Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
Valur
13:00 0
0
Breiðablik
Derby County
4
1
ÍA
Jason Knight '11 1-0
Jack Stretton '20 2-0
Jason Knight '42 3-0
Archie Brown '63 4-0
4-1 Sigurður Hrannar Þorsteinsson '71
27.11.2019  -  19:00
Pride Park
Evrópukeppni unglingaliða
Aðstæður: Nokkuð kalt og rigning, fínt fótboltaveður!
Dómari: Tim Marshall (Norður-Írland)
Byrjunarlið:
1. Bradley Foster-Theniger (m)
2. Festy Ebosele
3. Jordan Brown
4. Liam Thompson ('75)
5. Callum Minkley (f)
6. Eiram Cashin
7. Tyree Wilson
8. Max Bird ('6)
9. Jack Stretton
10. Jason Knight ('65)
11. Archie Brown ('75)

Varamenn:
13. Harry Halwax (m)
12. Jayden Charles ('75)
14. Bartosz Cybulski ('65)
15. Jack Rogers ('75)
16. Osazee Aghatise ('6) ('75)
17. Max Bardell ('75)
18. Alex Matthews

Liðsstjórn:
J. Walker (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Aron Bjarki átti mjög góða vörslu undir lok leiksins. ÍA er úr leik í Evrópukeppni unglingaliða eftir samanlagt 6-2 tap gegn Derby County. Það munu koma inn viðtöl síðar í kvöld.
90. mín
+3 í uppbótartíma.
89. mín
Vel spilað hjá Derby. Endar með því að Ebosele á skot inn í teignum sem Aron Bjarki ver í markinu.
87. mín
Ebosele, sem hefur verið mjög góður í leiknum, setur boltann fyrir en hinn hávaxni Cybulski rétt missir af honum.
84. mín
Cybulski með skot hægra megin í teignum, skotið fer í hliðarnetið.
83. mín
Skagamenn hafa lítið náð að fylgja markinu eftir. Derby verið sterkari síðustu mínúturnar.
81. mín
Inn:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) Út:Brynjar Snær Pálsson (ÍA)
81. mín Gult spjald: Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
Pirringsbrot.
78. mín
Inn:Júlíus Emil Baldursson (ÍA) Út:Aron Snær Ingason (ÍA)
77. mín
Ebosele með fyrirgjöf sem endar hjá Charles. Hann á þrumuskot, en Aron Bjarki nær að slá boltann aftur fyrir endamörk.
76. mín
Aghatise sem kom inn á snemma leiks var tekinn út af. Virtist ekki hafa verið meiddur, ég tók að minnsta kosti ekki eftir því.
75. mín
Inn:Max Bardell (Derby County) Út:Archie Brown (Derby County)
75. mín
Inn:Jayden Charles (Derby County) Út:Liam Thompson (Derby County)
75. mín
Inn:Jack Rogers (Derby County) Út:Osazee Aghatise (Derby County)
Það er þreföld breyting hjá Derby.
71. mín MARK!
Sigurður Hrannar Þorsteinsson (ÍA)
Frábær vítaspyrna frá fyrirliðanum! Markvörður Derby fór í rétt horn, en átti ekki möguleika þrátt fyrir það.

Þá er staðan 6-2 samanlagt.
70. mín
ÍA fær vítaspyrnu! Brotið á Eyþóri og dómarinn fra Norður-Írlandi bendir á punktinn.
69. mín
Tyrell Wilson í sannkölluðu DAUÐAFÆRI eftir aukaspyrnu Thompson. Aron er hins vegar fljótur niður og gerir vel í að verja.
68. mín
Derby tekur aukaspyrnuna stutt og Jordan Brown á skot rétt yfir markið.
68. mín Gult spjald: Ólafur Karel Eiríksson (ÍA)
Ólafur fær gult fyrir tæklingu á Ebosele. Derby-menn eru brjálaðir, vilja sjá annan lit á þessu spjaldi. Ólafur fór svolítið hátt með fótinn.
65. mín
Inn:Bartosz Cybulski (Derby County) Út:Jason Knight (Derby County)
Cybulski er mjög hávaxinn; Peter Crouch unglingaliðs Derby.
63. mín MARK!
Archie Brown (Derby County)
Stoðsending: Jordan Brown
Derby tekur hornspyrnu sína stutt. Boltanum er spyrnt inn á bakvörðinn Jordan Brown sem á flotta fyrirgjöf á kollinn á Archie Brown. Archie skallar boltann fram hjá Aroni og í markið.

Hægt að segja að þetta sé gegn gangi leiksins, ÍA ef eitthvað er verið sterkari í seinni hálfleiknum.
57. mín
Þetta er betra hjá Skagamönnum! Eyþór Aron með fína fyrirgjöf og Aron nær skallanum, rétt fram hjá markinu.
51. mín
ÍA er farið í þriggja manna vörn, 3-4-3. Jón Gísli er orðinn miðvörður og Eyþór er einn þriggja fremstu með Sigurði og Aroni.
48. mín
Aron Snær liggur eftir á miðjum vellinum eftir viðskipti sín við leikmann Derby. Mér sýnist þetta vera Sigurður Sigursteinsson, framkvæmdastjóri ÍA og faðir Arnórs Sigurðssonar, sem hleypur inn á með sjúkratöskuna.

Aron heldur leik áfram.
46. mín
ÍA byrjar seinni hálfleikinn á góðri sókn upp vinstri vænginn. Mikael setur hann upp á Eyþór sem framlengir boltanum upp á Aron Snæ. ÍA fær horn sem Eyþór skallar langt fram hjá markinu.
46. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (ÍA) Út:Marteinn Theodórsson (ÍA)
ÍA gerði breytingu áður en seinni hálfleikurinn hófst.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Derby leikið á als oddi og eru 3-0 yfir í hálfleik, 5-1 samanlagt. Miðað við þennan fyrri hálfleik þá er Derby einfaldlega of gott lið fyrir ÍA.

ÍA þarf að minnsta kosti að skora fjögur mörk í seinni hálfleiknum. Við sjáum hvað gerist!
45. mín
+2 í uppbótartíma.
44. mín
Það er eins og Derby sé bara of stór biti fyrir ÍA.
42. mín MARK!
Jason Knight (Derby County)
Stoðsending: Tyree Wilson
Knight skorar sitt annað mark, 3-0. Wilson komst fram hjá Jóni Gísla og sendi boltann út á Knight sem skorar með skoti á nærstöngina.
39. mín
Tyrell Wilson leikur á varnarmenn ÍA og setur boltann svo fyrir markið. Sem betur fer fyrir ÍA er Jón Gísli fyrstur í boltann og setur hann aftur fyrir endamörk.

Derby fær hornspyrnu og Aron Bjarki nær að koma boltanum í burtu.
35. mín
Það bendir ekki mikið til þess að ÍA sé að fara að koma til baka. Derby verið mun, mun sterkari aðilinn í þessum fyrri hálfleik.
34. mín
Knight með fast skot fyrir utan teig, en það er beint á Aron Bjarka sem handsamar boltann í annarri tilraun.
33. mín
Hættulegt! Aghatise með skallann eftir hornspyrnu, rétt yfir markið!
29. mín
Ég held að þetta sé fyrsta skottilraun Skagamanna í leiknum. Aron Snær með hana hægra megin fyrir utan teig, en boltinn fer fram hjá markinu.
25. mín
Jón Gísli með flottan bolta upp í hornið og Aron Snær eltir. Aron vinnur hornspyrnuna. Skagamenn ná ekki að nýta hornspyrnuna nægilega vel.
21. mín
ÍA algjörlega sofandi. Stretton næstum því búinn að skora aftur stuttu eftir að miðjan var tekin. Elínbergur þjálfari pirraður á hliðarlínunni.
20. mín MARK!
Jack Stretton (Derby County)
Stoðsending: Tyree Wilson
Núna er útlitið alls ekki gott fyrir gula Skagamenn.

ÍA tapar boltanum á hættulegum stað. Wilson kemur boltanum á Stretton og sóknarmaðurinn nýtir færi sitt í þetta skiptið. Hann kemur Derby í 2-0. Staðan 4-1 samantals.
20. mín
Frammistaðan hjá ÍA hefur ekki verið nægilega góð til þessa, lítið komist í takt við leikinn.
18. mín
Siggi Jóns, annar þjálfara ÍA, er búinn að standa allan leikinn á hliðarlínunni til þessa. Það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi standa allan leikinn.
16. mín
DAUÐAFÆRI! Stretton fær sendingu inn fyrir, tekur vel á móti boltanum og er kominn einn í gegn. Hann er hins vegar ekki í nægilega góðu jafnvægi og setur boltann yfir markið.
12. mín
ÍA er að spila 4-2-3-1. Aron Bjarki; Jón Gísli, Benjamin, Oskar, Mikael Hrafn; Brynjar Snær, Ólafur Karel; Gísli Laxdal, Sigurður Hrannar, Marteinn; Aron Snær.

Derby er að spila 4-3-3. Foster-Theninger; Ebosele, Minkley, Cashin, Brown; Knight, Thompson, Aghatise; Wilson, Stretton, Brown.
11. mín MARK!
Jason Knight (Derby County)
Ekki það sem ÍA þurfti... Boltinn fellur fyrir Knight í vítateignum og hann skorar fyrsta mark leiksins.

Staðan er núna 3-1 samanlagt í einvíginu.
8. mín
Derby með aðra skottilraun sína og í þetta sinn fer hún á markið. Aron er vel á verði og ver boltann í horn. Ekkert kemur úr hornspyrnunni, ÍA fær markspyrnu.
6. mín
Inn:Osazee Aghatise (Derby County) Út:Max Bird (Derby County)
Fyrsta skipting Derby.
6. mín
Bird þarf aðhlynningu eftir höfuðhöggið áðan. Hann þarf skiptingu sýnist mér.
2. mín
Ebosele á fyrstu skottilraun leiksins. Hún fer ekki vel hjá honum því hann neglir í höfuðið á samherja sínum, Max Bird. Hann stendur upp, en virðist finna eitthvað til.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Fyrir leik
Fyrir leik
Fyrir leik
Það eru rúmar 20 mínútur í leik. Þetta verður væntanlega geggjuð upplifun fyrir Skagastrákana, og fyrir bæði lið. Pride Park er glæsilegur leikvangur og hér komast fyrir rúmlega 30 þúsund manns.
Fyrir leik
Fyrir leik
Fyrir leik
Wittaker og Sibley hafa verið frábærir með Derby í þessari keppni. Whittaker er á meðal markahæstu manna með fimm mörk og Sibley er í öðru sæti með mörgum öðrum þegar kemur að stoðsendingum. Hann hefur gefið þrjár stoðsendingar í keppninni.

Whittaker kom inn á sem varamaður hjá aðalliðinu í 3-0 tapi gegn Fulham í gær.

Inn í þeirra stað koma tveir leikmenn sem hafa verið í kringum aðallið Derby í Championship-deildinni; Max Bird og Jason Knight. Bird var ónotaður varamaður í gær, en Knight hefur komið við sögu í átta leikjum í Championship á tímabilinu.
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin klár. ÍA byrjar með sama lið og í fyrri leiknum, Derby gerir þrjár breytingar. Kornell MacDonald, Louis Sibley og Morgan Whittaker detta úr liðinu og inn koma Tyree Wilson, Max Bird og Jason Knight.
Fyrir leik
Elínbergur Sveinsson, þjálfari ÍA:
Þetta var alls ekki líkt okkur. Við vorum alltof soft, langt frá mönnum og ólíkir okkur á allan hátt. Þetta var allt annað lið í síðari hálfleik. Það er náttúrulega bara hálfleikur í þessu og við erum í séns. Við ætlum að gera okkar til að reyna að komast áfram.
Fyrir leik
Jón Gísli Eyland Gíslson, leikmaður ÍA:
Við vorum ekki með þennan Skagaanda í byrjun og okkur var refsað fyrir það. Við förum út og ætlum að vinna þetta. Við ætlum að mæta betur stemmdir og sýna að við séum ekki hættir. Við ætlum áfram.
Fyrir leik
Fyrir leik
Sigurvegarar þessa einvígis fara í umspil um að komast í 16-liða úrslit keppninnar.
Fyrir leik
Derby er með mjög sterkt lið, lið sem varð Englandsmeistari U18 á síðasta tímabili. Ég sá þá spila gegn FC Minsk á heimavelli í síðustu umferð þar sem þeir unnu 7-2 og spiluðu glimrandi fótbolta. Engir aukvissar sem ÍA er að mæta - það er á hreinu!
Fyrir leik
Þetta er seinni leikur liðanna í annarri umferð keppninnar. Fyrri leikurinn á Víkingsvelli endaði með 2-1 sigri Derby og þurfa því Skagamenn að koma til Englands og vinna leikinn, ætli þeir sér áfram.
Fyrir leik
Halló halló!

Verið velkomin í beina textalýsingu frá Pride Park í Derby þar sem heimamenn mæta ÍA í Evrópukeppni unglingaliða.
Byrjunarlið:
1. Aron Bjarki Kristjánsson (m)
2. Jón Gísli Eyland Gíslason
3. Mikael Hrafn Helgason
5. Oskar Wasilewski
7. Brynjar Snær Pálsson ('81)
8. Ólafur Karel Eiríksson
9. Gísli Laxdal Unnarsson
10. Sigurður Hrannar Þorsteinsson (f)
21. Aron Snær Ingason ('78)
23. Benjamin Mehic
26. Marteinn Theodórsson ('46)

Varamenn:
12. Marvin Darri Steinarsson (m)
17. Júlíus Emil Baldursson ('78)
19. Elís Dofri G Gylfason
22. Aron Snær Guðjónsson
24. Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson
25. Eyþór Aron Wöhler ('46)
93. Ingi Þór Sigurðsson ('81)

Liðsstjórn:
Elínbergur Sveinsson (Þ)
Sigurður Jónsson (Þ)

Gul spjöld:
Ólafur Karel Eiríksson ('68)
Gísli Laxdal Unnarsson ('81)

Rauð spjöld: