Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Magni
3
1
Afturelding
0-1 Ásgeir Örn Arnþórsson '7
Alejandro Zambrano Martin '44
Kristinn Þór Rósbergsson '54 1-1
Kian Williams '61 2-1
Louis Aaron Wardle '84 3-1
17.08.2019  -  16:00
Grenivíkurvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Smá skítaveður. Kalt, hvasst og skúrir - bræla!
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Kian Paul James Williams
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
Gauti Gautason
Áki Sölvason
4. Sveinn Óli Birgisson (f)
8. Arnar Geir Halldórsson
9. Guðni Sigþórsson ('82)
14. Ólafur Aron Pétursson
15. Hjörvar Sigurgeirsson
17. Kristinn Þór Rósbergsson ('89)
19. Kian Williams ('71)
99. Louis Aaron Wardle

Varamenn:
23. Steinar Adolf Arnþórsson (m)
9. Gunnar Örvar Stefánsson
18. Jakob Hafsteinsson ('89)
18. Ívar Sigurbjörnsson
26. Viktor Már Heiðarsson
30. Agnar Darri Sverrisson ('82)
99. Angantýr Máni Gautason ('71)

Liðsstjórn:
Sveinn Þór Steingrímsson (Þ)
Bergvin Jóhannsson
Anton Orri Sigurbjörnsson
Helgi Steinar Andrésson

Gul spjöld:
Hjörvar Sigurgeirsson ('34)
Kristinn Þór Rósbergsson ('45)
Sveinn Óli Birgisson ('72)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Magni vinna bráðnauðsynlegan 3-1 sigur á Aftureldingu. Afturelding byrjaði þennan leik mikið betur og uppskáru eftir því, mark á 7. mínútu. Alejandro Zambrano Martin gerði svo liðsfélögum sínum erfitt fyrir með því að fá rautt spjald á 44. mínútu og Mosfellingar því einum færri.
Magnamenn mættu endurnærðir og orkumeiri til leiks í seinni hálfleik, skora þrjú góð mörk og vinna á endanum verðskuldaðan sigur. Magni hoppa upp úr fallsæti og fara 10. sæti með 16 stig, en Afturelding eru sæti ofar með 17 stig. Takk fyrir mig!
91. mín
ÞVÍLÍK MARKVARSLA HJÁ STEINÞÓRI!! Róbert Orri á öflugan skalla í fjærhornið en Steinþór gerir sér lítið fyrir og ver skallann stórkostlega í horn!
89. mín
Inn:Jakob Hafsteinsson (Magni) Út:Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
Markaskorarinn Kristinn Þór kemur útaf og Jakob kemur inn í hans stað.
88. mín
Jason Daði skorar nánast beint úr horni! Vindurinn hjálpar til við að setja Steinþór í mikil vandræði, en hann slær boltann yfir markið.
87. mín
Það er búið að hvessa verulega og þetta verður ekki áferðarfallegt hér í restina.
86. mín
Steinþór Már gerir mjög vel í að kýla hættulega fyrirgjöf Jasons frá! Andri Freyr lúrði rétt hjá og hefði potað þessu yfir línuna ef að markmaðurinn stæðilegi hefði ekki komið boltanum frá.
84. mín MARK!
Louis Aaron Wardle (Magni)
FREISTANDI AÐ SEGJA GAME OVER!! Louis Wardle hirðir boltann af Róberti Orra ofarlega á velli Aftureldingar og keyrir í átt að marki. Hann tvínónar ekkert við hlutina og neglir boltanum nánast í gegnum Jon Tena! 3-1 fyrir Magna!
82. mín
Inn:Agnar Darri Sverrisson (Magni) Út:Guðni Sigþórsson (Magni)
Önnur skipting Magna í leiknum. Guðni hefur barist eins og ljón allan leikinn.
80. mín
Afturelding fær hornspyrnu og Jason Daði reynir að galdra eitthvað fram. Ekkert kemur úr horninu.
76. mín
Eftir mikinn hraða nánast allan seinni hálfleikinn, hefur tekið við smá stefnuleysi og skortur á gæðum. Mikil orka farið í þennan leik, hjá báðum liðum.
72. mín Gult spjald: Sveinn Óli Birgisson (Magni)
Hangir í Roger.
71. mín
Inn:Angantýr Máni Gautason (Magni) Út:Kian Williams (Magni)
Kian kemur af velli. Var frábær í dag.
71. mín
Mikil reiði í stúkunni Magnamegin þegar að Guðni Sigþórsson liggur eftir. Stuðningsmenn Magna vilja meina að Roger hafi slegið hann.
68. mín
David Marquina reynir að næla sér í vítaspyrnu, en hann virtist taka blaðsíðu úr handbók Alejandro því að Arnar Þór hafði engan áhuga á því að dæma víti þarna.
66. mín
Afturelding fá tvær hornspyrnur í röð en markaskorarinn Kristinn Þór kemur boltanum frá í bæði skiptin.
65. mín
Inn:David Eugenio Marquina (Afturelding) Út:Georg Bjarnason (Afturelding)
Fyrsta skipting Aftureldingar. Of fáir Spánverjar inná að mati Mosfellinga og þeir bæta úr því.
61. mín MARK!
Kian Williams (Magni)
Stoðsending: Hjörvar Sigurgeirsson
HANN VAR NÝBÚINN AÐ ÓGNA ÞESSU!! Góð sókn Magna endar með því að Hjörvar Sigurgeirsson leggur boltann til hliðar á Kian, sem gerir nákvæmlega engin mistök og snýr boltann í fjærhornið af sirka 20 metra færi. Frábærlega gert hjá Bretanum! 2-1 Magni!
60. mín
Kian með tvö góð skot! Hann á langskot sem að Jon Tena ver út í teiginn og boltinn endar svo aftur úti vinstra megin á Kian. Hann leikur inní teig og á fast skot niðri beint á Jon Tena.
59. mín
Ég segi það en svo verður allt vitlaust þegar að Gauti Gautason fer í hausinn á Jasoni Daða. Það voru ljót orð látin falla í stúkunni, en leikurinn heldur áfram.
58. mín
Arnór Gauti Jónsson þarf að fara útaf vegna blóðnasa. Aftureldingarmenn eru nú tveimur færri og Helgi Steinar, sjúkraþjálfari Magna aðstoðar Arnór Gauta. Ungmennafélagsandinn lifir enn góðu lífi!
57. mín
Aukaspyrna Ólafs Arons er góð á Gauta Gautason, en hann skallar boltann rétt framhjá!
56. mín Gult spjald: Jason Daði Svanþórsson (Afturelding)
Brýtur á Kian Williams.
55. mín
Ásgeir Örn í dauðafæri!! Jason Daði fer illa með Hjörvar á hægri kantinum og rennir honum fyrir á Ásgeir. Ásgeir Örn á fallegan snúning, en skotið er laust og beint á Steinþór.
54. mín MARK!
Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
Stoðsending: Áki Sölvason
MAGNI JAFNAR!!! Arnar Geir Halldórsson á glæsilega sendingu upp kantinn og inn fyrir vörn Aftureldingar á Áka Sölvason. Hann leikur inní vítateig Aftureldingar og setur boltann fyrir á Kristinn Þór. Kristinn nær að snúa með boltann og setur hann í Georg og yfir Jon Tena í markinu! 1-1!
52. mín
Það verður ekki íslenskara en það að menn séu brjálaðir yfir innkasti. Það er bara svoleiðis.
50. mín
Louis með geggjaða skiptingu á Kian sem setur hann á Hjörvar í utanáhlaupinu og hann geysist inní vítateiginn. Hann tekur einni þungri snertingu of mikið og setur hann í varnarmann og aftur fyrir. Ekkert kemur úr horninu.
48. mín
Afturelding sækir hratt upp eftir misheppnaða sendingu frá Louis. Jason skiptir boltanum á Ásgeir Örn sem reynir langskot en það fer yfir.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Magnamenn sækja nú á móti vindi og freista þess að jafna leikinn.
45. mín
Hálfleikur
1-0 fyrir Aftureldingu í hálfleik, en sú staða er nú ansi brothætt. Þetta var skelfilegur leikaraskapur hjá Alejandro Zambrano Martin og verðskuldaði hann seinna gula spjaldið sitt fyrir hann. Afturelding byrjaði leikinn af fítonskrafti og uppskáru verðskuldað mark, en Magnaliðið náði áttum um miðbik fyrri hálfleiks. Nú hafa heimamenn allan seinni hálfleikinn til þess að svara fyrir sig en 10 menn Aftureldingar munu berjast til síðasta blóðdropa.
45. mín Gult spjald: Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
+2 Í hita leiksins heimta Aftureldingarmenn rautt á Kristinn, en ég tel að gult sé alveg nóg. Hann var seinn í Jökul, að mér sýndist.
45. mín
+1 Guðni Sigþórsson á ágætis skalla en boltinn fer beint á Jon Tena í markinu.
44. mín Rautt spjald: Alejandro Zambrano Martin (Afturelding)
Enn á ný hefur Arnar Þór Stefánsson hárrétt fyrir sér!! Alejandro stingur sér á milli tveggja í vítateig Magna og hendir sér í grasið eftir enga snertingu! Hann fær reisupassann og ætlar að fá sér sæti á bekk Aftureldingar - sem að er alveg harðbannað.
43. mín
Markamínútan gengin í garð og það er hætt að rigna. Vonandi rignir mörkum í staðinn.
41. mín Gult spjald: Alejandro Zambrano Martin (Afturelding)
Glötuð tækling hjá Alejandro og hann straujar Kian. Dómari leiksins ekki í nokkrum vafa og gefur honum gult spjald.
38. mín
Flott samspil hjá Áka og Louis! Áki á svo fyrirgjöf í varnarmann Aftureldingar og Magnamenn heimta hendi. Arnar Þór heldur nú ekki!
36. mín
Roger Banet Badia skýtur boltanum hátt og langt yfir mark Magna.
35. mín
Ólafur Aron tekur Jökul niður og Mosfellingar fá aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig! Roger stendur yfir boltanum...
34. mín Gult spjald: Hjörvar Sigurgeirsson (Magni)
Rífur Jason niður, hékk ansi lengi í honum. Hárrétt hjá Arnari Þór.
33. mín
31. mín
Talandi um Jason, hann á gott samspil við Róbert Orra og Ásgeir Örn. Róbert Orri reynir svo að þræða boltann í gegnum vörn Magna, en Sveinn Óli nær með naumindum að koma boltanum í burtu.
30. mín
Jason Daði haltrar eilítið um völlinn, það væri skarð fyrir skildi ef að hann yrði að fara útaf. Hann hefur verið mest skapandi leikmaður Aftureldingar í þessum leik.
27. mín
Meira jafnvægi hefur komist á leikinn eftir að Mosfellingar komust yfir. Magnamenn hafa unnið sig aðeins inn í leikinn og náð að byggja upp álitlegri sóknir en í upphafi leiks.
23. mín
Alejandro á flotta stungusendingu á Ásgeir Örn, en Steinþór er mættur og rennir sér á boltann. Hann gerir mjög vel í að sleppa höndum af boltanum rétt áður en hann rennur sjálfur útúr teignum. Magnamenn ná svo að bægja hættunni frá.
20. mín
Ágætis skot hjá Hjörvari! Hann og Kian hafa náð vel saman síðustu 10 mínútur. Hjörvar fær boltann í utanáhlaupi og klippir svo inn á hægri löppina og skýtur föstu skoti yfir markið.
19. mín
Georg Bjarnason brýtur á Áka úti á vinstri kantinum og Ólafur Aron mætir sem fyrr til að taka þessa spyrnu. Jon Tena grípur aukaspyrnuna.
15. mín
Ólafur Aron nær föstu skoti í gegnum vegginn en Jon Tena Martinez er vel á verði og nær að halda boltanum.
14. mín
Magnamenn eru að vakna til lífsins og fá nú aukaspyrnu á STÓRHÆTTULEGUM stað. Louis Wardle vinnur hana og Ólafur Aron ætlar að taka spyrnuna.
13. mín
Ágætis sókn hjá Magna endar með því að Hjörvar Sigurgeirsson á fyrirgjöf úr vinstri bakverðinum sem að Aftureldingarmenn skalla aftur fyrir í horn. Loic Ondo skallar hornið svo yfir markið og Magni fær aðra hornspyrnu.
11. mín
Magnaliðið virkar einfaldlega vankað og hafa ekki náð neinni fótfestu í leiknum þessar fyrstu mínútur. Afturelding hafa tekið frumkvæðið og líta út fyrir að vera líklegir til þess að bæta við.
7. mín MARK!
Ásgeir Örn Arnþórsson (Afturelding)
Stoðsending: Jason Daði Svanþórsson
AFTURELDING ERU KOMNIR YFIR!!! Leikurinn er 7 mínútna gamall, en samt lá þetta í loftinu! Jason Daði gerir frábærlega þegar hann leikur inn völlinn í átt að vítateignum, sólar 2-3 Magnamenn uppúr skónum og stingur honum inn fyrir á Ásgeir Örn. Hann á ekki í nokkrum vandræðum með að setja boltann fast framhjá Steinþóri, neðst í fjærhornið. 1-0 Afturelding!
6. mín
Ekkert kemur úr horninu en Afturelding halda hárri pressu. Þeir fá að koma með boltann langleiðina inná miðjan vallarhelming Magna áður en að pressa á boltamann kemur.
5. mín
Afturelding nær upp ágætis pressu í upphafi leiks og Magnamenn liggja nú býsna neðarlega. Afturelding uppsker fyrstu hornspyrnu leiksins og Jason Daði Svanþórsson býr sig undir að taka hana...
2. mín
Guðni Sigþórsson fær boltann ansi fast í magann frá Roger Badia og kveinkar sér örlítið, en heldur svo leik áfram þegar hann nær andanum. Grjótharður.
1. mín
Leikur hafinn
Afturelding hefja leik með boltann!
Fyrir leik
Glöggir lesendur taka eftir því að Afturelding er ekki með fullmannaðan bekk, en þeir hafa einungis 5 varamenn til þess að spila úr.
Fyrir leik
Nokkrar mínútur í að þessi sannkallaði sex stiga leikur hefjist. Liðin ganga inná völlinn og klappa kappklæddum áhorfendum lof í lófa.
Fyrir leik
Markahæstu leikmenn liðanna í Inkasso deildinni eru Kristinn Þór Rósbergsson hjá Magna og Andri Freyr Jónasson hjá Aftureldingu. Báðir hafa skorað 5 mörk og myndu mjög gjarnan vilja bæta við þá tölu í dag, geri ég ráð fyrir. Kristinn skoraði í sigurleiknum gegn Haukum en Andri skoraði síðast 20. júlí gegn Þór í erfiðu 1-2 tapi, hann vill væntanlega binda enda á þurrkatíðina í dag.
Fyrir leik
Leikurinn hefur gríðarlega þýðingu fyrir bæði lið, en Magni hafa 13 stig og eru í næstneðsta sæti deildarinnar. Afturelding eru í 9. sæti með 17 stig og myndu taka ansi stórt skref frá fallsvæðinu með sigri í dag. Bæði lið nældu í þrjú stig í síðustu umferð, en Magni unnu mikilvægan fallbaráttuslag við Hauka með tveimur mörkum gegn einu. Afturelding tóku Fram í kennslustund í Mosfellsbæ og unnu öruggan 3-0 sigur.
Fyrir leik
Góðan daginn! Hér fer fram textalýsing á leik Magna og Aftureldingar í Inkasso deild karla. Leikurinn verður sýndur á MagniTV á YouTube, svo að það er um að gera að koma sér vel fyrir heima og fylgjast með gangi mála ef að fólk getur ekki mætt á völlinn.
Byrjunarlið:
1. Jon Tena Martinez (m)
2. Arnór Gauti Jónsson
5. Loic Mbang Ondo (f)
6. Ásgeir Örn Arnþórsson
6. Alejandro Zambrano Martin
9. Andri Freyr Jónasson
10. Jason Daði Svanþórsson (f)
11. Róbert Orri Þorkelsson
14. Jökull Jörvar Þórhallsson
19. Roger Banet Badia
25. Georg Bjarnason ('65)

Varamenn:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
8. David Eugenio Marquina ('65)
10. Kári Steinn Hlífarsson
12. Hlynur Magnússon
18. Djordje Panic

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Arnar Hallsson (Þ)
Aðalsteinn Richter

Gul spjöld:
Alejandro Zambrano Martin ('41)
Jason Daði Svanþórsson ('56)

Rauð spjöld:
Alejandro Zambrano Martin ('44)