Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Haukar
1
2
Magni
Þórður Jón Jóhannesson '65 1-0
1-1 Kristinn Þór Rósbergsson '83
1-2 Louis Aaron Wardle '86
10.08.2019  -  14:00
Ásvellir
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Ólafur Aron Pétursson
Byrjunarlið:
12. Sindri Þór Sigþórsson (m)
Ásgeir Þór Ingólfsson
5. Sigurjón Már Markússon
6. Þórður Jón Jóhannesson
8. Ísak Jónsson (f)
11. Arnar Aðalgeirsson
14. Sean De Silva
16. Birgir Magnús Birgisson
17. Daníel Snorri Guðlaugsson ('76)
17. Þorsteinn Örn Bernharðsson ('62)
20. Raul Segura ('72)

Varamenn:
12. Óskar Sigþórsson (m)
3. Hörður Máni Ásmundsson
7. Aron Freyr Róbertsson ('62)
10. Kristófer Dan Þórðarson ('72)
16. Oliver Helgi Gíslason ('76)
23. Guðmundur Már Jónasson
24. Ólafur Sveinmar Guðmundsson

Liðsstjórn:
Búi Vilhjálmur Guðjónsson (Þ)
Hilmar Rafn Emilsson
Hafþór Þrastarson
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Sigmundur Einar Jónsson
Kristján Huldar Aðalsteinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er leik lokið hérna á Ásvöllum

Magni vinnur 2-1 eftir skemmtilegan seinni hálfleik og eru þeir núna í 11. sæti með 13 stig, einu stigi á eftir Haukum
90. mín
Markspyrna fyrir Magna og þeir drífa sig ekkert
90. mín
Þjálfarateymi Hauka er alls ekki sátt með dómarann hérna en þeir halda áfram að öskra um víti
90. mín
ÞAÐ ER BROTIÐ Á ARONI FREY INN Í TEIG MAGNA EN AFTUR DÆMIR HELGI DÓMARI EKKERT
90. mín
Haukar ná boltanum og spretta upp
90. mín
Þeir halda boltanum ekki lengi og Magnamenn eru gríðarlega sterkir hérna
90. mín
Þeir missa boltann og nú þurfa Haukamenn að ýta
90. mín
Þeir spila stutta hornspyrnu og eru ekkert að drífa sig
90. mín
Venjulegur leiktími er liðinn
90. mín
Hornspyrna fyrir Magna
89. mín
Arnar með sendingu inn í teiginn en það var enginn til þess að taka við henni
89. mín
Haukar halda áfram að sækja og nú munu Magnamenn liggja í vörn
88. mín
Haukamenn ýta upp og er leikmaður þeirra tekinn niður inn í teig - mér sýndist línuvörðurinn flagga fyrir brot en dómarinn dæmdi ekkert og allt er orðið vitlaust hérna
87. mín
Þetta munu vera magnaðar lokamínútur
86. mín
Ólafur tók skotið langt fyrir utan teig og Sindri misreiknaði þetta eitthvað og í rauninni missti boltann og þá var Louis réttur maður á réttum stað
86. mín MARK!
Louis Aaron Wardle (Magni)
ÓLAFUR ARON MEÐ GRÍÐARLEGA FAST SKOT AF MJÖG LÖNGU FÆRI SEM SINDRI VER EN LOUIS POTAR BOLTANUM INN 1-2 FYRIR MAGNA
85. mín
Brotið er á varnarmanni Hauka
85. mín
Magnamenn halda áfram að hlaupa á Hauka og skapa færi
83. mín MARK!
Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
Stoðsending: Guðni Sigþórsson
Frábært hlaup upp hægri kantinn hjá Guðna sem sendir lága sendingu fyrir og Kristinn með létt tap in mark
82. mín
Ólafur Aron með flott skot en það fer rétt yfir
81. mín
Magnamenn hlaupa upp og fá dæmda aukaspyrnu á ansi góðum stað
80. mín
Inn:Angantýr Máni Gautason (Magni) Út:Áki Sölvason (Magni)
80. mín
Haukar gefa boltann mikið frá sér, þeir eru að flýta sér að komast upp en gleyma soldið að vanda sig í sendingum
78. mín
Haukar ná boltanum og Sean hleypur upp kantinn og kemur með sendinga ætlaða Ásgeiri en Magnamenn ná boltanum
77. mín
Hinsvegar ná þeir ekki að klára lokaskotin
77. mín
Það er kominn nýr kraftur í leikmenn Magna og þeir eru að skapa mikla hættu
76. mín
Inn:Oliver Helgi Gíslason (Haukar) Út:Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar)
Seinasta skipting Hauka í leiknum
75. mín
Haukamenn þurfa að fara passa sig ef þeir ætla að fá öll 3 stigin úr þessum leik - þeir eru að leika sér soldið með þessar löngu sendingar en leikmenn Magna ná oft boltanum og hlaupa upp af öllum krafti
73. mín
ÞORSTEINN HLEYPUR Á EFTIR BOLTANUM OG TEKUR SKOTIÐ MEÐAN SINDRI ER ENNÞÁ ÚR MARKI EN BOLTINN FER Í STÖNG
73. mín
Mögnuð sending frá varnarmanni Magna og Þorsteinn kemst einn í gegn og reynir að fara framhjá Sindra en hann gerir vel og slær boltann burt
72. mín
Inn:Kristófer Dan Þórðarson (Haukar) Út:Raul Segura (Haukar)
72. mín
Raul er eitthvað meiddur og labbar af velli með sjúkraþjálfaranum
71. mín
Louis Aaron gerir vel á hægri kantinum og sendir afar hættulegan bolta inn í teig Hauka en engin nær snertingunni
70. mín
Boltinn er hjá varnarmönnum Magna sem leita að sendingu upp völlinn
69. mín
Aron og Arnar spila vel sín á milli á vinstri kantinum en Louis er fljótur að hugsa og nú eru Magnamenn með boltann
67. mín
Magnamenn héldu boltanum ekki lengi eftir að hafa byrjað með boltann og nú eru Haukar aftur farnir að spila sín á milli í vörninni
66. mín
Inn:Kian Williams (Magni) Út:Gunnar Örvar Stefánsson (Magni)
65. mín MARK!
Þórður Jón Jóhannesson (Haukar)
HAUKAR KOMAST YFIR - flott hornspyrna frá Ásgeiri og Þórður með magnaðan flugskalla beint í skeytinn
64. mín
Haukar fá boltann strax aftur og Ásgeir hleypur upp kantinn og nælir í horn
64. mín
Ísak með slæma sendingu upp völlunn og Steinþór tekur þennan
62. mín
Leikurinn heldur áfram og eru Haukamenn með boltann
62. mín
Inn:Aron Freyr Róbertsson (Haukar) Út:Þorsteinn Örn Bernharðsson (Haukar)
61. mín
Þetta var alls ekki gert viljandi en þetta lýtur hræðilega út - batakveðjur til Þorsteins
61. mín
Hann hreyfir sig ekki og er lyft honum upp á sjúkrabörur
60. mín
Nú liggur Þorsteinn Örn sárþjáður niðri en hann fékk gríðarlega fast skot beint í andlitið og hneig niður
60. mín
Ekkert verður úr hornspyrnunni en mikil barátta er í teignum og vilja Haukar fá víti út af hendi en ekkert er dæmt
59. mín
Sean tekur þessa en sendir boltann inn sem er skallað út í horn - hélt að hann myndi skjóta þaðan
58. mín
Nú koma þeir sér upp og fá aukaspyrnu á flottum stað rétt fyrir utan teig
58. mín
Stundum spila Haukar hátt upp á vellinum en stundum spila þeir eins og þeir séu 2-0 yfir og taka því rólega aftast á vellinum
57. mín
Boltinn er að flakka á milli varnarmanna Hauka núna
56. mín
Það hægðist mikið á sókninni en loks reynir Þorsteinn sendinguna en Steinþór er með þetta
55. mín
Haukamenn ná boltanum og Þorsteinn reynir að koma sér upp vinstri kantinn
54. mín
Barátta á miðjunni og Magni fær aukaspyrnu
53. mín
Nú færa Haukar sig upp og Raul reynir að plata varnarmenn Magna hérna með töktum en það tekst ekki
52. mín
Boltinn er meira hjá Magna núna sem eru ofarlega á vellinum
50. mín
Allir hérna í fjölmiðlaherberginu héldu að þessi myndi liggja inni
50. mín
Ólafur Aron hleypur upp hægri kantinn og er með flottan bolta á Kristin sem skallar hann vel en Sindri nær að skutla sér ótrúlega fyrir þetta
50. mín
Magnamenn hafa fært sig mun ofar á völlinn miðað við fyrri hálfleik
48. mín
Smá samskiptaleysi á milli Raul og Daníels og þeir missa boltann út af
48. mín
Brotið á Ísaki á miðju vallarins
47. mín
Gunnar Örvar í baráttu við varnarmenn Hauka og reynir sendinguna inn á teiginn en það er dæmd rangstaða
47. mín
Frábært spil hjá Haukum upp völlinn en þeir rétt svo missa boltann út í markspyrnu fyrir Magna
46. mín
Daníel Snorri er strax aftur farinn að hlaupa upp kantinn, hann kemur boltanum inn í teig en ekkert varð úr því
45. mín
Leikur hafinn
Leikurinn hefst aftur og nú eru það Haukamenn sem byrja með boltann
45. mín
Hálfleikur
Nú er fyrsta hálfleik lokið og staðan er 0-0

Ég er að vonast eftir meira fjöri í seinni hálfleik en þessi hefur eiginlega einkenst af flottu spili Haukamanna hátt upp á vellinum.

Magnamenn þurfa að vinna þennan leik og þess vegna finnst mér skrítið hvað þeir sækja lítið, þeir halda sér mikið aftur en eru afar þéttir og góðir í vörninni og gera Haukum erfitt fyrir þar og einnig er Steinþór búinn að standa sig frábærlega og virðist ekkert ætla fara framhjá honum.

Haukar fara varla inn á sinn vallarhelming og spila mjög vel en þessar fyrirgjafir eru ekki nógu góðar og þeir þurfa að minnka þessi skot fyrir utan teig því þau hafa öll farið langt yfir markið.
45. mín
Sean með flott skot en Steinþór grípur boltann - hann er afar vel staðsettur fyrir hvert skot
45. mín
Nú er Birgir Magnús með flotta fyrirsendingu inn en Arnar þarf ekki nema nokkra millimetra í viðbót til þess að skalla boltann og nú er Steinþór með hann
44. mín
Daníel Snorri kemur boltanum inn á teig Magna en Sveinn Óli nær rétt svo að snerta boltann áður en Ásgeir hlóð í skotið
43. mín
Dómarinn er að leyfa ansi mikið og finnst mér það bara gaman að sjá
42. mín
Haukamenn halda boltanum enn
41. mín
Áki hleypur upp kantinn en Daníel Snorri hefur staðið sig gríðarlega vel þar í dag og nær boltanum
40. mín
Það er gríðarleg barátta á miðjunni og dómarinn er að láta hrindingar fara framhjá sér en á meðan eru þjálfararnir að missa það
39. mín
Ásgeir lyftir boltanum ekki upp úr hornspyrnunni og eru Magnamenn með boltann aftur
39. mín
Boltinn fer inn í teig en endar í hornspyrnu fyrir Hauka
38. mín
Arnar er staðinn upp og mun halda áfram
38. mín
Sean mun taka þessa spyrnu inn í teig
37. mín
Arnar liggur niðri en virðist alveg ætla að halda áfram
37. mín Gult spjald: Ólafur Aron Pétursson (Magni)
Arnar sprettir upp kantinn enn og aftur en í þetta skiptið straujar Ólafur hann niður
36. mín
Haukamenn taka hornspyrnu og mikil barátta var í teignum og Haukamenn náðu ekki að hitta boltann og þetta hefði vel getað endað með marki en Magnamenn koma þessu burt
35. mín
Það er mikill vindur á móti marki Magna og sést það á útspörkum Steinþórs en boltinn hreyfist leiðinlega í loftinu
34. mín
Sigurjón Már er mikið inn í leiknum hjá Haukum og er lang oftast með boltann en löngu sendingarnar hans gætu verið betri
32. mín
Léleg hornspyrna og boltanum er komið út úr teignum og nær Sean til hans og reynir skotið sem fer langt yfir
32. mín
Spyrnan fer inn en Viktor Már skallar þetta út í hornspyrnu
31. mín
Ásgeir mun taka þessa
31. mín
Þeir koma sér upp vinstri kantinn þar sem er brotið á Þórði og fær hann aukaspyrnu fyrir
30. mín
Boltinn er hjá varnarmönnum Hauka
29. mín
Varla hefur sést til nýja spánverjans hjá Haukum, Raul hefur ekki komist alveg í takt við leikinn
29. mín
Ísak reynir sendinguna inn en Steinþór grípur boltann enn og aftur
29. mín
Ekkert varð úr þessari spyrnu og Haukamenn halda boltanum núna
28. mín
Nokkur blótsyrði látin falla eftir þetta en það er bara hiti leiksins
28. mín
Nú hlaupa Magnamenn upp og Áki gerir hérna rosalega vel en Ásgeir rífur hann niður og dæmt á það
27. mín
Ísak Jónsson reynir skot af mjög löngu færi en það fer langt yfir
25. mín
Magnamenn fá aukaspyrnu rétt fyrir framan miðju og reynir Ólafur að taka hana fljótt áður en menn átta sig á þessu en Haukamenn föttuðu þetta og ná boltanum
23. mín
Inn:Louis Aaron Wardle (Magni) Út:Lars Óli Jessen (Magni)
Lars getur ekki haldið áfram og kemur Louis Aaron Wardle inná í hans stað
22. mín
Guðni Sigþórs brýtur hérna á varnarmanni Hauka og þar með lýkur sókninni
21. mín
Lars er kominn aftur inn á völlinn
21. mín
Nú sækja Magnamenn upp
21. mín
Leikurinn hefst aftur og er Ásgeir með frábært og gríðarlega fast skot en vel gripið hjá Steinþóri
20. mín
Lars heldur um fótinn og haltrar út af vellinum
19. mín
Loks stoppar dómarinn leikinn og sjúkraþjálfari hleypur inn
19. mín
Lars Óli liggur niðri á miðjunni en ekkert er búið að dæma
18. mín
Sean reynir annað skot fyrir utan teig en þetta er þæginlegt fyrir Steinþór í marki Magna
18. mín
Varnarmenn Hauka skalla boltanum burt og eru þeir með boltann
18. mín
Magnamenn fá aukaspyrnu rétt fyrir framan miðju og ætlar Ólafur Aron að koma þessum inn í teig
17. mín
Það skapast hætta í kringum Arnar Aðalgeirs en hann er góður með boltann það sést vel
16. mín
Ekkert varð úr þessu langa innkasti en boltinn endar aftur hjá Haukum og Raul reynir skotið en það fer ekki langt og er Steinþór kominn með boltann
15. mín
Daníel með flotta sendingu upp á Þórð sem reynir að koma honum inn í teig en boltinn er hreinsaður út í innkast
13. mín
DAUÐAFÆRI - Boltinn fer inn í teig og er skallaður beint niður á Arnar Aðalgeirsson sem var einn á móti Steinþóri en hann neglir boltanum yfir
12. mín
Hendi dæmd á miðjunni og Haukar fá aukaspyrnu
12. mín
Haukamenn reyna langa sendingu en það fer út í markspyrnu
12. mín
Flestir leikmenn vallarins eru á vallarhelmingi Magna
10. mín
Getur verið hættulegt fyrir Hauka að spila svona hátt á vellinum en leikmenn Magna þurfa þá bara eina svona sendingu fram á framherja sem er kominn í gegn
10. mín
Magni kemur boltanum fram og þetta er auðvelt fyrir Guðna sem fær boltann og skýtur en Sindri ver vel
9. mín
Mikið basl í teignum en Viktor Már nær að koma boltanum burt
9. mín
Sean reynir skotið fyrir utan teig en beint í varnarmann
8. mín
Aftur eru Haukar að spila sín á milli, leikmenn Magna pressa ekki hátt og fá Haukar hérna mikið pláss á miðjunni
7. mín
Nú fær Áki boltann fyrir Magna og hleypur upp vinstri kantinn

Hann sendir inn á Gunnar sem skýtur framhjá
7. mín
Daníel Snorri gerir vel og fer framhjá tveimur en ekki þeim þriðja
6. mín
Haukar halda boltanum vel og senda sín á milli á miðjunni að reyna finna hlaup
5. mín
Sean hleypur upp vinstri kantinn og reynir sendinguna inn en flottur varnarleikur hjá Magna
4. mín
Spyrnan er löng en Haukamenn eru komnir aftur með boltann
4. mín
Skallabarátta á miðjunni og brotið er á Gunnari Örvar
3. mín
Daníel Snorri reynir sendinguna upp kantinn en aftur fer það út í markspyrnu
3. mín
Magnamenn koma sér fram en Sindri hleypur fram og sparkar í innkast
2. mín
Haukamenn eru spenntir fyrir fyrsta leik Raul en hann er taktískur miðjumaður með mikil gæði
1. mín
Sean reynir sendinguna fram en hún fer út í markspyrnu
1. mín
Þeir spila sín á milli í vörninni og reyna að finna leið fram
1. mín
Strax smá barátta og Haukamenn eru komnir með boltann
1. mín
Leikur hafinn
Magni byrjar með boltann
Fyrir leik
Þá fer leikurinn að hefjast og spila Haukar í rauðu á móti Magna í svörtu
Fyrir leik
Magni hefur tapað seinustu þremur leikjum sínum í deildinni en geta með sigri hér komist upp fyrir Njarðvík og minnkað bilið á milli þeirra og Hauka niður í eitt stig. Það má búast við hörkuslag hér í dag.
Fyrir leik
Haukar frumsýna nýjan Spánverja í dag. Hann heitir Raul Segura og er miðjumaður.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Páll Viðar Gíslason hætti með Magna í síðustu viku og var Sveinn Þór Steingrímsson ráðinn í hans stað. Þetta verður fyrsti leikur Sveins með Magna, en hann hefur verið aðstoðarþjálfari KA í sumar.

Athygli vekur að hann byrjar með alla þrjá Englendinga Magna á bekknum. Jordan William Blinco, Kian Paul James Williams og Louis Aaron Wardle komu í síðasta mánuði til Magna, en þeir byrja allir á bekknum í dag.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Það fóru fram fimm leikir í deildinni í gær.

Úrslit:
Þróttur R. 1 - 3 Þór
Njarðvík 1 - 1 Fjölnir
Afturelding 3 - 0 Fram
Víkingur Ó. 1 - 1 Leiknir R.
Grótta 4 - 3 Keflavík
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Fyrir leikinn eru Haukar í tíunda sæti með 14 stig og Magni með 10 stig í neðsta sæti. Það er mikið undir hér á Ásvöllum.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá síðasta leik 16. umferðar Inkasso-deildar karla. Haukar taka á móti Magna í fallbaráttuslag.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
Áki Sölvason ('80)
4. Sveinn Óli Birgisson (f)
8. Arnar Geir Halldórsson
9. Gunnar Örvar Stefánsson ('66)
9. Guðni Sigþórsson
10. Lars Óli Jessen ('23)
14. Ólafur Aron Pétursson
15. Hjörvar Sigurgeirsson
17. Kristinn Þór Rósbergsson
26. Viktor Már Heiðarsson

Varamenn:
23. Steinar Adolf Arnþórsson (m)
3. Þorgeir Ingvarsson
7. Jordan William Blinco
18. Jakob Hafsteinsson
18. Ívar Sigurbjörnsson
19. Kian Williams ('66)
99. Angantýr Máni Gautason ('80)
99. Louis Aaron Wardle ('23)

Liðsstjórn:
Sveinn Þór Steingrímsson (Þ)
Andrea Þórey Hjaltadóttir

Gul spjöld:
Ólafur Aron Pétursson ('37)

Rauð spjöld: