Moldóva
1
2
Ísland
0-1 Birkir Bjarnason '18
Nicolae Milinceanu '56 1-1
1-2 Gylfi Þór Sigurðsson '65
1-2 Gylfi Þór Sigurðsson '78 , misnotað víti
17.11.2019  -  19:45
Kisínev
Undankeppni EM
Aðstæður: Völlurinn góður. Hiti 7 gráður.
Dómari: Pavel Kralovec (Ték)
Byrjunarlið:
23. Alexei Koselev (m)
3. Igor Armas
4. Sergio Platica
7. Artur Ionita
8. Catalin Carp ('90)
10. Eugeniu Cociuc
11. Radu Ginsari ('83)
14. Artur Craciun
18. Artur Patras
20. Vadim Rata
21. Nicolae Milinceanu ('59)

Varamenn:
1. Denis Rusu (m)
12. Nicolai Cebotari (m)
9. Alexandr Belousov
13. Andrei Cojocari ('90)
15. Ion Jardan
16. Denis Marandici
17. Evgheni Oancea
19. Vitalie Damascan ('59)
22. Dinu Graur ('83)

Liðsstjórn:
Engin Firat (Þ)

Gul spjöld:
Artur Craciun ('35)
Vadim Rata ('49)
Artur Ionita ('76)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Endum þessa undankeppni á sigri. Von á viðtölum frá Moldóvu fljótlega. Fylgist með hér á síðunni.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
93. mín
Viðar með fína tilraun fyrir utan teig, en boltinn fram hjá markinu.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
92. mín
Viðar vinnur aukaspyrnu á hægri kantinum. Hef það á tilfinningunni að þessi leikur sé að fjara út.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
90. mín
+4 í uppbótartíma.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
90. mín
Inn:Andrei Cojocari (Moldóva) Út:Catalin Carp (Moldóva)
Síðasta skipting heimamanna.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
89. mín
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
87. mín
Inn:Hörður Björgvin Magnússon (Ísland) Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
Mjög flottur leikur hjá Birki.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
86. mín
Það styttist í annan endann. Stefnir í nauman íslenskan sigur.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
83. mín
Inn:Dinu Graur (Moldóva) Út:Radu Ginsari (Moldóva)
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
82. mín
Gylfi kemur sér í skotfæri og á fínasta skot á markið. Koselev gerir þó vel og sér við fyrirliða okkar.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
81. mín
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
80. mín
Gylfi með hörkuskot fyrir utan teig, rétt fram hjá. Staðráðinn í að bæta upp fyrir vítaspyrnuklúðrið.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
78. mín Misnotað víti!
Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
Gylfi klúðrar. Marvörður Moldóvu varði vel frá honum.

Gylfa hefur gengið illa á vítapunktinum að undanförnu. Klúðraði einnig gegn Andorra í síðasta landsliðsglugga.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
77. mín
VÍTI fyrir Ísland. Eftir darraðadans í teignum er brotið á Arnóri! Hárréttur dómur.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
76. mín Gult spjald: Artur Ionita (Moldóva)
Braut á Viðari Erni.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
75. mín
Gylfi með skot fyrir utan teig með vinstri fæti. Beint á Koselevev.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
73. mín
Heilt yfir hefur þessu leikur ekki verið neitt stórkostlegur hjá íslenska liðinu. Höfum oft, margoft, spilað betur en í kvöld.

Þó má ekki gleyma að Moldóva gaf Heimsmeisturum Frakklands hörkuleik í París á föstudaginn. Nýi þjálfarinn, Engin Firat, virðist vera að koma með kraft í þetta hjá Moldóvum.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
72. mín
Hinum megin á vellinum leikur Birkir á nokkra leikmenn og á skot, en það er yfir markið.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
71. mín
STRÁKAR VAKNA! Varamaðurinn Damascan fær sendingu í gegn og á skot í stöngina. Þarna mátti engu muna.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
69. mín
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
68. mín
Núna liggur Arnór Sigurðsson í grasinu. Hann ætlar að reyna að haltra þetta af sér.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
65. mín MARK!
Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
JÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!

Aftur skorar Ísland eftir frábæra sókn. Birkir færir hann frá vinstri til hægri á Guðlaug Victor. Hann setur boltann á Arnór sem hælar hann á Jón Daða. Jón Daði sendir hann á félaga sinn Viðar Örn og Viðar setur knöttinn í teiginn, en þar kýlir markvörður Moldóvu hann út á Gylfa. Glæsilegt mark eftir einnar snertinga fótbolta.

Gylfi að skora sitt 22. landsliðsmark.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
64. mín Gult spjald: Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
Fyrir brot á miðjum vellinum.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
63. mín
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
62. mín
Ginsari með skotið fyrir utan teig, en það er hátt yfir markið.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
59. mín
Inn:Vitalie Damascan (Moldóva) Út:Nicolae Milinceanu (Moldóva)
Markaskorarinn af velli.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
56. mín MARK!
Nicolae Milinceanu (Moldóva)
Moldóvarnir hafa verið að ógna og þeir jafna hérna.Sending frá Platica og Milinceanu er einn á auðum sjó í teignum.

Ekki nægilega gott hjá Íslandi.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
56. mín
Samúel fer inn á miðjuna, Birkir út á vinstri kant.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
55. mín
Inn:Samúel Kári Friðjónsson (Ísland) Út:Mikael Neville Anderson (Ísland)
Samúel Kári, sem hefur verið að gera flotta hluti með Viking í Noregi, kemur inn á.

Mjög flottur leikur hjá Mikael.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
53. mín
Heimamenn eru að fá mikið af efnilegum skyndisóknum. Ekki að ná að nýta þær vel.

Mikael er á leiðinni út af. Hann getur ekki haldið leik áfram. Fékk högg á rifbeinin.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
52. mín
DAUÐAFÆRI! Jón Daði fær boltann aftur úti hægra megin og keyrir upp að endamörkum. Hann leggur boltann út á Gylfa, en varnarmenn Moldóvu koma sér fyrir skotið. Mjög gott færi þarna.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
52. mín
Mikael heldur leik áfram - í bili að minnsta kosti.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
49. mín Gult spjald: Vadim Rata (Moldóva)
Fyrir brot á Mikael sem liggur eftir. Ljót brot.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
48. mín
Úfff, Moldóvar í hættulegu færi hinum megin. Catalin Carp náði ekki til boltans inn á teignum. Þeir fá í kjölfarið horn, en Íslenska liðið nær að bægja hættunni frá.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
47. mín
Arnór með góðan sprett og kemur boltanum á Jón Daða úti hægra megin. Selfyssingurinn setur boltann á hættulegan stað inn í teiginn, en Moldóvar ná að bægja hættunni frá. Viðar Örn var nálægt, en náði ekki að koma sér í boltann.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn flautaður á!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
45. mín
Hálfleikur
Moldóvar ógnuðu aðeins í lok hálfleiksins en íslenska liðið verið mun betra.
44. mín
Moldóvar að koma sér í dauðafæri en þá mætir Raggi til bjargar.
43. mín Gult spjald: Guðlaugur Victor Pálsson (Ísland)
Slæmdi hendinni í andlit leikmanns Moldóvu að mati dómarans.
42. mín
Ari með hörkuskot af löngu færi, boltinn breytir um stefnu af varnarmanni. Horn.
40. mín
Gott spil hjá Íslandi. Viðar kemst í hörkufæri en Koselev í markinu lokar á hann.

Það eru miklir yfirburðir hjá Íslandi og liðið að sýna góða spilamennsku.
38. mín
STÖNGIN! Birkir Bjarnason með skot sem endar í stönginni.
35. mín Gult spjald: Artur Craciun (Moldóva)
Ansi ljót tækling á Mikael sem getur sem betur fer haldið leik áfram.
34. mín
Hannes öruggur í markinu. Er að hirða fyrirgjafir hægri - vinstri.
29. mín
Inn:Viðar Örn Kjartansson (Ísland) Út:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Kolbeinn þarf stuðning af vellinum. Ökklameiðsli. Leiðinleg tíðindi.
28. mín
Kolbeinn missteig sig illa og liggur á vellinum. Þarf aðhlynningu.
27. mín
SLÁIN!!! Gylfi með boltann fyrir utan teig en Moldóvi nær að komast í hann, boltinn berst á Birki Bjarnason sem á skot í þverslána og yfir.
25. mín
Ginsari með skottilraun en skaut í Sverri sem lokaði vel.
24. mín
Ari með skottilraun úr þröngu færi. Varið.
23. mín
Ísland að einoka boltann. Þetta mark virðist hafa hleypt lofti úr heimamönnum.
20. mín Gult spjald: Birkir Bjarnason (Ísland)
Fær réttilega gult spjald. Fyrir brot.
18. mín MARK!
Birkir Bjarnason (Ísland)
Stoðsending: Mikael Neville Anderson
BIRKIR HEFUR KOMIÐ OKKUR YFIR!!! Gerði þetta hrikalega smekklega. Kom sér í skotfæri í teignum og kláraði vel.

Mikael kom boltanum á Birki, vel gert hjá stráknum! Góð sókn íslenska liðsins.
17. mín
Birkir með skot fyrir utan teig, skotið í varnarmann og boltinn var ansi nálægt því að berast á Arnór Sigurðsson en hann náði ekki til hans.
15. mín
MOLDÓVA MEÐ SKOT Á MARK!

Carp í fínu skotfæri við vítateigsendann en skotið beint á Hannes.
14. mín
Jæja þarna kom smá sóknarlota frá Íslandi, smá darraðadans og Arnór var í leit að skotfærinu en fann það ekki.

Íslensku áhorfendurnir eru ekki fjölmennir en eru í stuði og duglegir að láta í sér heyra. Hafa samt enn ekki reynt við Víkingaklappið.
12. mín
Moldóvska liðinu hefur ekki gengið vel að komast í gegnum vörn Íslands. Að sama skapi höfum við ekki enn náð að skpa teljandi færi.
9. mín
Rata með skot af rosalega löngu færi. Rosalega langt framhjá.
5. mín
Það virkar hugur í Moldóvum. Láta finna vel fyrir sér hér í upphafi.
3. mín
Ágætlega mætt miðað við það sem ég bjóst við. "Þetta er næstbesta mæting á heimaleik hjá okkur í þessari undankeppni. Bara fleiri á Frakkaleiknum," segir moldóvskur kollegi.
2. mín
Platica með fyrirgjöf sem Hannes á ekki í vandræðum með að handsama.
1. mín
Leikur hafinn
Ísland í hvítu treyjunum aftur. Moldóvar bláir. Ísland hóf leik.

Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir eru að baki en það var moldóvskur kvennakór sem söng þá! Náðu íslenska söngnum bara nokkuð vel! Börn með downs heilkenni sem fylgdu liðunum út á völlinn og skemmtu sér gríðarlega vel meðan þjóðsöngvarnir voru sungnir.
Fyrir leik
Eins og við fjölluðum um í gær þá kvartaði landsliðsþjálfari Moldóvu yfir áhugaleysi þjóðarinnar á landsliðinu. Það ákall hefur einhverju skilað.

Forsetinn Igor Dodon og forsætisráðherrann Ion Chicu, sem tók við embætti í síðustu viku, eru báðir mættir á völlinn.
Fyrir leik
Það hefur verið þokkalegt netvesen hér á vellinum í Moldóvu en nú er maður kominn í samband og allt á fleygiferð.

Það eru nokkrir Íslendingar mættir í stúkuna. Ég veit að það er hér tólf manna hópur sem nýtti tækifærið og fór í vínskoðun í nágrenninu. Stærsti vínkjallari heims er í Moldóvu.
Fyrir leik
Engin Firat þjálfari Moldóvu tók við stjórnartaumunum í lok október. Það eru tíð þjálfaraskipti hjá Moldóvum en Firat er þriðji þjálfari liðsins í þessari undankeppni!
Fyrir leik
Frá leiknum á Laugardalsvelli sem Ísland vann 3-0, gera Moldóvar sex breytingar. Tyrkinn Engin Firat sem tók við landsliðsþjálfarastarfinu í Moldóvu í síðasta mánuði, stillir upp í 3-4-3 samkvæmt vefsíðu UEFA.

Moldóva tapaði naumlega gegn Heimsmeisturum Frakklands í París á föstudag. Frá þeim leik eru tvær breytingar á liðinu.

Maxim Focsa, leikmaður FC Sfantul Gheorghe í heimalandinu, kemur inn ásamt Nicolae Milinceanu, leikmanni Vaduz í Liechtenstein.

Artur Ionita er stærsta stjarna Moldóva. Hann er 29 ára gamall og spilar með Cagliari á Ítalíu. Hann leikur sem miðjumaður.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað.

Kolbeinn Sigþórsson er búinn að skora 26 mörk í 54 landsleikjum og getur í kvöld slegið markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. Hann byrjar fremstur með Jóni Daða Böðvarssyni.

Mikael Anderson leikur sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir A-landsliðið en Arnór Sigurðsson er á hinum kantinum.

Sverrir Ingi Ingason er í hjarta varnarinnar við hlið Ragnars Sigurðssonar.
Fyrir leik
Fyrir leik
Tók smá rölt fyrir utan leikvanginn áðan til að kanna hvaða vallarveitingar eru vinsælastar hér í Moldóvu. Menn eru mikið að vinna með popp yfir boltanum, góður fjöldi af popp-lúgum. Svo er flottur pulsubíll hérna einnig.
Fyrir leik
UEFA hefur á heimasíðu sinni verið með skoðanakönnun á úrslitum leiksins. Þar hefur þátttaka farið fram úr björtustu vonum en 78% spá íslenskum sigri. 15% spá sigri heimamanna í Moldóvu.
Fyrir leik
Jón Daði Böðvarsson:
"Menn ætla að klára þennan riðil með sæmd. Það voru auðvitað gríðarleg vonbrigði að hafa ekki náð sigri í Istanbúl. Við vorum 'skúffaðir' í eitt kvöld en svo næsta dag vorum við byrjaðir að hugsa um næsta leik. Við förum inn í þennan leik af fullri alvöru og ætlum að klára þennan leik með góðri tilfinningu. Vonandi náum við að klára þetta með sigri."
Fyrir leik
Eins og flestir (væntanlega allir sem þetta lesa) vita þá er þessi leikur í kvöld ansi þýðingarlítill. Það er orðið staðfest að Ísland er á leiðinni í umspilið umtalaða í mars.

En Erik Hamren og Jón Daði Böðvarsson töluðu skýrt út um það á fréttamannafundi í gær að liðið stefni á að klára þennan riðil með sigri.

Jón Daði var einmitt meðal markaskorara þegar Ísland vann 3-0 sigur gegn Moldóvu á Laugardalsvelli í september. Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson komust einnig á blað.
Fyrir leik
Tékkinn Pavel Kralovec dæmir leikinn en hann var með flautuna í 1-0 tapi Íslands árið 2017 gegn Finnlandi í undankeppni HM.

Kralovec fékk ekki góða einkunn frá Íslendingum fyrir frammistöðu sína í þeim leik en verður vonandi í betri gír í kvöld.
Fyrir leik
Velkomin með Fótbolta.net til Moldóvu þar sem síðasti leikur Íslands í riðli undankeppni EM fer fram. Moldóva er í 175. sæti á styrkleikalista FIFA.

Leikurinn verður flautaður á 19:45 að íslenskum tíma, 21:45 að staðartíma.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
4. Guðlaugur Victor Pálsson
5. Sverrir Ingi Ingason
6. Ragnar Sigurðsson
8. Birkir Bjarnason ('87)
9. Kolbeinn Sigþórsson ('29)
10. Gylfi Þór Sigurðsson
10. Arnór Sigurðsson
18. Mikael Neville Anderson ('55)
22. Jón Daði Böðvarsson
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
13. Ingvar Jónsson (m)
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
5. Jón Guðni Fjóluson
5. Aron Elís Þrándarson
6. Hjörtur Hermannsson
7. Samúel Kári Friðjónsson ('55)
14. Kári Árnason
19. Viðar Örn Kjartansson ('29)
21. Arnór Ingvi Traustason
23. Hörður Björgvin Magnússon ('87)

Liðsstjórn:
Freyr Alexandersson (Þ)
Erik Hamren (Þ)
Rúnar Pálmarsson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Dagur Sveinn Dagbjartsson
Þorgrímur Þráinsson
Gunnar Gylfason
Lars Eriksson
Pétur Örn Gunnarsson

Gul spjöld:
Birkir Bjarnason ('20)
Guðlaugur Victor Pálsson ('43)
Gylfi Þór Sigurðsson ('64)

Rauð spjöld: