Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Breiðablik
1
1
Valur
0-1 Fanndís Friðriksdóttir '41
Heiðdís Lillýardóttir '95 1-1
15.09.2019  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Hvasst og kalt, gæti verið talsvert betra.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1206
Maður leiksins: Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Byrjunarlið:
Sonný Lára Þráinsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
21. Hildur Antonsdóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir ('77)

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
6. Isabella Eva Aradóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Fjolla Shala
Ólafur Pétursson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Selma Sól Magnúsdóttir ('44)
Heiðdís Lillýardóttir ('92)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ívar Orri flautar af!

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
95. mín MARK!
Heiðdís Lillýardóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
MAAAAARK!!!

Blikar fengu hornspyrnu þegar uppbótartíminn var liðinn og Agla María sendir boltann beint á pönnuna á Heiðdísi sem stangar boltann upp í bláhornið!

Þvílík dramatík!!!
92. mín
Margrét tekur bara skotið úr spyrnunni en það fer rétt yfir!
92. mín Gult spjald: Heiðdís Lillýardóttir (Breiðablik)
Heiðdís klaufi, reynir að sóla Margréti Láru á miðjunni en tapar boltanum og brýtur á henni á leiðinni til baka...
91. mín
Inn:Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur) Út:Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Það á að þétta raðirnar enn meira!
90. mín
Fjórum mínútum bætt við!
88. mín
Agla sólar þrjár Valskonur og fer á vinstri fótinn fyrir utan teiginn og reynir að setja hann í sammann fjær en Sandra las það og var mætt.
86. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Áslaug Munda keyrir upp vinstri kantinn og sendir boltann fyrir þar sem Alexandra er alein við vítapunktinn en setur boltann í varnarmann og yfir!!!

HORNSPYRNAN TEKIN STUTT Á ÁSTU SEM SENDIR FYRIR ÞAR SEM KRISTÍN DÍS ER Í FÆRI EN SETUR BOLTANN YFIR! - Blikar ætla bara ekki að skora hérna í dag!
86. mín
Margrét Lára reynir hérna afleitt skot af löngu færi, langt framhjá!
81. mín
Hornspyrnan tekin stutt á Ástu sem sendir fyrir en Valskonur skalla frá.
81. mín
Agla María fær boltann úti hægra megin og hleður í skot en Sandra ver í horn.
78. mín
Agla tekur spyrnuna en Sandra blakar boltann frá, Agla nær honum aftur og sendir fyrir en Berglind skallar boltann bara upp og Sandra grípur.
77. mín
Inn:Fjolla Shala (Breiðablik) Út:Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
77. mín
Inn:Thelma Björk Einarsdóttir (Valur) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
Fanndís er púuð af velli hér og hún glottir yfir því.
74. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu á vítateigslínunni hægra megin við teiginn.

Selma Sól liggur eftir og verður borin af velli sýnist mér, vonandi ekkert alvarlegt!
73. mín
Karólína Lea gerir hrikalega vel í að halda slakri sendingu frá Selmu Sól inná, nelgir boltanum í svæðið milli varnar og markmanns en Berglind skilar ekki sinni skyldumætingu, og Agla var of sein á fjær!

Svona sénsa eiga Blikar að nýta...
71. mín
Valur fær aukaspyrnu úti hægra megin sem Hallbera reynir að skrúfa fyrir en boltinn afturfyrir.
70. mín
Hlín klobbar Áslaugu á leið sinni upp hægri kantinn og sendir svo bara á Kristíni Dís þar sem að enginn Valsari var inná teignum, nema Fanndís sem var svona á leiðinni...

Það er ekkert mikill sóknarþungi í gangi hjá Val um þessar mundir.
68. mín
Valur nær skyndisókn og boltinn berst á Fanndísi sem fer yfir á hægri fótinn rétt fyrir utan teiginn en reynir fast skot niðri á nær í staðinn fyrir að skrúfa hann í skeytinn fjær og skotið framhjá.
67. mín
Alexandra sendir boltann fast fyrir og Elísa kixar hann í horn.

Spyrnan frá Selmu Sól er ágæt á fjær og Alexandra sýnist mér skalla framhjá.
63. mín
Valur fær hornspyrnu, þær taka stutt og Hallbera hleður svo bara í skot en það fer yfir.
61. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Blikar eru að reyna að spila uppúr vörninni en Elín stelur boltanum og rennir boltanum á Margréti Láru sem er alein á vítapunktinum en setur boltann framhjá!

Margrét Lára skorar úr 99 af 100 svona færum...
60. mín
Fanndís brýtur núna á Ástu og Blikar alveg trompast yfir því að hún fái ekki einusinni spjaldið núna, Ívar tekur svaninn á hana og setur hana á síðasta séns.
59. mín Gult spjald: Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Margrét Lára rífur í Selmu Sól hérna á miðjunni og fær réttilega gult.
58. mín
Karólína sendir boltann fyrir og Blikastúlkur eru fjölmennar inná teignum en Valskonur hreinsa.
57. mín
Fanndís brýtur á Ástu fyrir utan teiginn hægra megin og fær ekki spjald, hún á að vera komin með gult! - Ívar Orri ekki vinsæll hjá grænklæddum þessa stundina.

Spyrnan var fín en Valskonur koma boltanum frá.
52. mín
VÁ! - Elín Metta með bjartsýnistilraun af löngu færi og Sonný hreinlega ekki vakandi en bjargar sér fyrir horn og ver boltann í horn.
51. mín
Hildur Antons kom sér framfyrir Hallberu og reyndi svo að skilja Lillý eftir en Lillý kom boltanum í horn.

Sandra grípur spyrnuna sem Selma fékk að taka núna.
47. mín
Guð minn almáttugur Lillý og guð minn almáttugur Berglind Björg.

Lillý missir boltann innfyrir sig og Berglind er ein gegn Guðný nálægt markteig, getur komið sér á hægri og skotið en gerir það ekki, endar á að leggja boltann út á Karólínu sem sendir á Ástu, Ásta sendir boltann fyrir á fjær þar sem Agla skallar boltann fyrir og Berglind skallar hann beint upp í loftið.

Þarna hefði Blikar átt að jafna!
46. mín
Leikurinn er kominn af stað aftur!

Núna byrja Blikar með boltann og sækja gegn vindinum.
45. mín
Hálfleikur
Blikar fá hornspyrnu sem er afleit og beint afturfyrir eins og flestar aðrar hingað til í dag og Ívar flautar til hálfleiks.

Sumir leikmenn hlaupa til búningsklefa, þeim er sennilega kalt...
44. mín Gult spjald: Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Blikar fá horn, Selma Sól ætlar að reyna að hlaupa með boltann inn í markið en hleypur Öddu bara niður sem tók boltann af henni og er réttilega dæmd brotleg.

Svo stendur Selma yfir Öddu og urðar einhverjum vel völdum orðum yfir hana og fær réttilega gult.
41. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
Stoðsending: Margrét Lára Viðarsdóttir
MAAARK!!! - VALUR ER KOMIÐ YFIR OG ÞAÐ ÞVERT GEGN GANGI LEIKSINS!

Margrét Lára sendir á Fanndísi sem hefur allan tímann í heiminum rétt fyrir utan teiginn og setur boltann snyrtilega upp í hægra hornið, skotið var samt ekki fast og Sonný var í boltanum og á að mínu mati hreinlega að verja þetta!

Hrikalega dýrt fyrir Blika að fá ekki vítaspyrnu og svo ódýrt mark í andlitið í kjölfarið.
40. mín
ÚFFFF - Þarna átti Breiðablik að fá vítaspyrnu!

Hildur tekur frábært hlaup á vörnina og fær boltann, touchar hann milli Guðnýjar og Lillýar og Lillý hleypur utan í hana og fellir hana...
37. mín
Hildur Antons nýtir styrkinn vel og snýr á Guðný inná teignum eftir innkast og kemur sér í skotið en Sandra ver í horn.

Agla María tekur enn eina afleita hornspyrnuna hér í dag... boltinn bara beint afturfyrir!
32. mín
Mikill pirringur í Valsstúlkum, Fanndís stekkur á Selmu Sól hérna en Ívar beitir hagnaði þar sem Blikar halda áfram í sókn.
29. mín Gult spjald: Hlín Eiríksdóttir (Valur)
ÚFF ÞETTA VAR LJÓTT!

Boltinn var í einhverjum skallatennis sem endar með að Áslaug Munda var alein og að fara að skalla boltann burt en Hlín mætir á ferðinni og gjörsamlega jarðar Áslaugu sem var búin að skalla frá þegar Hlín mætir með löppina skuggalega hátt og stekkur utan í öxlina á Áslaugu, það munaði engu að hún hafi fengið hnéið í andlitið.
26. mín
FÆRI!

Þetta var lélegt hjá Berglindi...

Sandra á í vandræðum með að sparka langt og Blikar setja pressu, boltinn fór upp í vindinn og í eitthvað skopp og boltinn endar hjá Berglindi sem kemur sér framfyrir Lillý og er með boltann inná teignum en skýtur framhjá, hann var skoppandi og þetta var erfitt en Berglind getur betur.
24. mín
Blikar eru með fín tök á þessum leik, þær eru líka með vindinn í bakið...

Núna átti Lillý glórulausa sendingu til baka á Söndru sem þarf að tækla boltann í innkast.
22. mín
Sonný Lára tekur útspark yfir allan völlinn sem Lillý missir yfir sig og Berglind fær boltann inná teignum en Guðný kemur til bjargar og setur boltann í horn.

Hornspyrnan illa útfærð og boltinn afturfyrir í markspyrnu.
20. mín
Valur fær aukaspyrnu úti vinstra megin sem Hallbera ætlar sennilega að senda inn á teiginn.

Hún rúllar boltanum upp í vinstra hornið á Fanndísi sem tapar boltanum og brýtur af sér... Illa framkvæmt hjá vinkonunum.
18. mín
Breiðablik náði að halda boltanum þokkalega og byggja upp fína sókn en hún rann svo út í sandinn eftir lélega sendingu frá Ástu.
16. mín
Blikar fá horn, spyrnan er skelfileg frá Öglu og Hildur tæklar boltann aftur á hana en Agla er dæmd rangstæð.
14. mín
VÁ! - ÞVÍLÍKUR VARNARLEIKUR HJÁ HEIÐDÍSI!

Fanndís setur boltann upp í vindinn bakvið vörn Blika þar sem Elín Metta var komin ein í gegn en Heiðdís setti í einhvern fluggír og pakkaði Elín Mettu saman!
13. mín
Hlín kemst utaná Áslaugu og neglir boltanum fyrir þar sem Selma Sól tæklar boltann í Heiðdísi og þaðan í smettið á Selmu.

Blikar koma boltanum svo frá.
11. mín
Karólína Lea sendir fyrir frá hægri kantinum á fjær en Agla kemur ekki enninu á sér í boltann, sem skoppar afturfyrir.
8. mín
VÁ! - STÓRSÓKN HJÁ BREIÐABLIK.

Hildur sendir á Öglu Maríu sem keyrir inn á teiginn á hægri fótinn, kemst ekki í skotið svo hún tekur Hazard fyntu yfir á vinstri og sendir þaðan fyrir markið þar sem boltinn fer í eitthvað ping pong milli Valsara sem endar með björgun á línu!
6. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Ásta Eir sendir frábæran bolta upp línuna hægra megin bakvið vörn Vals þar sem Berglind mætir í hlaupið, sendir boltann fyrir markið og Hildur mætir alein á vítapunktinn en skýtur framhjá!

Blikar eiga að vera komnar yfir núna en svo er ekki.
5. mín
Lítið að frétta þessar fyrstu mínútur, fyrsta marktilraun leiksins var að koma, Agla María átti slakan slakka framhjá eftir fyrirgjöf frá hægri.

Bæði lið eiga í erfiðleikum með að spila boltanum af einhverju viti.
1. mín
Leikur hafinn
Elín Metta tekur fyrstu snertingu leiksins!

Valur sækir í átt að Fífunni.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga til vallar á eftir Ívari Orra, það eru svona 50 Blikastelpur að leiða inná, 2-3 á hvern leikmann!

Sonný Lára vinnur uppkastið og velur að byrja með vind, þannig Valur byrjar með boltann!
Fyrir leik
Liðin eru að hita, vökvakerfið er búið að bleyta vel í vellinum og það eru 25 mínútur í þennan stærsta leik tímabilsins!
Fyrir leik
Veðrið er ekki beint að leika við okkur hérna í Kópavoginum, það er þokkalegur vindur og svona 5°c...

Ég vorkenni Hafliða smá að fara út að mynda, honum hlýtur að verða kalt!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn hér til hliðar!

Það er ekkert óvænt þar að mínu mati.
Fyrir leik
Dómari leiksins er enginn annar en Ívar Orri Kristjánsson, einn besti dómari landsins auk þess að vera gæðablóð og toppmaður af Skaganum!

Ég er ekki frá því að við fáum topp dómgæslu í dag.
Fyrir leik
Veðrið er ekki beint að leika við okkur hérna á landinu þessa dagana og það er komið sannkallað haust í þetta, Veður-Þóra segir mér að komandi dagar séu ekkert voðalega spennandi en það er alveg eðlilegt á þessum árstíma.

Vonandi kemur fólk samt á völlinn enda allt undir hjá báðum liðum og leiktíminn gríðarlega hentugur enda er ekkert annað að frétta!
Fyrir leik
Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli á Hlíðarenda, vonandi fáum við spennandi og helst dramatískan leik hér í kvöld!
Fyrir leik
Álitsgjafar hafa spáð í leikinn og má lesa allt um það hér!

Það hafa ekki margir trú á Blikunum, en ég hef hana svo sannarlega ef ég má tala fyrir sjálfan mig.
Fyrir leik
Það er allt undir fyrir Blikastúlkur og hafa þær í raun engu að tapa vegna þess að þær eru ekki með pálmann í sínum höndum þannig ég ætla að tippa á að þær muni mæta grimmar til leiks og reyna að keyra yfir reynslumikið lið Vals, enda þurfa þær sigur og ekkert annað að mínu mati.

Ég hugsa þó að nálgun Valskvenna verði mun taktískari og yfirvegaðar og reyni að brjóta niður krafitnn í Blikum og helst skora snemma til að geta drepið leikinn á reynslunni og sigla titlinum á Hlíðarenda.
Fyrir leik
Þessi leikur hefur verið titlaður sem úrslitaleikur frá því að leikjaniðurröðun kom út einhverntímann í vetur og hann er það svo sannarlega!

Ef Valskonur vinna eru þær orðnar Íslandsmeistarar.

Fari leikurinn jafntefli er Valur með þetta í sínum höndum og í hrikalega góðri stöðu.

Ef Blikastúlkum tekst að vinna leikinn eru þær komnar með pálmann í sínar hendur og þurfa þá bara að vinna Fylki í lokaumferðinni til þess að verða Íslandsmeistarar.
Fyrir leik
Góða kvöldið gott fólk og verið velkomin í beina textalýsingu frá stærsta leik sumarsins í Pepsi Max deild kvenna!
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
4. Guðný Árnadóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir (f)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
14. Hlín Eiríksdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir ('91)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('77)

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
6. Mist Edvardsdóttir
17. Thelma Björk Einarsdóttir ('77)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('91)
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
26. Stefanía Ragnarsdóttir
31. Vesna Elísa Smiljkovic
44. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Rajko Stanisic
Jóhann Emil Elíasson
María Hjaltalín

Gul spjöld:
Hlín Eiríksdóttir ('29)
Margrét Lára Viðarsdóttir ('59)

Rauð spjöld: