Selfoss
0
2
Breiðablik
0-1 Agla María Albertsdóttir '3
0-2 Alexandra Jóhannsdóttir '82
18.06.2020  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: 10 gráður og sólin gægist!
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 417
Maður leiksins: Alexandra Jóhannsdóttir
Byrjunarlið:
1. Kaylan Jenna Marckese (m)
Dagný Brynjarsdóttir
4. Tiffany Janea MC Carty
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
8. Clara Sigurðardóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir
14. Karitas Tómasdóttir
18. Magdalena Anna Reimus ('71)
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir
29. Anna Björk Kristjánsdóttir

Varamenn:
15. Unnur Dóra Bergsdóttir
16. Selma Friðriksdóttir
20. Helena Hekla Hlynsdóttir ('71)
21. Þóra Jónsdóttir
25. Halldóra Birta Sigfúsdóttir

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Anna María Friðgeirsdóttir
Erna Guðjónsdóttir
Elías Örn Einarsson
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Óttar Guðlaugsson
María Guðrún Arnardóttir
Stefán Magni Árnason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FLAUT!

Blikar hirða stigin þrjú í kvöld og eru því með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki mótsins. Selfyssingar hinsvegar enn í leit að sínum fyrstu stigum!

Takk fyrir mig í kvöld. Skýrsla og viðtöl væntanleg.
93. mín
Skógarhlaup frá Kaylan sem vill meina að það sé brotið á sér. Jóhann ekki sammála. Boltinn dettur til Vigdísar Eddu sem setur hann í varnarmann og aftur fyrir.

Selfyssingar verjast horninu og halda í sókn.
91. mín
Við erum komin í uppbótartíma.

Alfreð Elías hefur aðeins gert eina skiptingu í leiknum. Það vekur athygli mína.
90. mín
Inn:Vigdís Edda Friðriksdóttir (Breiðablik) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik)
Síðasta skipting Blika í leiknum.
90. mín
Það fer að detta í níutíu mínútur á klukkuna. Selfyssingar reyna að koma sér framar á völlinn en Blikar standa þétt.
88. mín
Helena Hekla fær langan bolta frá Hólmfríði og nær að koma tánni í hann. Lítill kraftur í skotinu og Sonný ekki í vandræðum.
87. mín
Dagný Brynjarsdóttir lætur vaða úr spyrnunni en boltinn fer nokkuð hátt yfir markið.
86. mín Gult spjald: Hildur Þóra Hákonardóttir (Breiðablik)
Brýtur á Karitas rétt fyrir utan teig Blika.
86. mín
Inn:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik) Út:Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik)
Önnur skipting Blika.
85. mín
Sveindís með skot úr svipuðu færi og hér rétt áðan. Betra en í fyrra skiptið en þó framhjá.
82. mín MARK!
Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
BLIKAR ERU AÐ KLÁRA ÞETTA!

Alexandra er að gulltryggja þetta fyrir gestina. Markið ekki ósvipað því fyrra.

Algjört klafs í teig Selfyssinga sem endar á því að Alexandra er á hárréttum stað og potar boltanum í markið!
81. mín
Sveindís með bjartsýnistilraun. Skýtur úr erfiðu færi en boltinn endar þó í hliðarnetinu. Vel gert úr því sem komið var.
80. mín
79. mín
Hólmfríður með flotta tilraun!

Lætur vaða fyrir utan teig og boltinn fer rétt svo yfir markið. Aftur lifnar yfir stuðningsmönnum Selfoss.
78. mín
Selfyssingar fá aðra hornspyrnu. Clara tekur hana, spyrnan ekki góð og Sonný handsamar boltann.
76. mín
Ansi döpur aukaspyrna. Clara reynir fyrirgjöfina í stað þess að skjóta. Fer af varnarmanni Blika og aftur fyrir. Hornspyrna.
76. mín Gult spjald: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik)
Karólína fær gult fyrir brotið.
75. mín
Selfyssingar fá aukaspyrnu á STÓRHÆTTULEGUM stað!

Þarna er tækifæri fyrir Selfoss.
74. mín
Fínt spil Selfyssinga sem endar á skoti frá Clöru. Alltof lítill kraftur í því og Sonný grípur boltann þægilega.
71. mín
Inn:Helena Hekla Hlynsdóttir (Selfoss) Út:Magdalena Anna Reimus (Selfoss)
Alfreð gerir einnig skiptingu. Magdalena einnig átt betri daga.
70. mín
Inn:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Fyrsta skipting leiksins. Berglind oft átt betri daga. Ekki mikið til hennar sést.
68. mín
Karitas stöðvar hraða sókn Blika en sleppur við gult spjald. Stuðningsmenn gestanna kalla eftir því að Jóhann fari í vasann. Jóhann segir nei.
65. mín
Berglind Björg fer hér í jörðina og mér sýnist þetta vera gamli góði krampinn. Anna Björk aðstoðar hana.
64. mín
Magdalena fer fram hjá tveimur og lætur vaða. Boltinn af varnarmanni Blika og aftur fyrir.

Þá lifna stuðningsmenn Selfoss við.
63. mín
TIFFAAAANY!

Kemur sér í ansi álitlegt færi en lætur skotið ríða af alltof snemma. Hefði getað komið sér nær markinu. Setur boltann hátt yfir.
62. mín
Það er óhætt að segja að áhorfendur hafi ekki fengið mikið fyrir peninginn hér í kvöld. Á löngum köflum verið ansi rólegt yfir þessu.
60. mín
Selfyssingar fá hér ansi gott færi!

Hólmfríður kemur upp vinstri kantinn og finnur Dagnýju inni í teig sem er í litlu jafnvægi og skotið er eftir því.
57. mín
Selfyssingar færast nær marki Blika með hverri mínútunni sem líður.

Spurning hvort Blikarnir nái að refsa.
54. mín
Hildur Antonsdóttir liggur þjáð á vellinum og þiggur aðlhynningu frá sínum sjúkraþjálfara.
50. mín
Karólína enn og aftur að ógna Selfyssingum.

Keyrir hér upp vinstri kantinn og setur boltann fyrir. Sem betur fer fyrir Selfyssinga er enginn Bliki þar, bara Barbára til þess að negla boltanum í burtu.
48. mín
BERGLIND BJÖRG!

Fær hér gullið tækifæri til þess að tvöfalda forystu Breiðabliks. Frábær hornspyrna Karólínu inná teig, klafs áður en boltinn dettur fyrir fætur Berglindar sem skýtur beint á Kaylan.
47. mín
Blikar fá fyrstu hornspyrnu síðari hálfleiks.
46. mín
Síðari leikur er kominn af stað og nú eru það gestirnir sem byrja með boltann. Bæði lið óbreytt.
45. mín
Hálfleikur
Jóhann Ingi flautar til leikhlés.

Gestirnir úr Kópavogi leiða eftir mark frá Öglu Maríu í upphafi leiks. Jafnræði hefur verið með liðunum ef á heildina er litið.

Sjáumst í þeim síðari.
45. mín
Selfyssingar fá hornspyrnu. Blikar ósáttir.

Clara tekur spyrnuna en Sonný þarf ekki að hafa mikið fyrir þessum bolta. Grípur hann án þess að þurfa að hreyfa sig.
42. mín
Það er ansi rólegt yfir þessu núna. Alveg afskaplega rólegt.

Það er kalt í stúkunni sýnist mér. Nokkuð gott hér inni. Kaffi á könnunni og kleinur úr GK bakarí. Svakalegt combo.
39. mín
Blikar fá tvær aukaspyrnur á stuttum tíma og Selfyssingar eru ósáttir við báða dómana.
36. mín
Dagný með fyrirgjöf en það er bara ekki nokkur einasti Selfyssingur inni í teig og boltinn fer alla leið aftur fyrir.
34. mín
Tiffany Mc Carty með frábæran sprett upp vinstri kantinn sem endar með fyrirgjöf.

Magdalena Anna fær boltann en nær ekki að stýra honum á markið, hátt yfir. Þetta er allt í áttina hjá heimastúlkum.
32. mín
Gamla konan, Hólmfríður Magnúsdóttir, er búin að fara nokkrum sinnum ansi illa með Hildi Þóru, hægri bakvörð Blika.

Hildur hefur þó einnig gert vel í nokkur skipti.
29. mín
Selfyssingar að vinna sig hægt og rólega inn í leikinn. Blikar ekki með þessa miklu yfirburði eins og í upphafi leiks.
27. mín
Blikar að leika sér að eldinum í öftustu línu. Þær komast upp með það í þetta skiptið.
24. mín
Þriðja hornspyrna Blika. Hana sækir Agla María Albertsdóttir, markaskorarinn.

Karólína tekur spyrnuna en hún svífur yfir allan pakkann og aftur fyrir.
22. mín
SELFYSSINGAR NÁLÆGT ÞVÍ AÐ JAFNA!

Hólmfríður með flotta takta úti á vinstri kanti sem endar með fyrirgjöf. Tiffany rétt svo nær að koma hausnum í boltann en Sonný er vel á verði og ver af stuttu færi.
22. mín
Hafrún brýtur á Tiffany og Selfyssingar fá aukaspyrnu í fínu fyrirgjafarfæri. Clara stillir sér upp.
20. mín
DAGNÝ BRYNJARSDÓTTIR!

Þarna á Dagný að gera miklu, miklu betur! Tiffany með frábæra fyrigjöf beint á kollinn á Dagnýju sem er ein og óvölduð en Dagný skallar boltann framhjá.

Nær litlum krafti í skallann. Þarna hefðu Selfyssingar hæglega getað jafnað.
19. mín
Aftur er það Karólína sem að spyrnir en Selfyssingar skalla boltann burt. Aftur er spyrnan góð.
19. mín
Sveindís sækir aðra hornspyrnu. Reynir fyrirgjöf sem fer af Bergrósu.
17. mín
Frábær hornspyrna hjá Karólínu!

Svoleiðis teiknaður á kollinn á Kristínu Dís sem skallar boltann rétt yfir markið. Mjög gott allt saman.
16. mín
Sveindís Jane sækir hér hornspyrnu. Sparkar boltanum í Barbáru Sól og þaðan fer hann aftur fyrir endamörk.
14. mín
Breiðablik er að byrja þennan leik mikið mun betur. Eru að ná að halda boltanum vel á milli sín og láta Selfyssingana elta.
11. mín
10. mín
Sonný rís hæst í teignum og handsamar boltann. Spyrnar aftur á móti nokkuð góð.
10. mín
Selfyssingar fá fyrstu hornspyrnu leiksins. Hana tekur Clara.
8. mín
Barbára Sól með flottan bolta inn á teig en Selfyssingar inni í teignum ekki nógu aðgangsharðar og Heiðdís skallar burt.
6. mín
FRÁBÆRT FÆRI!

Karólína Lea nálægt því að tvöfalda forystu Blika strax í næstu sókn. Kaylan sér við henni í þetta skiptið.
3. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Alexandra Jóhannsdóttir
ÞETTA VAR EKKI LENGI GERT!

Það tekur Blikastúlkur tæpar þrjár mínútur á ná forystunni á Selfossi.

Sveindís Jane með langt innkast og það myndast klafs í teignum sem endar með því að Alexandra Jóhanns fær boltann í hausinn, Agla María er á hárréttum stað og þarf einungis að pota boltanum yfir línuna.
3. mín
Álitleg sókn Blika!

Berglind Björg við það að sleppa ein í gegn en Barbára Sól kemur eins og kölluð og nær til boltans.
2. mín
Áslaug Dóra búin að sparka tvisvar sinnum langt úr öftustu línu Selfyssinga. Miðverðir Blika skalla boltann burt í bæði skiptin.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað og það eru heimamenn sem hefja leik með boltann og sækja í átt að frjálsíþróttasvæðinu!

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Hér er þetta allt saman að gerast.

Liðin ganga út á völlinn. Selfyssingar vínrauðir á meðan Blikar eru hvítir. Allt eins og það á að vera, eins og Stebbi Hilmars sagði sjálfur.
Fyrir leik
Þá eru bæði liðin gengin inn til búningsklefa þar sem að leikmenn munu rífa af sér upphitunardressið og klæða sig í búningana.

Styttist í þennan stórleik á milli þessara tveggja frábæru liða!
Fyrir leik
Korter í leik og fólk er að farið að flykkjast í stúkuna!

Ef sjónin er ekki að svíkja mig þá eru Haffi Sævars og Sævar Þór Gíslason að grilla borgara ofan í mannskapinn.
Fyrir leik
Spáin úr blaðamannstúkunni:

Gústi, starfsmaður Árborgar og fyrrverandi starfsmaður Set: 4-1
Buxi, vallarstarfsmaður: 1-0
Hjörtur Leó, Vísir.is: 2-1
Arnar Helgi, Fótbolti.net:1-1
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin í hús og þau má sjá hér til hliðar!

Alfreð gerir eina breytingu á sínu liði frá leiknum gegn Fylki. Fyrirliðinn, Anna María, sest á bekkinn og inn í hennar stað kemur Magdalena Anna Reimus. Dagný Brynjarsdóttir er með fyrirliðabandið í dag.

Blikar stilla upp sama liði og sigraði FH í fyrstu umferð.
Fyrir leik
Það eru heldur betur flottar aðstæður á Selfossi í kvöld. Þórdís vallarstjóri og hennar fólk vinna nú hörðum höndum að því að vökva völlinn.

Ég bind þó vonir við það að það muni lægja með kvöldinu.
Fyrir leik
Liðin mættust tvisvar sinnum á undirbúningstímabilinu og það er óhætt að segja að Breiðablik hafi haft yfirhöndina í báðum þeim leikjum. Fyrri leikurinn fór 7-0 og sá síðari hvorki meira né minna en 8-1.

Breiðablik hafði einnig betur í báðum viðureignunum í Pepsi Max-deildinni síðasta tímabil. Leikurinn í Kópavogi endaði með 2-1 sigri en leikurinn á Selfossi 1-4, Blikum í vil.
Fyrir leik
Breiðablik vann öruggan sigur á FH í fyrstu umferðinni, 3-0. Lengi vel var munurinn aðeins eitt mark en liðið bætti við tveimur mörkum á lokamínútum leiksins.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Blikum á bragðið áður en Sveindís Jane Jónsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir bættu við sitthvoru markinu.

Það væri RISA stórt fyrir Blika að ná sex stiga forskoti á Selfoss eftir aðeins tvo leiki. Sjáum hvað setur.
Fyrir leik
Selfyssingar töpuðu nokkuð óvænt í fyrstu umferðinni þegar liðið mætti Fylki í Árbænum um síðustu helgi.

Leiknum lauk með 1-0 sigri Fylkis þar sem Eva Rut Ásþórsdóttir skoraði eina mark leiksins. Selfoss fékk gullið tækifæri til þess að jafna leikin undir lokin þegar liðið fékk vítaspyrnu. Magdalena Anna setti boltann hinsvegar fram hjá.

Selfoss stúlkur því enn í leit að sínum fyrstu stigum þetta sumarið. Koma þau í kvöld?
Fyrir leik
Gott kvöld!

Klukkan 19:15 flautar Jóhann Ingi til leiks í stórleik umferðarinnar í Pepsi Max-deild kvenna. Bikarmeistararnir taka á móti Breiðablik á JÁVERK-vellinum á Selfossi!
Byrjunarlið:
Sonný Lára Þráinsdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir (f)
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('90)
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('70)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
17. Sveindís Jane Jónsdóttir ('86)
18. Kristín Dís Árnadóttir
21. Hildur Antonsdóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir

Varamenn:
26. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('70)
6. Þórhildur Þórhallsdóttir
14. Guðrún Gyða Haralz
19. Esther Rós Arnarsdóttir
22. Rakel Hönnudóttir
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('90)
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Aron Már Björnsson
Jófríður Halldórsdóttir

Gul spjöld:
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('76)
Hildur Þóra Hákonardóttir ('86)

Rauð spjöld: