Víkingsvöllur
mánudagur 09. september 2019  kl. 17:00
Undankeppni EM U21
Aðstæður: Nánast logn - Blautur völlur
Dómari: Igor Pajac (Króatía)
Áhorfendur: 335
Maður leiksins: Willum Þór Willumsson
Ísland U21 6 - 1 Armenía U21
1-0 Willum Þór Willumsson ('30)
2-0 Ísak Óli Ólafsson ('35)
3-0 Jón Dagur Þorsteinsson ('41)
3-1 Karen Melkonyan ('60)
German Kurbashyan, Armenía U21 ('71)
4-1 Jónatan Ingi Jónsson ('73)
5-1 Ari Leifsson ('74)
6-1 Brynjólfur Darri Willumsson ('80)
Byrjunarlið:
13. Patrik Sigurður Gunnarsson (m)
2. Alfons Sampsted
5. Ísak Óli Ólafsson
6. Alex Þór Hauksson
9. Stefán Teitur Þórðarson
10. Mikael Neville Anderson ('72)
11. Jón Dagur Þorsteinsson ('81)
17. Sveinn Aron Guðjohnsen ('72)
18. Willum Þór Willumsson ('81)
20. Kolbeinn Birgir Finnsson ('46)
23. Ari Leifsson

Varamenn:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
4. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Jónatan Ingi Jónsson ('72)
8. Daníel Hafsteinsson
14. Brynjólfur Darri Willumsson ('72)
16. Hörður Ingi Gunnarsson ('46)
19. Guðmundur Andri Tryggvason ('81)
21. Þórir Jóhann Helgason ('81)
22. Kolbeinn Þórðarson

Liðstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)

Gul spjöld:
Ísak Óli Ólafsson ('94)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
95. mín Leik lokið!
Vel gert! Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld. Góðar stundir.
Eyða Breyta
94. mín Gult spjald: Ísak Óli Ólafsson (Ísland U21)

Eyða Breyta
92. mín
Brynjólfur með skalla sem er varinn.
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 4 mínútur.
Eyða Breyta
87. mín
Áhorfendavaktin: 335.
Eyða Breyta
86. mín
RÉTT FRAMHJÁ!!! Jónatan næstum búinn að skora sjöunda mark Íslands, þéttingsfast skot naumlega framhjá.
Eyða Breyta
82. mín Aram Khamoyan (Armenía U21) Rudik Mkrtchyan (Armenía U21)

Eyða Breyta
81. mín Þórir Jóhann Helgason (Ísland U21) Willum Þór Willumsson (Ísland U21)

Eyða Breyta
81. mín Guðmundur Andri Tryggvason (Ísland U21) Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland U21)
Stefán Teitur tekur við fyrirliðabandinu.
Eyða Breyta
80. mín MARK! Brynjólfur Darri Willumsson (Ísland U21), Stoðsending: Alfons Sampsted
Þessar skiptingar alveg að virka!!!

Alfons kemur boltanum á Brynjólf sem leikur sér að varnarmanni og klárar færið af öryggi.
Eyða Breyta
79. mín
Jónatan á eldi! Á hér skot sem Alanyan nær að verja.
Eyða Breyta
78. mín
NAUJJJJJ!!!!!! ARI LEIFSSON MEÐ BAKFALLSSPYRNU Í TEIGNUM!

Framhjá fór boltinn. Þetta hefði verið svaðalegt mark ef hann hefði hitt á rammann.
Eyða Breyta
74. mín MARK! Ari Leifsson (Ísland U21), Stoðsending: Jónatan Ingi Jónsson
SKALLI OG MARK! EFTIR HORN!

Miðvörðurinn hávaxni með flottan skalla. Jónatan strax búinn að skila marki og stoðsendingu!
Eyða Breyta
73. mín MARK! Jónatan Ingi Jónsson (Ísland U21), Stoðsending: Brynjólfur Darri Willumsson
NÝKOMINN INN SEM VARAMAÐUR!!!

Flott sókn Íslands, Jónatan fékk boltann í teignum og lék á varnarmann áður en hann átti skot sem Armenar komust fyrir. En í annarri tilraun skoraði hann. Lúxus innkoma!
Eyða Breyta
72. mín Jónatan Ingi Jónsson (Ísland U21) Mikael Neville Anderson (Ísland U21)

Eyða Breyta
72. mín Brynjólfur Darri Willumsson (Ísland U21) Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland U21)

Eyða Breyta
71. mín Rautt spjald: German Kurbashyan (Armenía U21)
Armenar að ógna! Endar með því að það er keyrt inn í Patrik markvörð og aukaspyrna dæmd. Kurbashyan sem var alltof seinn og fær sitt annað gula spjald!
Eyða Breyta
68. mín Edgar Movsesyan (Armenía U21) Armen Nahapetyan (Armenía U21)

Eyða Breyta
67. mín
Þung sókn gestaliðsins! Hvert skotið á fætur öðru en varnarmenn Íslands ná að komast fyrir þetta. Við nennum ekki að missa þetta í 3-2!
Eyða Breyta
66. mín
Víti???? Sveinn Aron fer niður í teignum en ekkert dæmt.
Eyða Breyta
65. mín
Jón Dagur með sendingu inn í teiginn úr aukaspyrnunni en ekki ná okkar menn að gera sér mat úr þessu.
Eyða Breyta
63. mín
Brotið á Jóni Degi á vinstri kantinum. Aukaspyrna með fyrirgjafarmöguleika.

Leikurinn stöðvaður því Albert Khachumyan þarf aðhlynningu.
Eyða Breyta
60. mín MARK! Karen Melkonyan (Armenía U21)
Skot úr þröngu færi. Patrik varði boltann bara inn, átti að gera betur þarna.

Karen hefur verið sprækasti leikmaður Armena í leiknum.
Eyða Breyta
58. mín
Mikael stelur boltanum og kemur sér inn í teig Armena, fellur í baráttu við varnarmann en Pajac dómari dæmir ekki vítaspyrnu.
Eyða Breyta
55. mín
Alex með skot fyrir utan teig en í varnarmann. Leikurinn stöðvaður því Edgar Grigoryan þarf aðhlynningu.
Eyða Breyta
52. mín
Fremur róleg byrjun á þessum seinni hálfleik. Armenar eitthvað að reyna.
Eyða Breyta
47. mín
Nauj! Hörku-aukaspyrna frá Armenum. Patrik ver vel. Armenar fá horn.
Eyða Breyta
46. mín Hörður Ingi Gunnarsson (Ísland U21) Kolbeinn Birgir Finnsson (Ísland U21)
Seinni hálfleikur er farinn af stað
Eyða Breyta
46. mín Arman Mkrtchyan (Armenía U21) Erik Vardanyan (Armenía U21)

Eyða Breyta
45. mín
Hefur verið einhver hálfleiksræðan frá Antonio Lozano Flores, þjálfara Armeníu. Íslenska liðið langt á undan út í seinni hálfleikinn.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Þrusubombuflottur fyrri hálfleikur hjá okkar strákum.
Eyða Breyta
45. mín Gult spjald: Vahan Bichakchyan (Armenía U21)
Fjórða gula á Armena. Nú fyrir brot við hliðarlínuna.
Eyða Breyta
44. mín
Sveinn Aron aftur! Nú skallar hann framhjá eftir fyrirgjöf Kolbeins.
Eyða Breyta
43. mín
SVEINN AROOON!!! Hörkuskot sem Alanyan í marki Armena nær að verja í horn. Eftir hornspyrnuna á svo Willum marktilraun en nær ekki að koma boltanum á rammann.
Eyða Breyta
41. mín MARK! Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland U21), Stoðsending: Ísak Óli Ólafsson
SMEKKLEGA KLÁRAÐ HJÁ FYRIRLIÐANUM!

Ísak skallaði boltanum til Jóns Dags. Hörmulegur varnarleikur hjá Armenum og Jón Dagur var aleinn við fjærstöngina, setti boltann hnitmiðað í fjærhornið!
Eyða Breyta
40. mín Gult spjald: Hovhannes Nazaryan (Armenía U21)
Brýtur á Mikael sem var kominn á rosalega siglingu.
Eyða Breyta
39. mín
Sveinn Aron aðeeins að haltra, hristir þetta vonandi af sér.
Eyða Breyta
35. mín MARK! Ísak Óli Ólafsson (Ísland U21), Stoðsending: Sveinn Aron Guðjohnsen
JÁJÁJÁ!!!

Eftir langt innkast flikkar Sveinn Aron boltanum á Ísak sem skallar knöttinn inn!
Eyða Breyta
34. mín
Willum í stuði. Armenar í vandræðum með hann.
Eyða Breyta
32. mín Gult spjald: German Kurbashyan (Armenía U21)
Armenar fá hornspyrnu. Patrik handsamar boltann af öryggi og svo er farið í hann þegar hann ætlar að sparka út. Gult kort.
Eyða Breyta
30. mín MARK! Willum Þór Willumsson (Ísland U21), Stoðsending: Mikael Neville Anderson
ÞARNAAAAA!!!!!

Mikael með glæsileg tilþrif á hægri kantinum, sendir háan bolta fyrir og hinn stóri og stæðilegi Willum skallar boltann upp í samskeytin.

Frábær undirbúningur og frábært mark!
Eyða Breyta
29. mín
VÓÓÓ!!!!!

Karen Melkonyan fær BANEITRAÐA sendingu og fer framhjá Patrik markverði en Ísak Óli var snöggur til bjargar og komst á undan í boltann. Vel gert Ísak! Fyrsta alvöru ógn Armena í leiknum.
Eyða Breyta
24. mín
Jón Dagur skaut í varnarvegginn úr aukaspyrnunni, eftir smá jaml, japl og fuður fékk hann svo knöttinn aftur. Sýndi lipur tilþrif en skaut svo yfir markið.
Eyða Breyta
23. mín Gult spjald: Erik Vardanyan (Armenía U21)
Fyrsta áminning leiksins.

Brotið á Jóni Degi rétt fyrir utan teiginn. Ísland á aukaspyrnu á STÓRHÆTTULEGUM stað.
Eyða Breyta
21. mín
Stefán Teitur með fyrirgjöf en Armenar koma boltanum í horn. Ísak í boltanum eftir hornið en nær ekki marktilraun.
Eyða Breyta
20. mín
Armenar fá sitt fyrsta horn. Það endar með því að boltinn berst á Bichakchyan rétt fyrir utan teiginn, hann lætur vaða en skotið í varnarmann.
Eyða Breyta
16. mín
Sveinn Aron skallar yfir eftir hornspyrnu Kolbeins. Íslenska liðið mikið mun hættulegra, Armenar ná varla að komast yfir miðjulínuna.
Eyða Breyta
14. mín
Armenar að reyna að komast í sókn en Alex Þór Hauksson öflugur á miðsvæðinu og brýtur þetta niður.
Eyða Breyta
12. mín
Kolbeinn vinnur hornspyrnu.

Jón Dagur með geggjaða spyrnu og Ísak Óli miðvörður í DAUÐAFÆRI í teignum, skallar rétt framhjá.
Eyða Breyta
10. mín
HÖRKUFÆRI!!!

Jón Dagur með sendingu á Svein Aron í teignum en Sveinn hittir boltann illa og skýtur vel yfir. Þetta var ofboðslega gott færi sem fór forgörðum.
Eyða Breyta
9. mín
Hættulegt áhlaup Íslands, Jón Dagur nálægt því að lauma boltanum á Svein Aron sem hefði þá sloppið í gegn en varnarmaður Armena náði að komast fyrir sendinguna.
Eyða Breyta
6. mín
Kolbeinn með stórhættulega fyrirgjöf í teiginn. Boltinn endar hjá Stefáni Teiti sem er ekki í nægilega góðu jafnvægi þegar hann tekur skotið. Hittir boltann illa og hann fer talsvert framhjá.
Eyða Breyta
4. mín
Ísland fær fyrstu hornspyrnu leiksins. Mikael sem vann hana.

Kolbeinn tekur hornið, frá hægri, en Armenarnir ná að bægja hættunni frá.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Fjörið er farið af stað!!!

Armenar hófu leik en þeir sækja í átt að félagsheimili Víkinga í fyrri hálfleiknum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er verið að spila þjóðsöngvana. Réttir söngvar voru spilaðir. Það er jákvætt.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jæja selebb vaktin í stúkunni.

Vilhjálmur Alvar og dómaragoðsögnin Viðar Helgason eru í djúpum samræðum, Ólafur Garðarsson umboðsmaður er í góðum gír, Axel Guðmundsson FH-ingur virkar hress og svo er hérna líka gamli refurinn Guðni Kjartansson.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jæja fáum fréttamannastúkuna til að spá.

Gummi Hilmars á Mogganum: 3-1 sigur Íslands.

Þór Símon, Vísir: 3-0.

Ég: 2-0.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómarar dagsins koma frá Króatíu. Með flautuna er Igor Pajac en hann fæddist á því herrans ári 1985 í Zagreb.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jæja allt að verða klárt á heimavelli hamingjunnar. Menn að klára upphitun og vallarþulurinn er með íslenskt þema í tónlistarvalinu. Ég reyndar vorkenni vallarþulnum að þurfa að þylja upp nöfn mótherjana í dag! Ekki léttasta verkefni sem hann hefur fengið.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Arnar Viðars og Eiður Smári búnir að raða keilunum á völlinn og allt klárt fyrir upphitun hér í Fossvogi. Það eru fínustu aðstæður, spáð einhverri rigningu meðan á leik stendur en það er nánast logn. Innan við klukkari í leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hefur opinberað byrjunarliðið. Tvær breytingar frá síðasta leik. Alex Þór Hauksson og Mikael Anderson koma inn fyrir Daníel Hafsteinsson og Jónatan Inga Jónsson.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Sveinn Aron Guðjohnsen (víti), Jón Dagur Þorsteinsson og Willum Þór Willumsson skoruðu mörkin í leiknum á föstudag. Willum var valinn maður leiksins en hér má lesa nánar um leikinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ísland hóf undankeppnina á 3-0 sigri gegn Lúxemborg á föstudaginn. Armenía hefur einnig leikið einn leik, tapaði 1-0 fyrir Írlandi í Dublin.

Auk þessara liða eru Ítalía og Svíþjóð í riðlinum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan daginn! Velkomin með okkur á Víkingsvöllinn þar sem íslenska U21 landsliðið leikur gegn því armenska í undankeppni EM.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sevak Alanyan (m)
3. Hovhannes Nazaryan
4. Albert Khachumyan
5. Edgar Grigoryan
6. Erik Vardanyan ('46)
7. Karen Melkonyan
10. Armen Nahapetyan ('68)
11. Vahan Bichakchyan
18. German Kurbashyan
20. Rudik Mkrtchyan ('82)
22. Erjanik Ghubasaryan

Varamenn:
12. Mark Grigoryan (m)
16. Grogorii Matevosian (m)
9. Arien Tsaturyan
13. Arman Mkrtchyan ('46)
14. Artur Nadiryan
15. Artur Khacatryan
17. Armen Asilyan
21. Edgar Movsesyan ('68)
23. Aram Khamoyan ('82)

Liðstjórn:
Antonio Lozano Flores (Þ)

Gul spjöld:
Erik Vardanyan ('23)
German Kurbashyan ('32)
Hovhannes Nazaryan ('40)
Vahan Bichakchyan ('45)

Rauð spjöld:
German Kurbashyan ('71)