Kanada
0
1
Ísland
0-1
Hólmar Örn Eyjólfsson
'21
15.01.2020 - 23:59
Championship Soccer Stadium
Vináttulandsleikur
Aðstæður: 18 gráðu hiti og sól
Championship Soccer Stadium
Vináttulandsleikur
Aðstæður: 18 gráðu hiti og sól
Byrjunarlið:
16. Maxime Crepeau (m)
3. Samuel Adekugbe
6. Samuel Piette (f)
10. Jonathan Osorio
11. Tosaint Ricketts
12. Liam Fraser
13. Tesho Akindele
15. Amer Didic
17. Kamal Miller
22. Richie Laryea
25. Charles-Andreas Brym
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Samuel Piette (f) ('63)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sigur var það! Flottir kaflar hjá íslenska liðinu í þessum leik.
Seinni vináttulandsleikurinn í þessu janúarverkefni í Bandaríkjunum verður gegn El Salvador næsta sunnudag.
Seinni vináttulandsleikurinn í þessu janúarverkefni í Bandaríkjunum verður gegn El Salvador næsta sunnudag.
90. mín
Fjórar mínútur í uppbótartíma.
Kanada átti stórhættulega hornspyrnu rétt áðan en sem betur fer fór boltinn á endanum yfir.
Kanada átti stórhættulega hornspyrnu rétt áðan en sem betur fer fór boltinn á endanum yfir.
89. mín
Inn:Alfons Sampsted (Ísland)
Út:Mikael Anderson (Ísland)
Alfons með sinn fyrsta landsleik! Þá eru þeir orðnir fimm í kvöld
88. mín
Vel varið Hannes!
Brym kemst í skotfæri en Hannes lokar vel á hann og nær að verja.
Brym kemst í skotfæri en Hannes lokar vel á hann og nær að verja.
86. mín
Lítið eftir. Verður mark Hólmars það sem mun skilja liðin að?
Hólmar mættur í sóknarleikinn, á skot í varnarmann. Hornspyrna sem Ísland fær.
Hólmar mættur í sóknarleikinn, á skot í varnarmann. Hornspyrna sem Ísland fær.
82. mín
Inn:Bjarni Mark Duffield (Ísland)
Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Ísland)
Bjarni fjórði leikmaður Íslands til að spila sinn fyrsta landsleik í kvöld.
78. mín
Þó Kanada hafi sótt mun meira í seinni hálfleik þá hefur þeim gengið illa að láta reyna almennilega á Hannes markvörð.
77. mín
ÞVÍLÍK VARSLA! Kristján Flóki kemst í hörkufæri en Crepeau ver með tilþrifum. Þessi bolti virtist vera á leið í markið.
73. mín
Inn:Stefán Teitur Þórðarson (Ísland)
Út:Aron Elís Þrándarson (Ísland)
Skagamaðurinn að leika sinn fyrsta A-landsleik. Óskum honum til hamingju með það!
72. mín
Höskuldur með fínan sprett og á svo skottilraun en boltinn nokkuð hátt yfir. Höskuldur fékk högg eftir skotið en jafnar sig á þessu.
71. mín
Daníel Leó í smá vandræðum með Tosaint Ricketts sem nær fínni skottilraun en boltinn naumlega framhjá.
69. mín
Tosaint Ricketts nær að koma boltanum í netið en er flaggaður rangstæður. Þetta var mjög tæpt.
64. mín
Kom sjaldséð íslensk sókn í seinni hálfleik! Birkir Már með flott tilþrif og vinnur hornspyrnu.
Crepeau grípur hornspyrnuna sem Davíð Kristján tók.
Crepeau grípur hornspyrnuna sem Davíð Kristján tók.
60. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (Ísland)
Út:Viðar Örn Kjartansson (Ísland)
Hamren skiptir um sóknarlínu og yngir hana vel upp.
56. mín
Kanada heldur áfram að sækja. Þurfum að komast úr skotgröfunum. Þetta getur bara endað með marki frá Kanada.
52. mín
Kanada með fyrirgjöf sem Birkir Már skallar frá. Andstæðingar okkar mæta ákveðnir í þennan seinni hálfleik á meðan okkar menn ná lítið að halda boltanum.
51. mín
Stórhætta við íslenska markið. Brym dansar með boltann í teignum og reynir að koma sér í skotfæri en varnarmenn Íslands ná með miklum naumindum að loka á hann.
50. mín
Skyndisókn hjá Íslandi. Viðar Örn kemur sér inn í teiginn með boltann en skottilraun hans frekar slök. Framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
Birkir Már tekur hægri bakvörðinn og Daníel Leó og Hólmar eru miðvarðaparið.
Birkir Már tekur hægri bakvörðinn og Daníel Leó og Hólmar eru miðvarðaparið.
46. mín
Inn:Birkir Már Sævarsson (Ísland)
Út:Kári Árnason (f) (Ísland)
Birkir Már kemur inn í seinni hálfleikinn með fyrirliðabandið.
45. mín
Jæja. Stutt í seinni hálfleik. Má búast við vænum skammti af skiptinugum eftir hlé. Ég mun ekki setja inn skiptingar Kanada og vona að þið kröfuhörðu lesendur getið fyrirgefið mér það.
45. mín
Hálfleikur
Rétt fyrir hálfleik átti Kanada sendingu inn í teiginn sem Hannes greip af öryggi.
Flottur fyrri hálfleikur hjá íslenska liðinu. Það er líf í þessu. Þokkaleg harka en völlurinn er aðeins laus í sér og það býður uppá baráttu.
Ætla að nýta hálfleikinn í að poppa... heyrumst eftir smá!
Flottur fyrri hálfleikur hjá íslenska liðinu. Það er líf í þessu. Þokkaleg harka en völlurinn er aðeins laus í sér og það býður uppá baráttu.
Ætla að nýta hálfleikinn í að poppa... heyrumst eftir smá!
44. mín
Höskuldur með góða hornspyrnu frá vinstri en Amer Didic nær að skalla boltann frá. Styttist í hálfleik.
41. mín
Höskuldur búinn að vera virkilega öflugur. Mikið líf í kringum hann. Íslenska liðið að eiga flottan kafla.
39. mín
Frábær spilamennska hjá íslenska liðinu sem endar með því að Aron Elís fær boltann frá Höskuldi og á skot fyrir utan teig. Framhjá.
37. mín
VÓÓ!!! Höskuldur með öfluga tilraun. Skot í fyrsta sem fór naumlega framhjá. Þarna hefði Ísland getað tvöfaldað forystu sína. Sóknaraðgerðir okkar hafa verið hættulegar í þessum leik.
35. mín
Adekugbe með fyrirgjöf eftir góða sókn Kanada. Brym með skot úr teignum en framhjá.
32. mín
Kanada hefur einokað boltann síðustu mínútur og íslenska liðið verið í varnarhlutvverki.
27. mín
Akindele í dauðafæri fyrir Kanada, komst framfyrir Kára en á einhvern ótrúlegan hátt setti hann boltann framhjá! Við fögnum því.
21. mín
MARK!
Hólmar Örn Eyjólfsson (Ísland)
Stoðsending: Davíð Kristján Ólafsson
Stoðsending: Davíð Kristján Ólafsson
Eftir hornspyrnuna skorar Hólmar! Markvörður Kanada úti á túni eftir spyrnu Davíðs Kristjáns, missir af boltanum og Hólmar er við fjærstöngina og setur hann í tómt markið! Vel gert hjá miðverðinum.
20. mín
Jafnræði þessar fyrstu 20 mínútur en íslenska liðið hefur verið skrefinu framar síðustu mínútur.
18. mín
Hætta í teig Kanada eftir langt innkast frá Kára en Crepeau í markinu nær á endanum að handsama boltann.
15. mín
Kanada með hættulega sendingu inn í teiginn þar sem Samuel Adekugbe er mættur en Hannes gerir vel í að handsama boltann.
10. mín
Daníel Leó setur boltann í hornspyrnu. Kanada á fyrsta horn leiksins.
Ekkert merkilegt kemur út úr þessu tækifæri.
Ekkert merkilegt kemur út úr þessu tækifæri.
9. mín
Eftir aukaspyrnu Íslands fær Viðar Örn skotfæri í teignum en markvörður Kanada nær að verja.
Byrjunarlið ÃÂslands gegn Kanada. ISL starting line up vs Canada, friendly match played in Orange County, CA.#fyririsland pic.twitter.com/5Nb1uDhbbv
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 16, 2020
3. mín
Kanada með hættulega sendingu fram völlinn en Hannes vel á verði, kemur út úr markinu og kemur knettinum frá.
Fyrir leik
Jæja liðin ganga út á völlinn. Ísland er í hvítu varatreyjunum að þessu sinni. Kári Árnason er með fyrirliðabandið. Komið að þjóðsöngvunum.
Fyrir leik
Þessum leik er textalýst í gegnum útsendingu frá heimasíðu kanadíska sambandsins, hægt er að horfa á leikinn með því að smella hérna.
Fyrir leik
Styttist í leik í Los Angeles, við fylgjum ykkur og leiknum inn í nóttina. Leikið er á litlum og huggulegum leikvangi við fínar aðstæður. Áhorfendur á leiknum verða ekki margir.
Ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða og Ísland með skemmtilega blöndu í byrjunarliði sínu. Liðin hafa lokið við upphitun og eru komin inn í klefa.
Ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða og Ísland með skemmtilega blöndu í byrjunarliði sínu. Liðin hafa lokið við upphitun og eru komin inn í klefa.
50 mÃn à leik. Byrjunarliðið klárt https://t.co/3SXJRpylZr #canice #fotboltinet pic.twitter.com/IgFrodcnLZ
— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) January 15, 2020
CANADA XI ðŸ pic.twitter.com/AjDW2KdYS8
— Canada Soccer (@CanadaSoccerEN) January 15, 2020
Fyrir leik
Ísland leikur tvo leiki í þessu janúarverkefni - fyrst gegn Kanada í kvöld og síðan gegn El Salvador á sunnudag. Kanada er sem stendur í 73. sæti styrkleikalista FIFA og er þjálfari liðsins Englendingurinn John Herdman. Þjálfari El Salvador heitir Carlos de los Cobos og kemur frá Mexíkó. Lið El Salvador er í 69. sæti FIFA-listans.
Fyrir leik
Ísland mætir Kanada í vináttuleik í Kanada. Byrjunarliðið hefur verið tilkynnt.
Hannes Þór Halldórsson er í markinu og Kári Árnason ber fyrirliðabandið. Fyrir utan þá eru menn með talsvert minni reynslu í byrjunarliðinu.
Hólmar Örn Eyjólfsson og Viðar Örn Kjartansson hafa verið reglulega í hópunum og þá voru Mikael Neville og Aron Elís Þrándarson í hóp seinni hluta síðasta árs.
Daníel Leó Grétarsson og Höskuldur Gunnlaugsson eru í byrjunarliðinu og leika sína fyrstu landsleiki.
Byrjunarlið Íslands:
#1 Hannes Þór Halldórsson
#3 Davíð Kristján Ólafsson
#4 Alex Þór Hauksson
#5 Hólmar Örn Eyjólfsson
#6 Daníel Leó Gretarsson
#7 Mikael Neville Andeson
#10 Aron Elís Þrándarson
#11 Kjartan Henry Finnbogason
#14 Kári Árnason
#19 Viðar Örn Kjartansson
#22 Höskuldur Gunnlaugsson
Varamenn: Birkir Már Sævarsson, Bjarni Mark Antonsson, Kolbeinn Sigþórsson, Elías Rafn Ólafsson, Patrik Sigurður Gunnarsson, Alfons Sampsted, Oskar Tor Sverrisson, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Stefán Teitur Þórðarson, Kristján Flóki Finnbogason, Óttar Magnús KArlsson og Ari Leifsson.
Hannes Þór Halldórsson er í markinu og Kári Árnason ber fyrirliðabandið. Fyrir utan þá eru menn með talsvert minni reynslu í byrjunarliðinu.
Hólmar Örn Eyjólfsson og Viðar Örn Kjartansson hafa verið reglulega í hópunum og þá voru Mikael Neville og Aron Elís Þrándarson í hóp seinni hluta síðasta árs.
Daníel Leó Grétarsson og Höskuldur Gunnlaugsson eru í byrjunarliðinu og leika sína fyrstu landsleiki.
Byrjunarlið Íslands:
#1 Hannes Þór Halldórsson
#3 Davíð Kristján Ólafsson
#4 Alex Þór Hauksson
#5 Hólmar Örn Eyjólfsson
#6 Daníel Leó Gretarsson
#7 Mikael Neville Andeson
#10 Aron Elís Þrándarson
#11 Kjartan Henry Finnbogason
#14 Kári Árnason
#19 Viðar Örn Kjartansson
#22 Höskuldur Gunnlaugsson
Varamenn: Birkir Már Sævarsson, Bjarni Mark Antonsson, Kolbeinn Sigþórsson, Elías Rafn Ólafsson, Patrik Sigurður Gunnarsson, Alfons Sampsted, Oskar Tor Sverrisson, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Stefán Teitur Þórðarson, Kristján Flóki Finnbogason, Óttar Magnús KArlsson og Ari Leifsson.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
3. Davíð Kristján Ólafsson
4. Alex Þór Hauksson
5. Aron Elís Þrándarson
('73)
7. Höskuldur Gunnlaugsson
('82)
11. Kjartan Henry Finnbogason
('60)
14. Kári Árnason (f)
('46)
18. Mikael Anderson
('89)
18. Daníel Leó Grétarsson
19. Viðar Örn Kjartansson
('60)
Varamenn:
2. Birkir Már Sævarsson
('46)
2. Alfons Sampsted
('89)
9. Óttar Magnús Karlsson
('60)
11. Kristján Flóki Finnbogason
('60)
14. Bjarni Mark Duffield
('82)
16. Stefán Teitur Þórðarson
('73)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: