Leiknir R.
2
1
Fram
0-1 Fred Saraiva '16
Sólon Breki Leifsson '23 1-1
Sævar Atli Magnússon '90 2-1
21.09.2019  -  14:00
Domusnova völlurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Haust, blautt, gustur og þungskýjað
Dómari: Bjarni Hrannar Héðinsson
Maður leiksins: Sævar Atli Magnússon
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Sólon Breki Leifsson
2. Nacho Heras
3. Ósvald Jarl Traustason
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
6. Ernir Bjarnason
7. Stefán Árni Geirsson
8. Árni Elvar Árnason ('83)
10. Sævar Atli Magnússon (f)
15. Kristján Páll Jónsson (f) ('78)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('70)

Varamenn:
30. Brynjar Örn Sigurðsson (m)
10. Daníel Finns Matthíasson ('83)
10. Ingólfur Sigurðsson
14. Birkir Björnsson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('78)
20. Hjalti Sigurðsson ('70)
26. Viktor Marel Kjærnested

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Diljá Guðmundardóttir
Hlynur Helgi Arngrímsson
Manuel Nikulás Barriga

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Bjarni flautar til leiksloka

Takk fyrir samveruna

Viðtöl og annað koma von bráðar
90. mín
+3

Andartök eftir
90. mín Gult spjald: Magnús Þórðarson (Fram)
+2
90. mín MARK!
Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Stoðsending: Ósvald Jarl Traustason
+2

Lekkert. Fær boltann frá vinstri og klárar mótttökuna og læðir svo boltanum á lofti í fjærhornið. Smekklegra verður það varla
90. mín
Venjulegum leiktíma lokið hér á Leiknisvelli
89. mín
Gyrðir líklegur eftir hornspyrnu. Dettur á lausan bolta og kemur honum á marki. Hlynur hinsvegar með frábæra vörslu! En brot dæmt í teignum. Hendi sýndist mig.
87. mín
Nacho með frábæran sprett upp völlinn. Sendir fyrir og finnur Sævar Atla sem lúrir á fjær. Sævar ætlar að læða boltanum á nær en Hlynur í markinu vandanum vaxinn
85. mín
Stórhætta! Hjalti fíflar Hallgrím inn í teignum hægra megin. Sendir fyrir og finnur þar Gyrði á nær sem á blokkerað skot en dettur beint á frákastið sem hann hamrar yfir og hittir í stigaganginn hans Dodda í Vesturberginu.
83. mín
Inn:Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.) Út:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
83. mín
Framarar í hættulegu upphlaupi. Finna sig 3v2 sem endar á að Már Ægisson skýtur að marki úr teignum. En nær ekki almennilegu skoti sem Eyjólfur ver næsta því auðveldlega.
78. mín
Inn:Heiðar Geir Júlíusson (Fram) Út:Jökull Steinn Ólafsson (Fram)
Reynsluboltinn í Copa skónnum kemur inn. Tekur við bandinu. No nonsense
78. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.) Út:Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
Fyrirliðinn fer af velli. Mögulega að leika sinn síðasta leik fyrir félagið. Kristján Páll Jónsson takk fyrir leikinn og takk fyrir stundirnar.
75. mín
Tiago með skottilraun. Fékk endanlausan tíma á svæðinu fyrir framan teiginn. En skotið slappt og beint í kjöltuna á Eyjólfi. Þarna átti Tiago að láta reyna almennilega á þetta.
70. mín
Inn:Hjalti Sigurðsson (Leiknir R.) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
69. mín
Vuk Óskar andartaki seinna í góðum séns en Hynur í markinu kemur út og nær að bjarga málum... á síðustu stundu
68. mín
Gestinir heima vítaspyrnu. Már Ægisson fellur í teignum. Fékk snertingu í bakið og féll við.

Bjarni lætur leik halda áfram. Wants none of it eins og við segjum í Englandinu.
66. mín
Helgi Guðjóns mundar vinstri fótinn á teignum. Efnilegt. Skotið hinsvegar í varnarmann og lekur framhjá markinu.
66. mín
Fred með skot himinhátt yfir markið.

Þetta er dottið vel niður almennt.
65. mín
Gestirnir búnir að bæta aðeins í og svara ágætis byrjun Leiknismanna. Hafa verið sterkari aðilinn síðustu mínútur.
65. mín
Tiago Fernandes með lipran sprett upp miðjuna. Einn þríhyrningur og skemmtilegt hik til að komast svo framhjá einum. Endar með boltann á teignum en á vinstri fæti. Skotið að marki beint á Eyjólf svo að segja.
63. mín
Tvöföld skipting á 63 mín hjá gestunum.

Leiknismenn enn með óbreytt lið. Staðan svört fyrir heimamenn og virðist langskotið ekki ætla að hitta í mark.
63. mín
Inn:Már Ægisson (Fram) Út:Matthías Kroknes Jóhannsson (Fram)
63. mín
Inn:Magnús Þórðarson (Fram) Út:Alex Freyr Elísson (Fram)
62. mín
Sólon Breki með hörkuskot. Hlynur með misheppnaða spyrnu frá marki sem Vuk kemst inn í og keyrir að marki. Setur boltann á Sólon sem hamrar að marki en Hlynur ver fast skotið sem náði ekki alveg nógu vel útí hornið.
60. mín Gult spjald: Marcao (Fram)
Það var kominn tími á að Marcao fengi spjaldið. Tekur Sævar Atla niður í miðjum þríhyrning sem Marcao var ekki að fara að skila nauðsynlegri fótavinnu til að komast útúr.
57. mín
Leiknismenn sterkari aðilinn þessa stundina.

Allskonar vesen eftir hornspyrnu að marki gestanna sem endar á að Bjarni dæmir leikbrot er Sólon fellur í teignum.
54. mín
Marcao með tilraun að marki. Fær sendingu frá hægri og skallar að markinu en framhjá markinu.
52. mín
Kristján Páll með færi. Möguleg aukaspyrna þarna í aðdraganda er Alex Freyr var togaður niður. Ekkert flautað og Leiknismenn nýta sér leikstöðuna vel. Finna Kristján Pál sem gerir bara ekki nógu vel og setur boltann yfir og framhjá úr teignum.
49. mín
Leiknismenn vinna aukaspyrnu við vinstra vítateigshornið. Spyrnan á nær en gestirnir vandanum vaxnir.
48. mín
Fyrsta skottilraunin. Alex Freyr með tilraun af 30m færi.

Skrúfar hann laglega en færið of langt og Eyjólfur með boltann sem fór framhjá
45. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
1-1 er liðin ganga til búningsherbergja.

Grótta á leiðinni upp eins og sakir standa. Leiknismenn þurfa að ráða ráðum sínum fyrir síðari hálfleinn og fórna eins og einni geit jafnvel.
44. mín
Leikurinn hafinn á ný. Marcao með Edduverðlauna tilnefninu er hann lætur sig falla.

Annað skiptið í dag sem hann reynir við leiklistarfagið.
44. mín
Leikur stöðvaður. Sævar Atli liggur hér eftir viðskipti sín við Matthías Króknes. Ekkert illt í þessu. Virtist flækjast í Matthíasi sem var með boltann.
43. mín
Styttist í hálfleikinn.
40. mín
Jafnræði með liðunum núna. Aðeins dottið niður og aðstæður ekki lengur á suðumarki eins og fyrir 10mín síðan sirka.

Gestirnir meira með boltann á meðan að Leiknisliðið liggur með liðið á miðjuboga og virðast bíða eftir að sprengja upp.
35. mín
Árni Elvar með klaufalegt brot á Helga Guðjóns. Aukaspyrna uþb 8m fyrir utan teig hægra megin. Fred setur boltann inn en Sævar Atli nær að komast í boltann. Hornspyrna
34. mín
Markið liggur í loftinu hjá heimamönnum.

Í þvi tapar ar Ernir boltanum á miðsvæðinu en Nacho Heras bjargar málunum.

Pressan færist yfir á vallarhelming heimamanna.
33. mín
Hasar! Hornið stutt og slakt en boltinn berst aftur á spyrnumanninn Ósvald sem dælir fyrir og á fjær. Þar er Sævar Atli einn og skallar fastan bolta fyrir markið. Sóðaskapur í teignum og Bjarki Aðalsteins aðgangsharður en hættann líður hjá. Sentímetrar.
32. mín
Flottur spilkafli hjá heimamönnum. Kristján Páll með boltann á endalínu en nær ekki að koma boltanum fyrir - fullt box sem endar á horni
31. mín
Ernir Bjarna með frábæra takta. Finnur Sævar Atla sem rennir sér á boltann í teignum. Boltinn í stöngina en Sævar Atli er rangur og flaggaður.
30. mín
Fred Sariva með aukaspyrnu. Flott spyrna rétt framhjá markinu. Náði honum yfir vegginn en rétt framhjá. Ég er ekki viss um að Eyjólfur hafi verið með þennan en hann var láréttur í loftinu.
29. mín
Bjarni Hrannar dómari leiksins er að ríghalda í einhverja þræði á þessum leik eins og staðan er núna.

Bæði lið pirruð yfir stökum dómum.
27. mín
Leiknismenn að færa sig upp á skaptið. Virðast hafa fengið mikið út úr þessi marki.
25. mín
Framarar brjálaðir eftir þennan vítaspyrnudóm. "Þetta er náttúrulega ekki boðlegt" heyrist.

Veit ekki með það - þetta var hreinlega réttur dómur í mínum bókum. Barnalegur varnarleikur.
23. mín MARK!
Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Sævar Atli Magnússon
Setur boltann með hægri fæti í hægra horn. Innanfótar. Fast. Ofarlega. Öryggi. Óverjandi
23. mín
Sólon stillir boltanum upp
23. mín
Vítaspyrna! Sævar Atli tosaður niður í teignum

Bjarni bendir á punktinn. Réttilega
21. mín
Full af aksjóni núna! Sævar Atli dettur á lausan bolta rétt fyrir utan teig og hamrar að marki en Hynur í markinu ver boltann sem skoppaði á erfiðum stað með kassanum.

Stórskemmtilegur leikur
21. mín
Alex Freyr í góðum séns eftir basl á varnarmönnum Leiknis. Boltinn framhjá.

Framarar eru að pressa vel á Leiknisliðið sem er ekki að ná að leysa nógu vel úr og hafa verið að baka sér vandræði hingað til.

Markið slegið heimamenn vel útaf laginu
19. mín
Gestirnir með góðan séns! Gunnar Gunnars vinnur boltann vel þegar Bjarki reynir að spila upp í gegnum línurnar. Helgi gerir vel í að ná valdi á boltanum við vítateiginn og svo stimpla gestirnir boltann sem endar á skoti rétt framhjá hjá Fred
16. mín MARK!
Fred Saraiva (Fram)
Skorar eftir stutt horn frá vinstri. Skrúfar boltann inn á teiginn og boltinn hafnar í markhorninu fjær í vinklinum.
15. mín
Fullt af hasar. Engin færi en það er hátt spennustigið. Gestirnir fastir fyrir þessar fyrstu mínútur. Hafa verið betri aðilinn og átt fleiri kafla á boltann.
13. mín Gult spjald: Stefán Ragnar Guðlaugsson (Fram)
Gult spjald.

Menn kölluðu eftir rauðu og ég hef séð rautt á svona. Eeeen gult var það. Þetta var allavega ljótt og Stefán Árni heppinn í raun að halda leik áfram.
13. mín
Spennustigið við suðumark!! Stórhættuleg tækling hjá Stefáni Ragnari! Dómarinn stöðvar leik
10. mín
Árni Elvar sendir inní úr spyrnunni en Hlynur í markinu grípur inn í.
10. mín
Gunnar Gunnarsson í vandræðum! Sólon vinnur kapphlaupið og kemst innfyrir hann. Gunnar hleypur niður Sólon sem var sloppinn í góðan séns á vítateignum. Ekki einn í gegn svo sem.

Gunnar stálheppinn að vera inn á vellinum ennþá. Hreint út sagt.
9. mín
Gestirnir eru ívíð sterkari á boltanum þessa stundina. Leiknisliðið í færslum og virðist sæta færis.

8. mín
Losararlegt. Framarar með fullt af svæði sem endar á því að þeir finna Tiago Fernandes sem er með fullt af svæði á miðjum vallarhelming Leiknis og tekur skotið á lofti (half-volley) en framhjá. Hættulítið.
6. mín Gult spjald: Gunnar Gunnarsson (Fram)
Gunnar Gunnarsson með Gunnars Gunnarslega tæklingu úti við hliðarlínu. Nokkrum andartökum of seinn og klippir Stefán Árna niður sem var sloppinn upp hægri vænginn.
3. mín
Gestirnir með boltann þessa stundina og halda ágætlega í hann og virðast ágætlega stemmdir í þetta verkefni þrátt fyrir smá varnar-ryð þarna í síðustu færslu.
3. mín
Fyrsta færið! Já þetta var færi. Árni Elvar með klassabolta fyrir frá hægri. Sólon losar sig og er með boltann á nær en hittir bara ekki boltann með höfðinu. Stórhættulegt!!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er hafið! Leiknismenn byrja með knöttinn og sækja gegn hvítum Frömurum í átt að King Kong söluturninum (RIP)
Fyrir leik
Jæja styttist í þetta. Síðasti leikur sumarins.

Liðin ganga inn á völlinn. Leiknismenn geta aðeins klárað sitt í dag og þurfa svo að vona að staðan á karmareikningunum sé góð svo þessi Pepsi-Max séns geti mögulega orðið að veruleika.

Ég myndi sennilega frekar setja peninginn minn í Herbalife en að þetta detti allt saman þannig...en ég á svo sem nokkrar vafasamar fjárfestingar á ferilskránni.
Fyrir leik
Bæði lið komin á fullt í upphitun. Ekkert nýtt svo sem.

Aðstæður hér á DomusNova vellinum eru ekkert til að kvarta yfir. Nokkuð stillt, rakur og flottur völlur.
Fyrir leik
Lykilmenn
Helgi Guðjónsson (Fram)
Uppalinn drengur sem hefur verið að vekja athygli. Þeirra lang líflegasti maður frammi og kominn með 15 mörk í deildinni og virðist einatt skora gegn Leiknismönnum (án nokkurrar rannsóknarvinnu).

Fred Saraiva (Fram)
Sprækur og ef hann hittir á daginn sinn getur hann valdið varnarmönnum Leiknis vandræðum.

Stefán Árni Geirsson (Leiknir R)
Lánsmaður frá KR sem hefur komið hrikalega sterkur inn. Verið prímusmótorinn í sóknarleik Leiknis enda með einstakt lag á að brjóta upp leikinn með einstaklingsframtaki. Mjög spennandi strákur.

Ernir Bjarnason (Leiknir R)
Verið einn besti leikmaður liðsins heilt yfir. Mikilvægur og kemur með gott jafnvægi á miðsvæðið. Leiknismenn koma til með að þurfa framlag frá honum í dag.
Fyrir leik
Staðan
Leiknir R
Finna sig í 3.sæti með 37 stig í Inkasso deildinni og þurfa að treysta á að Haukar steli stigunum þremur á Vivaldivellinum. Leiknisliðið hefur farið taplaust í gegnum 10 síðustu leik í deildinni. Síðasti tapleikur liðsins leit dagsins ljós í 11.umferð á móti Fram í Safamýrinni.

Fram
Sitja á lygnum og þæginlegum stað í 4.sæti deildarinnar með 33 punkta. Liðið hefur verið nokkuð stabílt í sumar. Í síðustu umferð kláruðu Framarar norðanmenn úr Þór með þremur mörkum gegn engu. Liðið hefur að fáu að keppa í þessum leik fyrir utan að klára þetta tímabil í 4.sætinu sem hlýtur að vera keppikefli fyrir þennan sögufræga klúbb.
Fyrir leik
Verið hjartanlega velkomin í þessa lifandi textalýsingu frá Domusnova-vellinum í Efra-Breiðholti.

Lokaumferðin í algleymingi í Inkasso deildinni og hreint út sagt æsispenna á vígvöllunum tveimur. Toppnum og á botninum.

Í dag eru það Framarar úr Safamýri/Úlfarsárdal sem mæta heimamönnum í Leiknir R
Byrjunarlið:
1. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
Matthías Kroknes Jóhannsson ('63)
4. Stefán Ragnar Guðlaugsson
5. Haraldur Einar Ásgrímsson
6. Marcao
6. Gunnar Gunnarsson
9. Helgi Guðjónsson
10. Fred Saraiva
11. Jökull Steinn Ólafsson ('78)
17. Alex Freyr Elísson ('63)
20. Tiago Fernandes

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
3. Heiðar Geir Júlíusson ('78)
10. Orri Gunnarsson
11. Magnús Þórðarson ('63)
22. Hilmar Freyr Bjartþórsson
23. Már Ægisson ('63)

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Daði Guðmundsson
Marteinn Örn Halldórsson
Bjarki Hrafn Friðriksson
Daði Lárusson
Hilmar Þór Arnarson
Magnús Þorsteinsson

Gul spjöld:
Gunnar Gunnarsson ('6)
Stefán Ragnar Guðlaugsson ('13)
Marcao ('60)
Magnús Þórðarson ('90)

Rauð spjöld: