Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
LL 2
1
Breiðablik
Fjölnir
6
0
Þróttur R.
Albert Brynjar Ingason '6 1-0
Albert Brynjar Ingason '13 2-0
Bergsveinn Ólafsson '19 3-0
Orri Þórhallsson '25 4-0
Sigurpáll Melberg Pálsson '47 5-0
Orri Þórhallsson '78 6-0
30.08.2019  -  18:00
Extra völlurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Björt sól og smá gola
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 357
Maður leiksins: Albert Brynjar
Byrjunarlið:
12. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson ('80)
7. Ingibergur Kort Sigurðsson ('62)
8. Arnór Breki Ásþórsson
9. Jón Gísli Ström
14. Albert Brynjar Ingason
16. Orri Þórhallsson ('88)
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson
31. Jóhann Árni Gunnarsson

Varamenn:
10. Viktor Andri Hafþórsson ('88)
11. Hallvarður Óskar Sigurðarson ('62)
13. Anton Freyr Ársælsson
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
21. Einar Örn Harðarson ('80)
32. Kristófer Óskar Óskarsson

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson
Steinar Örn Gunnarsson
Kári Arnórsson
Magnús Birkir Hilmarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Nei. Spyrnan er ætluð Albert og hann nær ekki skalla. Kemur boltanum á samherja sem skýtur framhjá. Fjölnismenn snúa aftur á sigurbraut og halda toppsætinu! Skýrsla og viðtöl seinna í kvöld.
90. mín
Fjölnir með horn í blálokin. 7?
88. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Fjölnir) Út:Orri Þórhallsson (Fjölnir)
85. mín
Stuttar sendingar fram og til baka hjá Þrótt, Dað fær boltann við teig Fjölnis og skýtur í varnarmann. Boltinn fer í háan boga og Atli þarf að teygja sig til að blaka honum yfir.
81. mín Gult spjald: Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Þróttur R.)
Hvort það var fyrir tæklinguna eða að dúndra boltanum í burtu eftir flautið er ég ekki viss um.
80. mín
Inn:Einar Örn Harðarson (Fjölnir) Út:Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölnir)
78. mín MARK!
Orri Þórhallsson (Fjölnir)
Nákvæmlega sama uppskrift og áðan. Horn á nær, Orri mætir og stangar inn. 6-0, Fjölnismenn að komast aftur á sigurbraut með stæl!
75. mín
Inn:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Þróttur R.) Út:Jasper Van Der Heyden (Þróttur R.)
75. mín
Inn:Arian Ari Morina (Þróttur R.) Út:Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.)
73. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.)
Búin að vera pirraður allan leikinn og fær loks spjald. Það reynist vera hans síðasta verk í leiknum
70. mín
Albert fær boltann inn í teig og virðist ætla að klára þrennuna en Arnar Darri ver í horn!
67. mín
Jeramías, manninum er ekki ætlað að skora í dag. Fjölnismenn taka flott spil sem endar á fastri lágri fyrirgjöf inn í mark teiginn þar sem Jón Gísli er mættur en nær að skjóta framhjá.
65. mín
Orri og Sigurpáll leika listilegan þríhyrning til að koma Sigurpál bakvið vörn Þróttar en boltinn kassaður útúr teignum.
62. mín
Inn:Hallvarður Óskar Sigurðarson (Fjölnir) Út:Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir)
Ingibergur getur verið mjög sáttur með sitt dagsverk.
60. mín
Inn:Archie Nkumu (Þróttur R.) Út:Baldur Hannes Stefánsson (Þróttur R.)
Nær Archange að hleypa smá lífi í þennan leik?
55. mín
Lítið að gerast, Fjölnismenn láta boltann ganga sín og milli og bíða færis á að bæta í, það gegnur bara ekkert hjá Þrótturum.
50. mín
Liðin með sitthvort skot utan teigs með stuttu millibili. Markmennirnir verja léttilega.
47. mín MARK!
Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölnir)
Gestirnir fá ekki að vakna úr þessari martröð! Loksins ná Þróttarar að hreinsa eftir fast leikatriði en boltinn fer út til Sigurpáls sem þrumar lágu skoti fyrir utan teig, boltinn hrekkur á milli allavega tveggja ef ekki þriggja manna úr báðum liðum og endar í netinu!
45. mín
Leikur hafinn
Sólin skipti sér inná í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Síst til of stór forysta hjá heimamönnum, ráðið lögum og lofum allan hálfleikinn.
43. mín
Arnór Breki með glæfralega takkar-upp-tæklingu á Jasper, báðir heppnir að hann náði boltanum nokkuð hreint en aukaspyrna dæmd.
42. mín
Hár bolti þvert yfir völlinn á Jasper í teignum. Hann nær ekki góðri fyrstu snertingu og skítur í hliðarnetið.
39. mín
Jasper og Jóhann Árni fara í skallaeinvígi og Jasper stangar Jóhann harkalega. Jóhann fær meðferð og kemur aftur inn á.
35. mín
Rafael fær boltann milli hafsenta Fjölnis og skýtur, rétt fram hjá. Gestirnir ekki hættir að berjast.
33. mín
INGIBERGUR KORT! Þvílíkt og annað eins hlaup hjá drengnum, fíflar tvo varnarmenn uppúr skóm og sokkum í skyndisókn, reynir að setja boltann í fjær hornið en rétt framhjá! Jón Gísli var við stöngina en nær ekki að stýra boltanum inn. Þetta var rosalegt!
30. mín
Föst sending meðfram grassinu finnur hins vegar Rafael sem kemst í gegn en Atli ver vel.
28. mín
Þróttarar eru mikið að reyna að finna Rafael með löngum boltum fram en varnarmenn Fjölnis eru með hann í vasanum. Önnur aukaspyrna Fjölnis inn í teig, sýndist Albert skalla hann framhjá.
25. mín MARK!
Orri Þórhallsson (Fjölnir)
Heimamenn fá horn, setja sendinguna á nærstönginaþar sem Orri rís manna hæst og skallar í netið!
23. mín
Fjölnismenn eru í ham. Berjast um alla bolta og gestirnir ná ekki þrem sendingum sín á milli.
19. mín MARK!
Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir)
Aukaspyrna á miðjum vallarhelmningu Þróttar, listileg spyrna og Bergsveinn er lang gráðugastur! Hann stangar boltann í netið, umkringdur Þrótturum, ekkert nema harka að ná þessum!
18. mín
Sindri Scheving klúðrar hreinsun og boltinn berst til Alberts. "Þrenna" heyrist hrópað innan úr húsinu en Albert leggur hann fyrir Jón Gísla sem skítur rétt framhjá!
13. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fjölnir)
Stoðsending: Guðmundur Karl Guðmundsson
ÞVÍLKT MARK OG ÞVÍLÍK STOÐSENDING! Gummi Karli kemst inn í sendingu og setur boltann með hraðpósti inn í teig Þróttar þar sem Albert mætir einn og afgreiðir hann í fyrsta í miðju stökki með hægri fætinum! 2-0 Fjölnr!
11. mín
JÓN GÍSLI Á AÐ SKORA ÞARNA. Stór furðuleg tilraun til að hreinsa lausan bolta í teig Þróttar misheppast og boltinn skoppar fyrir fæturnar á Jóni sem tekur hann í fyrsta og skrúfar framhjá.
10. mín
Daði vinnur boltann og sprettur á milli miðju og varnar heimamanna en er ögn of lengi að stinga boltanum í gegn.
8. mín
Daði allt annað en sáttur með að fá ekki dæmda aukaspyrni þegar Bergsveinn hirðir af honum boltann. Ýtir Bergsveini og fær tiltal frá dómaranum, tvisvar á stuttum tíma.
6. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fjölnir)
Stoðsending: Orri Þórhallsson
Orri vinnur boltann eftir misheppnaða sendingu útúr vörn Þrótts, maður bjóst við skoti en hann leggur boltann fyrir Albert Brynjar í markteig Þróttar, sem tók gapphreyfingu á Arnar Darraog lagði boltann öruggt í fjærhornið!
3. mín
Jón Gísli á fyrsta skot leiksins, þarf aðeins að stilla miðið.
2. mín
Ingibergur Kort stoppar Rafn Andra með fallegri tæklingu, hreinsar boltann síðan útaf liggjandi.
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir byrja með boltann og sækja í átt að Egilshöll
Fyrir leik
Liðin að ganga út á völl. Keyrumettaígang.
Fyrir leik
Þjálfarar og byrjunarlið farin í klefa. Geri ráð fyrir að ræðurnar jafni Al Pacino í Any Given Sunday.
Fyrir leik
Sól, svolítill vindur og liðin komin út á völl. Instagram rapp á fóninum og ljómandi kaffi, fínasti andi í loftinu.
Fyrir leik
Þróttarar gera þrjár breytingar á sínu liði. Inn koma Daði Bergsson, Aron Þórður og Baldur Hannes í stað Lárusar Björnssonar, Archie Nkumu og Bjarna Páls Linnet.
Fyrir leik
Ási gerir tvær breytingar á liði Fjölnis sem tapaði 4-1 fyrir Víkingi Ólafsvík í síðasta leik. Jón Gísli og Orri Þórhallsson koma inn fyrir Helga Snæ og Rasmus Christiansen. Sá síðarnefndi er í eins leiks banni.
Fyrir leik
Þróttarar sitja í áttunda sæti, ekki tölfræðilega örrugir frá fallsæti en svo gott sem öruggir enga síður, fimm stigum á undan Magna og Haukum. Framherjinn þeirra Rafael Alexandre er í bullandi baráttu um að verða markahæsti maður mótsins, jafn Helga Guðjónssyni með tólf mörk. Einu marki meira hefur einn maður, Pétur Theódór sem spilar með Gróttu.
Fyrir leik
Það er sjóðandi hiti í baráttunni um Pepsi Max sæti næsta sumar. Fjölnismenn krúna á toppnum en hafa ekki unnið leik síðan í lok júlí. Bæði Grótta og Þór anda ofan í hálsmálið á þeim, norðanmennirnir tveimur stigum á eftir Fjölni í þriðja og Grótta einu. Þar fyrir aftan eru Leiknismenn sem eiga ennþá séns að stinga sér uppí annað sætið, jafnvel fyrsta með mjög hagstæðum úrslitum. Fjölnir eiga Þór og Leikni í næstu tveimur umferðum og vilja fyrir alla muni hafa smá andrými þegar þar að kemur.
Fyrir leik
Góðan daginn og velkominn á Extra völlinn þar sem Fjölnismenn taka á móti Þrótti Reykjavík í nítjándu umferð Inkasso deildar karla.
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
2. Sindri Scheving
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
7. Daði Bergsson (f)
8. Aron Þórður Albertsson ('75)
8. Baldur Hannes Stefánsson ('60)
9. Rafael Victor
10. Rafn Andri Haraldsson
11. Jasper Van Der Heyden ('75)
23. Guðmundur Friðriksson
24. Dagur Austmann

Varamenn:
5. Arian Ari Morina ('75)
14. Lárus Björnsson
21. Róbert Hauksson
22. Oliver Heiðarsson
25. Archie Nkumu ('60)
26. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('75)
33. Hafþór Pétursson

Liðsstjórn:
Þórhallur Siggeirsson (Þ)
Baldvin Már Baldvinsson
Sveinn Óli Guðnason
Halldór Geir Heiðarsson
Ágúst Leó Björnsson
Alexander Máni Patriksson
Ants Stern

Gul spjöld:
Aron Þórður Albertsson ('73)
Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('81)

Rauð spjöld: