Nettóvöllurinn
fimmtudagur 08. ágúst 2019  kl. 19:15
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Gjóla, sól og um 12 stiga hiti. Völlurinn flottur
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Áhorfendur: 140
Maður leiksins: Hrafnhildur Hauksdóttir
Keflavík 0 - 2 Selfoss
0-1 Hrafnhildur Hauksdóttir ('11)
0-2 Hrafnhildur Hauksdóttir ('52)
Karitas Tómasdóttir , Selfoss ('68)
0-2 Sophie Mc Mahon Groff ('82, misnotað víti)
Byrjunarlið:
1. Aytac Sharifova (m)
2. Þóra Kristín Klemenzdóttir ('78)
3. Natasha Moraa Anasi (f)
5. Sophie Mc Mahon Groff
7. Maired Clare Fulton
8. Sveindís Jane Jónsdóttir
10. Dröfn Einarsdóttir ('63)
11. Kristrún Ýr Holm ('63)
17. Katla María Þórðardóttir
21. Íris Una Þórðardóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir

Varamenn:
4. Eva Lind Daníelsdóttir ('78)
7. Kara Petra Aradóttir
9. Marín Rún Guðmundsdóttir
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir ('63)
22. Helena Aradóttir
23. Herdís Birta Sölvadóttir
26. Amelía Rún Fjeldsted ('63)

Liðstjórn:
Valdís Ósk Sigurðardóttir
Margrét Ársælsdóttir
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Haukur Benediktsson

Gul spjöld:
Natasha Moraa Anasi ('15)
Katla María Þórðardóttir ('62)
Sophie Mc Mahon Groff ('76)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
95. mín Leik lokið!
Selfoss fer með sigur af hólmi og hirðir þriðja sætið af ÞÓR/KA
Eyða Breyta
94. mín
Maried í skotfæri á D-boganum en boltinn vel framhjá,
Eyða Breyta
91. mín
Aytac framarlega og Anna María reynir skot af löngu færi yfir hana. Góð tilraun en heppnast ekki.
Eyða Breyta
90. mín
Enn fær Keflavík horn. Tíminn að renna frá þeim
Eyða Breyta
88. mín
Kelsey öryggið uppmálað og handsamar boltann.
Eyða Breyta
88. mín
Keflavík fær horn.


Eyða Breyta
86. mín
Sveindís með skot beint á Kelsey.

Selfyssingur liggur eftir tæklingu og sem Arnar sá ekkert að og Alfreð er gjörsamlega brjálaður.
Eyða Breyta
85. mín
Sólin komin það lágt á himin að ég sé nánast ekki neitt á völlinn.
Eyða Breyta
82. mín Misnotað víti Sophie Mc Mahon Groff (Keflavík)
Sophie setur vítið í stönginna og út.

Þetta er ekki dagur Keflavíkur.
Eyða Breyta
81. mín
Keflavík er að fá víti!

Kelsey í skógarhlaupi en Aníta sýnist mér vera bara á undan í boltann og Kelsey brýtur,

Fannst hún samt hreinlega fara í boltann en Arnar metur svo að hann hafi slegið Keflvíking í tilraun til að ná til boltans.
Eyða Breyta
79. mín
Allir leikmenn Keflavíkur nema Aytac á vallarhelmingi Selfoss,
Eyða Breyta
78. mín Eva Lind Daníelsdóttir (Keflavík) Þóra Kristín Klemenzdóttir (Keflavík)

Eyða Breyta
76. mín Gult spjald: Sophie Mc Mahon Groff (Keflavík)
Brýtur og lætur Arnar heyra það. Uppsker gult spjald.
Eyða Breyta
75. mín
Þetta summar upp leik Keflavíkur í dag, Maried með skot af talsverðu fær sem smellur í stöngina og bakið á Kelsey sem nær svo boltanum af línunni.
Eyða Breyta
75. mín
Sveindís keyrir inná teiginn vinstra meginn en vörn Selfoss fyrir og Keflavík fær horn sem ekkert verður úr.
Eyða Breyta
74. mín
Þetta er ekki að ganga hjá Keflavík, Komast í fínar stöður ofarlega á vellinum en þá kemur slök sending og þær þurfa að byrja upp á nýtt.
Eyða Breyta
71. mín
Hvað gera heimakonur nú manni fleiri?

Selfossvörnin hefur einungis fengið á sig tvö mörk í síðustu 5 leikjum og þau komu bæði gegn Breiðblik.
Eyða Breyta
68. mín Rautt spjald: Karitas Tómasdóttir (Selfoss)
Karitas fær hér sitt seinna gula fyrir ljóta tæklingu. Er ekki einu sinni viss um að hún hefði haldist inná þótt hún hefði ekki verið á gulu.
Eyða Breyta
64. mín
Arnar sem leyfði allt í fyrri hálfleik flautar nú á allt. Skil ekki þessa línu hjá honum
Eyða Breyta
63. mín Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir (Keflavík) Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)

Eyða Breyta
63. mín Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík) Kristrún Ýr Holm (Keflavík)

Eyða Breyta
62. mín Gult spjald: Katla María Þórðardóttir (Keflavík)

Eyða Breyta
61. mín
Keflavík með horn, Selfoss hreinsar sem fyrr.
Eyða Breyta
59. mín Halla Helgadóttir (Selfoss) Anna María Bergþórsdóttir (Selfoss)

Eyða Breyta
56. mín
Hrafnhildur með skot í snúingnum við teiginn vinstra meginn en framhjá.
Eyða Breyta
52. mín MARK! Hrafnhildur Hauksdóttir (Selfoss)

Eyða Breyta
50. mín
Gestirnir að pressa og fá hér tvö horn í röð.
Eyða Breyta
47. mín
Heimakonur hefja síðari hálfleik með mikilli pressu. En ná ekki að skapa sér færi til að tala um, varnarleikur Selfyssinga þéttur.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafin

Heimakonur hefja hér leik.
Eyða Breyta
45. mín
Arnar flautar til hálfleik.

Selfyssingar sáttari með stöðuna eins og hún er að sjálfsögðu.
Eyða Breyta
44. mín
Áhorfandi hér á vellinum að verða sjálfum sér til skammar með afar sérstökum ummælum sem ég ætla ekki að hafa eftir.

Ljótt að heyra þar sem hér eru börn að njóta leiksins.
Eyða Breyta
43. mín
Hornspyrnan frá Anítu smellur í stönginni og fyrir fætur Kötlu sem á skot yfir af stuttu færi.

Var í litlu jafnvægi.
Eyða Breyta
43. mín
Þvaga í teignum og annað horn Keflavíkur.
Eyða Breyta
42. mín
Keflavík fær horn.
Eyða Breyta
40. mín Gult spjald: Karitas Tómasdóttir (Selfoss)
Togar í Natöshu í skyndisókn.
Arnar fundið flautunna.
Eyða Breyta
38. mín
Ég fer að spyrja mig hvort Arnar sé búinn að glata flautunni,
sleppir augljósum aukaspyrnum hægri,vinstri og leikmenn ekkert sérstaklega sáttir við það.
Eyða Breyta
37. mín
Grace með skot fyrir gestina. Talsvert framjá.
Eyða Breyta
35. mín
Natasha með skalla eftir horn en framhjá úr þröngu færi.
Eyða Breyta
32. mín
Heimakonur sterkari síðustu mínútur en vantar þessa margfrægu hársbreidd í að skapa sér færi.
Eyða Breyta
25. mín
Þvílík þvaga í teig Selfoss eftir langt innkast Sveindísar.

Björgðu allavega tvisvar á línu í orrahríð frá heimakonum.
Eyða Breyta
24. mín
Dröfn vinnur annað horn fyrir keflavík
Eyða Breyta
23. mín
Sveindís Jane með lúsmskt skot frá vinstra vítateigshorni sem Kelsey þarf að slá í horn.


Ekkert varð úr horninu.
Eyða Breyta
21. mín
Þar sem leikurinn er rólegur vill ég hrósa vallarþul þeirra Keflvíkinga sem hóf upp raust sína og söng fyrir blaðamannaboxið. Kannski ekki fegursti söngur sem ég hef heyrt en söngur þó og lífgar aðeins upp á kvöldið.
Eyða Breyta
16. mín
Natasha með skallann yfir eftir hornið.
Eyða Breyta
15. mín Gult spjald: Natasha Moraa Anasi (Keflavík)
Natsha full aðgangshörð og straujar Kelsey eftir að hún handsamaði knöttinn.
Eyða Breyta
12. mín
Keflavík fær horn
Eyða Breyta
11. mín MARK! Hrafnhildur Hauksdóttir (Selfoss)

Eyða Breyta
8. mín
Sveindís Jane í fínu færi eftir frábæran sprett Natöshu en Kelsey ver vel.
Eyða Breyta
6. mín
Önnur aukaspyrna frá Sophie ratar beint í hendur Kelsey í marki Selfyssinga.
Eyða Breyta
4. mín
Aukaspyrna frá Keflavík greiðir kollinum á Natöshu í teignum. Hún var alein og í fínu færi.
Eyða Breyta
3. mín
Langt innkast frá Sveindísi skapar hættu en Selfyssingar hreinsa í annað innkast. Sama niðurstaða en Keflavík pressar.
Eyða Breyta
1. mín
Hólmfríður Magnúsdóttir sem tryggði Selfoss sigur í fyrri leik liðanna er ekki með í dag en hún tekur út leikbann vegna 4 áminnininga.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Gestirnir byrja með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar og styttist í að leikar hefjist.

Vonumst að sjálfsögðu eftir góðum og spennandi leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna á Selfossi fyrr í sumar var frábær skemmtun fyrir áhorfendur þar sem úrslitin réðust í uppbótartíma.

Barbára Sól Gísladóttir hafði komið Selfoss yfir strax á þriðju mínútu en Sophie Mc Mahon Groff og Sveindís Jane sáu til þess að Keflavík leiddi í hálfleik. Í þeim síðari jafnaði Grace Rapp eftir tæplega 70 mínúntna leik áður en legendið Hólmfríður Magnúsdóttir tryggði Selfyssingum stigin þrjú með marki í uppbótartíma.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heimakonur í Keflavík eru eflaust á pari við það sem margir bjuggust við af liðinu fyrir tímabilið. Sitja í 8.sæti eftir 12 umferðir og eiga í harðri fallbaráttu.

Þær hafa tapað 3 leikjum af síðustu 5, gert 1 jafntefli og unnið einn svo þær þurfa að bæta í og sækja sigur hér í kvöld til að freista þess að lyfta sér frá fallsvæðinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gestirnir frá Selfossi hafa átt afar gott tímabil fram til þessa og sitja fyrir leik kvöldsins í 4.sæti deildarinnar og geta með sigri lyft sér uppfyrir Þór/KA í 3.sætið.

4 sigurleikir í síðustu 5 leikjum og hafa komið Selfosskonum í þessa góðu og eru þær eflaust staðráðnar í því að halda góðu gengi sínu áfram.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Selfoss í Pepsi Max deild kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
0. Brynja Valgeirsdóttir
1. Kelsey Wys
2. Hrafnhildur Hauksdóttir
4. Grace Rapp
7. Anna María Friðgeirsdóttir (f)
10. Barbára Sól Gísladóttir
11. Anna María Bergþórsdóttir ('59)
14. Karitas Tómasdóttir
15. Allison Murphy
18. Magdalena Anna Reimus
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir

Varamenn:
13. Dagný Pálsdóttir (m)
8. Ásta Sól Stefánsdóttir
9. Halla Helgadóttir ('59)
16. Selma Friðriksdóttir
21. Þóra Jónsdóttir
22. Erna Guðjónsdóttir
29. Cassie Lee Boren

Liðstjórn:
Elías Örn Einarsson
Svandís Bára Pálsdóttir
María Guðrún Arnardóttir
Stefán Magni Árnason
Óttar Guðlaugsson
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)

Gul spjöld:
Karitas Tómasdóttir ('40)

Rauð spjöld:
Karitas Tómasdóttir ('68)