Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
Valur
1
2
Selfoss
Elín Metta Jensen '37 1-0
1-1 Tiffany Janea MC Carty '52
1-2 Anna María Friðgeirsdóttir '80
06.06.2020  -  16:00
Origo völlurinn
Meistarar meistaranna konur
Aðstæður: Sól, 11° og vindur á annað markið.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Kaylan Jenna Marckese
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
4. Guðný Árnadóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('65)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
14. Hlín Eiríksdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f) ('63)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('80)

Varamenn:
12. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
3. Arna Eiríksdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
9. Ída Marín Hermannsdóttir ('63)
15. Bergdís Fanney Einarsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir ('65)
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir
77. Diljá Ýr Zomers ('80)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Ásta Árnadóttir
María Hjaltalín
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Kjartan Sturluson

Gul spjöld:
Ásdís Karen Halldórsdóttir ('60)

Rauð spjöld:
95. mín
Eftir leik Anna María fékk ekki bikarinn afhentan heldur náði hún í hann við hliðarlínuna. Öðruvísi.
Leik lokið!
Selfoss er sigurvegari í Meistarakeppni KSÍ, meistarar meistaranna!

Valsliðið betra í fyrri hálfleiknum en Selfoss í þeim seinni.
93. mín
Elín dæmd brotleg eftir kapphlaup við Barbáru.
91. mín
Inn:Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss) Út:Clara Sigurðardóttir (Selfoss)
Clara átt flottan leik í dag og lagt inn mikla vinnu fyrir liðið.
90. mín
+3 bætt við.
88. mín
Boltinn berst á Ídu við teiginn og hún á skot sem Kaylan ver og heldur, mjög örugg í markinu.
87. mín
Valur fór í 4-1-3-2 eftir að Fanndís fór af velli. Hlín og Elín fremstar.
86. mín
Inn:Þóra Jónsdóttir (Selfoss) Út:Dagný Brynjarsdóttir (Selfoss)
85. mín
Kaylan grípur fyrirgjöf frá Diljá.
84. mín
Magdalena liggur eftir. Sá ekki hvað gerðist.

Leit illa út en hún kemur aftur inn á.
81. mín
Flott sókn hjá Selfoss og Fríða kemst í góða stöðu. Fer framhjá Söndru en missir boltann of langt til hægri og skýtur framhjá.
80. mín
Inn:Diljá Ýr Zomers (Valur) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
80. mín MARK!
Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss)
Þetta var skrautlegt mark. Boltanum var hreinsað út á Önnu Maríu sem lét vaða og sveif boltinn yfir Söndru af góðu færi. Aftur spurningarmerki við Söndru, reyndi hún að kýla boltann í stað þessa að grípa hann?
75. mín
Ída og Clara í baráttunni og dæmt á Clöru, hefði getað dæmt á Ídu áður.
70. mín
Tvö færi! Elín Metta með sendingu á Hlín sem lætur vaða. Kaylan ver boltann út í teiginn. Þar nær Metta til boltans og skýtur með vinstri framhjá fjærstönginni. Þetta var séns!
67. mín
Barbára fer niður í hægri bakvörðinn og Magdalena á hægri vænginn.
66. mín
Inn:Magdalena Anna Reimus (Selfoss) Út:Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfoss)
65. mín
Inn:Dóra María Lárusdóttir (Valur) Út:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
65. mín
Rólegt yfir þessu undanfarnar mínútur.
63. mín
Inn:Ída Marín Hermannsdóttir (Valur) Út:Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
Fyrsta skipting leiksins.
60. mín Gult spjald: Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Ásdís missir boltann og brýtur svo af sér í kjölfarið. Hárrétt gult spjald.
58. mín
Elín fær bolta inn á teiginn á svo skot eða fyrirgjöf úr þröngri stöðu sem Kaylan grípur.
57. mín
Dauðafæri sem Fanndís fær. Snörp sókn, Elín leggur hann á liðsfélaga sinn en skotið framhjá stönginni.
52. mín MARK!
Tiffany Janea MC Carty (Selfoss)
Stoðsending: Hólmfríður Magnúsdóttir
Fríða gerir mjög vel úti á vinstri vængnum og fer illa með Elísu. Fyrirgjöf hennar fer beint á Tiffany sem fer fyrst frá markinu, snýr sér svo inn á teiginn framhjá tveimur varnarmönnum og nær skoti í fjærhornið. Skotið í boga yfir eða framhjá Söndru sem mér fannst eiga að gera betur. Allt jafnt!

Má samt alls ekki taka neitt af Tiffany sem gerði mjög vel inn á teignum!
49. mín
Spilið betra til að byrja með hjá gestunum.
47. mín
Fín sókn hjá Selfossi. Tiffany með flottan bolta út á Barbáru en Valskonur koma fyrirgjöf Barbáru frá og hættan liðin hjá. Valskonur sóttu svo upp vinstri vænginn, Elín fékk boltann en var dæmd rangstæð.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Valur byrjar með boltann og sækir í átt að Öskjuhlíðinni.
45. mín
Hálfleikur
Sást í fyrri hálfleik að Selfoss-liðið á eftir að spila sig betur saman. Aflreð heldur sínum stelpum lengi inn í klefa og þurfti Einar að flauta aftur í flaut sína til að fá leikmenn inn á völlinn.
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið. Valsliðið talsvert sterkara í fyrri hálfleiknum.
45. mín
45+2 Guðný mjög tæp þarna inn á teignum en Fríða nær ekki boltanum.
45. mín
Uppbótartími fyrri hálfleiks er að lágmarki tvær mínútur.
43. mín
Hlín gerir aftur mjög vel og á fyrirgjöf á Fanndísi sem hittir ekki boltann.
42. mín
Anna María með flotta sendingu á Dagný sem nær fyrirgjöf en Sandra fljót niður og grípur inn í.
40. mín
Fríða kemur sér inn á teiginn, á skot sem mér sýnist Guðný komast fyrir og hættan liðin hjá. Fínn sprettur.
37. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Valur)
Stoðsending: Hlín Eiríksdóttir
MARK!!! Fyrsta markið komið. Hlín gerir frábærlega úti hægra megin, kemur sér inn á teiginn, rennir boltanum á Elínu sem skorar með vinstri fótar skoti meðfram jörðinni í fjærhornið. 1-0!
36. mín
Elísa Viðarsdóttir liggur eftir og fær aðhlynningu.
35. mín
Rólegt yfir þessu.
30. mín
Ásdís fær boltann úti vinstra megin í teignum og lætur vaða. Kaylan ver í horn.
29. mín
Leikurinn stopp. Hlúað að einum leikmanni Selfoss. Sýnist það vera Áslaug sem lenti illa og skall með höfuðið í grasið.

Leikurinn kominn af stað á ný.
25. mín
Tiffany í hálffæri, Lillý kemst fyrir. Boltinn berst út á Clöru sem á fyrirgjöf á Dagnýju. Dagný nær skalla en Sandra grípur, besta sókn Selfoss til þessa.
24. mín
Fanndís með skot fyrir utan teig í kjölfar hornspyrnunnar. Kaylan grípur.
23. mín
Hornspyrna sem Valur fær. Áslaug hafði gert vel í því að ná boltanum af Elínu en Valur nær að vinna hornspyrnu í kjölfarið.
21. mín
Valsliðið talsvert betra liðið til að byrja með.
21. mín
Elín Metta kemur sér inn á teiginn, tekur ein skæri og smellir boltanum með vinstri fæti í nærstöngina úr þröngu færi. Vel gert, óheppin.
18. mín
Sandra
Hallbera - Lillý - Guðný - Elísa
Ásgerður - Ásdís - Málfríður
Fanndís - Elín Metta - Hlín

Svona er þetta u.þ.b. hjá Val.
16. mín
Selfoss með aukaspyrnu hægra megin á vallarhelmingi Vals sem er aðeins ofarlega fyrir Hólfríði sem er einnig dæmd rangstæð. Anna María tók spyrnuna.
15. mín
Kaylan
Anna María - Anna Björk - Áslaug - Bergrós
Dagný - Karítas
Hólmfríður - Clara - Barbára
Tiffany

Svona u.þ.b. er uppstilling gestanna. Vinstri til hægri.
14. mín
Flott sókn sem endar með skoti Fanndísar en Kaylan ver og heldur skotinu.
13. mín
Fanndís hársbreidd frá því að sleppa í gegn.
12. mín
Hallbera með flottan bolta inn á Hlín sem finnur Mettu. Elín á svo skot rétt framhjá.
11. mín
Hlín með skot í varnarmann. Innkast hátt upp á vellinum fyrir Valskonur.
9. mín
Hólmfríður Magnúsdóttir gerir vel úti vinstra megin og vinnur hornspyrnu fyrir Selfoss.

Sandra í smá brasi en allt bjargast.
6. mín
Tiffany gerir vel og vinnur aukaspyrnu eftir fínan sprett. Aukaspyrna sem Selfoss tekur rétt inn á vallarhelmingi Vals.

Engin hætta og Sandra grípur boltann.
4. mín
Finnst eins og Selfoss sé í 4-5-1 á meðan Valur er í sókndjarfara kerfi, 4-3-3.
3. mín
Hlín Eiríksdóttir í hörkufæri en hittir ekki boltann. Hallbera með flotta fyrirgjöf.
2. mín
Ásdís reynir að finna Fanndísi en hún var fyrir innan.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað. Selfoss byrjar með boltann!
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn við dynjandi lófatak.
Fyrir leik
Hallbera Guðný er með fyrirliðabandið hjá Val. Margrét Lára bar það á síðustu leiktíð.
Fyrir leik
Stutt í að leikar hefjist. Það vekur athygli að Ásdís Karen er sú eina af 'nýju' leikmönnunum sem byrja í dag.

Hjá Selfoss byrja Kaylan, Tiffany, Clara, Anna Björk og Dagný. Margrét er svo varamarkvörður.
Fyrir leik
Byrjunarlið Vals:
1. Sandra Sigurðardóttir
4. Guðný Árnadóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (F)
14. Hlín Eiríksdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
27. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
32. Fanndís Friðriksdóttir

Byrjunarlið Selfoss:
1. Kaylan Jenna Marckese
4. Tiffany Janea McCarty
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
7. Anna María Friðgeirsdóttir (F)
8. Clara Sigurðardóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir
12. Dagný Brynjarsdóttir
14. Karitas Tómasdóttir
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir
29. Anna Björk Kristjánsdóttir
Fyrir leik
Leikurinn er fyrsti keppnisleikurinn kvennamegin. 1. umferð Mjólkurbikarsins hefst á morgun. Pepsi Max-deildin hefst svo næsta föstudag.
Fyrir leik
Fótbolti.net hefur ekki birt opinbera spá fyrir tímabilið en undirritaður sér fram á að bæði þessi lið verði í topp þremur í Pepsi Max-deildinni.
Fyrir leik
Lið Selfoss:

Komnar:
Clara Sigurðardóttir frá ÍBV
Dagný Brynjarsdóttir frá Portland Thorns
Kaylan Marckese frá Bandaríkjunum
Tiffany Janea MC Carty frá Bandaríkjunum
Anna Björk Kristjánsdóttir frá PSV, Hollandi
Margrét Ósk Borgþórsdóttir frá Tindastóli

Farnar
Hrafnhildur Hauksdóttir í FH
Fyrir leik
Breytingar á leikmannahópum liðana. Byrjum á liði Vals:

Komnar:
Arna Eiríksdóttir frá HK/Víkingi
Ásdís Karen Halldórsdóttir frá KR (Var á láni)
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir frá Þór/KA
Dilja Ýr Zomers frá Stjörnunni
Eygló Þorsteinsdóttir frá HK/Víkingi (Var á láni)
Ída Marín Hermannsdóttir frá Fylki
Ísabella Anna Húbertsdóttir frá Fylki (Var á láni)
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir frá ÍA (Var á láni)

Farnar
Auður Scheving í ÍBV (á láni)
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir í Þrótt R. (á láni)
Stefanía Ragnarsdóttir í Fylki
Vesna Elísa Smiljkovic í Fylki
Margrét Lára Viðarsdóttir, hætt
Fyrir leik
Valur hefur haft gott tak á liði Selfoss undanfarin ár og vann báða leikina í deildinni á síðasta ári. Það þarf að fara baka til ársins 2016 til að finna síðasta sigur Selfoss á Val.

Liðin hafa mæst 20 sinnum frá og með árinu 2012. Valur hefur unnið 11 leiki, fjórir hafa endað með jafntefli og Selfoss unnið fimm leiki.
Fyrir leik
Byrjunarliðin koma inn þegar klukkutími er í leikinn. Það er Bongó en smá gola. Allir á völlinn!
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik Vals og Selfoss í Meistarar meistaranna.

Íslandsmeistararnir í Val mæta bikarmeisturum Selfoss á Origo vellinum og hefst leikurinn klukkan 16:00.
Byrjunarlið:
1. Kaylan Jenna Marckese (m)
Anna María Friðgeirsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir ('86)
4. Tiffany Janea MC Carty
6. Bergrós Ásgeirsdóttir ('66)
8. Clara Sigurðardóttir ('91)
10. Barbára Sól Gísladóttir
14. Karitas Tómasdóttir
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir
29. Anna Björk Kristjánsdóttir

Varamenn:
13. Margrét Ósk Borgþórsdóttir (m)
15. Unnur Dóra Bergsdóttir ('91)
16. Selma Friðriksdóttir
18. Magdalena Anna Reimus ('66)
20. Helena Hekla Hlynsdóttir
21. Þóra Jónsdóttir ('86)

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Erna Guðjónsdóttir
Elías Örn Einarsson
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Óttar Guðlaugsson
María Guðrún Arnardóttir
Stefán Magni Árnason

Gul spjöld:

Rauð spjöld: