ('70)
28. Claudiu Keseru
44. Jacek Góralski
90. Rafael Forster

Varamenn:
10. Jakub Swierczok ('70)
18. Svetoslav Dyakov
21. Dragos Grigore
22. Jordan Ikoko
33. Renan
88. Wanderson ('61)
92. Jody Lukoki ('88)

Liðsstjórn:
Stoycho Stoev (Þ)

Gul spjöld:
Cicinho ('28)
Anicet Abel ('31)
Georgi Terziev ('53)

Rauð spjöld: