Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Njarðvík
1
2
Grótta
Atli Geir Gunnarsson '32 1-0
1-1 Valtýr Már Michaelsson '33
1-2 Pétur Theódór Árnason '59
14.09.2019  -  14:00
Rafholtsvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Rok og skítaveður
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Valtýr Már Michaelsson
Byrjunarlið:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
4. Atli Geir Gunnarsson
6. Gísli Martin Sigurðsson
8. Kenneth Hogg
10. Bergþór Ingi Smárason
11. Krystian Wiktorowicz ('69)
14. Hilmar Andrew McShane ('62)
15. Ari Már Andrésson
17. Toni Tipuric
22. Andri Fannar Freysson
27. Pawel Grudzinski

Varamenn:
1. Árni Ásbjarnarson
4. Svavar Örn Þórðarson
6. Bergsteinn Freyr Árnason
14. Andri Gíslason ('69)
16. Jökull Örn Ingólfsson
21. Ivan Prskalo ('62)
25. Denis Hoda

Liðsstjórn:
Rafn Markús Vilbergsson (Þ)
Árni Þór Ármannsson
Snorri Már Jónsson
Gunnar Örn Ástráðsson
Leifur Gunnlaugsson

Gul spjöld:
Gísli Martin Sigurðsson ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Gróttumenn sigra og eru með 9 tær í Pepsi Max!
Njarðvíkingar eru formlega fallnir niður í 2.deild.
93. mín Gult spjald: Gísli Martin Sigurðsson (Njarðvík)
92. mín
Njarðvíkingar í stórsókn en Gróttumenn eru að ná að verjast þessu.
91. mín
Njarðvíkingar heimta hendi!
Erfitt að sjá hvort það hafi verið eitthvað þarna.
91. mín
Komnar 90 á klukkuna.
88. mín Gult spjald: Hákon Rafn Valdimarsson (Grótta)
Heldur hart að spjalda fyrir tafir þarna.
85. mín
Ivan Prskalo með frábæran snúning og laumar Andra Gísla innfyrir vörn Gróttu en skotið er afleitt!
83. mín
Inn:Kristófer Orri Pétursson (Grótta) Út:Óliver Dagur Thorlacius (Grótta)
81. mín
Fjölnismenn komnir yfir sem þýðir að eins og staðan er núna eru Gróttumenn á leið í Pepsi Max!
79. mín
Gróttumenn með aukaspyrnu á flottum stað en skallinn fýkur næstum í innkast.
73. mín
Inn:Axel Freyr Harðarson (Grótta) Út:Orri Steinn Óskarsson (Grótta)
70. mín
Andri Fannar með flottan botla fyrir ætlaðan nafna sínum Gíslasyni en boltinn of innarlega og Hákon handsamar knöttinn.
69. mín
Inn:Andri Gíslason (Njarðvík) Út:Krystian Wiktorowicz (Njarðvík)
68. mín Gult spjald: Ástbjörn Þórðarson (Grótta)
66. mín
Ástbjörn við það að sleppa í gegn en Atli Geir hleypur hann uppi og kemur boltanum í horn.
65. mín
Ástbjörn með flottan sprett upp völlinn og finnur Orra Stein inni á teig sem á skot sem Brynjar Atli ver í horn.
Ekkert verður hinsvegar úr horninu.
62. mín
Inn:Ivan Prskalo (Njarðvík) Út:Hilmar Andrew McShane (Njarðvík)
59. mín MARK!
Pétur Theódór Árnason (Grótta)
GRÓTTA ER KOMIÐ YFIR!!

Gróttumenn fá aukaspyrnu fyrir markið hjá Njarðvík, sá ekki hver átti skallan í slánna en Pétur Theódór er fystur að átta sig og skallar hann yfir línuna!
56. mín
HRIKALEEEEGTT!!!
Sigurvin Reynis með alltof lausan bolta tilbaka ætluð Hákoni Rafn en Krystian kemst inn í þetta og er einn á móti markmanni en Hákon ÉTUR HANN!!

Grótta stálheppið þarna en sama skapi áttu Njarðvíkingar að gera miklu betur þarna!
54. mín Gult spjald: Óskar Hrafn Þorvaldsson (Grótta)
Eitthvað ósáttur á hliðarlínunni.
53. mín
Njarðvíkingar í flottu færi en sendinginn fyrir frá Kenneth Hogg er afturfyrir Hilmar og sóknin rennur út í sandinn.
50. mín
Aðeins bæst í vindinn. Reikna ekki með fallegum fótbolta það sem eftir lifir leiks.
48. mín
Hilmar McShane fellur í teignum en Einar Ingi lætur ekki platast. Hilmar steinhissa á þessu.
46. mín
Grótta byrjar seinni hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
+1
Einni bætt við.

Eins og staðan er núna eru Njarðvíkingar fallnir
44. mín
BRYNJAR ATLI!!!!!

Ver frábærlega aukaspyrnuna frá Óliver Dag og boltinn hrekkur út í teig þar sem Gróttumenn virðast vera 3 á markið eitt en Brynjar Atli er eins og köttur að skjótast upp og ver stórkostlega frá að mér sýndist vera Ástbjörn sem átti skotið!
43. mín
Hilmar og Valtýr Már skella saman. Virtist vera bara boltinn og óheppni en Grótta fær aukaspyrnuna.
40. mín
Óliver Dagur með flottan snúning inní teig Njarðvíkur og nær skoti sem svífur rétt yfir markið.
39. mín
Njarðvíkingar að koma sér í flotta stöðu en flaggið fer upp.
33. mín MARK!
Valtýr Már Michaelsson (Grótta)
GRÓTTA SVARAR STRAX!!

Boltinn berst út á Valtýr Már sem lætur vaða á markið og hann SYNGUR!! í samskeytunum!
Eins og góður maður sagði eitt sinn..
Þú verð hann ekki þarna!
32. mín MARK!
Atli Geir Gunnarsson (Njarðvík)
Stoðsending: Pawel Grudzinski
HEIMAMENN KOMAST YFIR ÚR HORNSPYRNUNNI!!

Spyrnan er lág á nærstöng þar sem Atli Geir er mættur og potar honum inn!
31. mín
Bergþór Ingi gerir hrikalega vel þegar hann vinnur boltann og kemur honum út á Kenneth Hogg sem vinnur síðan hornið.
29. mín
Hornspyrnurnar hægrameginn hjá Gróttu hafa ekki verið að ganga vel en þeir hafa núna í tvígang spyrnt boltanum fyrir og hann fokið aftur fyrir markið.
29. mín
Kristófer með flottan bolta fyrir mark Njarðvíkur en Toni skutlar sér á boltann og skallar í horn.
24. mín
Bæði Magni og Haukar leiða sína leiki 2-0 og því eins og staðan er núna eru Njarðvíkingar fallnir.
22. mín
Gróttumenn í HÖRKUFÆRI!! en Atli Geir kemst inn í þetta og bjargar í horn.
19. mín
Njarðvíkingar aðeins farnir að færa sig ofar á völlinn.
17. mín
Hilmar McShane með frábæran bolta fyrir markið en því miður fyrir hann og Njarðvík var enginn í árás inni á teig.
15. mín
Frábær hornspyrna frá Orra Stein sem er við það fjúka inn en Brynjar Atli fljótur að átta sig og slær í annað horn.
14. mín
Aukaspyrnan beint í vegginn og yfir markið.
14. mín
Ástbjörn kemst á sprettinn en lendir á grænum vegg og fær aukaspyrnu á hættulegum stað.
12. mín
Smá bras á vörn Njarðvíkur en Atli nær að koma boltanum í horn.
Hornspyrna frá Gróttu fýkur aftur fyrir markið.
9. mín
Vindurinn að stríða báðum liðum.
7. mín
Gróttumenn með vindinn í bakið - spurning hvort þeir nái að nýta sér það.
6. mín
Flottur bolti fyrir mark Njarðvíkur og smá klafs áður en Ástbjörn tekur hann svo viðstöðulaust og þrumar yfir markið.
4. mín
Lúmskur bolti fyrir frá Orra Stein sem fýkur í hálfgert skot og fer rétt framhjá.
4. mín
Alvöru suðurnesjaveður hérna í Njarðvík.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Björn Berg Bryde varnarmaður HK er spámaður umferðarinnar á .net og þetta er það sem hann hafði um þennan leik að segja.

Njarðvík 1 - 0 Grótta
Can they do it on a windy day in Njarðvík. Svarið er nei. Ég þekki Suðurnesin betur en flestir borgargómar og það er ekkert grín að rúlla suður með sjó í september. King Andri Gísla með late winner og bílaútsalan græjar á hann glæsilega station bifreið í þakkarskyni
Fyrir leik
Bæði þessi lið fengu skell í síðustu umferð og vilja eflaust kvitta fyrir það í dag.

Njarðvíkingar áttu ekki góða ferð á Ásvelli en þar tóku Haukar þá í kennslustund með 4-0 sigri.
Gróttumenn fengu Mosfellingana frá Aftureldingu í heimsókn og þurftu að sækja boltann fimm sinnum úr netinu en lokatölur þar voru 0-5 Aftureldingu í vil.
Fyrir leik
Baráttan er mjög hörð á báðum endum töflunnar fyrir síðustu 2 umferðir.

1. Fjölnir með 41 stig (+28)
2. Grótta með 37 stig (+9)
3. Leiknir með 36 stig (+8)


Neðri hlutinn er svo

9.Þróttur með 21 stig (-2)
10.Haukar með 19 stig (-8)
11.Magni með 19 stig (-24)
12.Njarðvík með 15 stig (-18)
Fyrir leik
Gestirnir í Gróttu eru þá næstir.
Grótta hefur komið knattspyrnunni á Íslandi heldur betur á óvart er held ég hægt að fullyrða. Það er líkast til enginn nema þá þeir sjálfir sem höfðu trú á að þessi staða gæti verið möguleiki í upphafi móts en með frábærum fótbolta og spennandi liði er allt hægt.
Óskar Hrafn hefur verið að vinna kraftaverk á nesinu og sitja þeir nú í þeirri stöðu að geta unnið í dag og tryggt sér Pepsi Max sætið að ári.
Til þess að það gerist þarf Grótta að vinna í dag og treysta á topplið Fjölnis til þess að taka þrjú stig á móti Leikni.

Til að súmmera þetta upp
Sigur = Mögulegt Pepsi Max sæti (ef Fjölnir vinnur Leikni- Jafntefi gefur Leiknismönnum smá von)
Jafntefli = Þá er hætta á að missa Leiknismenn yfir sig
Tap = Hætta á að missa Leiknismenn yfir sig/Jafna sig af stigum
Fyrir leik
Byrjum á heimamönnum í Njarðvík.
Sumarið hefur verið þeim einstaklega erfitt en þrátt fyrir margumtalaðar frábærar fyrstu umferðir hefur þetta verið eilíf brekka fyrir heimamenn í Njarðvík í sumar. Upplifðu bikarævintýri en Inkasso deildin hefur reynst þeim einstaklega erfið í sumar.
Auðvitað mikið sem spilar þar inní en Njarðvíkingar hafa misst menn í meiðsli, bönn og aðrar aðstæður sem hafa verið liðinu erfitt viðreignar í sumar.
Þeir fá í dag lokatækifæri til þess að gera atlögu að því að vera meðal þáttakenda í Inkasso deildinni að ári en takist þeim ekki að fá stigin þrjú er fall úr deildinni staðfest og sömuleiðis ef Haukar eða Magni sækja þrjú stig í dag.
Það er því ekki einungis í þeirra höndum að halda Inkasso draumnum á lífi.

Til að súmmera þetta upp:
Tap = Fall
Jafntefli = Fall
Sigur = Möguleiki á því að bjarga sér í lokaumferð en það veltur á úrslitum í öðrum leikjum
Fyrir leik
Komið sæl og blessuð! Verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá Rafholtsvellinum þar sem fram fer RISA! leikur fyrir bæði lið!
Næst síðasta umferð og línur farnar að skýrast og geta heldur betur skýrst fyrir bæði þessi liðí dag!
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
Halldór Kristján Baldursson
2. Arnar Þór Helgason
6. Sigurvin Reynisson (f)
8. Júlí Karlsson
16. Kristófer Scheving
21. Orri Steinn Óskarsson ('73)
22. Ástbjörn Þórðarson
25. Valtýr Már Michaelsson
29. Óliver Dagur Thorlacius ('83)
77. Pétur Theódór Árnason

Varamenn:
10. Kristófer Orri Pétursson ('83)
11. Sölvi Björnsson
17. Agnar Guðjónsson
19. Axel Freyr Harðarson ('73)
30. Bessi Jóhannsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Bjarni Rögnvaldsson
Dagur Guðjónsson
Halldór Árnason
Leifur Auðunsson

Gul spjöld:
Óskar Hrafn Þorvaldsson ('54)
Ástbjörn Þórðarson ('68)
Hákon Rafn Valdimarsson ('88)

Rauð spjöld: