Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Í BEINNI
Besta-deild karla
HK
35' 0
0
FH
Fylkir
3
1
Stjarnan
Ída Marín Hermannsdóttir '23 1-0
Ída Marín Hermannsdóttir '48 , víti 2-0
Bryndís Arna Níelsdóttir '75 3-0
3-1 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir '92
09.08.2019  -  19:15
Würth völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Sól, létt hliðargola.
Dómari: Guðni Þór Þórsson
Áhorfendur: 205
Maður leiksins: Ída Marín Hermannsdóttir
Byrjunarlið:
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
Bryndís Arna Níelsdóttir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
3. Kyra Taylor
4. María Björg Fjölnisdóttir ('86)
5. Ída Marín Hermannsdóttir
7. Rut Kristjánsdóttir
8. Marija Radojicic ('90)
17. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('82)
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir (f)

Varamenn:
28. Brigita Morkute (m)
6. Sunna Baldvinsdóttir
13. Amy Strath ('86)
15. Lovísa Sólveig Erlingsdóttir
17. Birna Kristín Eiríksdóttir
18. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir ('90)
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir ('82)
24. Ísabella Anna Húbertsdóttir

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Sigurður Þór Reynisson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið. Fylkisliðið sem var í bölvuðu brasi fyrir ekki svo löngu nær að tengja saman fjóra sigurleiki!

Magnað afrek hjá Árbæingum sem eru komnar í 5. sæti. Stjarnan er áfram í 13 stigum en fer niður fyrir KR á markatölu.

Ég þakka fyrir mig og minni á viðtöl og skýrslu hér síðar í kvöld.
92. mín MARK!
Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan)
Aníta Ýr klórar í bakkann fyrir gestina!

Kemst inná teig og neglir boltanum niður í fjærhornið. Vel klárað og óverjandi fyrir Cessu sem stóð frosin í markinu.
90. mín
Inn:Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir (Fylkir) Út:Marija Radojicic (Fylkir)
Brynhildur Brá spilar sínar fyrstu mínútur fyrir Fylki. Leysir Mariju af sem er búin að vera flott í kvöld. Ógnandi og vinnusöm.
88. mín
Hildigunnur með tilraun fyrir Stjörnuna en Cecilia ver skot hennar af markteig.
86. mín
Inn:Amy Strath (Fylkir) Út:María Björg Fjölnisdóttir (Fylkir)
82. mín
Inn:Sigrún Salka Hermannsdóttir (Fylkir) Út:Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir)
Þá gerir Kjartan sína fyrstu skiptingu. Sigrún Salka fer á hægri kantinn fyrir Margréti.
80. mín
Inn:Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir (Stjarnan) Út:Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
Fyrirliðinn fer af velli. Anna María er að koma til baka eftir meiðsli og klárar 80 mínútur í dag.

Sóley tekur við fyrirliðabandinu og Katrín fer við hlið Viktoríu í hjarta Stjörnuvarnarinnar.
77. mín
Hornunum heldur áfram að rigna inn í seinni hálfleik. Nú er komið að Þórdísi að spreyta sig fyrir Fylki.

Hún setur háan bolta að vítapunkti en Shameeka stekkur kvenna hæst og skallar frá.
75. mín MARK!
Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir)
Stoðsending: Ída Marín Hermannsdóttir
3-0!

Gullfallegt mark hjá Fylki.

Margrét Björg hóf sóknina á því að spila upp til hægri á Mariju. Hún sendi boltann svo fyrir þar sem Ída Marín tók við honum og spilaði áfram á fjær þar sem Bryndís Arna var mætt í slúttið!
73. mín
Og annað horn! Sigrún Ella tekur. Setur fastan bolta inn á markteig og mér sýnist það vera Sæunn Rós sem skallar frá.
72. mín
Stjarnan fær enn eitt hornið. Sóley snýr boltann fyrir en Cessa stígur út og grípur boltann.

Vantar meiri vigt í þetta hjá Stjörnukonum ef þær ætla að koma til baka.
71. mín
Ída Marín reynir við þrennuna en Birta sér við henni!

Marija átti fyrirgjöf inná teig. Ída Marín vann baráttuna við hafsenta Stjörnunnar og náði skoti á markið. Það var þó ekki fast og Birta gerði vel í að verja.
70. mín
Leikurinn er stoppaður í smá stund á meðan hugað er að einhverjum meiðslum sem Cecilía hefur orðið fyrir. Við sáum ekki hvað gerðist en það er eins og hún hafi mögulega fengið eitthvað í augað. Eftir meðhöndlun sjúkraþjálfara heldur hún leik áfram.
66. mín
Fylkiskonur virðast aftur vera að herða tökin á leiknum eftir ágæta rispu Stjörnukvenna hér áðan.

Aftur mundar Margrét Björg gullfótinn. Í þetta skiptið af 30 metrunum en hún setur boltann hátt yfir.
65. mín
Lúmskt skot!

Margrét Björg mundar vinstri fótinn við hægra vítateigshornið, nær að snúa boltanum fallega í átt að fjærstönginni en Birta mætir lárétt eins og Súperman og kýlir boltann í horn.
63. mín
Það hefur lifnað yfir Stjörnunni sem er að eiga góðan kafla. Þær ná sér í þriðju hornspyrnuna á stuttum tíma. Sigrún Ella tekur í þetta skiptið en setur boltann aðeins of utarlega á fjær.

Ná Stjörnukonur að halda svona áfram?
61. mín
Það var kominn tími á að fá ógn frá Shameeku og hún kemur núna þegar hún lætur vaða frá hægri. Hörkuskot sem Cessa tekur enga sénsa með og ver í horn.

Aftur ágæt hornspyrna hjá gestunum en heimakonur eru grimmar og hreinsa.
60. mín
Stjörnukonum gengur illa að byggja upp sóknir en voru nú að vinna sína fyrstu hornspyrnu.

Það kemur ágætis bolti fyrir en Fylkiskonur hreinsa.
56. mín
BIRTA!

Frábær varsla. Margrét Björg átti geggjaða sendingu upp til vinstri á Ídu. Hún lét vaða við vítateigshornið. Setti krefjandi bolta á markið sem Birta gerði virkilega vel í að slá aftur fyrir í horn.

Ekkert varð úr horninu og Stjörnukonur náðu að hreinsa.
48. mín Mark úr víti!
Ída Marín Hermannsdóttir (Fylkir)
Þetta var ekki lengi að gerast!

Víta-Ída er búin að koma Fylki í 2-0!

Hún fékk dæmda vítaspyrnu eftir magnað einstaklingsframtak. Tók á rás frá miðjum vellinum og komst inná teig þar sem Anna María braut á henni. Guðni dómari sá brotið vel og benti á punktinn.

Þangað fór Ída sjálf og skoraði örugglega!
46. mín
Leikur hafinn
Og við erum farin af stað aftur.
46. mín
Inn:Camille Elizabeth Bassett (Stjarnan) Út:Birna Jóhannsdóttir (Stjarnan)
Tvöföld skipting hjá Stjörnunni.
46. mín
Inn:Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan) Út:Diljá Ýr Zomers (Stjarnan)
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Heimakonur leiða með einu marki.

Eru búnar að vera betra liðið hér í fyrri hálfleik en Stjarnan á heilmikið inni og það verður fróðlegt að sjá hvort þær nái að setja í annan gír í seinni hálfleik.

Þetta kemur allt í ljós eftir korter.
45. mín
Aftur reynir Jasmín skot utan teigs. Hún var betur staðsett í þetta skiptið en nær ekki að stýra boltanum og setur hann hátt yfir.
43. mín
Marija spyrnir boltanum viðstöðulaust í hlaupaleiðina hjá Ídu. Hún nær að hlaupa Sigrúnu Ellu af sér og kemst í fínan séns í teignum. Er samt undir pressu og setur boltann beint á Birtu.
39. mín
Bæði lið í basli við að skapa sér færi. Þetta er rólegt fyrir áhorfendur.
34. mín
Smá vandræðagangur aftast hjá Stjörnunni þegar Marija reynir við fyrirgjöf Margrétar Bjargar. Birta og Anna María fara báðar í boltann en hann endar í höndunum á markverðinum.
29. mín
Jasmín með heldur vonlitla tilraun fyrir Stjörnuna. Lætur vaða vel utan teigs. Laust skot og Cessa með smá stæla í markinu, beygir sig og ver þetta með lærinu. Bíður svo bara eftir pressunni.

Stjarnan þarf að gera betur en þetta. Afskaplega lítið að frétta hjá þeim bláklæddu eins og er.
27. mín
Níðþung sókn hjá Fylki. Þær Þórdís, María Björg og Margrét Björg eiga allar skot í varnarmúr Stjörnunnar áður en gestirnir ná að vinna boltann.
23. mín MARK!
Ída Marín Hermannsdóttir (Fylkir)
MAAARK!

Ída Marín er búin að koma Fylki yfir!

Hún skorar úr ansi þröngu færi. Er upp við endalínu og nánast alveg við stöngina og setur boltann á milli lappanna á Birtu og inn!

Sofandaháttur á Stjörnuvörninni sem Ída nýtti sér. Birta vill svo gleyma þessum klobba sem fyrst.
22. mín
Ágæt sókn hjá Stjörnunni. Birna vinnur boltann á miðjunni. Spilar á Hildigunni sem reynir skot en Berglind nær að komast fyrir. Boltinn hrekkur út til hægri á Shameeku sem lætur vaða en skýtur yfir!
20. mín
Flott varnarvinna hjá Fylki. Kyra lokar á Hildigunni og Berglind mætir svo í hjálparvörnina og vinnur undir Kyru. Tilbúin að hreinsa.

Gaman að sjá hvað Kyra og Berglind Rós hafa náð vel saman í miðri vörninni hjá Fylki. Báðar djúpir miðjumenn að upplagi.
17. mín
Rut er mætt. Straujar Birnu úti á miðjum velli og Stjarnan fær aukaspyrnu. Viktoría Valdís setur háan bolta inn á teig en hann flýgur yfir pakkann og endar aftur fyrir.
16. mín
Cessa vel með á nótunum. Hún er fljót út úr markinu og vinnur Hildigunni í kapphlaupi um boltann. Munaði engu að sóknarmaðurinn efnilegi slyppi í gegn.

Stjarnan er mikið að leita að Hildigunni.
14. mín
Þórdís Elva á hér þriðja markskot Fylkis en það er utan teigs og skapar litla hættu.

Þetta er hnífjafnt þessa staundina. Bæði lið að reyna að halda bolta og finna sinn takt.
11. mín
Lið Stjörnunnar:

Birta

Sigrún Ella - Anna María - Viktoría - Sóley

Jasmín - María

Shameeka - Birna - Diljá Ýr

Hildigunnur
10. mín
Lið Fylkis:

Cecilia

Sæunn - Berglind Rós - Kyra - María Björg

Þórdís - Rut

Margrét Björg - Marija - Ída

Bryndís
8. mín
Fylkisliðið spilar af sjálfstrausti þessar fyrstu mínútur. Hafa verið ívið öflugri en fyrir utan dauðafærið á fyrstu mínútu hafa engin alvöru marktækifæri litið dagsins ljós.
6. mín
Marija á annað markskot leiksins. Bryndís Arna lagði boltann út í skot og Marija testaði hægri fótinn. Allt í lagi tilraun en skotið beint á Birtu.
2. mín
Þetta var hættulegt!

Bryndís Arna laumar boltanum inn fyrir á Ídu Marín. Hún nær ekki nema laflausu skoti á fjær en það er af stuttu færi og krefjandi fyrir Birtu sem nær að verja í horn.

Stjörnukonur ná svo að hreinsa teiginn sinn eftir hornið.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað. Stjarnan hefur leik og spilar í átt að Hraunbænum.
Fyrir leik
Nú styttist í veisluna. Það er verið að vökva völlinn. Sólin skín og það er létt hliðargola sem leikur yfir völlinn.

Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar. Hjá Fylki eru þær Hulda Hrund og Stefanía Ragnars horfnar á braut og sæti þeirra í byrjunarliðinu taka þær Bryndís Arna og Rut Kristjáns sem skipti nýlega aftur yfir í uppeldisklúbbinn.

Hjá Stjörnunni koma þær Diljá Ýr og Anna María fyrirliði inn í liðið fyrir þær Eddu Maríu og Örnu Dís Arnþórs sem er farin út í skóla.
Fyrir leik
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í gær hóp fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM. Þar var einn nýliði. Markvörðurinn ungi í Fylki, Cecilia Rán Rúnarsdóttir. Góð viðurkenning fyrir flotta frammistöðu hennar í efstu deild í sumar.
Fyrir leik
Liðin eru í 5. og 6. sæti deildarinnar. Fylkir með 16 stig en Stjarnan 13.

Stjarnan hafði betur í fyrri viðureign liðanna og vann 3-1 sigur. Í þeim leik skoruðu þær Renae Cuellar, Diljá Ýr og Jasmín fyrir Stjörnuna en mark Fylkis var sjálfsmark Sóleyjar Guðmundsdóttur.

Síðan þá hefur ýmislegt breyst og mexíkóski framherjinn Renae til að mynda horfin á braut.
Fyrir leik
Gleðilegan föstudag og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Fylkis og Stjörnunnar í Pepsi Max-deildinni.
Byrjunarlið:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
2. Sóley Guðmundsdóttir
7. Shameeka Fishley
9. Sigrún Ella Einarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f) ('80)
11. Diljá Ýr Zomers ('46)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
19. Birna Jóhannsdóttir ('46)
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir

Varamenn:
4. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir ('80)
6. Camille Elizabeth Bassett ('46)
7. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('46)
14. Snædís María Jörundsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
37. Jana Sól Valdimarsdóttir

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Róbert Þór Henn
Kjartan Sturluson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Gréta Guðnadóttir
Guðný Guðnadóttir
Sigurður Már Ólafsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: