Afturelding
3
0
Fram
Roger Banet Badia '40 1-0
Jason Daði Svanþórsson '54 2-0
Georg Bjarnason '74 3-0
09.08.2019  -  19:15
Varmárvöllur - gervigras
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Það er hvasst svo klæða sig eins vel og maður getur. Og svo aðeins meira.
Dómari: Bjarni Hrannar Héðinsson
Maður leiksins: Roger Banet Badia
Byrjunarlið:
1. Jon Tena Martinez (m)
2. Arnór Gauti Jónsson
6. Ásgeir Örn Arnþórsson
7. Hafliði Sigurðarson
9. Andri Freyr Jónasson
10. Jason Daði Svanþórsson (f) ('85)
11. Róbert Orri Þorkelsson
14. Jökull Jörvar Þórhallsson ('82)
18. Djordje Panic ('61)
19. Roger Banet Badia
25. Georg Bjarnason

Varamenn:
13. Tristan Þór Brandsson (m)
4. Sigurður Kristján Friðriksson
6. Alejandro Zambrano Martin ('61)
8. Kristján Atli Marteinsson
8. David Eugenio Marquina ('82)
10. Kári Steinn Hlífarsson ('85)
12. Hlynur Magnússon
20. Tryggvi Magnússon
23. Andri Már Hermannsson

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Arnar Hallsson (Þ)
Aðalsteinn Richter
Margrét Ársælsdóttir

Gul spjöld:
Alejandro Zambrano Martin ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá flautar Bjarni til leiksloka og góður sigur Aftureldingar staðreynd.

Viðtöl og skýrsla koma síðar.
90. mín
Tiago Fernandes tekur hér boltann á loft og reynir skot af tuttugu metrum en Jon Tena er vel á verði og ver skotið.
89. mín
David með skemmtilega stungusendingu á Kára Stein sem að er sloppinn einn í gegn en er flaggaður rangstæður. Ekki viss hvort að þetta hafi verið rétt.
85. mín
Inn:Kári Steinn Hlífarsson (Afturelding) Út:Jason Daði Svanþórsson (Afturelding)
Jason búinn að vera frábær í dag.
84. mín
VÁÁÁ SVO NÁLÆGT!!!

Uppúr engu nær Hilmar Freyr einhverju geggjuðu skoti en því miður fyrir hann og Fram fer það í stöngina.
82. mín
Inn:David Eugenio Marquina (Afturelding) Út:Jökull Jörvar Þórhallsson (Afturelding)
Fyrsti leikur Davids.
75. mín Gult spjald: Alejandro Zambrano Martin (Afturelding)
74. mín MARK!
Georg Bjarnason (Afturelding)
Stoðsending: Andri Freyr Jónasson
AFTURELDING ER KOMIÐ Í 3-0!!!!!!!

Andri Freyr fer hér illa með þrjá Frammara og skýtur í átt að marki. Skotið fer í varnarmann og í gegn þar sem að Georg lúrir og klárar vel.
72. mín
Fred Saraiva með skemmtilega gabbhreyfingu fyrir utan teig Aftureldingar og skýtur svo með vinstri en það fer beint á Jon í markinu.
70. mín Gult spjald: Marcao (Fram)
Fyrsta gula spjald dagsins.
65. mín
Inn:Hilmar Freyr Bjartþórsson (Fram) Út:Unnar Steinn Ingvarsson (Fram)
65. mín
Inn:Már Ægisson (Fram) Út:Alex Freyr Elísson (Fram)
64. mín
Alex Freyr köttar hér inn á teiginn og á skot sem að fer beint í punginn á Alejandro sem að liggur eftir. Alvöru fórn.
61. mín
Inn:Alejandro Zambrano Martin (Afturelding) Út:Djordje Panic (Afturelding)
Fyrsti leikur Alejandro fyrir Aftureldingu.
57. mín
Helgi Guðjónsson með fína aukaspyrnu rétt fyrir utan teig en hún fer rétt framhjá markinu.
54. mín MARK!
Jason Daði Svanþórsson (Afturelding)
Stoðsending: Ásgeir Örn Arnþórsson
AFTURELDING ER KOMIÐ Í 2-0!!!!!

Jason Daði með frábært þríhyrningaspil við Ásgeir Örn og endar á að klára vel. Jason búinn að vera mjög flottur í dag.
49. mín
Frammarar byrja þennan seinni hálfleik af krafti og eru búnir að vera mun meira með boltann.
46. mín
Inn:Marcao (Fram) Út:Heiðar Geir Júlíusson (Fram)
46. mín
Þá er leikurinn hafinn að nýju. Fyrir áhugasama er leikurinn sýndur í beinni á Afturelding TV með þrælskemmtilegri lýsingu. Hægt er að nálgast það hér.
45. mín
Hálfleikur
Enginn uppbótatími hjá Bjarna sem að flautar til hálfleiks. Heimamenn leiða 1-0.
43. mín
Tiago með fína hornspyrnu sem að Gunnar Gunnarsson skallar yfir. Strax í kjölfarið á Djorde Panic skot framhjá markinu eftir undibúnig Jasons Daða.
40. mín MARK!
Roger Banet Badia (Afturelding)
Stoðsending: Djordje Panic
ÞARNA KOM MARKIÐ SEM AÐ VIÐ ÞURFTUM!!!!!!

Djorde Panic tekur góða hornspyrnu beint á pönnuna á Roger Banet sem að stangar boltanum í netið. Heimamenn leiða 1-0.
38. mín
Rosalega lítið að frétta úr Mosfellsbænum. En Liverpool er að vinna Norwich 4-0 í hálfleik. Nóg að gerast þar.
30. mín
Helgi Guðjóns fellur hér í teig Aftureldingar og vill fá vítaspyrnu. Bjarni Hrannar metur það hins vegar svo að þetta hafi ekki verið neitt. Hinum meginn er Jason Daði kominn í fína stöðu en nær ekki að klára sóknina nógu vel.
27. mín
Heiðar Geir vinnur hér boltann á hættulegum stað fyrir Aftureldingu og sendir hann á Helga Guðjóns sem að leggur hann út á Tiago sem að neglir boltanum yfir.
26. mín
Jason er hér með góða sendingu utan af vinstri kantinum en Frammarar eru grimmari í teignum og koma boltanum frá.
24. mín
Frammarar byrjuðu þennan leik betur en Afturelding hefur unnið sig hægt og bítandi inní leikinn.
23. mín
Jason með góða sprett þar sem að hann fer meðal annars illa með Stefán Ragnar en þegar að teignum er komið veit hann ekki alveg hvað hann á að gera og reynir misheppnaða sendingu á Andra Frey.
22. mín
Andri Freyr reynir hér stungu á Hafliða en sendingin er of föst. Hugmyndin var góð við tökum það ekki af fyrirliðanum.
16. mín
Axel Freyr með fínan skalla en framhjá markið. Í öðrum fréttum tók ég málin í mínar eigin hendur og fleygði fólki frá.
14. mín
Rosalega yrði ég feginn ef að fólk myndi setjast þar sem að fjölmiðastúkan er lágt niðri. Látið orðið berast.
13. mín
Fred Saravia í fínu skotfæri hér við vítateigslínuna en skot hans er hátt yfir markið.
12. mín
Úff Alex Freyr með skemmtilega takta. Hælar hér boltann í gegnum klofið á Ásgeiri Erni og á svo flottan sprett upp kantinn en fyrirgjöf hans er slök og fer beint í varnarmann.
10. mín
Andri keyrir hér inn á völlinn og sendir boltann á Hafliða sem að er í fínu færi við vítateigsbogann en skot hans er laflaust og langt framhjá.
9. mín
Tiago Fernandes fær hér hellings tíma á boltann inní teig Aftureldingar og reynir að senda háan bolta á Helga Guðjóns en Arnór Gauti er vel á verði og kemst fyrir sendinguna.
6. mín
Fred Savaria fær hér boltann inná teiginn frá Gunnari og reynir skot en það fer beint í varnarmann og Afturelding ná að hreinsa boltann.
4. mín
Þetta fer rólega af stað hérna í Mosfellsbæ. Frammarar virðast ætla að pressa hátt en Afturelding hefur leyst það ágætlega hér í upphafi.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er leikurinn hafinn. Heimamenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Það er ekki fullmannaður bekkur hjá Fram í kvöld og enginn varamarkvörður á skýrslu. Væri vont ef að Hlynur skyldi meiðast í kvöld.
Fyrir leik
Hinir leikir kvöldsins eru Njarðvík-Fjölnir, Grótta-Keflavík og Víkingur Ó.-Leiknir R. Og svo að sjálfsögðu þessi. Lokaleikur umferðarinnar er svo viðureign Hauka og Magna sem að fer fram á morgun.
Fyrir leik
Fimm leikir fara fram í Inkasso deild karla í dag en leikur Þróttar og Þórs hófst klukkan 17:30. Þar leiða gestirnir frá Akureyri 3-1.
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin klár hjá liðunum.

Heimamenn í Aftureldingu gera eina breytingu á liði sínu frá jafnteflinu gegn Fjölni en Loic Ondo kemur út í stað Ásgeirs Arnar Arnþórssonar. Ef mér skjátlast ekki er Loic Ondo í leikbanni í dag.

Þá gera Frammarar einnig eina breytingu á liði sínu eftir sigurinn gegn Magna. Jökull Steinn Ólafsson kemur út og í hans stað kemur Matthías Kroknes Jóhannsson.
Fyrir leik
Frammarar fengu botnlið Magna í heimsókn og unnu þá sannfærandi 4-1. Helgi Guðjónsson skoraði tvö mörk og þá skoruðu þeir Frederico Bello Saraiva og Alex Freyr Elísson sitthvort markið.
Fyrir leik
Afturelding heimsótti topplið Fjölnis í síðustu umferð í Grafarvoginn og komust þar yfir með marki frá Róberti Orra Þorkelssyni. Fjölnismenn jöfnuðu hins vegar leikinn á lokamínútum leiksins og þurfti því Afturelding að sætta sig við svekkjandi jafntefli gegn toppliðinu.
Fyrir leik
Þessi lið mættust fyrr í sumar á Framvellinum en þar fóru heimamenn með 3-1 sigur. Þeir Helgi Guðjónsson, Frederico Bello Saraiva og Már Ægisson sáu um að skora mörk Fram á meðan að Alexander Aron Davorsson skoraði mark Aftureldingar.
Fyrir leik
Heimamenn í Aftureldingu eru með 14 stig í 10.sæti deildarinnar sem að þýðir að þeir eru fjórum stigum frá fallsæti. Frammarar eru í 6.sæti deildarinnar með 23 stig og eiga ennþá tölfræðilegan möguleika á að komast upp um deild, þótt að það sé vissulega fjarlægur draumur.
Fyrir leik
Jú komiði sæl og blessuð og veriði hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik Aftureldingar og Fram í Inkasso deild karla. Leikurinn fer fram á Varmárvellinum í Mosfellsbæ.
Byrjunarlið:
1. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
Matthías Kroknes Jóhannsson
3. Unnar Steinn Ingvarsson ('65)
3. Heiðar Geir Júlíusson ('46)
4. Stefán Ragnar Guðlaugsson
5. Haraldur Einar Ásgrímsson
6. Gunnar Gunnarsson
9. Helgi Guðjónsson
10. Fred Saraiva
17. Alex Freyr Elísson ('65)
20. Tiago Fernandes

Varamenn:
12. Rafal Stefán Daníelsson (m)
5. Sigurður Þráinn Geirsson
6. Marcao ('46)
11. Magnús Þórðarson
14. Hlynur Atli Magnússon
22. Hilmar Freyr Bjartþórsson ('65)
23. Már Ægisson ('65)

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Marteinn Örn Halldórsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Sverrir Ólafur Benónýsson
Hilmar Þór Arnarson
Magnús Þorsteinsson

Gul spjöld:
Marcao ('70)

Rauð spjöld: