Breiðablik
0
4
PSG
0-1 Karina Sævik '10
0-2 Formiga '17
0-3 Marie-Antoinette Katoto '28
0-4 Paulina Dudek '92
16.10.2019  -  18:30
Kópavogsvöllur
Meistaradeild kvenna - 16 liða úrslit
Dómari: Olga Zadinová (Tékklandi)
Áhorfendur: 1312
Maður leiksins: Karina Sævik
Byrjunarlið:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
Ásta Eir Árnadóttir
Fjolla Shala
7. Agla María Albertsdóttir (f)
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('90)
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('87)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
21. Hildur Antonsdóttir ('82)

Varamenn:
2. Sóley María Steinarsdóttir
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('90)
6. Isabella Eva Aradóttir ('82)
6. Þórhildur Þórhallsdóttir ('87)
19. Esther Rós Arnarsdóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Sonný Lára Þráinsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið.

PSG fer með fjögurra marka forystu áfram í síðari viðureignina. Fyrri hálfleikur var sérstaklega erfiður fyrir Blika sem náðu að fóta sig aðeins betur í þeim síðari.

Ég þakka fyrir mig í bili. Minni á viðtöl og skýrslu hér á eftir.
92. mín MARK!
Paulina Dudek (PSG)
Varnarjaxlinn skorar með skalla eftir hornspyrnu í uppbótartíma.
90. mín
Inn:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik)
Önnur efnileg inn sem varð Íslandsmeistari með 3.flokki á dögunum.
89. mín
Það eru 1312 áhorfendur á Kópavogsvelli í kvöld.
87. mín
Inn:Þórhildur Þórhallsdóttir (Breiðablik) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Önnur skipting Blika. Það eru mismunandi verkefnin hjá Þórhildi þessa dagana. Hún var að spila til úrslita á Íslandsmótinu í 3.flokki fyrir 11 dögum. Tekur svo 16-liða úrslit í Meistaradeildinni í kvöld.
83. mín
DAUÐAFÆRI!

Sævik er nálægt því að bæta við marki. Fékk fyrirgjöf á fjær. Ásta Vigdís varði frá henni í fyrstu tilraun. Sævik fékk boltann svo aftur en ég sé ekki hvort það er stöngin eða Ásta sem bjargar í seinna skiptið.
82. mín
Inn:Isabella Eva Aradóttir (Breiðablik) Út:Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
Fyrsta skipting Breiðabliks.
81. mín
Berglind Björg getur haldið áfram.
80. mín
Berglind Björg liggur. Hún féll við eftir að hafa sent frá sér boltann. Líklega slæmur krampi.
76. mín
Inn:Lea Khelifi (PSG) Út:Sandy Baltimore (PSG)
Önnur frönsk unglingalandsliðskona komin inná. Þrír hættulegustu framherjar PSG farnar útaf.
75. mín
Það er mikið stuð á pöllunum. Hér eru barnungir Blikar búnir að rífa sig úr að ofan og syngja og tralla svo ekki heyrist bara í þeim frönsku lengur.
72. mín
Gestirnir brjóta aftur á Blikum úti á miðjum velli. Karólína Lea leitar að möguleika til að taka hratt en Frakkarnir eru fljótar í stöðu og skynsamlegra að gefa sér tíma og stilla upp.

Kristín Dís tekur svo spyrnuna, spilar á Karólínu sem setur boltann upp kantinn í hlaupaleið Ástu. PSG vinnur boltann en Blikar vinna hann svo aftur og Ásta Eir á fyrirgjöf sem Endler grípur örugglega.
69. mín
Inn:Lina Boussaha (PSG) Út:Nadia Nadim (PSG)
Önnur skipting gestanna. Frönsk unglingalandsliðskona inn fyrir danska A-landsliðskonu.
69. mín
Blikar fá aukaspyrnu á rétt framan við miðjuhringinn. Nú er tækifæri til að búa eitthvað til.

Agla María reynir að lauma boltanum inn í þéttan pakkann í teignum en PSG-konur hreinsa frá.
67. mín
22 mínútur komnar á klukkuna í seinni hálfleik og ekkert mark komið. Nú fá gestirnir horn sem þær taka stutt. Baltimore á svo fyrirgjöf sem Alexandra skallar frá.
64. mín
Blikar aftur ósáttar við dómarann. Hildur Antons brýtur á Cook þegar Breiðablik var að reyna að byggja upp sókn. Held það sé því miður lítið hægt að kvarta yfir þessu. Hildur einfaldlega aðeins of sein þarna.
60. mín
Blikar vilja óbeina aukaspyrnu eftir að Endler tekur boltann upp með höndum eftir að Cook hafði snert boltann aðeins. Aldrei sending. Aldrei aukaspyrna.
56. mín
Það er ekki alveg eins mikið ákefð í PSG hér í seinni hálfleiknum enda í góðri stöðu og með fín tök á leiknum. Það er engu síður brjálað að gera hjá liði Breiðabliks við að verjast enda hættur úr öllum áttum.
55. mín
Nú er ég ekki ánægð með þá tékknesku. PSG fær aukaspyrnu rétt utan teigs. Olga Zadinová dómari mat það sem svo að brotið hefði verið á Sævik. Hún hafði nú samt fengið að spila boltanum og snertingin alls ekki mikil.

Nadia tekur aftur en það verður sem betur fer ekkert úr þessu.
52. mín
Þarna sýnir Nadia Nadim klókindi. Fellur auðveldlega við eftir viðskipti við Fjollu og fær dæmda aukaspyrnu af einhverjum 40 metrum. Lætur Öglu Maríu aðeins heyra það fyrir að sækja boltann ekki fyrir sig. Engin ástæða fyrir Öglu Maríu að vera gera henni nokkurn greiða. Gaman að þessu.

Nadia tekur spyrnuna sjálf. Spyrnan er skrítin og boltinn flýgur yfir fjærstöngina.
50. mín
Berglind Björg fær boltann í vítateig PSG, sér markið og ætlar að finna skotið en varnarvinnan hjá Alana Cook er flott, þvílík fótavinna og hún nær að koma sér fyrir skotið.
49. mín Gult spjald: Sandy Baltimore (PSG)
Love it. Fjolla nær spjaldi á Sandy Baltimore. Var fljót að taka aukaspyrnu, beint í Sandy sem fékk í staðinn gult.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn. Ein breyting hjá gestunum. Engin hjá Blikum sem eru vonandi búnar að hrista af sér stressið.
45. mín
Inn:Jordyn Huitema (PSG) Út:Marie-Antoinette Katoto (PSG)
Hálfleiksskipting hjá PSG. Katoto hvílir sig eftir flottan fyrri hálfleik. Jordyn Huitema kemur inn í hennar stað. Jordyn er kanadísk og fædd árið 2001. Hrikalega mikið efni.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur og PSG er 3-0 yfir.

Tölfræðin segir okkur að PSG hefur verið 77% með boltann og þær hafa átt 15 markskot á móti tveimur hjá Breiðablik.

Erfitt framhald hjá Blikum sem ná vonandi að stilla sig aðeins af í hálfleiknum og gefa gríðarsterkum gestunum leik í seinni.
43. mín
Enn ein tilraunin hjá PSG. Hanna Glas kemur inn af hægri kantinum og reynir skot sem flýgur rétt framhjá.
39. mín
BERGLIND!

Það kemur langur bolti fram völlinn úr öftustu línu Blika. Paulina Dudek misreiknar hann og á slæma snertingu með Berglindi andandi ofan í hálsmálið á sér. Berglind vinnur boltann og reynir skot af vítateigslínunni en það er beint á Endler markvörð sem fær loksins eitthvað að gera.
32. mín
Áframhaldandi yfirvinna hjá Ástu Vigdísi. Með stuttu millibili gerir hún vel í að grípa hornspyrnu PSG og verja langskot Baltimore.

PSG liðið er hrikalega gott og Blikar ráða ekkert við tempóið.
28. mín MARK!
Marie-Antoinette Katoto (PSG)
Stoðsending: Hanna Glas
Eins og að drekka vatn..

Hanna Glas á laglegt hlaup inn á teig, losar boltann svo til hliðar á Katoto sem leikur framhjá Kristínu Dís og skilar boltanum örugglega í fjærhornið.
27. mín
Áslaug Munda tekur aukaspyrnuna og setur boltann á fjær þar sem Heiðdís er mætt. Heiðdís nær skallanum en tekst ekki að stýra boltanum á markið.

Fínasta tilraun.
24. mín
Fyrsta alvöru sóknaruppbygging Blika og hún er vel útfærð. Alexandra vinnur skallaeinvígi á miðjunni. Boltinn berst á Berglindi sem spilar svo á Karólínu og þær eiga samleikssyrpu sem endar á því að brotið er á Karólínu úti í hægra horni.
22. mín
SÆVIK!

Skýtur rétt framhjá af D-boganum!
21. mín
ÁSTA!

Ver vel frá Katoto sem fékk skotséns á markteig.

Boltinn í horn sem PSG tekur stutt en nær svo ekki að skapa sér neitt í kjölfarið.
17. mín MARK!
Formiga (PSG)
Æi, þetta var ekki gott. Slakur varnarleikur eftir hornspyrnu PSG.

Formiga lúrði ein á fjærstönginni og átti ekki í neinum vandræðum með að skalla boltann í markið.
15. mín
Aftur ógnar PSG. Mér sýndist það vera Nadia Nadim sem átti viðstöðulaust skot beint í hendurnar á Ástu Vigdísi eftir fyrirgjöf Baltimore.

Mesti sviðsskrekkurinn virðist þó vera að renna af Blikum. Þeim virðist vera farið að líða aðeins betur á vellinum.
13. mín
Andrými hjá Blikum. Það er brotið á Berglindi í miðjuhringnum og Blikar ná að stilla upp fyrir aukaspyrnu. Heiðdís setur fínan bolta upp í horn á Öglu Maríu sem nær til boltans en tekst ekki að skila honum á samherja.
12. mín
Frábær varnarvinna hjá Heiðdísi sem nær að stoppa hina eldfljótu Katoto áður en hún kemst á ferðina.
10. mín MARK!
Karina Sævik (PSG)
Þetta lá í loftinu. Karina Sævik skorar af markteig eftir sendingu frá hægri.
7. mín
Ásta Vigdís byrjar leikinn af öryggi. Er búin að díla vel við fyrirgjafir PSG hér í byrjun. Mikilvægt að hún eigi sinn allra besta leik á þessum yfirvinnudegi.
5. mín
Reynsluboltinn Formiga reynir langskot. Bjartsýn og boltinn vel framhjá.

Það er vel mætt á völlinn en það heyrist bara í stuðningsmönnum franska liðsins. Nú mega íslendingar fara út fyrir þægindarammann og láta aðeins í sér heyra.
4. mín
Franska liðið mætir ógnandi til leiks. Þær hafa verið með boltann þessar fyrstu mínútur og voru nú rétt í þessu að vinna sína fyrstu hornspyrnu. Blikar ná að hreinsa.
3. mín
Stórhætta í vítateig Blika. Sandy Baltimore skverar boltann fyrir markið. Katoto er nálægt því að ná til hans en mér sýnist Ásta Vigdís ná snertingu sem nægir til að afstýra hættunni.
1. mín
Gestirnir eiga fyrstu sókn leiksins en Ásta Vigdís gerir vel í að grípa fyrirgjöf þeirra.
1. mín
Leikur hafinn
Berglind Björg sparkar þessu af stað fyrir Blika sem leika í átt að Smáranum. Spilar niður á Alexöndru sem neglir boltanum upp í horn í hlaupaleiðna hjá Öglu. Sendingin þó of föst og gestirnir fá innkast.
Fyrir leik
Fyrir dómaraáhugafólk má benda á að eftirlitsdómari í dag er Wendy Toms. Fyrsta konan til að starfa sem aðstoðardómari í efstu deild karla á Englandi. Mikill brautryðjandi.
Fyrir leik
Liðin eru mætt til vallar. Hafa heilsast og stilla sér nú upp fyrir liðsmyndatökur.

Blikar eru í glæsileg svörtu og grænu evrópubúningunum sínum en gestirnir eru í neon bleiku.
Fyrir leik
Gestirnir frá París stilla svona upp:

Endler

Lawrence - Glas - Cook - Dudek - Baltimore

Sævik - Diallo - Formiga

Katoto - Nadim
Fyrir leik
Uppstilling Blika verður annars hefðbundin:

Ásta Vigdís

Ásta Eir - Heiðdís - Kristín Dís - Áslaug Munda

Fjolla - Hildur

Karólína - Alexandra - Agla María

Berglind Björg
Fyrir leik
Þá er þetta alveg að skella á. Það er að verða ansi þéttsetið í stúkunni á Kópavogsvelli og eftirvæntingin er gríðarleg.

Eins og sjá má hér til hliðar verður það Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir sem ver Blikamarkið í kvöld.
Fyrir leik
Alexandra Jóhannsdóttir:
,,Steini og Óli eru búnir að stúdera þær og við erum búnar að hoppa á videofundi og svoleiðis. Við erum búnar að kynna okkur þær nokkuð vel.''

,,Það þýðir ekkert annað en að mæta bjartsýnn og með brjóstkassann úti í svona leik, annars er manni bara slátrað.''

,,Við erum vanar öllu og betra fyrir okkur á móti þeim að hafa kalt, rok og smá rigningu. Þetta eru leikirnir sem maður vill spila og það er ekki hægt að kvarta yfir þessu.''
Fyrir leik
Hin tékkneska Olga Zadinová mun dæma leikinn. Hún er reynslumikill dómari og dæmdi meðal annars leik Íslands og Slóveníu í undankeppni EM, haustið 2016. Búin að dæma á stóra sviðinu síðan 2013.
Fyrir leik
Það má búast við að Breiðablik stilli upp sama liði og sigraði Sparta Prag í 32-liða úrslitum nema hvað að óvissa er um markmannsstöðuna. Fyrirliðinn Sonný Lára Þráinsdóttir missti af síðasta leik og nýliðnum landsliðsverkefnum vegna meiðsla og spurning hvort hún sé búin að ná sér.

Varamarkvörðurinn Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir greip tækifærið sem hún fékk í útileiknum gegn Sparta Prag. Hélt hreinu og var valin maður leiksins svo hún er klár í að halda búrinu lokuðu áfram ef Sonný er ekki leikfær.
Fyrir leik
Breiðablik lagði Sparta Prag að velli í 32-liða úrslitum. Vann báða leiki sína gegn Tékklandsmeisturunum og fékk svo franska stórliðið PSG upp úr hattinum þegar dregið var í 16-liða úrslitin.

Ekki auðveldasta verkefnið en franska liðið er gríðarlega sterkt og með því leika fjölmargir heimsklassa leikmenn.

Ber þar helst að nefna hina brasilísku Formiga sem á heimsmet í að spila á Heimsmeistaramótum. Hefur tekið þátt í 7 mótum og mun mæta með alla sína reynslu til leiks.

Í liði PSG eru líka danska landsliðskonan Nadia Nadim sem sló í gegn á EM 2017, þýska landsliðskonan Sara Däbritz og frönsku framherjarnir Marie-Antoinette Katoto og Kadidiatou Diani. Áfram mætti lengi telja en það eru fáir veikleikar á franska liðinu.

Treystum þó á að Þorsteinn Halldórsson og Ólafur Pétursson, þjálfarar Breiðabliks, hafi fundið nokkra og Blikaliðið geti nýtt sér þá.
Fyrir leik
Gleðilegan Meistaradeildardag!

Hér verður bein textalýsing frá stórleik Breiðablis og Paris Saint Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Byrjunarlið:
16. Christiane Endler (m)
2. Hanna Glas
4. Paulina Dudek
5. Alana Cook
7. Aminata Diallo
9. Marie-Antoinette Katoto ('45)
10. Nadia Nadim ('69)
12. Ashley Lawrence
15. Karina Sævik
21. Sandy Baltimore ('76)
24. Formiga

Varamenn:
1. Katarzyna Kledrzynek (m)
17. Eve Perisset
18. Lina Boussaha ('69)
19. Annahita Zamanian
20. Perle Morrini
23. Jordyn Huitema ('45)
27. Lea Khelifi ('76)

Liðsstjórn:
Olivier Echouafni (Þ)

Gul spjöld:
Sandy Baltimore ('49)

Rauð spjöld: