Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
Þróttur R.
9
0
Grindavík
Linda Líf Boama '8 1-0
Margrét Sveinsdóttir '13 2-0
Margrét Sveinsdóttir '16 3-0
Lauren Wade '24 4-0
Lauren Wade '27 5-0
Lauren Wade '36 6-0
Linda Líf Boama '57 7-0
Lauren Wade '88 8-0
Lauren Wade '91 9-0
20.09.2019  -  19:15
Eimskipsvöllurinn
Inkasso deild kvenna
Dómari: Steinar Stephensen
Áhorfendur: 120
Maður leiksins: Lauren Wade
Byrjunarlið:
2. Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
6. Gabríela Jónsdóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
11. Lauren Wade
13. Linda Líf Boama ('92)
14. Margrét Sveinsdóttir ('85)
15. Olivia Marie Bergau
17. Katrín Rut Kvaran ('73)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('65)
20. Friðrika Arnardóttir
22. Rakel Sunna Hjartardóttir ('61)

Varamenn:
31. Soffía Sól Andrésdóttir (m)
3. Mist Funadóttir ('65)
11. Tinna Dögg Þórðardóttir ('85)
16. Katla Ýr Sebastiansd. Peters
18. Alexandra Dögg Einarsdóttir ('73)
99. Signý Rós Ólafsdóttir ('92)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Þórkatla María Halldórsdóttir
Egill Atlason
Þórey Kjartansdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þróttarar klára deildina með stæl. Vinna 9-0 sigur og sýna yfirburða sína í deildinni.

Til hamingju Þróttur. Sjáumst í Pepsi Max næsta sumar.
92. mín
Inn:Signý Rós Ólafsdóttir (Þróttur R.) Út:Linda Líf Boama (Þróttur R.)
Linda Líf fékk högg í baráttunni við varnarmann Grindavíkur rétt áðan og þarf að fara útaf. Signý kemur inná.
91. mín MARK!
Lauren Wade (Þróttur R.)
The Lauren Wade show!

Sú er í stuði. Skorar níunda mark Þróttar og sitt fimmta mark eftir að hafa fengið sendingu inn fyrir ósamstíga varnarlínu gestanna.
90. mín
Nafna mín heppin að sleppa við gult spjald þegar hún tekur Shannon niður rétt utan teigs.

Grindavík fær aukaspyrnu sem Shannon tekur sjálf. Kemur boltanum framhjá veggnum en beint á Frikku í markinu.
89. mín
DAUÐAFÆRI!

Linda Líf leggur upp enn eitt færið fyrir liðsfélagana en Lauren brennir af af markteig!
88. mín MARK!
Lauren Wade (Þróttur R.)
Fjórða mark Lauren!

Gerði þetta alveg sjálf. Lék inná teig og kláraði með föstu skoti.
86. mín
Fín skottilraun hjá Unu Rós sem lætur vaða utan af velli. Setur boltann rétt framhjá.
85. mín
Inn:Tinna Dögg Þórðardóttir (Þróttur R.) Út:Margrét Sveinsdóttir (Þróttur R.)
Góðu dagsverki lokið hjá Möggu sem skoraði þrjú í kvöld. Hin efnilega Tinna Dögg kemur inná.
82. mín
Þróttur fær horn. Þórkatla setur boltann fyrir og Gabriela vinnur skallann. Hann er hinsvegar ekki kröftugur og Veronica ver.
81. mín
Veronica!

Hún heldur áfram að verja stelpan!

Linda Líf sendir Margréti Sveins ALEINA í gegn en AFTUR ver Veronica.
79. mín
Geggjuð tilþrif hjá Þórkötlu Maríu sem sendir Lauren í gegn! Veronica er hinsvegar að eiga stórleik, ótrúlegt en satt miðað við tölurnar, og ver frá Lauren!
77. mín
Linda Líf er nálægt þrennunni. Á frábæra fyrstu snertingu og kemst inn á teig í fínt skotfæri. Reynir að læða boltanum framhjá Veronicu en hún ver vel.
76. mín
Inn:Ása Björg Einarsdóttir (Grindavík) Út:Guðný Eva Birgisdóttir (Grindavík)
Ása Björg kemur inná fyrir fyrirliðann Guðnýju.
76. mín
Dauðafæri. Þórkatla María skýtur framhjá af vítapunktinum eftir laglegan undirbúning Lindu Lífar.
75. mín
Ekkert brjálæðislega mikið að frétta í leiknum sem er auðvitað löngu unninn.

Stóra spurningin er hvort að Linda Líf nái markadrottningartitlinum. Eins og staðan er núna þarf hún eitt mark í viðbót til þess.
73. mín
Inn:Alexandra Dögg Einarsdóttir (Þróttur R.) Út:Katrín Rut Kvaran (Þróttur R.)
67. mín
Inn:Unnur Guðrún Þórarinsdóttir (Grindavík) Út:Nicole C. Maher (Grindavík)
65. mín
Inn:Mist Funadóttir (Þróttur R.) Út:Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þróttur R.)
Önnur skipting Þróttar.
64. mín
Inn:Tinna Hrönn Einarsdóttir (Grindavík) Út:Katrín Lilja Ármannsdóttir (Grindavík)
Þriðja skipting gestanna.
61. mín
Inn:Þórkatla María Halldórsdóttir (Þróttur R.) Út:Rakel Sunna Hjartardóttir (Þróttur R.)
Fyrsta skipting heimakvenna.
58. mín
Áfram sækja Þróttarar. Linda Líf finnur Lauren í teignum. Lauren er með bakið í markið en snýr fallega á punktinum áður en hún skýtur beint á Veronicu.
57. mín MARK!
Linda Líf Boama (Þróttur R.)
Stoðsending: Lauren Wade
Uppskriftin sem hefur verið að virka í allt sumar. Þessar tvær ná svo ótrúlega vel saman!

Lauren finnur Lindu í teignum. Linda slúttar örugglega.
56. mín
Linda Líf stingur boltanum utanfótar inn á Lauren sem reynir að leggja boltann í fjærhornið en Veronica er fljót að henda sér niður og gerir vel í að verja.
55. mín
Linda Líf með fyrsta markskot Þróttar í seinni hálfleik. Lætur vaða rétt utan teigs en Veronica er með allt á hreinu og grípur boltann.
53. mín
Grindavík vinnur hornspyrnu sem Una Rós tekur. Hún setur hættulegan bolta fyrir en Þróttarar ná að hreinsa.

Það er farið að hvessa töluvert og Grindavíkiingar með vindinn í bakið í seinni hálfleik.
52. mín
Írena vinnur boltann af Katrínu og geysist upp vinstri kantinn. Kemst ótrúlega langa leið áður en hún lætur vaða en setur boltann framhjá.

Grindvíkingar hafa byrjað seinni hálfleikinn betur.
51. mín
Unnur Stefáns er rifin niður rétt utan vítateigs Þróttar. Una Rós tekur aukaspyrnuna og lætur vaða. Fínt skot en rétt framhjá.
47. mín
Írena byrjar á að koma í veg fyrir að Linda Líf finni skot í teignum.
46. mín
Inn:Írena Björk Gestsdóttir (Grindavík) Út:Áslaug Gyða Birgisdóttir (Grindavík)
Tvöföld skipting hjá Grindavík í hálfleik.
46. mín
Inn:Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir (Grindavík) Út:Ástrós Lind Þórðardóttir (Grindavík)
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur og staðan 6-0 fyrir heimakonum. Tökum okkur korterspásu og sjáum svo hvað setur í síðari hálfleik.
43. mín
Grindavík með ágæta sókn en Sigmundína hreinsar teiginn sinn og Þróttarar snúa vörn í sókn.

Olivia á fyrirgjöf frá vinstri og Margrét Sveins vinnur skallann en hann er máttlaus og beint á Veronicu.
41. mín
Tvö horn í röð á Þróttara. Lauren tekur bæði. Shannon skallar það fyrra aftur fyrir. Grindvíkingar bjarga skalla Margrétar Sveins á línu eftir það síðara.
36. mín MARK!
Lauren Wade (Þróttur R.)
Stoðsending: Linda Líf Boama
Þvílíkur sprettur hjá Lauren sem fullkomnar þrennuna!

Linda Líf spilar á Lauren sem tekur á rás, nánast frá miðlínu og inná teig þar sem hún leggur boltann snyrtilega í fjærhornið.
34. mín
Það er að lifna aðeins yfir gestunum og þær eru nálægt því að skapa sér annað færi. Þær fá svo dæmda aukaspyrnu úti til vinstri. Setja háan bolta inn á teig en Þróttarar skalla frá.
33. mín
Dauðafæri hjá Grindavík!

Ágæt sókn gestanna endar á því að Nicole Maher fær frítt skot af markteig en hún skýtur yfir!
27. mín MARK!
Lauren Wade (Þróttur R.)
Stoðsending: Linda Líf Boama
Mörkunum rignir inn. Aftur er það Lauren sem klárar frábærlega eftir að Linda Líf þræðir hana í gegn.
24. mín MARK!
Lauren Wade (Þróttur R.)
Stoðsending: Margrét Sveinsdóttir
Lauren bætir við fjórða markinu!

Á ágætt skot af vítateigslínunni. Veronica er í boltanum en nær ekki að halda honum og hann lekur inn.
23. mín
Fyrsti þokkalegi uppspilskaflinn hjá Grindavík endar á því að Helga Guðrún er dæmd rangstæð úti á vinstri kantinum. Klaufalegt hjá Helgu en batamerki hjá Grindavík.
20. mín
Veronica ver glæsilega frá Lauren sem hafði átt fallegan snúning og laglegt skot niðri í fjærhornið.

Þróttarar fá horn. Lauren tekur hornið. Sigmundína nær skoti sem fer af varnarmanni og aftur fyrir.

Lauren skokkar yfir til að taka hornið. Setur boltann utarlega í teiginn en Shannon Simon skallar frá og Þróttarar ná ekki að gera neitt við frákastið.
18. mín
Þetta verður langt og erfitt kvöld fyrir Grindvíkinga ef þær ná ekki að þétta raðirnar. Virðast alveg andlausar.
16. mín MARK!
Margrét Sveinsdóttir (Þróttur R.)
Stoðsending: Linda Líf Boama
3-0!

Margrét Sveins skorar þriðja markið. Er lang grimmust í teignum og fylgir eftir skoti Lindu Lífar sem Veronica varði út í teig.
13. mín MARK!
Margrét Sveinsdóttir (Þróttur R.)
Stoðsending: Linda Líf Boama
Margrét Sveins skorar með hörkuskoti af D-boganum en aðdragandinn var alltof auðveldur fyrir heimakonur.

Þær Rakel Sunna og Linda Líf fengu alltof mikinn tíma og pláss áður en Linda Líf lagði boltann út í opið skot á Margréti sem skorar sitt 10. mark í 13 leikjum.
10. mín
Veronica kemur í veg fyrir að Linda bæti við marki!

Rakel Sunna átti skot í varnarmann sem datt fyrir Lindu Líf á markteignum. Hún hefði átt að setja aðeins meiri fókus í afgreiðsluna þarna og setti boltann nokkurn veginn beint á Veronicu.
8. mín MARK!
Linda Líf Boama (Þróttur R.)
Eins og að drekka vatn..

Linda Líf dansar inn á vítateig Grindavíkur, framhjá fjórum varnarmönnum og leggur boltann svo framhjá Veronicu sem var lögst.

Mark númer 21 í sumar!
6. mín
Aftur færi hjá Þrótti. Þróttarar ná að láta boltann ganga inn á teig. Þar er Linda Líf í fínni stöðu en hún ákveður að spila boltanum fyrir í stað þess að skjóta og Grindvíkingar hreinsa.
5. mín
Katrín Rut Kvaran reynir skot hægra megin úr teignum eftir fínan samleik við Lindu Líf. Skotið þó máttlaust og beint á Veronicu í markinu.
3. mín
Þróttur byrjar betur og vinna fyrstu hornspyrnu leiksins. Þær ná þó ekki að skapa sér hættu úr henni.
1. mín
Leikur hafinn
Shannon Simon tekur upphafsspyrnuna fyrir Grindavík sem leikur í átt að miðbænum.
Fyrir leik
5 mínútur í leik í Laugardalnum. Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar.

Ekkert óvænt þar. Þær Andrea Rut og Jelena Tinna sem hafa verið í stórum hlutverkum hjá Þrótti í sumar eru staddar með U17 ára landsliðinu í Hvíta Rússlandi og því fjarverandi.
Fyrir leik
Það verður barist um markadrottningartitilinn í lokaumferðinni.

Fyrir umferðina er Murielle Tiernan, leikmaður Tindastóls, markahæst. Hún er búin að skora 22 mörk í 16 leikjum.

Linda Líf Boama framherji Þróttar er næstmarkahæst með 20 mörk í 17 leikjum og mun freista þess að taka fram úr Murielle.

Þróttarinn Lauren Wade kemur svo þar á eftir með 15 mörk í 17 leikjum.

Þessar þrjár hafa verið í algjörum sérflokki hvað varðar markaskorun í sumar.
Fyrir leik
Lokaumferðin er spennandi að því leyti að það á enn eftir að koma í ljós hvaða lið fylgir Þrótti upp í efstu deild. FH-ingar eru í bestu stöðunni en hafa farið illa að ráði sínu í þremur síðustu leikjum og ekki náð að tryggja sig upp. Tindastóll er tveimur stigum á eftir FH og gæti með sigri og hagstæðum úrslitum náð af þeim 2. sætinu. Þá eiga Haukar einnig tölfræðilega möguleika. Flest augu verða því líklega á baráttunni um 2. sætið í kvöld en ég er nokkuð viss um að við fáum skemmtilegan leik í Laugardalnum líka.
Fyrir leik
Góðan dag.

Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þróttar og Grindavíkur í lokaumferð Inkasso-deildar kvenna þetta árið.

Það verður spilað upp á stoltið í kvöld. Þróttarar eru búnar að vinna deildina og munu taka við sigurverðlaunum í leiks lok. Sama hvernig fer.

Grindavík er fallið úr deildinni og mun vilja enda tímabilið á sem jákvæðustu nótum.
Byrjunarlið:
1. Veronica Blair Smeltzer (m)
2. Ástrós Lind Þórðardóttir ('46)
4. Shannon Simon
6. Unnur Stefánsdóttir
8. Guðný Eva Birgisdóttir (f) ('76)
8. Katrín Lilja Ármannsdóttir ('64)
10. Una Rós Unnarsdóttir
16. Sigurbjörg Eiríksdóttir
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir ('46)
21. Nicole C. Maher ('67)
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir

Varamenn:
12. Sigurbjörg Sigurpálsdóttir (m)
11. Júlía Ruth Thasaphong
13. Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir ('46)
15. Tinna Hrönn Einarsdóttir ('64)
17. Inga Rún Svansdóttir
18. Ása Björg Einarsdóttir ('76)
19. Unnur Guðrún Þórarinsdóttir ('67)
28. Viktoría Ýr Elmarsdóttir
29. Írena Björk Gestsdóttir ('46)

Liðsstjórn:
Nihad Hasecic (Þ)
Ray Anthony Jónsson (Þ)
Alexander Birgir Björnsson
Bjartey Helgadóttir
Petra Rós Ólafsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: