Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
KR
0
3
HK
0-1 Valgeir Valgeirsson '44
0-2 Birkir Valur Jónsson '57
0-3 Jón Arnar Barðdal '88
20.06.2020  -  18:00
Meistaravellir
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Grasið geggjað, skýjað og vindur
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 899
Maður leiksins: Valgeir Valgeirsson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('56)
6. Gunnar Þór Gunnarsson ('70)
7. Tobias Thomsen
11. Kennie Chopart (f)
16. Pablo Punyed
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('82)

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
9. Stefán Árni Geirsson ('70)
10. Kristján Flóki Finnbogason ('56)
14. Ægir Jarl Jónasson ('82)
15. Lúkas Magni Magnason
17. Alex Freyr Hilmarsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson

Gul spjöld:
Óskar Örn Hauksson ('41)
Kennie Chopart ('65)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þvílikt og annað eins.... HK vinna 0-3 og fara með 3 stig af Meistaravöllum

Skýrsla og viðtöl koma á eftir..
90. mín
+5 í uppbót
89. mín Gult spjald: Ólafur Örn Eyjólfsson (HK)
88. mín MARK!
Jón Arnar Barðdal (HK)
ÞEIR KLÁRA LEIKINN

Aron Bjarki með gífurlega slæm mistök og er að leika sér með boltann í öftustu línu og Jón Arnar Barðdal vinnur hann af honum og kemst einn í gegn á móti Beiti og VIPPAR yfir hann

Þvílkt "finish" frá drengnum
85. mín
Inn:Ólafur Örn Eyjólfsson (HK) Út:Ásgeir Marteinsson (HK)
84. mín
Líklegast svona 5-6 skipti sem HK-ingar liggja í grasinu í dag en nú liggur Ásgeir Marteins og fær alhlýðningu frá sjúkraþjálfara
82. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
81. mín
KR-ingar reyna og reyna en HK eru að verjast frábærlega öllum vopnum sem KR henda á þá
77. mín
KR-ingar ósáttir með að fá ekki víti.. vildu fá hendi
75. mín
Stefán Árni fær mjög gott færi í teignum en hittir ekki boltann.....
73. mín
Inn:Atli Arnarson (HK) Út:Valgeir Valgeirsson (HK)
Valgeir búinn að ljúka leik í dag
72. mín
Valgeir liggur niðri og virðist vera í miklu veseni með öxlina á sér
70. mín
Inn:Stefán Árni Geirsson (KR) Út:Gunnar Þór Gunnarsson (KR)
68. mín
ÞVÍLIK VARSLA FEÁ DIDDA

Mikill darraðardans í teignum eftir horn frá KR og hann dettur fyrir Óskar Örn sem er einn gegn Didda en Diddi er fljótur út og hendir sér fyrir þetta
65. mín Gult spjald: Kennie Chopart (KR)
Stoppar skyndisókn eftir hræðileg mistök hjá sjálfum sér..
64. mín
Kiddi Jóns fær boltann gapandi frír vinstra megin í teignum og kemur með skot/fyrirgjöf en fer í Ásgeir Börk og frá marki HK
61. mín
Kiddi Jóns með flotta fyrirgjöf frá vinstri inn á teig en Kristján Flóki skallar yfir markið
57. mín MARK!
Birkir Valur Jónsson (HK)
Stoðsending: Valgeir Valgeirsson
HVAÐ ER AÐ GERAST

Valgeir fer upp að endalínu og rennur honum út á Birki Val og hann skorar og virtist breyta aðeins um stefnu hérna og HK eru 0-2 yfir...

Ég endurtek... HK eru 0-2 yfir
56. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (KR) Út:Arnþór Ingi Kristinsson (KR)
55. mín Gult spjald: Brynjar Björn Gunnarsson (HK)
Brynjar brálaður eftir að hafa ekki fengið víti
54. mín
HK-ingar brjálaðir og vilja fá vítaspyrnu eftir að það var rifið Alexander Frey niður í teignum

KR-ingar heppnir
52. mín
Óskar Örn fer inn á völlinn og kemur með flotta sendingu bakvið vörn HK en Diddi fer á móti og rennir sér og nær boltanum
48. mín
Hörku skyndisókn frá HK

Birki Valur keyrir upp miðjann völlinn, leggur hann á Birni Snæ sem fer á hægri og á fínt skot en beint á Beiti
46. mín
Seinni farinn af stað, KR-ingar þurfa setja í 5 eða 6 gír..
45. mín
Hálfleikur
Ja hérna hér, ekki margir sem bjuggust við að HK færi með forystu inn í seinni hálfleikinn...

Kaflaskiptum hálfleik lokið

Beitir greinilega átti að verja skotið frá Valgeiri samkvæmt fólki sem sá þetta í sjónvarpinu
44. mín MARK!
Valgeir Valgeirsson (HK)
Stoðsending: Jón Arnar Barðdal
BÆNG!!!

Jón Arnar Barðdal rennur honum á Valgeir Valgeirsson sem fær hann hægri megin, keyrir inn á teiginn tekur einföld skæri og BÆNG, skot á nærstöng og Beitir á ekki séns í búrinu

Handboltafélagið komið yfir dömur mínar og herrar
43. mín
Darraðardansinn frægi eftir hornspyrnu KR...

Endar fyrir fætur Atla sem á skot á lofti yfir
41. mín Gult spjald: Óskar Örn Hauksson (KR)
Reynslubrotið góða.. stoppa skyndisókn
40. mín Gult spjald: Valgeir Valgeirsson (HK)
Valgeir minn..

Valgeir Valgeirs fær gult spjald fyrir dýfu...
38. mín
Jón Arnar Barðdal fær boltann inn í teig, nær að snúa og á ágætt skot en beint á markið og ekkert vesen fyrir Beiti
35. mín
Ásgeir Börkur virtist þurfa alhlýðningu eftir högg á höfuðið, Jóhann dómari kallaði sjúkraþjálfara inn á en Ásgeir stóð svo upp og áfram með leikinn

´Update´... einni mínútu síðar leggst Ásgeir aftur niður fær alhlýðningu frá sjúkraþjálfara HK
32. mín
HK-ingar með flotta skyndisókn, Valgeir fer með hann upp hægri kantinn og gefur hann á gapandi fríann Arnþór Ara sem á gott skot með hægri en Beitir í engum vandræðum með það

"Beitir í landsliðið" hrópar Bóas KR-ingur NR.1 og stúkan tekur undir
30. mín Gult spjald: Ásgeir Marteinsson (HK)
Fyrsta gula spjaldið fær að líta dagsins ljós en Ásgeir Marteins aaaallltof seinn og keyrir inn með öxlina í andlitið á Kennie Chopart, verðskuldað gult
28. mín
Atli Sigurjóns fer inn á völlinn á sinn góða vinstri fót og á skot inn í teig fast með jörðinni en HK menn fara fyrir þetta
26. mín
KR-ingar nálgast fyrsta markið

Kennie með aukaspyrnu frá hægri fyrir markið og Pálmi Rafn með flottan skalla rétt framhjá... Aron Bjarki var nálægt þvi að ná snertingu í boltann þá hefði þetta líklegast verið mark
24. mín
Að veðrinu, gleðifréttir... en sólin er farin að láta sjá sig

Að fótboltanum, HK-ingar ekki búnir að skapa sér mikið og KR-ingar mun hættulegri
22. mín
Kjörið marktækifæri fyrir Atla Sigurjóns...

Boltinn dettur fyrir hann hægra megin í teignum og Atli skýtur með vinstri en hátt hátt yfir..
20. mín
Kiddi Jóns með flotta fyrirgjöf frá vinstri en Diddi í marki HK gerir vel, kemur út og grípur boltann
16. mín
Bolti yfir vörn HK en Tobias missir af honum og Diddi í marki HK nær að handsama boltann rétt áður en Tobias lendir í samstuði við hann
14. mín
Þrír leikmenn HK strax farnir að hita upp, spurning hvort menn nokkrir inn á vellinum hjá HK séu tæpir..
11. mín
Tobias?....

Leifur Andri með hræðileg mistök og Tobias Thomsen kemst einn í gegn en óskiljanlega skaut hann mun lengra frá en hann hefði getað og skýtur beint á Didda í marki HK
9. mín
ÚFF...

Fyrirgjöf frá vinstri frá Atla Sigurjóns sem endar hjá Óskari Erni en hann á skot í stöngina... HK-ingar heppnir
6. mín
Birnir Snær við það að sleppa í gegn en Kennie Chopart gerir frábærlega og tæklar boltann frá
4. mín
Óskar Örn með fasta aukaspyrnu meðfram jörðinni en fer framhjá..
2. mín
HK-ingar eiga fyrsta færi leiksins, Birnir Snær með boltann í teignum með ekkert spes skot með vinstri framhjá..
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað, góða skemmtun!
Fyrir leik
Verður gaman að sjá hvernig KR-ingar mæta í lekinn eftir öflugan sigur gegn Val og hvernig HK mæta í leikinn eftir tapið gegn FH heima fyrir.

Þess má einnig geta að Stefan Ljubisic skrifaði undir samning við HK í vikunni, hann er ekki í hóp, líklegast ekki kominn með leikheimild...
Fyrir leik
HK-ingar fóru heim með sárt ennið eftir að hafa tapað niður 1-1 jafntefli gegn FH í Kórnum en FH-ingar skoruðu tvö mörk á seinustu 5 mínútunum og enduðu á að tapa leiknum 2-3. Viktor Bjarki stírði liði HK gegn FH þar sem Brynjar Björn var í banni en Brynjar mætir aftur á hliðarlínuna í dag.
Fyrir leik
Í seinustu umferð fóru KR á Origovöllinn og sóttu gríðarlega sterk 3 stig gegn Völsurum með marki frá Óskari Erni. KR-ingar gerðu sitt í leiknum, sóttu markið sem þurfti og gjörsamlega múruðu fyrir og Valur sköpuðu sér lítið.
Fyrir leik
Í fyrra þegar þessi lið mættust í Frostaskjólinu í hörku leik en þann leik unnu KR 3-2. Mörk KR gerðu Pálmi Rafn, Tobias Thomsen og Bjöggi Stef... mörk HK gerðu Kári Pétursson og Brynjar Jónasson
Fyrir leik
Dömur og herrar verið velkomin að viðtækjunum í beina textalýsingu frá Meistaravöllum, hér eigast við ríkjandi Íslandsmeistarar KR og drengirnir úr Kórahverfi Kópavogs í HK.
Byrjunarlið:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
7. Birnir Snær Ingason
8. Arnþór Ari Atlason
10. Ásgeir Marteinsson ('85)
14. Hörður Árnason
17. Valgeir Valgeirsson ('73)
17. Jón Arnar Barðdal
20. Alexander Freyr Sindrason

Varamenn:
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
3. Ívar Orri Gissurarson
5. Guðmundur Þór Júlíusson
11. Ólafur Örn Eyjólfsson ('85)
16. Emil Skorri Þ. Brynjólfsson
18. Atli Arnarson ('73)
22. Jón Kristinn Ingason

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson

Gul spjöld:
Ásgeir Marteinsson ('30)
Valgeir Valgeirsson ('40)
Brynjar Björn Gunnarsson ('55)
Ólafur Örn Eyjólfsson ('89)

Rauð spjöld: