Stjarnan
2
1
Fylkir
0-1 Valdimar Þór Ingimundarson '1
Hilmar Árni Halldórsson '26 1-1
Ólafur Ingi Skúlason '88
Ísak Andri Sigurgeirsson '93 2-1
15.06.2020  -  19:15
Samsung völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Það er sólskin í Garðabæ, samt kalt.
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Maður leiksins: Halldór Orri Björnsson
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
7. Guðjón Baldvinsson ('71)
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('77)
18. Sölvi Snær Guðbjargarson ('85)
29. Alex Þór Hauksson (f)

Varamenn:
23. Vignir Jóhannesson (m)
3. Tristan Freyr Ingólfsson
4. Jóhann Laxdal ('77)
7. Ísak Andri Sigurgeirsson ('85)
20. Eyjólfur Héðinsson
21. Elís Rafn Björnsson
22. Emil Atlason ('71)
24. Björn Berg Bryde

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Davíð Sævarsson
Halldór Svavar Sigurðsson
Rajko Stanisic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið! Stjörnumenn vinna Fylki í fyrstu umferð. Alvöru leikur.

Viðtöl og skýrsla koma innan skamms.
93. mín MARK!
Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
Stoðsending: Heiðar Ægisson
ÞAÐ ER FLAUTUMARK!!!!!!!!!

Þvílík dramatík!! Heiðar Ægisson rennir boltanum fyrir þar sem að Ísak er einn og óvaldaður. Skot hans hefur viðkomu í Ásgeiri Eyþórssyni varnarmanni Fylkis og þaðan í netið. Ekki fallegasta markið en mark var það þó.

Sautján ára hetja!!!
90. mín
EMIL ATLA NÁLÆGT ÞVÍ AÐ KLÁRA ÞETTA!!!!!

Eftir harða sókn Stjörnunnar dettur boltinn fyrir Emil sem að tekur hann í fyrsta en Aron Snær vel á verði og ver glæsilega. Gæti hafa bjargað stigi.
88. mín Rautt spjald: Ólafur Ingi Skúlason (Fylkir)
ÉG SKAL SEGJA YKKUR ÞAÐ!!!!!

Ólafur Ingi alltof seinn inní Alex Þór og fær rautt spjald að launum. Silfurskeiðinn baular á hann þegar að hann labbar útaf og hann glottir til þeirra.
87. mín
Hér er farið að hitna í kolunum. Jóhann Laxdal með frábæran sprett og ennþá betri sendingu fyrir sem að Hilmar chestar fyrir Halldór Orra. Skot Halldórs fer í tvo varnarmenn og vilja Stjörnumenn fá hendi víti. Hefði eki verið rétt. Seinna fer Emil alltof seint inní Aron og Fylkismenn eru ósáttir við hann.
85. mín
Inn:Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan) Út:Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan)
Ungur inn fyrir ungann. Aukaspyrnan hans Hilmars fór ekki yfir fyrsta varnarmann.
84. mín
Hilmar Árni nælir sér í aukaspyrnu. Tekur væntanlega sjálfur.
83. mín Gult spjald: Sam Hewson (Fylkir)
Reyndi að sparka Hilmar Árna niður en tókst það ekki. Vel dæmt hjá Guðmundi.
78. mín
Úff Arnór Gauti hangir þarna alltof lengi á boltanum og nýtir Sölvi sér það. Skot hans fer hins vegar í varnarmann, alveg örugglega Orra Svein, og yfir.
77. mín
Inn:Jóhann Laxdal (Stjarnan) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
Jói Lax kemur á kantinn.
75. mín
Inn:Ólafur Ingi Skúlason (Fylkir) Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
Fylkismenn þétta raðirnar. Fínt að eiga Ólaf Inga á bekknum.
75. mín
Vá þarna munaði litlu. Eftir hornspyrnu Hilmars endar boltinn hjá Halldóri Orra sem að kontrar boltann rétt yfir markið.
74. mín
Sam Hewson með góða sendingu inná teiginn þar sem að Djair er mættur en skot hans fer beint á Halla í markinu.
71. mín
Inn:Emil Atlason (Stjarnan) Út:Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Emil Atla mættur inná til að hleypa lífi í sóknarleik Stjörnunnar.
70. mín
Enn ein sóknin hjá Stjörnunni. Jósef með góða stungu inná Sölva Snæ sem að reynir skot en þar er Ásgeir mættur og kemur boltanum frá. Ásgeir búinn að vera frábær.
69. mín
Þorsteinn Már með frábæra fyrirgjöf á Sölva Snæ en skalli hans hittir ekki markið. Einstefna í átt að marki Fylkis þessa stundina.
68. mín
Hilmar Árni með góða aukaspyrnu utan af kanti og er það Guðjón Baldvinsson sem að stekkur hæst. Hann hittir boltann hins vegar ekki nógu vel og skalli hans endar framhjá.
66. mín
Sókn Stjörnumanna heldur áfram. Þorsteinn fer illa með þrjá Fylkismenn og rennur boltanum á Hilmar Árna sem að þarf að teygja sig í boltann. Aron þarf að hafa sig allan við og rétt nær að blaka boltanum frá á Sölva Snæ sem að er rangstæður.
64. mín
Eftir hornspyrnu Hilmars á sér stað mikil ringulreið inní teig Fylkismanna sem að endar með misheppnuðu skoti Þorsteins. Stjarnan með öll völd á vellinum.
63. mín
Halldór Orri reynir hér vinstri fótar skot rétt fyrir utan teiginn en Aron Snær ver vel og Fylkismenn koma boltanum frá.
62. mín
Halldór Orri með fína sendingu inná teiginn ætlaða Þorsteini Má en hann nær ekki að reka hausinn í boltann.
58. mín
Inn:Arnór Gauti Jónsson (Fylkir) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
Tvöföld skipting hjá Fylki. Arnór Gauti Jónsson að spila sinn fyrsta leik fyrir Árbæjarliðið.
58. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (Fylkir)
57. mín
Guðjón með fínan sprett fram völlinn en Ásgeir kemur fyrirgjöf hans frá.
55. mín
Að sjálfsgöðu reynir Hilmar að lúðra honum á markið en í þetta skiptið fer boltinn nokkuð hátt yfir.
54. mín
Þorsteinn Már að komast á rás þegar að Valdimar brýtur á honum. Svipaður staður og Hilmar skoraði úr áðan.
52. mín
Hilmar Árni með frábæra stungu sendingu inná Þorstein sem að reynir að renna honum inná Guðjón en Ásgeir að mér sýndist komst fyrir skot hans.
51. mín
Þessi seinni hálfleikur byrjar ekki jafn fjörlega og sá fyrri. Stjörnumenn meira með boltann en eiga ennþá eftir að skapa sér alvöru færi.
46. mín
Þá er leikurinn hafinn að nýju. Fylkismenn byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Guðmundur Ársæll til hálfleiks. Staðan jöfn í Garðabænum.
45. mín
Hilmar Árni reynir eina slummu af 30 metrunum en boltinn endar beint í fanginu á Aroni. Hinum meginn á Valdimar fína fyrirgjöf á Arnór Gauta sem að skallar yfir.
44. mín
Inn:Birkir Eyþórsson (Fylkir) Út:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Fyrirliðinn hefur lokið leik. Ekki harka af þér höfuðmeiðsli.
43. mín
Fín sókn hjá Fylki. Orri Sveinn á góða sendingu innfyrir vörn Stjörnumanna þar sem að Helgi Valur er mættur og reynir skot úr þröngu færi en boltinn rennur framhjá.
41. mín
Úff harður árekstur hjá Ragnari Braga og Daníeli Laxdal. Þurfa báðir að fá aðhlynningu. Eru báðir grjótharðir og hrista þetta af sér.
38. mín
Ragnar Bragi á hér fína fyrirgjöf en hún er millímeter of há fyrir Arnór Gauta sem að hittir ekki boltann.
35. mín
Stjörnumenn vilja fá vítaspyrnu. Laglegt spil milli Hilmars og Guðjóns endar með því að Hilmar fellur í teignum. Þetta er eitthvað fyrir sérfræðinganna til að dæma um.
34. mín
Aðeins búið að hægjast á þessu. Stjörnumenn töluvert meira með boltann.
30. mín Gult spjald: Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Fyrsta gula spjald leiksins. Þorsteinn kemst inní misheppnaða sendingu til baka og Ásgeir neyðist til að brjóta.
26. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
HILMAR ÁRNI ER MÆTTUR TIL LEIKS DÖMUR MÍNAR OG HERRAR!!!!!!

Hilmar Árni lúðraði þessari aukaspyrnu í stöngina og inn af 25 metrunum. Geggjað mark.
24. mín
Arnór Gauti þurfti að fá aðhlynningu utan vallar. Það var svo lúmskt að ég tók ekki eftir því fyrr en að hann kom inná aftur. Stjarnan á aukaspyrnu á fínum stað.
23. mín
Hilmar Árni með góða hornspyrnu sem að Guðjón skallar yfir.
21. mín
Jósef Kristinn með enn eina fyrirgjöfina og ratar þessi á Guðjón sem að skóflar boltanum yfir markið. Stjarnan meira með boltann þessa stundina en Fylkisvörnin er þétt.
19. mín
Sölvi byrjar hér sókn hjá Stjörnumönnum og sendir boltann á Guðjón sem að geysist upp kantinn og reynir að leggja hann út á Heiðar Ægisson. Djair er hins vegar sneggri en hann og fiskar aukaspyrnu við eigin vítateig.
16. mín
VÁÁÁÁ FYLKIR NÁLÆGT ÞVÍ AÐ BÆTA VIÐ!!!!

Valdimar á frábæra sendingu inná Arnór Gauta sem að er öskufljótur. Arnór leggur hann út á Helga Val sem að tekur hann í fyrsta rétt yfir markið. Góð sókn.
12. mín
Heiðar Ægisson með fína fyrirgjöf sem að Sölvi Snær nær að skalla í átt að marki en skallinn er laflaus og beint á Aron í markinu.
9. mín
Þorsteinn Már Ragnarsson með frábæra fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem að Guðjón lúrir en Orri Sveinn er fljótur að átta sig og gerir vel í að koma boltanum frá.
7. mín
Fín sókn hjá Stjörnumönnum endar með skoti Halldórs Orra í varnarmann og yfir. Hilmar Árni tekur hornið sem að Aron Snær á ekki í neinum vandræðum með að kýla frá.
5. mín
Sölvi Snær stingur hér Sam Hewson af og rennir boltanum út á Jósef en fyrirgjöf hans fer aftur fyrir endamörk. Fínt tempó í þessu hér í upphafi.
4. mín
Hornspyrnan er fín og endar á kollinum á Ásgeiri sem að slæsar boltann framhjá markinu.
3. mín
Fylkismenn fá hornspyrnu sem að Daði ætlar að taka. Byrjar af krafti.
1. mín MARK!
Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
ÞETTA TÓK EKKI LANGAN TÍMA!!!!!

Arnór Gauti þrykkir boltanum inná teiginn úr innkasti og Stjörnumenn eiga í mestu vandræðum með að koma boltanum frá. Boltinn endar hjá Valdimar sem að þrumar honum í netið.
1. mín
Leikur hafinn
Guðmundur Ársæll flautar leikinn á. Stjarnan byrjar með boltann.
Fyrir leik
Þá ganga liðin inná völlinn. Þetta er að hefjast. Góða skemmtun kæru lesendur.
Fyrir leik
Yngsti maður á skýrslu í kvöld er Ísak Andri Sigurgeirsson hjá Stjörnunni en hann er fæddur árið 2003. Sá elsti er Helgi Valur Daníelsson en hann er fæddur árið 1981. Ekki nema 22 ár milli þessara tveggja.
Fyrir leik
Guðmundur Ársæll Guðmundsson sér um að dæma þennan leik hér í dag og honum til aðstoðar eru þeir Birkir Sigurðarson og Egill Guðvarður Guðlaugsson. Þá er Villhjálmur Alvar Þórarinsson fjórði dómari. Ég spái því að þeir negli þetta í dag.
Fyrir leik
Máni Pétursson, útvarpsmaður á X-inu og Stjörnumaður, er spámaður Fótbolta.net þessa fyrstu umferð. Þetta hafði hann um þennan leik að segja:

Stjarnan 1 - 0 Fylkir
Stjarnan hefur ekki tapað fyrir Fylki í síðustu tíu leikjum þessara liða. Þtta verður samt erfið fæðing. Fylkismenn eru búnir að fá rútuna hans Mourinho lánaða. Eina leiðin í markið er að gera eins og Árbæjarskáldið segir og negla. Hilmar Árni gerir það frá miðju á 89. mínútu.
Fyrir leik
Tveir leikir fara fram í Pepsi Max-deild karla í dag en núna fyrr í kvöld hófst leikur Víkings og Fjölnis í Víkinni. Þar leiða heimamenn 1-0 eftir mark frá Óttari Magnúsi Karlssyni.
Fyrir leik
Hjá Stjörnunni eru nokkrir leikmenn á meiðslalistanum. Eyjólfur Héðinsson er ekki í leikmannahóp og má segja sömu sögu um Ævar Inga Jóhannesson en þeir eru báðir að glíma við meiðsli. Þá er enginn Martin Rauschenberg í hóp hjá Stjörnunni, spurning hvort að hann sé meiddur.
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin klár.

Það er lítið sem að kemur á óvart í uppstillingu Stjörnumanna en Halldór Orri Björnsson byrjar inná eftir endurkomu sína í Garðabæinn. Alex Þór Hauksson er þá með fyrirliðabandið.

Hjá Fylki er enginn Ólafur Ingi Skúlason í byrjunarliði en þeir Þórður Gunnar Hafþórsson og Djair Parfitt-Williams spila sinn fyrsta Íslandsmótsleik með Fylki. Liðin má sjá hér til hliðar.
Fyrir leik
Nú fara byrjunarliðin að birtast hvað á hverju og verður gaman að sjá hvernig þjálfarateymin leggja þenna fyrsta leik sumarsins upp. Annars er gervigrasið iðagrænt og fínt og ágætis veður til fótboltaiðkunnar. Ef þú lesandi góður ætlar að kíkja á völlinn skaltu gjöra svo vel að klæða þig vel.
Fyrir leik
Ef að spá Fótbolta.net gengur eftir bókinni enda Fylkismenn í sama sæti og í fyrra, 8.sæti. Fylkismenn misstu meðal annars Emil Ásmundsson og Ara Leifsson fyrir mót en hafa fengið Arnór Borg Guðjohnsen og Arnór Gauta Jónsson til liðs við sig. Þá nældu þeir einnig í hinn efnilega Þórð Gunnar Hafsteinsson frá Vestra sem að verður áhugavert að fylgjast með í sumar.
Fyrir leik
Stjörnumönnum er spáð 6. sæti af sérfræðingum Fótbolta.net en það er tveimur sætum neðar en þeir lentu í fyrir ári síðan. Leikmannahópurinn hefur breyst lítið en hafa þeir meðal annars misst Baldur Sigurðsson og Guðmund Stein Hafsteinsson. Halldór Orri Björnsson er kominn heim í Garðabæinn frá FH og þá nældu þeir sér einnig í Emil Atlason.
Fyrir leik
Þessi leikur er forvitnilegur fyrir margar sakir en til að mynda hafa orðið hræringar á þjálfarateymum beggja liða síðan á síðasta ári. Hjá Stjörnunni er Rúnar Páll ennþá við stjórnvöllinn en hann hefur fengið með sér bikaróða Ólaf Jóhannesson sem jafningja. Mikið hefur verið rætt og ritað um þeirra samstarf og verður áhugavert að fylgjast með þeim í sumar.

Hjá Fylki hvarf Helgi Sigurðsson á braut og ákváðu Fylkismenn einnig að prófa tveggja þjálfara kerfi með Atla Svein Þórarinsson og Ólaf Stígsson í brúnni. Þá er fyrirliðinn Ólafur Ingi Skúlason spilandi aðstoðarþjálfari hjá þeim appelsínugulu.
Fyrir leik
Jú komiði sæl og blessuð kæru lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik Stjörnunnar og Fylkis í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn fer fram á Samsung vellinum í Garðabæ og er jafnframt síðasti leikur umferðarinnar.
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Daði Ólafsson
2. Ásgeir Eyþórsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
6. Sam Hewson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f) ('44)
11. Valdimar Þór Ingimundarson ('75)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('58)
11. Djair Parfitt-Williams
13. Arnór Gauti Ragnarsson ('58)
28. Helgi Valur Daníelsson

Varamenn:
32. Arnar Darri Pétursson (m)
4. Arnór Gauti Jónsson ('58)
9. Hákon Ingi Jónsson ('58)
16. Ólafur Ingi Skúlason ('75)
17. Birkir Eyþórsson ('44)
18. Nikulás Val Gunnarsson
21. Daníel Steinar Kjartansson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Atli Sveinn Þórarinsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Halldór Steinsson

Gul spjöld:
Ásgeir Eyþórsson ('30)
Sam Hewson ('83)

Rauð spjöld:
Ólafur Ingi Skúlason ('88)