Würth völlurinn
laugardagur 21. september 2019  kl. 14:00
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Fínar aðstæður, smá vindur
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Áhorfendur: 390
Maður leiksins: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Fylkir 1 - 5 Breiðablik
0-1 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('4)
0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('8)
0-3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('40)
0-4 Alexandra Jóhannsdóttir ('60)
1-4 Sæunn Rós Ríkharðsdóttir ('71)
1-5 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('72)
Byrjunarlið:
28. Brigita Morkute (m)
3. Kyra Taylor
4. María Björg Fjölnisdóttir
5. Ída Marín Hermannsdóttir
9. Marija Radojicic
11. Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
13. Amy Strath ('46)
15. Lovísa Sólveig Erlingsdóttir ('80)
20. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('73)
21. Berglind Rós Ágústsdóttir
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir

Varamenn:
17. Birna Kristín Eiríksdóttir ('73)
18. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir
24. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('46)

Liðstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Tinna Björk Birgisdóttir
Sunna Baldvinsdóttir
Sigurður Þór Reynisson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@ Helga Katrín Jónsdóttir
93. mín Leik lokið!
Þessu er lokið. Blikar enda í 2. sæti, en Valur er Íslandsmeistari.
Eyða Breyta
91. mín
Þremur mínútum bætt við
Eyða Breyta
86. mín
Valur komið í 3-2 á móti Keflavík. Valur er því aðeins nokkrum mínútum frá Íslandsmeistaratitli
Eyða Breyta
84. mín
Berglind nálægt því að bæta við fjórða markinu og tryggja sér þar með markakóngstitilinn! En skotið er framhjá
Eyða Breyta
82. mín
Blikar fá horn
Eyða Breyta
80. mín
Þvílíkur sprettur hjá Öglu. Sólar svo nokkrar inn í teig og tekur skotið en Brigita ver frábærlega og Blikar fá horn.
Eyða Breyta
80. mín Sunna Baldvinsdóttir (Fylkir) Lovísa Sólveig Erlingsdóttir (Fylkir)
Síðasti leikur Lovísu fyrir Fylki
Eyða Breyta
77. mín
Berglind Rós bara komin ein í gegn eftir flotta sendingu, Ásta kemur út á móti og skotið er rétt framhjá í hliðarnetið. Þetta hefðu þær þurft að nýta
Eyða Breyta
76. mín Sóley María Steinarsdóttir (Breiðablik) Fjolla Shala (Breiðablik)

Eyða Breyta
73. mín Birna Kristín Eiríksdóttir (Fylkir) Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
72. mín MARK! Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Kristín Dís Árnadóttir
Blikar ekki lengi að svara þessu.

Berglind fær stungu og klárar snyrtilega framhjá Brigitu í markinu
Eyða Breyta
71. mín MARK! Sæunn Rós Ríkharðsdóttir (Fylkir)
Þetta kom upp úr þurru.
Sæunn er með boltann á miðjum vellinum og ákveður bara að skjóta, Ásta tímasetur sig ekki nægilega vel og boltinn svífur yfir hana og í markið
Eyða Breyta
70. mín
BERGLIND BJÖRG. Hvernig fór hún að því að skora ekki. Agla fær flottan bolta á vinstri kanti og sendir fyrir þar sem Berglind stendur ein og þarf aðeins að pota boltanum yfir línuna en hún skýtur hátt yfir
Eyða Breyta
65. mín
Blikar fá enn eitt hornið. Það kemur ekkert úr því
Eyða Breyta
64. mín
Agla tekur hornið og boltinn berst á Heiðdísi sem reynir skot en það er hátt yfir
Eyða Breyta
63. mín Isabella Eva Aradóttir (Breiðablik) Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
62. mín
Blikar aftur í færi. Hildur tekur boltann niður inn í teig og sendir inn fyrir vörnina á Öglu sem heldur líklega að hún sé rangstæð þar sem hún reynir varla við boltann. Blikar fá horn
Eyða Breyta
60. mín MARK! Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
Blikar komnir í 4-0

Ásta kemur með flottan bolta inn í teig. Þar stendur Alexandra ein og skallar boltann örugglega í netið!
Eyða Breyta
58. mín
Fylkir fær horn. Spyrnan er beint í fangið á Ástu í markinu
Eyða Breyta
57. mín
Ásta Eir með fína sendingu inn í teig en Alexandra misreiknar boltann aðeins og nær ekki til hans
Eyða Breyta
56. mín
Alexandra hleypur upp vinstri kantinn og sendir inn á Berglindi sem tekur skotið en Brigita ver og Blikar fá horn
Eyða Breyta
52. mín
Og Blikar fá annað horn
Eyða Breyta
50. mín
Blikar fá horn. Fín spyrna og Hildur Antons nær fyrst til boltans en skallinn er framhjá markinu
Eyða Breyta
49. mín
Blikar fá horn. Agla tekur, sendir á Áslaugu, fær hann aftur og tekur skot sem fer rétt framhjá
Eyða Breyta
46. mín Ísabella Anna Húbertsdóttir (Fylkir) Amy Strath (Fylkir)
Fylkir gerir eina breytingu í hálfleik
Eyða Breyta
46. mín
Þetta er hafið á ný. Nú byrjar Fylkir með boltann
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
+3

Blikar þremur mörkum yfir í hálfleik! Tökum nú smá kaffipásu og sjáumst eftir 15
Eyða Breyta
45. mín
3 mínútum bætt við fyrri hálfleikinn
Eyða Breyta
43. mín Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (Breiðablik) Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðablik)
Ásta Eir tekur við fyrirliðabandinu
Eyða Breyta
42. mín
Sonný liggur eftir, virðist vera eitthvað meidd og þarf að fara út af vellinum
Eyða Breyta
40. mín MARK! Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Karólína tekur skot sem fer í slánna, þaðan berst boltinn á Beggu sem þarf rétt að koma boltanum yfir línuna
Eyða Breyta
40. mín
Jæja Blikar fá hér horn
Eyða Breyta
35. mín
Miðjumoð þessa stundina
Eyða Breyta
31. mín
Ásta Eir tekur skot á miðjum velli sem er framhjá
Eyða Breyta
30. mín
Agla tekur skot/sendingu sem Brigita ver út í teig þar sem Hildur stendur en Fylkir kemst í boltann á undan og hreinsa frá
Eyða Breyta
29. mín
Blikar fá aukaspyrnu á ágætis stað. Spyrnan er fín og þær ná að skapa hættu á teignum en Fylkir nær að hreinsa að lokum
Eyða Breyta
26. mín
Nú er það Agla María sem á skot. Hún er vinstra megin við vítateigslínuna og skotið er fínt en Brigita ver
Eyða Breyta
25. mín
Þarna hefðu Blikar átt að komast í 3-0. Berlind með boltann á miðjunni og gefur frábæra sendingu upp vinstri kantinn á Öglu Maríu sem sendir inn á Alexöndru sem hefur allan tímann í heiminum til að skjóta en Brigita ver vel
Eyða Breyta
23. mín
Alexandra Jóhanns með fínt skot hérna rétt fyirr utan teig en Brigita gerir vel í markinu og ver
Eyða Breyta
22. mín
Vávává gordjöss sending inn á Berglindi sem ætlar að vippa yfir Brigitu í markinu en hún nær aðeins að koma við hann og hægja á boltanum og slær boltann svo útaf. Blikar fá horn
Eyða Breyta
19. mín
Maria fær boltann á hægri kantinum, sendir á Ídu sem tekur skot en það er varið. Fylkir fær horn
Eyða Breyta
19. mín
Valur er komið yfir, Hallbera skoraði mark Valsmanna á 11 mínútu. Eins og stendur er Valur Íslandsmeistari
Eyða Breyta
17. mín
FYLKIR AÐ BJARGA Á LÍNU. Berglind skallar boltann frá á línu og Blikar fá aftur horn
Eyða Breyta
15. mín
Blikar fá horn. Hornið er flott en þær rekast tvær saman og Berglind Rós ligur eftir. Karólína reynir skotið en það fer í varnarmann og Blikar fá annað horn
Eyða Breyta
14. mín
Ída reynir skot rétt fyrir utan teig en Sonný grípur
Eyða Breyta
11. mín
Alexandra fær stungusendingu inn fyrir vörnina og hún og Brigita mæta báðar í boltann af fullum krafti og Alexandra liggur eftir. Hún fær aðhlynningu en er nú tilbúin að koma aftur inn
Eyða Breyta
8. mín MARK! Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Kristín Dís Árnadóttir
JAHÁ Blikar komnir tveimur mörkum yfir!
Kristín er með boltann í vörninni, hleypur aðeins með hann fram og kemur með flotta stungu inn á Berglindi sem klárar hann snyrtilega fram hjá Brigitu í markinu í vinstra hornið
Eyða Breyta
5. mín
Þá fara Fylkisstelpur fram, Ída fær sendingu inn í teig og reynir skot en Sonný ver
Eyða Breyta
4. mín MARK! Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Alexandra Jóhannsdóttir
Þetta tók þær ekki langan tíma! Alexandra fær boltann við vítateigslínuna, sendir á Karólínu sem er rétt vinstra megin við hana. Hún tekur eitt touch og tekur svo skot meðfram jörðinni sem endar í netinu
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Blikar byrja með boltann
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þá eru liðin að labba inn á völlinn eftir að hafa stoppað örstutt í búningsklefum til að stilla saman strengi sína
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn og þið getið séð þau hér til hliðanna

Steini gerir eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik við Val, Fjolla kemur inn fyrir Selmu Sól sem sleit krossband í síðasta leik.

Kjartan gerir líka eina breytingu á sínu liði, Lovísa Sólveig kemur inn fyrir Þórdísi Elvu sem fékk rautt spjald í síðasta leik
Eyða Breyta
Fyrir leik
Vonin er kannski veik fyrir Blika en hafa þjálfarar og leikmenn trú á titli?

"Vonin er mjög veik. Kraftaverk hafa gerst, við bjuggum til smá kraftaverk með því að jafna hérna í lokin og ég trúi á Gunnar Magnús vin minn að hann sé svona nánast eins og guð almáttugur" sagði Steini í viðtali við .net eftir stórleikinn gegn toppliði Vals

Hildur Antons sagði í viðtali eftir síðasta leik:
"Ég hef fulla trú á því að við eigum séns, ef heimurinn er réttlátur eigum við að vinna þetta miðað við hvernig leikurinn var í dag."
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna fór fram 9. júlí þar sem Blikar unnu 5:0. Berglind Björg og Alexandra Jóhanns skoruðu báðar 2 mörk og Agla María eitt mark.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fylkir er í 5. sæti deildarinnar með 22 stig. Þær fóru á geggjað run seinni hluta sumars og unnu einhverja 5 leiki í röð! Nú hafa þær þó tapað þremur leikjum í röð, fyrst gegn Val, svo Selfoss og nú síðast gegn ÍBV.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Úrslitaleikur deildarinnar fór að sjálfsögðu fram eins og flestir vita síðasta sunnudag þar sem Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli. Fanndís kom gestunum yfir með fínu skoti og Heiðdís jafnaði svo á lokasekúndu leiksins með flottum skalla eftir hornspyrnu. Í þeim leik voru Blikar töluvert betri en náðu ekki að nýta færin nægilega vel sem hefur verið þeirra helsta vandamál á tímabilinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Blikar eiga fræðilegan mögulega á að verða Íslandsmeistarar hér í dag. Til að það gerist þurfa Blikar að sjálfsögðu að vinna sinn leik og þær þurfa að treysta á að Keflavík (sem féllu úr Pepsi-deildinni í síðustu umferð) taki stig af toppliði Vals.
Best væri fyrir Breiðablik að Keflavík myndi sigra Val en þá myndu Blikar vinna deildina með einu stigi.
Annar möguleiki er að Keflavík geri jafntefli við Val en þá þurfa Blikar "aðeins" að vinna með 18 mörkum.

Eyða Breyta
Fyrir leik
McDaginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu úr leik Fylkis og Breiðabliks í lokaumferð Pepsi-Max deildarinnar.
Leikurinn hefst á slaginu 14:00 í Lautinni.

Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sonný Lára Þráinsdóttir (m) ('43)
0. Fjolla Shala ('76)
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir
16. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
21. Hildur Antonsdóttir ('63)

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m) ('43)
2. Sóley María Steinarsdóttir ('76)
6. Isabella Eva Aradóttir ('63)
19. Esther Rós Arnarsdóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir

Liðstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Aron Már Björnsson
Selma Sól Magnúsdóttir
Særún Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: