Víkingsvöllur
föstudagur 19. júní 2020  kl. 19:15
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Frábært veður. Létt gola og smá sól
Dómari: Uchechukwu Michael Eze
Maður leiksins: Nadía Atladóttir - Víkingur R.
Víkingur R. 1 - 1 ÍA
1-0 Nadía Atladóttir ('31)
1-1 María Björk Ómarsdóttir ('90)
Byrjunarlið:
1. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
2. Dagmar Pálsdóttir
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir (f) ('43)
10. Telma Sif Búadóttir
13. Margrét Eva Sigurðardóttir
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir
18. Þórhanna Inga Ómarsdóttir
19. Tara Jónsdóttir ('52)
21. Fanney Einarsdóttir
22. Nadía Atladóttir
30. Freyja Friðþjófsdóttir

Varamenn:
12. Soffía Sól Andrésdóttir (m)
5. Koldís María Eymundsdóttir
6. Elísa Sól Oddgeirsdóttir
7. Dagný Rún Pétursdóttir
11. Elma Rún Sigurðardóttir
16. Helga Rún Hermannsdóttir ('43)
24. Margrét Friðriksson
26. Ástrós Silja Luckas ('52)

Liðstjórn:
John Henry Andrews (Þ)
Þorleifur Óskarsson
Eyvör Halla Jónsdóttir
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir ('50)

Rauð spjöld:
@alexandrabia95 Alexandra Bía Sumarliðadóttir
90. mín Leik lokið!
+4

Þetta er búið!

María Björk stelur stiginu fyrir ÍA á lokamínútum leiksins.
Eyða Breyta
90. mín MARK! María Björk Ómarsdóttir (ÍA)
+2

ÍA jafnar!!

Boltinn berst út á Maríu Björk rétt fyrir utan vítateig Víkings og hún leggur hann laglega framhjá Höllu Margréti í markinu.


Eyða Breyta
90. mín
+1

Við erum komin í uppbótartíma.
Eyða Breyta
90. mín
Erna Björt reynir skot frá miðjum vallarhelmingi Víkings en boltinn rétt yfir.
Eyða Breyta
89. mín
Færi!!

Ástrós með laglega stungu inn á Nadíu sem sleppur ein í gegn en Aníta ver vel í markinu. Þarna var Nadía nálægt því að gera út um leikinn.
Eyða Breyta
88. mín
Klafs í Víkingsteignum og boltinn berst út á Maríu Björk sem á skot yfir markið.
Eyða Breyta
87. mín Erna Björt Elíasdóttir (ÍA) Sandra Ósk Alfreðsdóttir (ÍA)

Eyða Breyta
85. mín
Víkingar halda áfram að sækja. Nadía með fyrirgjöf en of hátt fyrir Ástrósu og Freyju.
Eyða Breyta
85. mín
Smá vandræði aftast í vörninni hjá ÍA. Nadía nálægt því að stela boltanum en þær koma þessu frá að lokum.
Eyða Breyta
83. mín
Nadía við það að sleppa í gegn hinumegin en dæmd rangstæð.
Eyða Breyta
83. mín
Fyrirgjöf fyrir mark Víkings sem Halla Margrét grípur.
Eyða Breyta
82. mín
Vó!

Freyja keyrir upp hálfan völlinn alveg ein, framhjá varnarmönnum ÍA, kemst í skotfæri en nær ekki fullum krafti í skotið og Aníta ekki í vandræðum í markinu.
Eyða Breyta
81. mín
Leikurinn farinn aftur af stað.

Ástrós fer út fyrir völlinn í fylgd sjúkraþjálfara.
Eyða Breyta
78. mín
Leikurinn stöðvaður.

Mikið samstuð í vítateig ÍA. Fyrirgjöf fyrir markið og nokkrir leikmenn skalla saman.

Ástrós Silja liggur eftir og heldur fyrir höfuðið.

Eyða Breyta
77. mín María Björk Ómarsdóttir (ÍA) Sigrún Eva Sigurðardóttir (ÍA)

Eyða Breyta
77. mín
Hættuleg fyrirgjöf fyrir mark Víkings en Halla Margrét með frábæra vörslu.
Eyða Breyta
75. mín
Ástrós með góða pressu fyrir Víking en Jaclyn nær að klóra sig út úr þessu og koma boltanum upp völlinn.
Eyða Breyta
71. mín
Dauðafæri!

Hinumegin komast Víkingskonur í skyndisókn. Freyja með góða sendingu inn fyrir á Nadíu sem er sloppin ein í gegn en setur boltann framhjá.
Eyða Breyta
71. mín
ÍA komnar í mun hærri pressu.
Eyða Breyta
70. mín
Skagakonur í færi!

Veronica Líf ein á móti Höllu sem ver vel.
Eyða Breyta
68. mín
Anna Þóra með háa fyrirgjöf inn að marki Víkíngs en Halla Margrét fyrst á boltann.
Eyða Breyta
67. mín
Liðin halda áfram að halda boltanum ágætlega án þess þó að gera sig mjög líkleg til að skora.
Eyða Breyta
63. mín
Freyja með góðan sprett fyrir Víking og nær góðri fyrirgjöf en þar vantar leikmann Víkings.
Eyða Breyta
62. mín
Boltinn berst út fyrir teig á Nadíu sem nær skoti sem fer framhjá markinu með viðkomu varnarmanns. Víkingur fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
60. mín
Rólegar mínútur. Liðin skiptast á að halda boltanum án þess að komast mjög nálægt markinu. Skagakonur liggja heldur aftarlega á vellinum.
Eyða Breyta
55. mín Veronica Líf Þórðardóttir (ÍA) Erla Karitas Jóhannesdóttir (ÍA)
Önnur skipting ÍA.
Eyða Breyta
53. mín
Há sending inn fyrir á Ástrósu sem var að koma inn á en Aníta er á undan í boltann. Leikmenn virtust halda að hún væri rangstæð en svo taldi aðstoðardómarinn ekki.
Eyða Breyta
52. mín Ástrós Silja Luckas (Víkingur R.) Tara Jónsdóttir (Víkingur R.)
Önnur skipting Víkinga.
Eyða Breyta
52. mín
ÍA fá tvö horn í röð en það síðara fer aftur fyrir markið.
Eyða Breyta
51. mín
Erla Karítas í góðu færi, fer boltann inn í teig en Halla Margrét nær að verja í horn.
Eyða Breyta
50. mín Gult spjald: Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir (Víkingur R.)
Fyrsta spjaldið komið. Svanhildur Ylfa stoppar Fríðu sem ætlar upp hægri kantinn.
Eyða Breyta
49. mín
ÍA konur koma af miklum krafti inn í seinnihálfleikinn og reyna að að brjóta sér leið í gegnum Víkingsmúrinn.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Flautað til hálfleiks. Heimakonur leiða leikinn eftir mark frá Nadíu á 31 mínútu.
Eyða Breyta
45. mín
Við erum komin í uppbótartíma fyrri hálfleiks, óvíst hve langur hann verður en það varð smá stopp á leiknum í upphafi ásamt tveimur skiptingum.
Eyða Breyta
45. mín
ÍA fær hornspyrnu og boltinn berst út á Bryndísi sem nær hörkuskoti sem Halla Margrét ver.
Eyða Breyta
44. mín
Nadía brotleg og fær smá tiltal frá dómara leiksins.
Eyða Breyta
43. mín Helga Rún Hermannsdóttir (Víkingur R.) Brynhildur Vala Björnsdóttir (Víkingur R.)
Víkingar gera sína fyrstu skiptingu. Fyrirliðinn fer af velli, virðist eitthvað hafa verið að hrjá hana aftan í læri.
Eyða Breyta
40. mín
Bryndís með fallegan bolta inn fyrir á Fríðu en Víkingskonur ná að koma þessu frá.
Eyða Breyta
38. mín
ÍA nær að koma boltanum í netið eftir mikla baráttu í teignum en dómari leiksins dæmir þær brotlegar.
Eyða Breyta
37. mín
ÍA fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
31. mín MARK! Nadía Atladóttir (Víkingur R.)
Maaaark!

Nadía Atladóttir er að koma Víkingskonum yfir! Vinnur boltann eftir samstuð við varnarmann ÍA og Anítu markmann.
Eyða Breyta
30. mín
Svanhildur Ylfa með fínt skot rétt yfir mark ÍA.
Eyða Breyta
27. mín
Víkingur fá hornspyrnu eftir góða sókn þar sem þær ná að spila ÍA aðeins í sundur.
Eyða Breyta
25. mín
Vóóó!

Víkingskonur bjarga á línu og mikið klafs skapast í teignum en þær ná að hreinsa út. Boltinn berst hinsvegar til ÍA sem ná skoti á markið en Halla Margrét í engum vandræðum þarna.
Eyða Breyta
24. mín
ÍA fær sína fyrstu hornspyrnu í kvöld.
Eyða Breyta
23. mín
Víkingur fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi ÍA.

Freyja virðist hafa fengið olnbogaskot í andlitið.
Eyða Breyta
21. mín
Ágætis færi!

Bryndís vinnur boltann fyrir ÍA í vítateig Víkings og kemur honum á Fríðu sem á skot yfir.
Eyða Breyta
18. mín
Nadía á fleygiferð upp vinstri kantinn og á skot í hliðarnetið.
Eyða Breyta
16. mín Anna Þóra Hannesdóttir (ÍA) Aníta Sól Ágústsdóttir (ÍA)
Fyrsta skipting leiksins. Aníta Sól hefur þurft skiptinguna.
Eyða Breyta
15. mín
Nadía og Vala með fínt samspil en síðasta sendingin aðeins of löng fyrir Nadíu.
Eyða Breyta
12. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins er Víkings.
Eyða Breyta
11. mín
Aníta Sól er komin aftur inn á.
Eyða Breyta
10. mín
Leikurinn er farinn af stað á ný.
Eyða Breyta
9. mín
Aníta röltir út fyrir völlinn ásamt sjúkraþjálfa ÍA. Mér sýnist hún vera að gera sig klára í að koma inn á aftur.
Eyða Breyta
8. mín
Aníta Sól í vörn ÍA þarf aðhlynningu og dómarinn stöðvar leikinn.
Eyða Breyta
7. mín
Bryndís Rún með hörkuskot rétt yfir markið!
Eyða Breyta
6. mín
Víkingskonur halda boltanum vel og eru að ná upp góðu spili. Brynhildur Vala er nálægt því að komast í gott skotfæri inn í teig ÍA en boltinn skoppar illa fyrir hana.
Eyða Breyta
3. mín
Liðin skiptast á að sækja í upphafi leiks. Erla Karítas fær boltann inn í teig og á skot í hliðarnetið.
Eyða Breyta
1. mín
ÍA sækja hratt en boltinn endar hjá Höllu Margréti í marki Víkings
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Það eru heimakonur sem hefja leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta er fyrsti heimaleikur Víkings í 35 ár, eða síðan 1985!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru gengin til búningsklefa, þetta er alveg að skella á.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Áhorfendur eru byrjaðir að koma sér fyrir í stúkunni. Fátt betra en að skella sér á völlinn í geggjuðu veðri á föstudagskvöldi!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er farið að styttast í leik, liðin á fullu í upphitun og Rihanna hljómar á vellinum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér til hliðanna.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið hafa leikið í Mjólkurbikarnum.

Víkingur sigraði Gróttu 5-3 í 1. umferð en í 2. umferð töpuðu þær fyrir Haukum í vítakeppni eftir að staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2, þar sem Víkingskonur komust tvisvar yfir.

ÍA vann 8-0 stórsigur á Hamarskonum í 1. umferð og 7-0 stórsigur á ÍR í 2. umferð. Þær eru því komnar áfram í 16-liða úrslit þar sem þær munu mæta Augnablik þann 10. júlí!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komnar í Víking:

Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir frá Þrótti
Dagný Rún Pétursdóttir frá HK
Nadía Atladóttir frá Fjölni
Telma Sif Búadóttir frá Val
Margrét Friðriksson frá Val
Elma Rún Sigurðardóttir frá Val
Elísabet Friðriksson frá Val
María Björg Marinósdóttir frá Val
Soffía Sól Andrésdóttir frá Þrótti
Koldís María Eymundsdóttir frá FH
Fanney Einarsdóttir frá Breiðablik
Rut Kristjánsdóttir frá Fylki
Eyða Breyta
Fyrir leik
Víkingsliðið er splúnkunýtt eftir að HK og Víkingur slitu samstarfi sínu eftir síðasta tímabil eftir 18 ára samstarf.

HK/Víkingur féll úr Pepsi-Max deildinni á síðastliðnu tímabili og tók Víkingur sæti liðsins í Lengjudeildinni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Breytingar á liði ÍA frá síðasta tímabili eru svona:

Komnar:

Unnur Ýr Haraldsdóttir úr fæðingarorlofi
Jaclyn Poucel Árnason frá Bandaríkjunum
Janet Egyr frá Ghana

Farnar:

Ásta María Búadóttir hætt
Niamh Coombes til Írlands
Andrea Magnúsdóttir í Þrótt R.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þjálfarar og fyrirliðar deildarinnar hafa spáð Víkingskonum 8. sæti deildarinnar en ÍA 4. sætinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Víkings og ÍA í fyrstu umferð Lengjudeildar kvenna.

Flautað verður til leiks klukkan 19:15 á heimavelli hamingjunnar.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Aníta Ólafsdóttir (m)
0. Aníta Sól Ágústsdóttir ('16)
3. Jaclyn Ashley Poucel
6. Eva María Jónsdóttir
7. Erla Karitas Jóhannesdóttir ('55)
8. Sigrún Eva Sigurðardóttir ('77)
10. Bryndís Rún Þórólfsdóttir (f)
11. Fríða Halldórsdóttir
14. Unnur Ýr Haraldsdóttir
17. Védís Agla Reynisdóttir
20. Sandra Ósk Alfreðsdóttir ('87)

Varamenn:
30. Friðmey Ásgrímsdóttir (m)
4. Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir
9. Erna Björt Elíasdóttir ('87)
15. Klara Kristvinsdóttir
16. Veronica Líf Þórðardóttir ('55)
18. María Björk Ómarsdóttir ('77)
19. Anna Þóra Hannesdóttir ('16)

Liðstjórn:
Hjördís Brynjarsdóttir
Þorgerður Bjarnadóttir
Eyrún Eiðsdóttir
Aron Ýmir Pétursson (Þ)
Dagný Halldórsdóttir
Róberta Lilja Ísólfsdóttir
Unnar Þór Garðarsson (Þ)
Björn Sólmar Valgeirsson
Kristján Huldar Aðalsteinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: