Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
20:00 0
0
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
19:15 0
0
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
19:15 0
0
FH
Mjólkurbikar karla
19:15 0
0
KR
Víkingur R.
2
3
KA
0-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson '38
0-2 Elfar Árni Aðalsteinsson '53
Guðmundur Andri Tryggvason '58 1-2
1-3 Hallgrímur Mar Steingrímsson '65
Kwame Quee '91 2-3
22.09.2019  -  14:00
Víkingsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Aron Dagur Birnuson
Byrjunarlið:
Sölvi Ottesen
Þórður Ingason
8. Viktor Örlygur Andrason ('59)
10. Óttar Magnús Karlsson
12. Halldór Smári Sigurðsson
20. Júlíus Magnússon (f)
21. Guðmundur Andri Tryggvason
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Nikolaj Hansen (f) ('75)
24. Davíð Örn Atlason
77. Kwame Quee

Varamenn:
32. Fran Marmolejo (m)
3. Logi Tómasson ('75)
4. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
7. Erlingur Agnarsson
18. Örvar Eggertsson
19. Þórir Rafn Þórisson
77. Atli Hrafn Andrason ('59)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Fannar Helgi Rúnarsson
Einar Guðnason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Viktor Örlygur Andrason ('44)
Atli Hrafn Andrason ('80)
Halldór Smári Sigurðsson ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leikurinn er búinn! KA menn vinna í stórskemmtilegum leik!
91. mín MARK!
Kwame Quee (Víkingur R.)
Stoðsending: Davíð Örn Atlason
Allt galopið í vörn KA-manna.

Davíð fær boltann á kantinum, á fasta sendingu fyrir þar sem Kvame Quee er einn og óvaldaður og skorar með hælnum!

Fáum við dramatík í lokin???
90. mín
Þremur mínútum bætt við.
89. mín
Logi Tómasar með skemmtilega takta við endalínuna sem endar á þv að Víkingar fá aukaspyrnu alveg við vítateiginn. KA menn ná að hreinsa en Víkingar fá boltann aftur og Ágúst Eðvald á skot sem Aron Dagur ver í markinu.
87. mín
Leikurinn aðeins að róast. Það er ljóst að ætli Vikingar að fá eitthvað úr leiknum þurfa þeir að skora sem fyrst.
86. mín
Inn:Sæþór Olgeirsson (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Elfar búinn að vera frábær í dag.
84. mín Gult spjald: Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
84. mín
Hættulegt færi hjá Víkingum!

Davíð Atla fær langa sendingu inná teig, gefur fyrir í fyrsta en boltinn fer í gegnum allan teiginn án þess að nokkur Víkingur snertir hann. Einhverjir vildu meina að Guðmundi Andra hafi verið hrint í teignum. Ekkert dæmt.
80. mín Gult spjald: Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.)
78. mín
Enn er Kvame líklegur en eins og áður nær hann ekki að koma boltanum yfir línuna. Nú á hann skot hátt yfir eftir að hafa prjónað sig inná teiginn.
75. mín
Inn:Logi Tómasson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
75. mín Gult spjald: Iosu Villar (KA)
Víkingar brjálaðir í stúkunni! Villar hamrar Ágúst Eðvald niður alveg upp við stúkuna þar sem Víkingarnir eru og þeir vilja rautt spjald.

Höfðu hugsanlega eitthvað til síns máls. En Ívar var ekki sammála. Gult spjald.
73. mín
Inn:Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Út:Andri Fannar Stefánsson (KA)
73. mín
Inn:David Cuerva (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
70. mín
Kvame Quee með skot í stögnina!

Kvame rekur boltann inní teiginn, á flott skot sem hafnar í stönginni fjær.

Þvílíkur leikur!
68. mín
Víkingar fá aukaspyrnu við vítateigshornið sem Óttar Magnús tekur. Hann hittir boltann vel, boltinn stefnir uppí nærhornið en hver annar en Aron Dagur ver hann glæsilega í slána.

Geggjuð varsla!
65. mín MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Þórður Ingason!

Hallgrímur á skot úr aukaspyrnu af 30 metra færi. Boltinn fer beint á Þórð í markinu sem missir hann inn.

Ansi klaufalegt hjá greyið Þórði sem réð ekki við blautan boltann.
63. mín
Dauðafæri Víkinga!

Eftir fáránlega auðvelt spil Víkinga komst Nikolaj Hansen einn gegn Aroni sem ver mjög vel frá honum.

Aron búinn að vera flottur í dag!
60. mín
Rétt fyrir skiptinguna tjúllaðist Víkingsstúkan eftir að Ívar dæmdi Víkinga brotlega við teig KA-manna.

Leikar eru að æsast. Fögnum því.
59. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
58. mín MARK!
Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur R.)
Stoðsending: Kwame Quee
Víkingar búnir að minnka muninn!

Viktor Örlygur með boltann á miðjunni, rennir honum á Kvame Quee á kantinum sem hamrar boltanum fyrir þar sem Guðmundur Andri kemur á fartinu inná teiginn og neglir hann inn!

Við höfum leik!
53. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Stoðsending: Ásgeir Sigurgeirsson
KA komið í 2-0!

Ásgeir Sigurgeirs á skot/fyrigjöf frá endalínu sem Þórður kemur höndum á en Elfar vinnur klafs á marklinunni og kemur boltanum yfir línuna.

Nánast í fyrsta skipti í seinni hálfleiknum sem gestirnir fara yfir miðju.
47. mín
Dauðafæri hjá Víkingum!

Aftur fá Víkingar færi. Nú komst Viktor Örlygur í upplagt skotfæri inní teig en Aron Dagur varði vel. Boltinn bars út í teig og Nikolaj Hansen á geggjaða hjólhestaspyrnu sem Aron gerir vel í að verja.

Ívar dæmdi reyndar aukaspyrnu á Niko en spyrnan var flott og varslan góð engu að síður.

Víkingar beittir þessa stundina.
46. mín
Víkingar byrja af krafti. Ágúst Eðvald gefur á Kwame Quee sem á komst inní teig en skot hans fór framhjá. Hættulegt færi.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný.
45. mín
Hálfleikur
KA leiðir í hálfleik. Eins og staðan er í öðrum leikjum akkúrat núna eru bæði þessi lið í Pepsi Max á næsta ári.
45. mín
KA-menn fá aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig. Hallgrímur á skot framhjá veggnum en Þórður ver auðveldlega í markinu.
44. mín Gult spjald: Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Togar Hallgrím niður á miðjum vellinum. Ekki hægt að kvarta yfir þessu.
40. mín
KA-menn bjarga á línu. Aron Dagur fer útí boltann, slær hann útí teig, liggur eftir, botlinn endar hjá Guðmundu Andra sem á skot sem fer í KA mann á línunni. Aron Dagur lág eftir en jafnaði sig fljótt.
38. mín MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Stoðsending: Elfar Árni Aðalsteinsson
Þvílíka markið!!!

Elvar Árni leggur hann á Hallgrím Mar sem er fyrir utan vítateigshornið og frábært skot hans syngur í samskeytunum!

Vá!!!
36. mín
Liðin eru að spila fínt sín á mill úti á velli en mér finnst hvorugt liðið líklegt til að skora.
35. mín
Einhverjir Víkingar vildu vítaspyrnu þegar Niko fellur í teignum. Að mínu mati hefði það verið ansi strangur dómur ef Ívar hefði flautað.
34. mín
Aftur spila Víkingar upp allan völlinn og aftur endar boltinn hjá Niko frammi. Nú náði hann skoti á markið sem Aron ver ágætlega í markinu. Frákastið endaði hjá Viktori Örlygi sen skot hans endar í varnarmanni.

Flott spil heimamanna.
29. mín
Óttar Magnús með skot rétt framhjá marki gestanna. Fékk furðu mikinn tíma rétt fyrir utan vítateig, lagði boltann fyrir sig og fínt skotið hans sleikti stöngina.
25. mín
Hallgrímur Mar með skot sem fer í varnarmann Víkinga og rétt framhjá. Elfar Árni lagði boltann fyrir Hallgrím eftir skemmtilega takta á miðjum vellinum. Elfar búinn að vera líflegur í dag.
22. mín
Aftur!

Þórður Ingason aftur kominn fyrir utan teig og aftur nær hann ekki alemnilega til boltans og endar í samstuði við Sölva og boltinn endar í innkasti.

Sölvu ekki sáttur og lætur hann heyra það.
20. mín
Hvað var að gerast??

Þórður Inga fer langt út úr markinu og tapar tæklingu við Hallgrím Mar sem á skot á markið fyrir utan teig í gegnum varnarmenn Víkinga en hver annar en Sölvi var mættur á línuna og vera skotið liggjandi með bringunni, frákastið fellur til Ásgeirs sýnidst mér sem á skot sem er aftur varið á línunni.

Kvame Quee fer svo upp völlinn hinu megin en Aron Dagur skotið hans örugglega í markinu.

Ótrúlegt dæmi.
16. mín
Guðmundur Andri tekur á móti langri skiptingu Davíðs Atla, leggur hann fyrir sig og á frekar slakt skot rétt fyrir utan vítateig framhjá.

Hvorugt liðið líklegt til að skora þessa stundina..
9. mín
Flott spil Víkinga upp allan völlinn endar hjá Nikolaj en varnarmenn KA ná að komast í boltann og bjarga í horn áður en Niko nær skoti á markið.

Hornspyrnan endar hjá Kwame Quee sem skallar yfir markið.

Hrannar Björn lág eftir, líklega fengið höfuðhögg. Hann jafnaði sig greinilega og er kominn aftur inná.
7. mín
Guðmundur Andri með flotta takta í upphafi leiks. Búinn að klobba menn tvisvar og áðan fékk hann langa sendingu á kantinn, tók hann á kassann og hélt honum svo uppi með ristinni fyrir framan varnarmann KA.

Gaman að þessu.
3. mín
Elfar Árni með fyrsta færi leiksins . Skot við markteigshornið sem Sölvi kastar sér fyrir og ver hann með bakinu.
2. mín
Víkingar byrja með þriggja manna vörn með þá Davíð, Halldór Smára og Sölva í miðri vörninni. Kwame Quee og Guðmundur Andri á köntunum.
1. mín
Gestirnir byrja með boltann og sækja í áttina að félagsheimili Víkinga. Hann er farinn að rigna hérna í Fossvoginum. Þetta verður eitthvað.
Fyrir leik
Bikarmeistarar Víkinga síðan 1971 hylltir við dynjandi lófaklapp fyrir leik.

"Vonandi líða ekki aftur 48 ár á milli" segir vallarþulurinn þegar þeir labba útaf.
Fyrir leik
Korter í leik og fólk er að týnast á völlinn. Bæði lið að ganga til búningsklefa eftir fína upphitun.

Þó að báðum liðum dugar jafntefli í til að halda sér uppi skal ég samt viðurkenna að það kæmi mér verulega á óvart ef þessi leikur endar 0-0.
Fyrir leik
Ívar Orri Kristjánsson dæmir leikinn í dag en honum til halds og tratusts eru þeir Birkir Sigurðsson og Smári Stefánsson.
Fyrir leik
Liðin farin að hita upp. Fínsustu aðstæður til knattspyrnuiðkunar. Völlurinn vel iðagrænn og vel blautur. Vonandi fáum við góðan og skemmtilegan leik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn. Víkingar gera sýnist mér þrjár breytingar frá tapleiknum gegn Fylki.
Davíð Atla, Viktor Örlygur og Nikolaj Hansen koma inn fyrir þá Loga Tómasar, Atla Hrafn og Erling.

KA-menn gera tvær breytingar á sínu liði frá jafnteflinu gegn HK. Aron Dagur kemur í markið fyirr Jajalo og Torfi Tímoteus kemur inn fyrir Hallgrím Jónasson.
Fyrir leik
Það er fínasta veður í Fossvoginum í dag. Smá blástur en ekkert sem stúkan tekur ekki á sig. Vonandi lætur fólk sjá sig á vellinum.
Fyrir leik
Fyrir leik eru liðin með jafnmörg stig, 25, í 9. og 10. sæti deildarinnar. Í síðustu umferð tapaði Víkingur 3-1 fyrir Fylkismönnum í Árbænum en KA menn gerðu grátlegt jafntefli við HK-inga á Akureyri þar sem gestirnir jöfnuðu á síðustu sekúndu leiksins.

Þetta er að mörgu leyti skrítinn leikur. Bæði lið geta tæknilega ennþá fallið en ég held að flestir geti verið sammála um að það þurfi ansi margt að gerast til að slík verði raunin.

En það er þó 100% víst að a.m.k. annað liðið verður formlega sloppið við fall úr deildinni þegar þessi leikur klárast.
Fyrir leik
Góðan daginn gott fólk og verið velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik Víkings og KA í 21. umferð Pepsi Max deildarinnar.
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
Hallgrímur Mar Steingrímsson
3. Callum George Williams
7. Almarr Ormarsson (f)
8. Iosu Villar
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('86)
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('73)
14. Andri Fannar Stefánsson ('73)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
25. Torfi Tímoteus Gunnarsson
29. Alexander Groven

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
16. Brynjar Ingi Bjarnason
21. Nökkvi Þeyr Þórisson ('73)
21. David Cuerva ('73)
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson
28. Sæþór Olgeirsson ('86)
77. Bjarni Aðalsteinsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Halldór Jón Sigurðsson

Gul spjöld:
Iosu Villar ('75)

Rauð spjöld: