Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
England U20
3
0
Ísland U20
Danny Loader '50 1-0
Ian Poveda Ocampo '71 2-0
Ian Poveda Ocampo '73 3-0
19.11.2019  -  19:00
Adams Park
Vináttulandsleikur
Aðstæður: Mjög kalt, annars allt í fína
Dómari: Tony Harrington (England)
Áhorfendur: 1390
Maður leiksins: Danny Loader (England)
Byrjunarlið:
1. Billy Crellin (m) ('78)
2. Jayden Bogle ('83)
3. Alex Cochrane ('78)
4. Matty Longstaff ('72)
5. Joel Latibaudiere (f) ('72)
6. Lewis Gibson
7. Luke Bolton ('61)
8. Marcus Tavernier ('83)
9. Danny Loader ('78)
10. Angel Gomes ('61)
11. Jack Clarke

Varamenn:
13. Joseph Anang (m) ('78)
12. Tariq Lamptey ('83)
14. Flynn Downes ('72)
15. Ian Poveda Ocampo ('61)
16. Tyrese Campbell ('78)
17. Emile Smith-Rowe ('61)
18. Andre Dozzell ('83)
19. Japhet Tanganga ('72)
20. Nathan Ferguson ('78)

Liðsstjórn:
Keith Downing (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Harrington flautar leikinn af. Lokatölur 3-0. Það er von á viðtölum síðar í kvöld.
90. mín
+2 í uppbótartíma.
90. mín
Ísak Óli með skalla fram hjá markinu eftir hornspyrnu. Ágætis tilraun.
85. mín
Þessi leikur er að fjara út, þægilegur sigur Englands.
83. mín
Inn:Andre Dozzell (England U20) Út:Marcus Tavernier (England U20)
83. mín
Inn:Tariq Lamptey (England U20) Út:Jayden Bogle (England U20)
81. mín
Stefán Árni fór inn á miðjuna og Bjarki í hægri bakvörð. Guðmundur Andri er núna fremstur og Ágúst á vinstri kanti.
78. mín
Inn:Joseph Anang (England U20) Út:Billy Crellin (England U20)
England gerir þrefalda breytingu og skiptir meðal annars um markvörð.
78. mín
Inn:Nathan Ferguson (England U20) Út:Alex Cochrane (England U20)
78. mín
Inn:Tyrese Campbell (England U20) Út:Danny Loader (England U20)
77. mín
Inn:Bjarki Steinn Bjarkason (Ísland U20) Út:Davíð Ingvarsson (Ísland U20)
Allir leikmenn Íslands sem byrjuðu á bekknum komnir inn á - fyrir utan Patrik markvörð.
77. mín
Inn:Stefán Árni Geirsson (Ísland U20) Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Ísland U20)
75. mín
Á hinum enda vallarins á Ísland skottilraun. Ágúst Eðvald með skot á lofti, en boltinn fer fram hjá markinu.
73. mín MARK!
Ian Poveda Ocampo (England U20)
Og hann skorar aftur... Allur vindur virðist farinn úr íslenska liðinu. Ocampo leikur sér með boltann fyrir utan teiginn, keyrir inn frá hægri og á svo fínasta skot sem syngur í netinu.

Þessi leikmaður er á mála hjá Manchester City.
72. mín
Inn:Japhet Tanganga (England U20) Út:Joel Latibaudiere (f) (England U20)
72. mín
Inn:Flynn Downes (England U20) Út:Matty Longstaff (England U20)
71. mín MARK!
Ian Poveda Ocampo (England U20)
Stoðsending: Danny Loader
Varamaðurinn Poveda Ocampo skorar, 2-0. Loader, sem skoraði fyrra markið, á sendinguna í þetta skiptið.

Varnarleikurinn ekki til útflutnings. Ocampo fékk góðan tíma í að athafna sig áður en hann átti skotið.
69. mín
Ísland ekkert náð að ógna enska markinu í seinni hálfleiknum ef aukaspyrna Brynjólfs er ekki talin með. Heimamenn verið mun sterkari í síðari hálfleik.
65. mín
Hjá Íslandi er Valdimar fremsti maður, Guðmundur Andri á vinstri kanti og Jónatan á hægri. Viktor Örlygur er djúpur á miðju og fyrir framan hann á miðjunni eru Ágúst og Þórir. Ísak kom inn í hjarta varnarinnar.

Torfi er orðinn fyrirliði eftir að Alex fór út af.
64. mín
Jack Clarke með hættulegan sprett frá vinstri og setur lágan bolta inn í teiginn. Elías gerir vel og nær að koma hendi á boltann. Í kjölfarið er dæmd rangstaða á England.
61. mín
Inn:Emile Smith-Rowe (England U20) Út:Angel Gomes (England U20)
Leikmaður Arsenal inn fyrir leikmann Manchester United. Gomes var fínn í þessum leik.
61. mín
Inn:Ian Poveda Ocampo (England U20) Út:Luke Bolton (England U20)
Núna er komið að Englendingum.
60. mín
Tavernier á skot í teignum eftir hornspyrnu. Boltinn yfir markið.
58. mín
Á meðan ég var að skrá allar breytingarnar inn í kerfið, þá áttu Englendingar skot í stöng. Verð að viðurkenna að ég sá ekki alveg hver það var.
55. mín
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Ísland U20) Út:Kolbeinn Þórðarson (Ísland U20)
Það var gaman að stimpla allar þessar breytingar inn.
55. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Ísland U20) Út:Daníel Hafsteinsson (Ísland U20)
55. mín
Inn:Þórir Jóhann Helgason (Ísland U20) Út:Alex Þór Hauksson (f) (Ísland U20)
55. mín
Inn:Ísak Óli Ólafsson (Ísland U20) Út:Finnur Tómas Pálmason (Ísland U20)
55. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (Ísland U20) Út:Brynjólfur Darri Willumsson (Ísland U20)
55. mín
Inn:Jónatan Ingi Jónsson (Ísland U20) Út:Kolbeinn Birgir Finnsson (Ísland U20)
54. mín
Ísland er að undirbúa sexfalda breytingu.
50. mín MARK!
Danny Loader (England U20)
Fyrsta mark leiksins er heimamanna...

Það er Danny Loader, leikmaður Reading, sem skorar. Hann kom sér fram fyrir Finn Tómas og kláraði fram hjá Elíasi.
49. mín
Angel Gomes fer vel með boltann og reynir skot fyrir utan teig. Skotið fer hátt yfir markið.

Nokkrum sekúndum reynir Loader skot fyrir utan teig og niðustaðan svipuð.
46. mín
Ísland byrjar seinni hálfleikinn á að fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Brotið á Brynjólfi. Hann tekur aukaspyrnuna sjálfur og hún er vægast sagt slök. Langt fram hjá markinu.
46. mín
Leikur hafinn
Fáum við mörk í seinni hálfleikinn?
45. mín
Hálfleikur
Liðin komin aftur út á völl. Þetta fer að hefjast aftur.
45. mín
Hálfleikur
Eftir eina mínútu í viðbótartíma fyrri hálfleiks, þá flautar dómari leiksins til leikhlés. Staðan enn markalaus. Ísland fékk fínt færi undir lok fyrri hálfleiks, en Crellin náði að verja.

Íslensku strákarnir hafa verið að sækja í sig veðrið sóknarlega síðustu mínúturnar og fengu besta færi leiksins heilt yfir þegar Kolbeinn Þórðarson var nálægt því að komast fram hjá markverði Englands. Varnarlega hefur þetta verið mjög gott og England skapað sér lítið fram á við.

Heyrumst eftir stundarfjórðung eða svo.
41. mín
Þau tíðindi voru að berast í fjölmiðlaboxið að Mauricio Pochettino væri búinn að yfirgefa Tottenham. ,,Wenger in," sagði einn breski fjölmiðlamaðurinn og uppskar hlátur.
37. mín
Þarna mátti LITLU MUNA! Valdimar er sloppinn í gegn eftir sendingu og ætlar sér að fara fram hjá Crellin, en það gekk ekki alveg upp. Crellin kemur hendi í boltann og nær að bjarga sínum mönnum.

Besta færi Íslands og leiksins til þessa.
32. mín
Billy Crellin, markvörður Englands, leikur á Brynjólf og fær lófaklapp úr stúkunni.
29. mín
Englendingar ógna. Boltinn fellur fyrir Tavernir fyrir utan teig, hann reynir skotið en íslenskur varnarmaður kemur sér fyrir það.
28. mín Gult spjald: Brynjólfur Darri Willumsson (Ísland U20)
Stoppar skyndisókn með því að brjóta á Tavernier.
24. mín
Hættuleg aukaspyrna hjá Tavernier hægra meginn við teiginn. Elías missir af boltanum, en sem betur fer þá fer boltinn aftur fyrir endamörk.
21. mín
Klobbi! Kolbeinn Þórðarson var að klobba Latibaudiere, fyrirliða Englands og leikmann sem er á mála hjá Manchester City. Latibaudiere leist ekki á blikuna á braut á Kolbeini á vinstri kantinum.

Aukaspyrnan hjá Íslandi í kjölfarið er mjög klaufaleg. Í staðinn fyrir að setja boltann inn á teiginn, tekur Kolbein hana stutt á Valdimar sem er dæmdur rangstæður.
20. mín
Gomes fer illa með nokkra varnarmenn Íslands upp við endalínuna, en Torfi tæklar boltann í horn.

Stuttu síðar á miðvörðurinn Lewis Gibson skot sem fer fram hjá markinu.
18. mín
Luke Bolton með fyrirgjöf, en Danny Loader skallar fram hjá markinu. Ekki mikil hætta þarna.
16. mín
England að ógna hættulegri skyndisókn. Davíð Ingvarsson, leikmaður Breiðabliks, les hins vegar Angel Gomes, leikmann Manchester United, og kemst inn í sendingu hans.
14. mín
Þetta hefði verið klaufalegt sjálfsmark... Misskilingur á milli Torfa og Elíasar. Torfi ætlaði að skalla til baka á Elías, en það er of mikill kraftur í skallanum og hann fer næstum yfir Elías. Sem betur fer náði Elías að koma hendi í boltann og bjarga.

Hættulegasta færið hingað til og Íslendingar bjuggu það til fyrir England.
11. mín
Kolbeinn Birgir kominn í álitlega stöðu á hægri vængum og ætlaði að væntanlega að gefa fyrir, en þá flautar dómarinn brot á Brynjólf í teignum.

Brynjólfur er í hörkubaráttu við nautsterka varnarmenn Englands.
8. mín
Englendingar haldið boltanum svona 80% plús til þessa. Lítið sem ekkert að frétta sóknarlega samt.
2. mín
Daníel og Torfi lenda saman. Torfi fær höfuðhögg og liggur eftir.

Torfi fer út af með sjúkraþjálfurunum og kemur svo aftur inn á.
1. mín
Leikur hafinn
Þjóðsögnvarnir að baki og þetta er farið af stað! Englendingar byrjuðu með boltann.
Fyrir leik
Það er tæpur hálftími í leikinn. Akkúrat núna eru bæði lið út á velli að hita upp. Arnar Viðars klappar fyrir sínum byrjunarliðsmönnum sem hafa verið í sendingaæfingum undanfarnar mínútur.
Fyrir leik
Fyrir leik
Dómarinn í dag heitir Tony Harrington og er enskur. Hann hefur verið að dæma í Championship-deildinni á leiktíðinni.
Fyrir leik
Matty Longstaff, sem skoraði sigurmark Newcastle gegn Manchester United á dögunum, er í byrjunarliði Englands. Gaman verður að fylgjast með hans frammistöðu á miðsvæðinu.
Fyrir leik
Fyrir leik
Byrjunarliðin hafa skilað sér. Brandon Williams, bakvörður Manchester United, er ekki með í dag og er Emile Smith-Rowe á bekknum.

Hjá Íslandi halda aðeins þrír leikmenn byrjunarliðssætinu frá tapinu gegn Ítalíu. Það eru Finnur Tómas Pálmason, Alex Þór Hauksson og Kolbeinn Birgir Finnsson.

Alex Þór er fyrirliði í dag.
Fyrir leik
Enska U20 landsliðið spilaði við Portúgal síðasta fimmtudag og vann þar 4-0 sigur. Mörkin skoraði Tyrese Campbell (Stoke) tvennu, og Ian Poveda (Manchester City) og Emile Smith-Rowe (Arsenal) skoruðu líka.
Fyrir leik
Enska liðið
Þetta er öflugt enskt lið sem okkar menn eru að mæta í dag. Í hópnum má meðal annars finna Brandon Williams, sem hefur verið að koma sterkur inn í aðallið Manchester United. Hann er vinstri bakvörður. Angel Gomes, liðsfélagi hans hjá Manchester United, er einnig í hópnum.

Matty Longstaff, sem skoraði sigurmark Newcastle, gegn Manchester United um daginn er í hópnum og þar má líka finna Emile Smith-Rowe, leikmann Arsenal.

Þetta eru alls engir aukvissar sem íslensku strákarnir mæta í dag.
Fyrir leik
Íslenska U21 landsliðið er í þriðja sæti í sínum riðli í undankeppni EM 2021 eftir tapið gegn Ítalíu. Ísland hefur unnið þrjá leiki og tapað tveimur leikjum til þessa.
Fyrir leik
Arnar Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfarar liðsins, munu væntanlega nota þennan leik til að skoða einhverja leikmenn.
Fyrir leik
Breytingar á hópnum

Íslenska U21 landsliðið tapaði 3-0 gegn Ítalíu síðastliðinn laugardag. Frá þeim leik eru nokkrar breytingar á hópnum.

Alfons Sampsted, Jón Dagur Þorsteinsson, Júlíus Magnússon, Ari Leifsson, Willum Þór Willumsson, Hörður Ingi Gunnarsson, Stefán Teitur Þórðarson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Birkir Valur Jónsson detta út. Þessir leikmenn eru 21 árs eða verða 21 árs á árinu og eru því ekki með í dag.

Inn í þeirra stað voru kallaðir upp: Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur R.), Ísak Óli Ólafsson (SönderjyskE), Hjalti Sigurðsson (KR), Þórir Jóhann Helgason (FH), Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingur R.), Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA), Davíð Ingvarsson (Breiðablik), Stefán Árni Geirsson (KR), Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Fyrir leik
Komiði sæl!

Hér verður bein textalýsing frá vináttulandsleik Englands og Íslands í U20 aldursflokki. Leikurinn mun fara fram á Adams Park, heimavelli Wycombe Wanderers.
Byrjunarlið:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
2. Hjalti Sigurðsson
3. Finnur Tómas Pálmason ('55)
4. Torfi Tímoteus Gunnarsson
6. Alex Þór Hauksson (f) ('55)
8. Daníel Hafsteinsson ('55)
14. Brynjólfur Darri Willumsson ('55)
15. Valdimar Þór Ingimundarson ('77)
16. Davíð Ingvarsson ('77)
20. Kolbeinn Birgir Finnsson ('55)
22. Kolbeinn Þórðarson ('55)

Varamenn:
13. Patrik Sigurður Gunnarsson (m)
5. Ísak Óli Ólafsson ('55)
7. Jónatan Ingi Jónsson ('55)
9. Ágúst Eðvald Hlynsson ('55)
11. Bjarki Steinn Bjarkason ('77)
17. Stefán Árni Geirsson ('77)
18. Viktor Örlygur Andrason ('55)
19. Guðmundur Andri Tryggvason ('55)
21. Þórir Jóhann Helgason ('55)

Liðsstjórn:
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)
Arnar Þór Viðarsson (Þ)

Gul spjöld:
Brynjólfur Darri Willumsson ('28)

Rauð spjöld: