Leik lokið!
Stórkostlegur sigur HK-inga sem eru núna í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Hver hefði trúað því fyrir mót?
Breiðablik minnkaði forskot KR á toppnum í dag en Vesturbæjarliðið er með sjö stiga forskot þegar sjö umferðir erue ftir.
90. mín
Mikil stemning hjá heimamönnum í stúkunni. Klukkan er gleði enda eru HK-ingar að fara illa með topplið KR hér í dag.
90. mín
Inn:Kári Pétursson (HK)
Út:Birnir Snær Ingason (HK)
Frábær leikur hjá Birni í dag. Þvílíkur liðsstyrkur sem HK krækti í þar!
88. mín
MARK!Emil Atlason (HK)
Stoðsending: Birnir Snær Ingason
HK-ingar eru að klára leikinn og ganga frá toppliðinu!!
Markið kemur eftir að HK nær skyndisókn gegn fáliðaðri vörn KR-inga. Birnir Snær skiptir boltanum út til hægri á varamanninn Emil sem gerir frábærlega vel!
Emil setur boltann til hliðar við Kennie Chopart og hleypur hinu megin við hann áður en hann þrumar boltanum í fjærhornið gegn gömlu félögunum. HK 4-1 KR!
87. mín
KR-ingar sækja stíft en HK-inga gefa engin færi á sér. Gríðarlega þétt vörn hjá heimamönnum hér í síðari hálfleiknum.
87. mín
Birnir Snær liggur á vellinum með krampa eftir langan sprett með boltann. HK-ingar hafa lagt mikið í leikinn og eru margir þreyttir.
86. mín
Gult spjald: Brynjar Jónasson (HK)
Brynjar tæklar Pálma Rafn aftan frá.
83. mín
Inn:Björgvin Stefánsson (KR)
Út:Finnur Tómas Pálmason (KR)
KR-ingar leggja allt í sóknina núna. Hafsent út og framherji inn.
80. mín
Gult spjald: Emil Atlason (HK)
Fljótur að láta til sín taka. Gult fyrir brot.
79. mín
Inn:Brynjar Jónasson (HK)
Út:Leifur Andri Leifsson (HK)
Lefur Andri er meiddur og HK þarf að gera tilfærslur. Birkir Valur kemur inn í hjarta varnarinnar, Valgeir fer í bakvörðinn, Ásgeir á kantinn og Brynjar fremst á miðju.
79. mín
Inn:Emil Atlason (HK)
Út:Bjarni Gunnarsson (HK)
Bjarni skkilaði marki og flottu dagsverki í dag.
74. mín
Darraðadans eftir aukaspyrnu KR-inga en á endanum kýlir Arnar boltann í horn. Leifur Andri fyrirliði HK meiðist og þarf að fá aðhlynningu.
72. mín
Óskar Örn kemst í skotið eftir þunga sókn. Boltinn hins vegar yfir markið. KR-ingar eru líklegir þessa stundina.
70. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (KR)
Út:Tobias Thomsen (KR)
Tobias ekki átt góðan dag. Ægir fær að spreyta sig síðustu 20.
Ægir fer út á vinstri kantinn og Atli Sigurjóns á miðjuna. 4-3-3.
70. mín
Kristinn Jónsson með hættulega fyrirgjöf sem Arnar Freyr missir af! Leifur Andri kemur hins vegar til bjargar og hreinsar.
Alexander Freyr Sindrason er með krampa. Hann er að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik í Pepsi Max-deildinni í dag eftir að hafa komið til HK frá Haukum á dögunum.
63. mín
Áhorfendatölur. 1010 í Kórnum í dag.
59. mín
Inn:Pablo Punyed (KR)
Út:Finnur Orri Margeirsson (KR)
Fyrsta skipting dagsins. Pablo inn á miðjuna fyrir Finn.
58. mín
KR-ingar eru líklegir. Hörkusókn sem endar á skoti frá Atla Sigurjóns. Skotið er ekki sérstakt en það endar hjá Pálma sem skallar framhjá af stuttu færi.
55. mín
KR-ingar fá sína elleftu hornspyrnu í dag. Arnar Freyr kýlir boltann í burtu. Öruggur í markinu.
49. mín
HK hársbreidd frá því að skora fjórða markið!!! Arnar Freyr markvörður kemur langt út úr markinu og á síðan langa spyrnu fram völlinn yfir vörn KR-inga. Ásgeir Marteinsson nær boltanum við vítateigshornið og vippar yfir Beiti sem er kominn út á móti. Allt stefnir í að boltinn sé á leið í netið en Skúli Jón nær að bjarga á línu! Skúli sparkaði boltanum í Bjarna Gunnarsson og þaðan fór boltinn út af.
49. mín
KR-ingar byrja síðari hálfleikinn af krafti. Nú á Kennie Chopart fyrirgjöf og Kristján Flóki á skot framhjá markinu.
47. mín
Óskar Örn með skot fyrir utan vítateig eftir hornspyrnu en boltinn fer framhjá.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn! Óbreytt liðsskipan.
45. mín
Hálfleikur
KR-ingar fengu smá líflínu hér í lokin eftir magnaðan fyrri hálfleik. HK-ingar komust í 3-0 á fyrstu tuttugu mínutunum þar sem þeir nýttu sínar sóknir vel á meðan varnarleikur KR var afleitur.
Nær toppliðið að koma til baka eða halda HK-ingar sigrinum? Við sjáum það eftir hlé!
45. mín
MARK!Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Þvílíkt mark! Eftir þunga sókn KR-inga og darraðadans inni á vítateig þá fer boltinn út í vítateigsbogann á Pálma Rafn sem smellhittir hann. Þrumuskot Pálma syngur efst í samskeytunum, eitt af fallegri mörkum tímabilsins!
42. mín
Arnar Freyr sparkar boltanum upp í loft og KR fær hann.
34. mín
Það verður að hrósa HK-ingum fyrir magnaða frammistöðu hingað til í þessum leik. Liðið hefur varist gífurlega vel og verið með eitraðar sóknir þess á milli . Bjarni hefur verið mjög öflugur í fremstu víglínu og á vængjunum eru Valgeir og Birnir báðir í stuði.
30. mín
Boltinn upp í loft. Guðmundur Ársæll tekur dómarakast og HK fær boltann.
29. mín
Þvílíkur leikur! Þegar HK kemst yfir miðju þá eru þeir stórhættulegir og KR-ingar ráða ekki neitt við neitt. Bjarni Gunnarsson leikur á Skúla Jón og á fyrirgjöf á Valgeir Valgeirsson en Kristinn Jónsson nær að trufla hann í skotinu. Sóknin endar á annarri fyrirgjöf frá Birki Val en þar vantaði mann til að reka endahnútinn á sóknina.
28. mín
Birnir Snær með skot fyrir utan vítateig í kjölfarið á hornspyrnu en Beitir ver.
28. mín
Eins og staðan er í deildinni í augnablikinu eru HK-ingar í 3. sæti með 24 stig. Evrópuleikur í Kórnum næsta sumar?
27. mín
Dauðafæri hjá KR! Atli Sigurjónsson vippar boltanum á Pálma Rafn Pálmason sem er aleinn við vítapunktinn. Pálmi tekur viðstöðulaust skot á lofti en yfir.
25. mín
Allir varamenn KR eru að hita upp. Spurning hvort Rúnar hristi upp í þessu strax í hálfleik.
22. mín
Mikill pirringur hefur verið hjá stuðningsmönnum KR í stúkunni og skiljanlega. Enginn bjóst við þessari stöðu eftir 20 mínútur. Hvað gera KR-ingar núna?
KR-ingar tóku góðan krÃsufund á vellinum eftir þriðja markið. Risa fjall sem topppliðið þarf að klÃfa til að koma til baka à þessum leik.
20. mín
MARK!Bjarni Gunnarsson (HK)
ÞETTA ER ROSALEGT! HK er komið 3-0 yfir gegn toppliði KR!
Eftir aukaspyrnu berst boltinn hægra megin í vítateiginn á Alexander Frey Sindrason. Alexander lyftir boltanum á fjærstöngina þar sem allir leikmenn KR höfðu gleymt Bjarna Gunnarssyni. Bjarni þakkar fyrir sig með því að skalla af öryggi í netið.
KR hefur verið mun meira með boltann og sótt meira en HK-ingar hafa hins vegar skorað mörkin.
Varnarleikur KR hefur verið afleitur í byrjun og HK hefur skapað hættu nánast í öll þau skipti sem liðið hefur farið inn á vallarhelming Vesturbæinga.
18. mín
KR-ingar þjarma að HK-ingum þessa stundina. Fá þrjár hornspyrnur með stuttu millibili.
17. mín
Kennie Chopart með lúmskt skot fyrir utan vítateig sem Arnar slær í horn.
Birnir skoraði à sama mark à Kórnum fyrr á tÃmabilinu. Þá skoraði hann sigurmark Vals gegn HK.
12. mín
MARK!Birnir Snær Ingason (HK)
Senur í Kórnum! Flugið á HK heldur áfram og heimamenn er komnir í 2-0 gegn KR!
Binni bolti stimplar sig inn með marki í sínum fyrsta byrjunarliðsleik. Birnir leikur inn á vítateiginn af vinstri kantinum, fer út í teiginn farmhjá Skúla Jóni og skorar með skoti framhjá Beiti. Beitir var í boltanum en það dugði ekki!
HK 2 - 0 KR!
11. mín
Óskar Örn leikur inn á völlinn af vinstri kanti og á skot með hægri úr vítateigsboganum. Ágætlega fast skot en beint í fangið á Arnari.
10. mín
KR-ingar hafa verið meira með boltann en HK-ingar eru með mjög þétatn varnarmúr inni á sínum vallarhelmingi.
6. mín
MARK!Arnþór Ari Atlason (HK)
Stoðsending: Valgeir Valgeirsson
Fyrsta alvöru sókn HK í leiknum endar með marki! KR-ingar hafa stjórnað ferðinni hér í byrjun en það eru HK-ingar sem taka forystuna.
Valgeir Valgeirsson kemst upp hægri kantinn og sendir boltann með jörðinni fyrir þar sem Arnþór Ari skorar með skoti í fjærhornið frá vítateigslínu. Vel afgreitt!
Fyrsta mark Arnþórs Ara í Pepsi Max-deildinni í sumar.
5. mín
Atli Sigurjónsson með glæsileg tilþrif! Fær sendingu upp hægri kantinn og leikur á Hörð Árnason með því að taka boltann með hælnum út í teiginn. Atli á síðan skot úr nokkuð þröngu færi sem Arnar Freyr ver í horn.
3. mín
Fyrsta færið! KR-ingar byrja af krafti. Kennie Chopart á kröftugt hlaup af hægri kantinum inn á vítateiginn. Hann lætur vaða með vinstri fæti en Arnar Freyr slær boltann til hliðar.
2. mín
Ásgeir Marteinsson, sem hefur spilað á vinstri kantinum hjá HK í sumar, er fremst á miðjunni í dag. Birnir Snær er á vinstri kanti.
KR-ingar í 4-4-2 með Kristján Flóka og Tobias fremsta.
1. mín
Leikur hafinn
Guðmundur Ársæll búinn að flauta til leiks!
Fyrir leik
Liðin mætt út á völl. KR er í ljósbláum varabúningum sínum í dag.
Fyrir leik
HK er með leik Manchester United og Chelsea í beinni útendingu inni í hliðarsal. Margir áhorfendur eru ennþá þar og því á eftir að fjölga í stúkunni innan tíðar.
Fyrir leik
Liðin búin með upphitun og hið goðsagnakennda lag ,,Sumartíminn" ómar í græjunum. Aðalamaðurinn í því lagi er einmitt Sigurður Hrannar Björnsson, varamarkvörður HK. Didda margt til lista lagt!
Fyrir leik
Topplið KR fer úr 4-3-3 à 4-4-2. Verður spennandi að sjá það à dag!
Fyrir leik
Birnir Snær Ingason kemur inn í byrjunarlið HK fyrir Atla Arnarson. Björn Berg Bryde er meiddur og kemur Alexander Freyr Sindrason, lánsmaður frá Haukum, inn í liðið.
KR vann 5-2 sigur á Grindavík í síðasta leik og frá þeim leik koma Skúli Jón Friðgeirsson, Finnur Orri Margeirsson og Tobias Thomsen inn fyrir Arnþór Inga Kristinsson, Arnór Svein Aðalsteinsson og Pablo Punyed. Arnþór Ingi er utan hóps og skráður sem liðsstjóri. Greinielga meiddur.
Áhugavert verður að sjá hvort Kristján Flóki byrji á hægri kanti eða hvort hann og Tobias verði saman frammi.
Fyrir leik
Dómarateymi dagsins er svohljóðandi.
Guðmundur Ársæll Guðmundsson flautar leikinn, honum til aðstoðar á flöggum og í beinu talsambandi eru þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Eysteinn Hrafnkelsson.
Gunnþór S. Jónsson er fjórði dómari og þeim til eftirlits er Eyjólfur Ólafsson.
Magnús Þór Jónsson
Fyrir leik
Auk þessara tenginga er að finna fleiri innan liðanna.
Emil Atlason lék með KR milli 2012 og 2014 og Beitir Ólafsson er uppalinn HK-ingur og stóð milli stanganna í meistaraflokki hjá þeim milli 2012 og 2015.
Magnús Þór Jónsson
Fyrir leik
Talandi um þjálfarana þá eru þar á ferð drengir sem hafa leikið saman allnokkra landsleikina inni á miðsvæði íslenskra.
Rúnar og Brynjar náttúrulega báðir KR-ingar að upplagi þó þeir hafi ekki leikið þar saman. Brynjar lék undir stjórn Rúnars 2013 þegar KR urðu Íslandsmeistarar svo að þeir eiga stóra sigra saman.
Við þekkjum öll hin öfluga málshátt/orðtak sem segir okkur að enginn sé annars bróðir í leik og auðvitað á það við í dag, en að leik loknum munu þeir félagar vafalítið taka þægilegt spjall upp.
Magnús Þór Jónsson
Fyrir leik
Hvorugt liðanna situr uppi með leikbönn í sínum hópi og meiðsli hafa ekki verið að hrjá liðin svo að báðir þjálfarar ættu að hafa úr sínum bestu mönnum að spila.
Magnús Þór Jónsson
Fyrir leik
Þessi lið eiga annars 5 leiki sín á milli í efstu deild og hafa KR-ingar vinninginn í innbyrðis leikjum, þeir hafa unnið 4 leiki en HK einn.
Það var fyrsta viðureign þessara liða, í júní 2007 unnu þeir 2-0 og hefur sá sigur nú löngum talist með þeirra stærstu sigurleikjum í sögu félagsins. Síðan þá hafa KR semsagt unnið alla leiki þessara liða.
Magnús Þór Jónsson
Fyrir leik
Fyrri leikur þessara liða var í 5.umferðinni vestur í bæ.
KR unnu þann leik 3-2 eftir að hafa virst vera með unninn leik í höndum þegar Pálmi Rafn, Thomsen og Björgvin höfðu sett mörk á fyrstu 55 mínútunum en mörk frá Brynjari Jónassyni og Kára Péturssyni bjuggu til hörkuspennu í lokin.
Magnús Þór Jónsson
Fyrir leik
KR ingar sitja fyrir leikinn langefstir í deildinni, eru með 36 stig og 10 stiga forskot á næsta lið.
Nýliðar HK eru í 7.sæti og í vænlegri stöðu ef horft er til fallbaráttunnar sem þeir hafa verið að berjast í. Hins vegar skulum við átta okkur á því að með sigri komast Kópavogspiltar svo sannarlega í hóp þeirra liða sem að keppa um Evrópusæti á næsta tímabili!
Magnús Þór Jónsson
Fyrir leik
Leikurinn er hluti 16.umferðar deildarinnar sem þýðir að með þessari umferð erum við lögð af stað í lokaþriðjung mótsins og það auðvitað segir okkur að með hverjum leik verður skýrari mynd á endastöðu hvers liðs.
Magnús Þór Jónsson
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og velkomin í beina textalýsingu frá leik HK og KR í PepsiMaxdeild karla.
Magnús Þór Jónsson