Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
Ísland
1
0
Slóvakía
Elín Metta Jensen '64 1-0
02.09.2019  -  18:45
Laugardalsvöllur
A-landslið kvenna - EM 2021
Aðstæður: Bjart og fallegt. Sólin á lofti en smá kuldi. Fínasta veður
Áhorfendur: 2326
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('55)
3. Ásta Eir Árnadóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
10. Dagný Brynjarsdóttir ('79) ('83)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
16. Elín Metta Jensen
23. Fanndís Friðriksdóttir ('62)

Varamenn:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
12. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
8. Alexandra Jóhannsdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('79) ('83)
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir ('55)
17. Agla María Albertsdóttir ('62)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
19. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
20. Guðný Árnadóttir

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Laufey Ólafsdóttir
Ólafur Pétursson
Ian David Jeffs
Hjalti Rúnar Oddsson
Kristbjörg Helga Ingadóttir
Ásta Árnadóttir
Ari Már Fritzson
Reynir Björn Björnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er þessu lokið.
Ísland er komið með 6.stig eftir fyrstu tvo leikina í Undankeppni EM.
Elín Metta með eina mark Íslands.
92. mín
Skemmtilega gert!
Agla María gerir vel og sendir út á Hlín sem nær skoti en Maria grýpur það.
91. mín
Stúkan er staðin upp fyrir stelpunum og syngur ,,stöndum upp fyrir Íslandi''.
90. mín
Uppbótartíminn er 3 mínútur.
88. mín
Elín Metta með flottan sprett upp að endalínu og nær að koma boltanum fyrir mark Slóvaka en þær koma hættunni frá.
87. mín
Inn:Valentína Susolová (Slóvakía) Út:Sandra Bíróová (Slóvakía)
86. mín
Inn:Veronika Sluková (Slóvakía) Út:Klaudia Fabová (Slóvakía)
Helga Katrín Jónsdóttir
85. mín
Ásta Eir með misheppnaða sendingu til baka sem Klaudia Fabová kemst inn í. Hún sendir hann yfir á Patrícía Hmírová sem skýtur rétt framhjá markinu! Þarna mátti litlu muna.
84. mín
Ég get svo svarið fyrir það þetta var vitlaust innkast hjá Andrea Horváthová en ekkert dæmt.
83. mín
Inn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland) Út:Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
80. mín
Hlín með sturlaða skiptingu yfir á kantinn hjá Öglu Maríu. Hún nær að koma boltanum fyrir markið en engin hætta á ferð.

Stuttu seinna var Elín Metta inn í teig og sendir boltan út á Öglu Maríu sem hittir ekki boltan.
79. mín
Inn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland) Út:Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
77. mín
Ásta Eir vinnur boltan af Slóvakíu. Hún fer sjálf og tekur skotið. Það var hinsvegar ekki nógu kröftugt og endar í höndunum á Mariu í markinu.
76. mín
Ísland fær aukaspyrnu hægra megin við teigin.
Agla María tekur spyrnuna sem endar að Elín Metta nær skotinu en Maria kemur vel út og lokar á markið!

Þarna hefði Ísland getað komist í 2-0!
75. mín
Hallbera með flottan sprett upp kantinn sem endar með skalla frá Dagný sem fer rétt framhjá!
72. mín
Gunnhildur braut á Klaudiu og Slóvakía fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Íslands.

Maria Mikolajová tekur spyrnuna en Dagný nær að skalla í burtu.
Martina Surnovská nær hinsvegar skoti sem Sandra stekkur upp í og grípur.
68. mín
Inn:Martina Surnovská (Slóvakía) Út:Jana Vojteková (Slóvakía)
Helga Katrín Jónsdóttir
64. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Ísland)
Stoðsending: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Ísland er komið yfir !!!

Glódís spyrnir löngum bolta fram sem fer í bakið á Diana. Mér sýnist að Gunnhildur nær að skalla boltan til Elínar. Hún gerir vel og fer framhjá Diana og leggur hann í fjærhornið. Vel gert!
1-0 Ísland!
62. mín
Inn:Agla María Albertsdóttir (Ísland) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Ísland)
61. mín
Frábær sókn!!
Dagný keyrir upp kantinn og nær að koma boltanum fyrir.
Elín Metta snýr af sér leikmann inn í teig hjá Slóvakíu og finnur Söru sem kemur á fleygiferð inn í teiginn. Varnamaður Slóvakíu kemst hinsvegar á milli Söru og boltans og kemur hættunni frá.

Stuttu seinna á Hlín svakalegt skot sem Maria í markinu nær að slá yfir.
58. mín
Elín Metta býr til flott færi fyrir sjálfan sig! Snýr varnamann af og nær skoti! Skotið er ekki kröftugt og Maria í markinu grýpur boltan.
56. mín
Hallbera með hættulega sendingu fyrir mark Slóvakíu. Maria kemur út á síðustu stundu og nær til boltans.
55. mín
Inn:Hlín Eiríksdóttir (Ísland) Út:Svava Rós Guðmundsdóttir (Ísland)
Fyrsta skipting Íslands!
52. mín
Gunnhildur finnur Elín Mettu í lappir. Hún nær að snúa af sér varnamann Slóvakíu og endar með að skjóta á markið. Skotið hins vegar ekki gott og Maria í markinu grípur boltann.
50. mín
Sara Björk, Hallbera og Fanndís með flott þríhyrningsspil á hægri vængnum. Hallbera endar með því að spyrna boltanum fyrir mark Slóvakíu. Engin nær til boltans og engin hætta á ferðum.
48. mín
Fanndís brýtur á Partíciu Hímírová. Slóvakía fær aukaspyrnu a miðjum vallarhelmingi þeirra.
46. mín
Dagný á flotta skiptingu yfir á Elín Mettu sem sendir hann fyrir mark Slóvakíu. Engin íslensk treyja er hinsvegar þar mætt. Slóvakía hreinsar boltann út úr teignum sem endar með skoti frá Ástu.
46. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn að nýju! Slóvakía byrjar með boltan.
45. mín
Hálfleikur
44. mín
Klaudia Fabová á skot sem Sandra ver auðveldlega í markinu.
42. mín
Gunnhildur og Sara Björk búnar að vera með virkilega flotta baráttu í þessum leik!
39. mín
Hallbera sendir upp á Fanndísi sem nær að komast framhjá varnamanni Slóvakíu. Hún sendir boltann fyrir mark Slóvakíu. Dagný nær skallanum en hann fer þó töluvert framhjá.
36. mín
Ísland er að halda boltanum vel síðustu mínúturnar en lítið að skapa sér færi.
34. mín
Elín Metta á flotta stungu inn fyrir á Hallberu sem endar með að Alexandra Holla nær að hreinsa í burtu á síðustu stundu.
31. mín
Elín Metta fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Hallbera er með flottan bolta sem að mér sýnist að Maria í markinu missir frá sér.

Boltinn fer í átt að hornfána þar sem Sara Björk brýtur af sér og Slóvakía fær aukaspyrnu.
29. mín
Flott spil hjá Íslandi!
Hallbera og Svava eiga gott spil á kantinum sem endar með að Svava nær að koma með fyrirgjöf inn í teig Slóvakíu. Ekkert var úr því samt.
25. mín
Fín fyrirgjöf Dominiku inn á Klaudiu sem nær skoti. Skotið fer í Ingibjörgu og breytir um stefnu. Það er samt frekar laust og endar beint á Söndru í markinu.
22. mín
Aukaspyrnan endaði í hornspyrnu. Fanndís tók spyrnuna sem endaði á Dagný. Dagný hinsvegar hittir ekki boltan og Slóvakía nær að koma boltanum frá.
20. mín Gult spjald: Lucie Harsanyova (Slóvakía)
Lucie brýtur á Elín Mettu sem er við það að sleppa í gegn. Hárréttur dómur!

Upp úr því fær Ísland aukaspyrnu.
19. mín
Ingibjörg á flotta sendingu upp á Hallberu. Hallbera nær flottri sendingu inn fyrir vörn Slóvakíu. Þar er Dagný inn í teig en skaut rétt framhjá.
15. mín
Fanndís með frábæran bolta inn fyrir teiginn þar sem Svava Rós er staðsett. Svava Rós misreiknar hinsvegar aðeins boltan og missir hann frá sér í fyrstu snertinu. Boltinn fer aftur fyrir endamörk Slóvakíu og þær fá markspyrnu.
10. mín
Fanndís með hörkuskot sem Maria Korencioca ver út í teiginn.

Stuttu seinna gerir Hallbera vel og setur fínan bolta fyrir mark Slóvakíu. Enginn íslendingur nær þó til boltans.
9. mín
Fanndís þræðir upp kantinn og fer framhjá tveimur varnamönnum Slóvakíu. Hún nær að koma boltanum fyrir þar sem Svava er staðsett. Svava setur tána í boltann en hann fer framhjá.
8. mín
Slóvakía aðeins meira með boltann hér á upphafsmínútunum.
6. mín
Ísland fær sína fyrstu hornspyrnu hér í kvöld.

Ingibjörg nær skallanum en hann fer framhjá.
2. mín
Slóvakía fær fyrstu hornspyrnu leiksins.

Sandra nær til boltans og slær hann í burtu.
1. mín
Leikur hafinn
Ísland byrjar með boltan!
Fyrir leik
Sjálfur Ingó Veðurguð er mættur til að koma fólkinu í gang og syngja 2 lög. Fyrst tók hann Ísland er land þitt og nú er hann að syngja þjóðsöng íslenska landsliðsins Ég er kominn heim! Virkilega vel gert hjá honum!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár!

Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari gerir þrjár breytingar á liðinu frá því í leiknum á fimmtudaginn.

Ásta Eir, Svava Rós og Fanndís koma allar inn fyrir Öglu Maríu, Hlín og Sif.

Svava Rós og Fanndís komu báðar inn á sem varamenn á fimmtudaginn og áttu frábæra innkomu.

Ingibjörg Sigurðardóttir færir sig í hjarta varnarinnar og Ásta Eir kemur inn í hægri bakvörð.
Fyrir leik
Ísland leikur með sorgarbönd í dag til minningar um Atla Eðvaldsson, goðsögn í íslenskri knattspyrnu, sem lést í dag eftir illvíg veikindi. Sif Atladóttir dóttir hans hefur dregið sig úr leikmannahópnum af þessum sökum. Fótbolti.net sendir innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina Atla.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Slóvakía tapaði sjö af 8 leikjum sínum í undankeppni HM 2019. Þær voru í riðli með Noregi, Hollandi, Írum og Norður Írum og unnu aðeins lokaleik sinn í riðlinum gegn Norður Írum sem töpuðu líka 7 af 8 leikjum sínum.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Ísland er í 17. sæti heimslista FIFA en Slóvakar eru 30 sætum neðar í 47. sætinu. Þær hafa verið á stigvaxandi leið niður listann íðan þær náðu hæst í 34. sætið árið 2006.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið kemur frá Makedóníu að þessu sinni. Irena Velevackoska er með flautuna og þær Biljana Milanova og Vjolca Izeiri á línunum. Marija Koneska er skiltadómari.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Ingibjörg Sigurðardóttir var í viðtali við Fótbolta.net og segir að Slóvakar séu meira dirty en Ungverjar

,,Við tókum fund og fórum yfir slóvakska liðið en við þekkjum það nokkuð vel. Það er ekki það langt síðan við spiluðum á móti þeim. Þetta eru svipuð lið, góð í fótbolta og áræðin en Slóvakar eru aðeins ákveðnari og meira dirty að spila á móti þeim."
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Auk Ungverjalands og Slóvakíu eru Lettland og Svíþjóð í riðli með Íslandi í undankeppni EM 2021. Leikirnir við Svía verður stóru leikrnir í riðlinum en þeir fara fram á næsta ári. Heimaleikurinn í júní og svo útileikurinn í lok september á næsta ári.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Þetta er annar leikur Íslands í riðlinum en þær hófu leik á fimmtudaginn þegar þær unnu 4 - 1 sigur á Ungverjalandi.

Ísland 4 - 1 Ungverjaland
1-0 Elín Metta Jensen ('9)
1-1 Henrietta Csiszár ('41)
2-1 Hlín Eiríksdóttir ('59)
3-1 Dagný Brynjarsdóttir ('64)
4-1 Elín Metta Jensen ('91)
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM 2021.

Leikurinn hefst klukkan 18:45 á Laugardalsvelli.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Maria Korenciova (m)
2. Lucie Harsanyova
3. Alexandra Holla
5. Sandra Bíróová ('87)
8. Klaudia Fabová ('86)
11. Patrícia Hmírová
16. Diana Bartovicova
17. Mária Mikolajová
18. Dominika Skorvánková
19. Jana Vojteková ('68)
20. Andrea Horváthová

Varamenn:
1. Lucia El Dahaibiová (m)
6. Valentína Susolová ('87)
7. Patrícia Fischerová
13. Kristína Kosíková
14. Petra Zdechovanová
21. Martina Surnovská ('68)
22. Veronika Sluková ('86)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Lucie Harsanyova ('20)

Rauð spjöld: