Þróttur R.
0
0
Afturelding
21.09.2019  -  14:00
Eimskipsvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Jasper Van Der Hayden (Þróttur)
Byrjunarlið:
Sveinn Óli Guðnason
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
7. Daði Bergsson (f)
9. Rafael Victor
10. Rafn Andri Haraldsson
11. Jasper Van Der Heyden
14. Lárus Björnsson ('20)
23. Guðmundur Friðriksson
24. Dagur Austmann
25. Archie Nkumu ('80)
26. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('33)

Varamenn:
12. Sindri Geirsson (m)
2. Sindri Scheving ('33)
5. Arian Ari Morina
6. Birgir Ísar Guðbergsson
8. Baldur Hannes Stefánsson ('80)
21. Róbert Hauksson ('20)
22. Oliver Heiðarsson
33. Hafþór Pétursson

Liðsstjórn:
Þórhallur Siggeirsson (Þ)
Arnar Darri Pétursson
Baldvin Már Baldvinsson
Halldór Geir Heiðarsson
Ants Stern
Bjarnólfur Lárusson

Gul spjöld:
Rafael Victor ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þróttur og Afturelding halda sér uppi.
90. mín
+3 bætt við
89. mín
Inn:Skúli E. Kristjánsson Sigurz (Afturelding) Út:Alejandro Zambrano Martin (Afturelding)
88. mín
Inn:Alexander Aron Davorsson (Afturelding) Út:Jökull Jörvar Þórhallsson (Afturelding)
86. mín Gult spjald: Rafael Victor (Þróttur R.)
Of seinn og fer í Arnór Gauta og fær gult spjald.
85. mín
Gestirnir fá horn
84. mín
Leit út um stund eins og aðstoðardómarinn væri að fara dæma vítaspyrnu á Þrótt en eftir smá fund er þá er ekkert dæmt.
80. mín
Inn:Baldur Hannes Stefánsson (Þróttur R.) Út:Archie Nkumu (Þróttur R.)
76. mín
Fín sókn hjá gestunum þarna þar sem boltinn endar hjá Jason sem á slappt skot sem Sveinn Óli ver auðveldlega.
73. mín Gult spjald: Roger Banet Badia (Afturelding)
Stoppar Jasper eftir að Jasper gerir virkilega vel. Roger stoppar bara sóknina.
69. mín
Rafael gerir virkilega vel í að koma boltanum í svæði á Jasper sem ætlar að skora í stað þess að koma honum út á Rafael.
67. mín
Inn:Djordje Panic (Afturelding) Út:Kári Steinn Hlífarsson (Afturelding)
64. mín
Sindri með flotta sendingu inn á Róbert sem ætlar að gera þetta sjálfur og setur hann í varnarmann og fær horn. Hefði getað sett hann fyrir.
63. mín
Þróttarar stjórna leiknum í seinni hálfleik. En ekki mikið um stór færi
54. mín
ÚFFFF!! Frábær sókn hjá Aftureldingu þar sem Alejandro setur frábæran bolta í gegn á Andra sem setur hann í stöngina.
50. mín
Daði fer inn og skýtur á markið en Jon ver hann og Afturelding nær að hreinsa.
49. mín
Þróttarar reyna að koma boltanum fyrir og á Jasper sem tekur hann á lofti en skotið yfir markið.
46. mín
Leikur hafinn
Vonandi fáum við mörk í seinni.
45. mín
Hálfleikur
Hvorki Þróttur né Afturelding hefur náð að koma boltanum í netið. Það hefur verið mikil harka í leiknum og verður spennandi að sjá hvað gerist í seinni hálfleik.
45. mín
Rafael fer niður fyrir utan teiginn en Einar dæmir ekki neitt
44. mín
Jasper með frábæran sprett upp völlinn og vinnur horn.
43. mín
Afturelding með flott spil þar sem Kári Steinn nær að koma sér í gegn en Archie með frábæra tæklingu sem stöðvar þessa sókn.
36. mín
Misskilningur hjá vörn gestanna og Georg ætlaði að skalla hann tilbaka á Jon en gefur Þrótturum horn.

Lélegt horn sem nær ekki yfir fyrsta varnarmann
35. mín
Fín sókn gestann endar með fyrirgjöf sem kemst á Róbert Orra sem vinnur horn.
33. mín
Inn:Sindri Scheving (Þróttur R.) Út:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Þróttur R.)
31. mín
Þróttarar klúðra frábæru færi en Jasper og Rafael ekki á sömu bylgjulengd og þeir gleyma honum báðir.
30. mín
Fín sókn Aftureldingar endar með skoti á markið sem er varið í horn.
29. mín
Rafael gerir vel í að komast í gegn og fer framhjá Roger Banet í vörninni en rennur í leiðinni.
24. mín
Hreinn með virkilega harkalega tæklingu en ekkert dæmt.
20. mín
Inn:Róbert Hauksson (Þróttur R.) Út:Lárus Björnsson (Þróttur R.)
Lárus fær högg á höfuðið og getur ekki haldið leik áfram.
18. mín
Daði Bergsson var nálægt að komast í gegn en Arnór Gauti vel vakandi og nær að stoppa hann.
15. mín
Jasper fer inn á völlinn og reynir snúnig en gerir síðan of mikið og tapar boltanum
8. mín
Roger fer í bakið á Rafael og Þróttarar fá aukaspyrnu.
6. mín
Alejandro fær boltann úti hægra megin og kemur boltanum fyrir en fyrirgjöfin í gegnum allan pakkann.
2. mín
Afturelding spilar upp vinstra megin og fær horn.
1. mín
Leikur hafinn
Góða skemmtun!
Fyrir leik
Liðin ganga nú út á völlinn. Nú er það að duga eða drepast fyrir Þrótt.
Fyrir leik
Bjarnólfur Lárusson er aðstoðarþjálfari á bekk Þróttar en hann kom inn í þjálfarateymið í vikunni.

Þórhallur Siggeirsson, þjálfari Þróttar, er á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í meistaraflokki og var Bjarnólfur fenginn til að aðstoða hann í þessum mikilvæga leik.

Bjarnólfur er í barna- og unglingaráði Þróttar en hann er fyrrum þjálfari Víkings og þá lék hann fjölmarga leiki með ÍBV og KR á leikmannaferli sínum auk þess að leika í neðri deildum Englands.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það er spenna í loftinu. Fólk er að streyma inn í stúkuna.
Fyrir leik
Þetta verður hörkuleikur þar sem liðin munu leggja allt í að klára þetta tímabil með sigri og halda sér uppi í deildinni.
Fyrir leik
Afturelding er í aðeins betri stöðu og eru í níunda sæti með 22 stig en eru með töluvert betri markatölu en Magni.

Afturelding hefur hins vegar klárað tímabilið vel eftir að hafa dregist aftur úr og eru í góðum séns á að halda sér uppi í deildinni þetta árið.
Fyrir leik
Það er allt eða ekkert fyrir Þrótt sem þarf að ná að minnsta kosti stig til að eiga séns á að halda sér í deildinni. Þróttur er í ellefta sæti deildarinnar með 21 stig en síðan eru þrjú lið sem fylgja með 22 stig.

Þróttur hefur verið í frjálsu falli og hefur liðið tapað síðustu sex leikjum sínum í deildinni. Í síðustu umferð fór Þróttur í heimsókn til Grenivíkur og tapaði 3 - 1 fyrir Magna.
Fyrir leik
Halló halló og velkomin á þessa beinu textalýsingu leik Þróttar og Aftureldingar í 22. umferð og síðustu umferð Inkasso deild karla.
Byrjunarlið:
1. Jon Tena Martinez (m)
2. Arnór Gauti Jónsson
6. Ásgeir Örn Arnþórsson
6. Alejandro Zambrano Martin ('89)
9. Andri Freyr Jónasson
10. Jason Daði Svanþórsson (f)
10. Kári Steinn Hlífarsson ('67)
11. Róbert Orri Þorkelsson
14. Jökull Jörvar Þórhallsson ('88)
19. Roger Banet Badia
25. Georg Bjarnason

Varamenn:
13. Tristan Þór Brandsson (m)
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
4. Sigurður Kristján Friðriksson
8. Kristján Atli Marteinsson
8. David Eugenio Marquina
12. Hlynur Magnússon
15. Skúli E. Kristjánsson Sigurz ('89)
18. Djordje Panic ('67)
28. Valgeir Árni Svansson

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Alexander Aron Davorsson (Þ)
Arnar Hallsson (Þ)
Aðalsteinn Richter
Þórunn Gísladóttir Roth

Gul spjöld:
Roger Banet Badia ('73)

Rauð spjöld: