Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Ísland
0
1
Frakkland
0-1 Olivier Giroud '66 , víti
11.10.2019  -  18:45
Laugardalsvöllur
Undankeppni EM 2020
Aðstæður: Logn og napurt
Dómari: Gianluca Rocchi (Ítalía)
Áhorfendur: Birkir Bjarnason
Maður leiksins: Birkir Bjarnason
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
4. Guðlaugur Victor Pálsson
6. Ragnar Sigurðsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('16)
8. Birkir Bjarnason
9. Kolbeinn Sigþórsson
10. Gylfi Þór Sigurðsson
14. Kári Árnason
16. Rúnar Már Sigurjónsson ('73)
21. Arnór Ingvi Traustason ('81)
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
13. Ingvar Jónsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Jón Guðni Fjóluson
5. Sverrir Ingi Ingason
5. Aron Elís Þrándarson
6. Hjörtur Hermannsson
10. Arnór Sigurðsson ('81)
11. Alfreð Finnbogason ('73)
18. Samúel Kári Friðþjónsson
19. Viðar Örn Kjartansson
20. Emil Hallfreðsson
22. Jón Daði Böðvarsson ('16)

Liðsstjórn:
Erik Hamren (Þ)

Gul spjöld:
Ragnar Sigurðsson ('43)
Rúnar Már Sigurjónsson ('63)
Erik Hamren ('65)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
1-0 tap gegn Heimsmeisturum Frakka staðreynd.

Olivier Giroud skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 66. mínútu leiksins eftir að Griezmann hafði fallið í teignum.

Fyrsta tap Íslands á Laugardalsvelli í keppnisleik í mörg ár!

Takk fyrir mig í kvöld. Fótbolti.net heldur áfram að færa fréttir héðan úr Laugardalnum í allt kvöld.
96. mín
Matuidi nálægt því að tvöfalda forystuna en Raggi hendir sér fyrir boltann á síðustu stundu.
95. mín
Birkir reynir stungusendingu inn fyrir á Alfreð en Varane kemst í boltann. Alfreð líklega fyrir innan.
95. mín
Frakkarnir virðast bara hæstánægðir. Eru farnir að tefja verulega!
93. mín
Arnór Sig reynir fyrirgjöf sem að Frakkarnir komast í veg fyrir.

Hamrén kallinn ekkert alltof sáttur með þennan bolta frá Arnóri og stappar hressilega í jörðina.
91. mín
Ikone með skot fyrir utan teig en Hannes öruggur sem fyrr í kvöld.

Hannes verið virkilega flottur á milli stanganna.
90. mín
Sex mínútur í uppbót!
90. mín
Sissoko fer hér auðveldlega framhjá Ragnari, keyrir inn á teginn og sækir hornspyrnu.
89. mín

88. mín
Inn:Jonathan Ikoné (Frakkland) Út:Kingsley Coman (Frakkland)
Coman verið erfiður viðureignar!
87. mín Gult spjald: Corentin Tolisso (Frakkland)
Brýtur á Birki sem er kominn á ferðina! Hárrétt!
87. mín

86. mín
Lucas Digne liggur á vellinum og fær aðlhynningu. Frökkunum finnst ekkert leiðinlegt að það sé verið að baula á þá.
85. mín
Frakkarnir koma boltanum burt og halda af stað í hraða sókn.
85. mín
Flott fyrirgjöf frá Guðlaugi og Frakkarnir hreinsa burt.

Hornspyrna!
84. mín
Enn baula Íslendingar á Griezmann og ekki minnkar það þegar hann hrynur í jörðina núna!
82. mín
Frábær varsla frá Hannesi Þór Halldórssyni!

Ben Yedder og Griezmann leika sín á milli, Ben Yedder lætur vaða af stuttu færi en Hannes vel staðsettur og ver þetta vel.
81. mín
Inn:Arnór Sigurðsson (Ísland) Út:Arnór Ingvi Traustason (Ísland)
Skagamaðurinn ungi kemur inn. Hann verður að nýta þessi tækifæri vel!
80. mín
79. mín
ÁÁÁ!

Matuidi neglir boltanum í andlitið á Guðlaugi Victori sem að hrynur í jörðina og fær aðhlynningu.
79. mín
Inn:Wissam Ben Yedder (Frakkland) Út:Olivier Giroud (Frakkland)
Markaskorari Frakka út.
78. mín
STÖNGIN!

Matuidi setur boltann í stöngina eftir snyrtilegan undirbúning frá Coman! Ari Freyr kemur boltanum burt.
78. mín
Íslenska liðið lætur boltann ganga manna á milli áður en að Arnór Ingvi tapar honum úti á hægri katninum og Frakkar halda í sókn.
76. mín
Guðlaugur Victor með áhugaverða ákvörðun. Lætur vaða af svona 40 metra færi þegar okkar hættulegustu menn voru í startholunum inni í teig.
74. mín
Ansi þung sókn Frakka að baki. Sannkölluð stórskotahríð!
73. mín
Inn:Alfreð Finnbogason (Ísland) Út:Rúnar Már Sigurjónsson (Ísland)
Alfreð Finnbogason er mættur aftur í íslensku treyjuna! Geggjaðar fréttir. Ekki eins góðar með Rúnar sem haltrar útaf.
72. mín
Rúnar Már biður hér um skiptingu. Ekki hægt að sjá hvað er að hrjá hann.
71. mín
Corentin Tolisso liggur í grasinu eftir að hafa fengið högg frá Gylfa. Vill þó ekki aðlhynningu.
70. mín
Coman fíflar Ara Frey en kemur síðan með slæma fyrirgjöf. Ari Freyr sennilega manna ánægðastur með það.
69. mín
69. mín Gult spjald: Benjamin Pavard (Frakkland)
Pavard brýtur á Ara Frey og fer í svörtu bókina.
68. mín
Stuðningsmenn Íslands baula á Griezmann í hvert skipti sem hann fær boltann núna!
66. mín Mark úr víti!
Olivier Giroud (Frakkland)
Giroud kemur Heimsmeisturunum yfir!

Sendir Hannes Þór í vitlaust horn. Öryggið uppmálað hjá framherjanum knáa.
65. mín Gult spjald: Erik Hamren (Ísland)
Hamren fær gult fyrir mótmæli!
64. mín
VÍTI!!

Griezmann fellur og úr fréttamannastúkunni leit þetta út eins og algjör dýfa hjá Griezmann og Rocchi fellur í gildruna! Eftir að hafa séð þetta í endursýningu var snerting en Griezmann datt á mjög svo undarlegan hátt!

Griezmann liggur sárkvalinn eftir en ákvörðunin stendur!
63. mín Gult spjald: Rúnar Már Sigurjónsson (Ísland)
Rúnar rífur Blaise Matuidi í jörðina og uppsker gult spjald.
63. mín

62. mín
Flott frá íslenska liðinu þenna stundarfjórðung sem liðinn er af síðari hálfleik.

Betra en í fyrri hálfleik!
61. mín
Gylfi Þór með lúmska skottilraun!

Þessi leit vel út í loftinu en að lokum svífur boltinn yfir mark Frakkanna.
59. mín

59. mín
Griezmann fær boltann á lofti fyrir utan teig og lætur vaða, skoppar í jörðina og yfir markið.

Aldrei nokkur hætta!
58. mín
Í fyrsta skipti í síðari hálfleik nær íslenska liðið að halda boltanum í smá stund og Frakkarnir elta!
56. mín
Hannes gerir frábærlega, kemur út og hirðir erfiða fyrirgjöf frá Moussa Sissoko.

Frakkarnir eru ekki lengi að ná boltanum til baka!
55. mín
Frakkarnir með flotta sókn.

Fyrirgjöf frá Lucas Digne, Giroud kemst í boltann en setur hann framhjá markinu.
53. mín
Kári kemur í veg fyrir fyrirgjöf og boltinn fer í horn.

Kári skallar hornspyrnu Griezmann í burtu.
52. mín
Rocchi dæmir á Kára í teignum við litla hrifningu íslensku leikmannanna.
51. mín
Flott spil hjá íslenska liðinu.

Kolli fær boltann, lætur vaða en boltinn fer af Lenglet og aftur fyrir. Hornspyrna!
51. mín
Griezmann lætur vaða þegar allir bjuggust við fyrirgjöf.

Hannes vel á verðinum og kýlir boltann burt.
50. mín
Gianluca Rocchi með dóm út í hött.

Ragnar tekur létta öxl í öxl við Griezmann á sprettinum, Griezmann fellur og Rocchi flautar. Þetta var svo ,,soft!"
48. mín
Guðni Th. forseti vor, spáir því að Gylfi skori sigurmarkið á 89. mínútu.

Við tökum það!
47. mín

46. mín
Þá höldum við áfram!

Síðari hálfleikur kominn af stað og nú eru það Frakkarnir sem að hefja leik með boltann. Bæði lið óbreytt.
45. mín

45. mín
Hálfleikur
Markalaust þegar Rocchi flautar til hálfleiks. Fyrri hálfleikurinn verið eign Frakka en íslenska liðið hefur átt góða spretti inn á milli.

Fínt að halda núllinu inn í hálfleikinn og það verður spennandi að sjá hvort að liðið haldi áfram á sömu braut í þeim síðari eða hvort Hamren og hans menn geri einhverjar áherslubreytingar.

Sjáumst í síðari!
45. mín
Venjulegum leiktíma í fyrri hálfleik er lokið.

2 mínútur í uppbótartíma.
44. mín
Það stafar alltaf hætta af Kingsley Coman úti á hægri kantinum. Gífurlegur hraði sem drengurin býr yfir!
43. mín Gult spjald: Ragnar Sigurðsson (Ísland)
Dómarinn beitti hagnaði áðan og spjaldar Ragga þegar leikurinn stöðvast fyrir brot á Olivier Giroud.
42. mín
FRÁBÆRT FÆRI!

Lucas Digne með fasta fyrirgjöf inn í teig, Antoine Griezmann lætur vaða í fyrsta en Hannes grípur boltann í annari tilraun. Góð sókn gestanna!
41. mín
Spyrnan tekin stutt og Frakkar spila boltanum á milli sín áður en Pavard tekur skotið af löngu færi. Fer af varnarmanni Íslands og í fangið á Hannesi.
40. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá Pavard af hægri kantinum. Kári kemur þessu aftur fyrir, enn ein hornspyrnan.
39. mín

38. mín
Kolbeinn Sigþórsson skallar þessar hornspyrnu frá Griezmann burt. Frakkar halda þó boltanum áfram.
37. mín
Boltinn dettur út á Digne eftir hornspyrnuna, Digne tekur skotið sem fer af varnarmanni, önnur hornspyrna.
37. mín
Frakkar fá hér sína þriðju hornspyrnu. Hafa ekki nýtt sér þær hingað til.
35. mín
Þá er þetta dottið í sama gamla formið. Frakkarnir spila boltanum sín á milli og Íslendingar verjast.
33. mín
Frábær hornspyrna Gylfa beint á kollinn á Birki Bjarnasyni sem stangar boltann rétt framhjá!

Þetta er allt í áttina.
32. mín
Heldur betur að lifna yfir þessu. Ísland fær hér hornspyrnu!
31. mín
JÓÓN DAAAAAÐI!!!

Íslendingar nálægt því að taka forystuna!!!
Boltinn dettur fyrir Jón Daða fyrir utan teig Frakkana, Jón fer framhjá tveimur og lætur vaða en Mandanda ver!
30. mín Gult spjald: Olivier Giroud (Frakkland)
Frakkarnir heimta vítaspyrnu!

Vilja meina að Kári hafi handleikið knöttinn en Ítalinn ekki sammála. Giroud er brjálaður og uppsker gult spjald fyrir tuð!
29. mín
28. mín
Ekki góð spyrna frá Griezmann sem setur boltann hátt yfir markið. Íslensku stuðningsmennirnir ánægðir með þetta.
27. mín
Hérna fá Frakkarnir aukaspyrnu á hættulegum stað.

Gylfi Þór fær boltann í höndina. Griezmann stillir sér upp og ætlar að láta vaða. 25 metra færi sirka.
25. mín
Íslenska liðið liggur ansi neðarlega á vellinum. Kolli að verjast langt fyrir neðan miðjuboga.
24. mín

23. mín
Afleidd útfærsla af þessari hornspyrnu.

Tekin stutt, Griezmann fær hann í fætur og kemur með hræðilega fyrirgjöf sem fer aftur fyrir. Uppsker lófaklapp íslenskra stuðningsmanna.
21. mín
Coman fer framhjá Ara Frey og kemur með fyrirgjöf sem fer af Ragga og aftur fyrir. Önnur hornspyrna Frakka.
21. mín
Jón Daði fer á vinstri vænginn og Arnór Ingvi yfir á þann hægri eftir að Jói yfirgaf völlinn.
20. mín

19. mín
Áhugaverð rimma á milli Kára og Giroud þegar þeir fara í skallaeinvígi. Báðir frábærir í loftinu.
18. mín
Áfram halda Frakkarnir að stjórna leiknum án þess þó að skapa sér marktækifæri.
16. mín
Inn:Jón Daði Böðvarsson (Ísland) Út:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Jón Daði kemur inná fyrir Jóhann Berg.

Jói nýkominn úr meiðslum og þetta leit ekki vel út. Vonandi sjáum við Jóa í eldlínunni sem allra, allra fyrst.
15. mín
Skipting í uppsiglingu. Jóhann Berg er búinn. Þvílíkt svekkelsi, og þá sérstaklega fyrir Jóa!
13. mín
Gylfi Þór og Jóhann Berg liggja báðir í grasinu og fá aðhlynningu.

Andsk..... þetta má ekki gerast! Lítur verr út með Jóa. Gylfi virðist vera í lagi.
13. mín
ooooog þá fáum við Víkingaklapp!
12. mín
Íslendingar nálægt því að fá hornspyrnu en Mandanda kemur til bjargar á ögurstundu!
11. mín
Flottur varnarleikur hjá Ara.

Digne með háan bolta ætlaðan Kingsley Coman en Ari gerir vel, kemst fyrir sendinguna og skallar boltann í hendur Hannesar.
9. mín
Kolli tekur á móti frábærri sendingu frá Guðlaugi Victori, fyrsta snertingin góð en þá flautar Rocchi á Kolbeinn.

Sennilega of hátt uppi með hendurnar.
8. mín
Clement Lenglet reynir að þræða boltann inn á Digne sem er í hlaupinu, of mikill kraftur í sendingunni og boltinn fer aftur fyrir endamörk.

Frakkar mikið með boltann þessa stundina!
6. mín
Frakkarnir láta boltann ganga manna á milli, eru aðeins að þreifa fyrir sér. Íslenska liðið færir sig í takt.
5. mín
4. mín
Griezmann tekur spyrnuna sem er slök, boltinn hreinsaður burt en hann endar aftur hjá Griezmann sem kemur með fyrirgjöf beint á kollinn á Varane en skallinn hátt yfir.
3. mín
Frakkar fá fyrstu hornspyrnu leiksins eftir að Pavard setur boltann í varnarmann Íslendinga og þaðan afturfyrir.
2. mín
FRÁBÆRT SPIL!

Íslenska liðið heldur betur að byrja þennan leik af krafti. Sundurspila gestina áður en að Ari Freyr kemur með fyrirgjöf sem fer framhjá öllum pakkanum inni í teig og afturfyrir!
1. mín
Þetta er komið af stað í Laugardalnum!

Það eru Íslendingar sem að hefja leik og sækja í átt að Þróttaraheimilinu!
Fyrir leik
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Stuðningsmenn rísa úr sætum og þjóðsöngvarnir eru spilaðir.
Fyrir leik
Þá ganga liðin út á völlinn og stuðningsmenn liðanna taka við sér!

Gianluca Rocchi og hans menn auðvitað fremstir í flokki. Íslendingar spila í sínum bláu treyjum á meðan Frakkarnir eru hvítir.

Þetta er að breeeeesta á!
Fyrir leik
Breyting á byrjunarliði Frakka!

N'Golo Kante meiddist í upphitun og getur ekki tekið þátt. Moussa Sissoko tekur hans sæti í liðinu. Frank Lampard eflaust í skýjunum með þessar fréttir!
Fyrir leik
Ingó the WeatherGod er mættur á svæðið og kveikir í áhorfendum. Þetta er bara flashback á fyrstu helgina í ágúst!
Fyrir leik
,,Röddin" eða Páll Sævar Guðjónsson fer hérna yfir nokkur praktísk atriði í hátalarakerfinu.

Frönsku stuðningsmennirnir eru hressir og kátir, byrjaðir að syngja og tralla. Tólfumeðlimir eru að setja sit í stellingar.
Fyrir leik
Freyr Alexandersson um Guðlaug Victor í hægri bakverði:
,,Guðlaugur Victor er búinn að vera í myndinni hvað varðar þessa stöðu síðan í mars. Það er búið að 'drilla' hann í þetta hlutverk síðan þá," segir Freyr Alexandersson í viðtali við RÚV.

,,Af mörgum ástæðum gafst núna tækifærið til að gefa honum sénsinn. Það er stórt próf en hann er hugrakkur drengur sem er tilbúinn í slaginn. Hann tikkar í mörg box varðandi þessa stöðu."
Fyrir leik

Fyrir leik
Bæði lið eru mætt út í upphitun. Frönsku leikmennirnir flestir með vettlinga, húfur og buff upp að nefi!

Við getum svo sannarlega ekki kvartað yfir veðrinu hér í kvöld. Verður ekkert mikið betra á þessum tíma ársins.
Fyrir leik
Fólk er farið að flykkjast á völlinn og Ingó Veðurguð er búinn að taka ,,sándtjékk" eins og sjá má á myndunum hér að ofan.

Didier Deschamps og Erik Hamrén eru búnir að hitta hvorn annan og virðast vera mestu mátar!
Fyrir leik
Byrjunarlið Heimsmeistaranna er einnig klárt!

Lucas Hernandez, vinstri bakvörður Bayern Munchen, er á bekknum en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Lucas Digne, liðsfélagi Gylfa er því í vinstri bakverðinum.

Antoine Griezmann er stillt upp úti á hægri kanti en Olivier Giroud leiðir sóknarlínuna.
Fyrir leik
Erik Hamren hefur opinberað byrjunarlið Íslands!

Athygli vekur að Guðlaugur Victor Pálsson er notaður í hægri bakverði í þessum leik.

Birkir Bjarnason byrjar þrátt fyrir að vera án félags og Kolbeinn Sigþórsson er í fremstu víglínu. Gylfi Þór Sigurðsson er rétt fyrir aftan Kolbein en Gylfi er með fyrirliðabandið í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Frakkarnir eru mættir á völlinn. Didier Deschamps rölti fyrstur út úr rútunni á meðan Antoine Griezmann lét bíða eftir sér og kom síðastur.

Hélt á bolla með te-i í.
Fyrir leik
Fyrir leik
Veðrið í Laugardalnum er í rauninni magnað miðað við árstíma. Það er algjört blankalogn og hitastigið á bilinu 9-10 gráður.

Stjörnuveðurfræðingurinn Theódór Hervarsson segir að kuldinn geti þó farið niður í þrjár gráður síðar í kvöld.

,,Spárnar eru sammála um að vindur verði hægur í Laugardalnum og ekki verði þörf fyrir regnfatnað. Það verður þó ekkert sérlega hlýtt. Þar erum við að tala um 5-6 gráður þegar flautað verður til leiks, en hitinn gæti svo skriðið niður að 3 gráðum í leikslok."
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það er að sjálsögðu löngu uppselt á leikinn en miðarnir fóru hratt þegar miðasalan opnaði í síðasta mánuði.

Á annað hundrað fjölmiðlamanna munu starfa í kringum leikinn og vegna fjöldans hefur þurft að útbúa mikið stærri aðstöðu á Laugardalsvelli fyrir fjölmiðlamenn en vanalega. Fréttamannafundir eftir leik verða svo haldnir í Baldurshaga þar sem skylmingaræfingar fara alla jafna fram.
Fyrir leik
Fyrir leik
Raphael Varane, fyrirliði Frakka:
,,Við búumst við mikilli baráttu en við munum leggja áherslu á að spila góðan fótbolta með hröðum sendingum. Við viljum láta spilið ganga hratt þegar við erum með boltann. Við munum passa föst leikatriði sérstaklega hjá íslenska liðinu. Aukaspyrnur, hornspyrnur, innköst og þess háttar."

,,Þetta er gott lið og við búumst við mjög erfiðum leik. Við þekkjum íslenska liðið og berum virðingu fyrir því. Leikurinn á morgun er mjög mikilvægur fyrir okkur og við leggjum allt í sölurnar til að vinna."
Fyrir leik
Aðrir leikir í riðlinum í kvöld:
18:45 Andorra - Moldóva
18:45 Tyrkland - Albanía

Vægast sagt áhugaverð viðureign í Tyrklandi þar sem Albanir kíkja í heimsókn. Tyrkjar á toppi riðilsins á meðan ekki er öll von úti fyrir Albani.
Fyrir leik
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka:
,,Íslendingar hafa sýnt að þeir eru betri á heimavelli og aðstæðurnar eru öðruvísi. Ég býst við líkamlega erfiðum leik.

,,Ísland spilar mjög beinskeyttan fótbolta og er með hættulegt lið í föstum leikatriðum, til dæmis í löngum innköstum. Þeir eiga margar hættulegar útfærslur í innköstum. Ísland er hættulegt lið, sérstaklega á heimavelli."
Fyrir leik
Fyrir leik
Olivier Giroud og Steve Mandanda hafa báðir lýst yfir áhyggjum sínum af íslenska veðurfarinu.

,,Þetta er opinn leikvangur með frjálsíþrótta hlaupabrautum og ég held að það verði mjög kalt. Ég veit ekki um gæðin á vellinum. Aðstæður gæti verið svolítið öðruvísi. Við verðum að aðlagast því af því að við erum atvinnumenn," sagði Giroud og Mandanda tók í sama streng.

,,Þetta verður mjög erfitt með rokið og rigninguna. Þeir spila líka með öðruvísi stíl heima en þegar þeir spila úti."
Fyrir leik
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna í þessum riðli fór fram í Frakklandi í mars á Saint-Denis vellinum. Frakkar tóku forystuna snemma með marki frá Samuel Umtiti. Staðan í leikhléi var 1-0 og frammistaða íslenska liðsins góð.

Síðustu mínúturnar fór að halla undan fæti hjá íslenska liðinu og Frakkar nýttu sér það. Antoine Griezmann, Kylian Mbappe og Olivier Giroud skoruðu allir og að lokum sigraði franska liðið örugglega, 4-0.
Fyrir leik
Gylfi Þór Sigurðsson:
,,Við töpuðum fyrri leiknum 4-0. Við spiluðum ekki eins og við verum anir í þeim leik. Frakkar léku mjög vel en á sama tíma vorum við slakir og ég er nokkuð viss um að það sama verði ekki uppi á teningnum á morgun."

,,Síðustu 5-6 árin hefur verið erfitt að vinna okkur heima, sérstaklega í undankeppnum. Við vorum að ræða um þetta um daginn og ég man ekki hvenær við töpuðum síðast í undankeppninni á heimavelli. Vonandi heldur það áfram."
Fyrir leik
Eins og áður kemur fram verður franska liðið án fyrirliða síns á morgun, Hugo Lloris, markverði Tottenham. Rafael Varane, leikmaður Real Madrid, verður með fyrirliðabandið í hans fjarveru.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, þurfti að draga sig útúr landsliðshópnum um síðustu helgi eftir að hafa orðið fyrir groddaralegri tæklingu í katörsku úrvalsdeildinni. Aron verður frá í einvern tíma en Gylfi Þór Sigurðsson mun bera fyrirliðabandið í fjarveru hans.
Fyrir leik
Ítalinn Gianluca Rocchi dæmir leikinn en hann er talinn einn besti dómari heims. Aðstoðardómarar verða landar hans Filippo Meli og Giorgio Peretti og fjórði dómari Massimiliano Irrati.

Hann dæmdi úrslitaleik Evrópudeildarinnar fyrr á þessu ári, þegar Chelsea og Arsenal áttust við. Rocchi var valinn dómari ársins 2018 í ítölsku A-deildinni en sama ár starfaði hann við dómgæslu á HM í Rússlandi.
Fyrir leik
Það hefur verið mikið rætt og skrifað um síðustu viðureign þessara liða á Laugardalsvelli sem fór fram árið 2000.

Þeim leik lauk með 1-1 jafntefli. Líkt og nú þá voru Frakkar ríkjandi heimsmeistarar þegar þeir mættu til Íslands í þann leik. Ríkharður Daðason kom Íslandi í forystu eftir rúmlega hálftíma leik en Rikki skallaði boltann þá í autt markið eftir skógarúthlaup frá Fabien Barthehz, markverði Frakka.

Christophe Dugarry skoraði jöfnunarmark Frakka tæpum þremur mínútum eftir mark Rikka.
Fyrir leik
Það þarf ekki að eyða mörgum orðum í Frakkana, það eru allir knattspyrnuáhugamenn meðvitaðir um gæðin sem þeir búa yfir og það er kannski þess vegna sem þeir eru Heimsmeistarar.

Það eru þó stór skörð hoggin í franska liðið en þrjár stórstjörnur eru frá vegna meiðsla en það eru þeir Paul Pogba (Manchester United), Kylian Mbappé (PSG) og Hugo Lloris (Tottenham).
Fyrir leik
Staðan í riðlinum:

Tyrkland - 15 stig og 12 mörk í plús
Frakkland - 15 stig og 15 mörk í plús
Ísland - 12 stig og 1 mark í plús
Albanía - 9 stig og 1 mark í plús
Moldóva - 3 stig og 15 mörk í mínus
Andorra - 0 stig og 14 mörk í mínus
Fyrir leik
Gott kvöld og verið velkomin í beina textalýsingu úr Laugardalnum!

Framundan er viðureign Íslands og Heimsmeistara Frakka á Laugardalsvelli í undakeppni fyrir EM 2020. Leikurinn hefst 18:45 að staðartíma.

Verið með frá byrjun, takið þátt í umræðunni á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #fotboltinet og það er aldrei að vita nema einhverjir vel valdir póstar rati inn í þessa textalýsingu.
Byrjunarlið:
16. Steve Mandanda (m)
2. Benjamin Pavard
4. Clement Lenglet
4. Raphael Varane
7. Antoine Griezmann
9. Olivier Giroud ('79)
11. Kingsley Coman ('88)
12. Corentin Tolisso
14. Blaise Matuidi
17. Moussa Sissoko
18. Lucas Digne

Varamenn:
1. Alphonse Areola (m)
23. Mike Maignan (m)
3. Presnel Kimpembe
6. Tanguy Ndombele
8. Thomas Lemar
10. Wissam Ben Yedder ('79)
15. Kurt Zouma
19. Djibril Sidibe
20. Jonathan Ikoné ('88)
21. Lucas Hernandez
22. Alassane Pléa

Liðsstjórn:
Didier Deschamps (Þ)

Gul spjöld:
Olivier Giroud ('30)
Benjamin Pavard ('69)
Corentin Tolisso ('87)

Rauð spjöld: