Kaplakrikavöllur
þriðjudagur 23. júní 2020  kl. 19:15
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Skýjað og vindur. Frekar kalt
Dómari: Eiður Ottó Bjarnason
Áhorfendur: 232
Maður leiksins: Clara Sigurðardóttir
FH 0 - 2 Selfoss
0-1 Sigríður Lára Garðarsdóttir ('10, sjálfsmark)
0-2 Tiffany Janea MC Carty ('58)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Sigríður Lára Garðarsdóttir
2. Hrafnhildur Hauksdóttir ('65)
4. Ingibjörg Rún Óladóttir ('76)
9. Rannveig Bjarnadóttir ('65)
14. Valgerður Ósk Valsdóttir
17. Madison Santana Gonzalez
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir
20. Eva Núra Abrahamsdóttir
24. Taylor Victoria Sekyra
26. Andrea Mist Pálsdóttir ('76)

Varamenn:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
7. Erna Guðrún Magnúsdóttir
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir ('76)
15. Birta Stefánsdóttir ('65)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir ('76)
28. Birta Georgsdóttir ('65)

Liðstjórn:
Margrét Sif Magnúsdóttir
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
Guðni Eiríksson (Þ)
Árni Freyr Guðnason
Elín Rós Jónasdóttir
Sandor Matus

Gul spjöld:
Madison Santana Gonzalez ('11)
Ingibjörg Rún Óladóttir ('36)

Rauð spjöld:
@ Helga Katrín Jónsdóttir
94. mín Leik lokið!
Þá er þessu lokið, 2:0 sigur Selfyssinga staðreynd. Virkilega sanngjarn sigur.

Ég þakka fyrir mig hér úr Kaplakrika og minni á viðtöl og skýrsluna góðu seinna í kvöld.
Eyða Breyta
92. mín
FH-ingar velja Taylor Sekyra sem sinn mann leiksins
Eyða Breyta
90. mín
4 mínútur í uppbótartíma
Eyða Breyta
89. mín Gult spjald: Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (Selfoss)
Fyrir brot. FH fá aukaspyrnu á fínum stað. Spyrnan er fín en enginn hvítklæddur nær til boltans og hann endar á að fara aftur fyrir. Markspyrna
Eyða Breyta
87. mín
Nú eru það gestirnir sem fá hornspyrnu
Eyða Breyta
86. mín
FH fær horn. Það kemur ekkert úr því
Eyða Breyta
85. mín Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss) Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)

Eyða Breyta
83. mín
Áhorfendatölur voru að berast, það eru 232 á vellinum í kvöld
Eyða Breyta
80. mín Þóra Jónsdóttir (Selfoss) Clara Sigurðardóttir (Selfoss)
Clara fær hér hvíld síðustu 10, hún er búin að vera góð í dag
Eyða Breyta
77. mín
Heimakonur að koma sér í færi, Maddy fær sendingu inn fyrir vörnina en hún er dæmd rangstæð
Eyða Breyta
76. mín Andrea Marý Sigurjónsdóttir (FH) Andrea Mist Pálsdóttir (FH)

Eyða Breyta
76. mín Selma Dögg Björgvinsdóttir (FH) Ingibjörg Rún Óladóttir (FH)

Eyða Breyta
73. mín
FH við það að komast í gegn en Helena fær góðan bolta inn fyrir vörnina en Selfoss ná að komast í boltann og hreinsa
Eyða Breyta
73. mín Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss) Magdalena Anna Reimus (Selfoss)

Eyða Breyta
67. mín
Dagný þræðir sig í gegnum vörn FH og kemur boltanum út í teig á Bárböru en skotið er yfir markið
Eyða Breyta
65. mín Birta Georgsdóttir (FH) Rannveig Bjarnadóttir (FH)
Tvöföld skipting hjá FH
Eyða Breyta
65. mín Birta Stefánsdóttir (FH) Hrafnhildur Hauksdóttir (FH)

Eyða Breyta
58. mín MARK! Tiffany Janea MC Carty (Selfoss), Stoðsending: Dagný Brynjarsdóttir
Gestirnir komnir í 0:2. Dagný fær boltan og gerir vel með því að senda inn fyrir vörnina á Tiffany sem klárar snyrtilega framhjá Telmu í markinu
Eyða Breyta
54. mín
Selfoss fær horn sem Clara tekur, en vindurinn virðist hafa áhrif á boltann og hann er beint út af
Eyða Breyta
54. mín
Það er allt annað að sjá til FH í byrjun seinni hálfleiks. Töluvert meiri kraftur í þeim og þó að þær hafi kannski ekki enn skapað hættulegt færi eru þær allavega að gera sig líklegri til þess núna
Eyða Breyta
52. mín
Helena fær góða stungusendingu frá Maddy inn fyrir vörn gestanna og var komin ein í gegn en var dæmd rangstæð. Stúkan ekki sátt við þennan dóm
Eyða Breyta
48. mín
Fyrsta sókn gestanna í seinni hálfleik. Barbára fer upp kantinn og reynir sendingu fyrir en Telma gerir vel og handsamar knöttinn
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn. Nú byrja heimakonur með boltann.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Þá hefur Eiður flautað til hálfleiks hér í Kaplakrika. Gestirnir hafa verið mikið betri í leiknum á öllum sviðum og hafa heimakonur ekki náð að ógna neitt marki Selfyssinga.

Vonumst til að fá fleiri mörk í seinni hálfleikinn
Eyða Breyta
45. mín
Aftur fær Andrea Mist boltann og reynir skot af löngu færi en það er aftur víðsfjarri. Furðuleg ákvörðun að skjóta þarna
Eyða Breyta
44. mín
Andrea Mist reynir hér skot en það er vel framhjá markinu
Eyða Breyta
38. mín
Enn og aftur fá gestirnir hornspyrnu. Vörn FH kemur boltanum út en beint fyrir fætur Clöru sem tekur skot en Telma grípur boltann örugglega
Eyða Breyta
36. mín Gult spjald: Ingibjörg Rún Óladóttir (FH)
Fyrir brot á eigin vallarhelmingi
Eyða Breyta
34. mín
Dagný fær boltann rétt fyrir utan teig og reynir skot en það er beint á Telmu í markinu sem gerir vel og grípur boltann og kemur honum strax í leik aftur
Eyða Breyta
27. mín
Selfyssingar fá enn eitt hornið. Þær hafa verið hættulegar í þeim hingað til. Clara tekur spyrnuna en Telma er örugg í markinu og grípur boltann
Eyða Breyta
24. mín
Hrafnhildur með hrikaleg mistök og gefur Barbáru bara boltann og hún fer upp að teig gefur boltann á Dagnýju sem nær ekki nægilega góðri sneritnu og tapar boltanum
Eyða Breyta
18. mín
Selfoss fær horn sem Clara tekur. Fínasti bolti en Bárbara skallar rétt framhjá markinu
Eyða Breyta
17. mín
Aftur fær Selfoss aukaspyrnu á svipuðum stað nema hinum megin á vellinum, enn tekur Clara spyrnuna og ætlar hún að senda upp á Önnu Maríu en sendir beinustu leið út af vellinum
Eyða Breyta
15. mín
Selfoss miklu sterkari þessa stundina
Eyða Breyta
13. mín
Selfyssingar fá aftur aukaspyrnu á svipuðum stað, mitt á milli miðju og vítateigs. FH eru í vandræðum með að hreinsa boltann í burtu og nær Magdalena fyrirgjöf inn í teig en heimakonur koma loks boltanum í burtu
Eyða Breyta
12. mín
Selfyssingar taka aukaspyrnuna og Telma þarf að hafa fyrir því að verja og Selfyssingar fá aftur horn. Í þetta skiptið kemur ekkert úr því
Eyða Breyta
11. mín Gult spjald: Madison Santana Gonzalez (FH)

Eyða Breyta
10. mín SJÁLFSMARK! Sigríður Lára Garðarsdóttir (FH), Stoðsending: Clara Sigurðardóttir
Fyrsta mark leiksins komið og fyrsta mark Selfyssinga í deildinni þetta árið! Clara tekur hornspyrnuna og mér sýndist boltinn fara af Sísí og í markið.
Eyða Breyta
10. mín
Selfyssingar fá annað horn og lenda aftur í vandræðum og eftir smá klafs í teignum koma þær boltanum í burt en ekki nægilega langt og tekur Madison Clöru niður og uppsker gult spjald
Eyða Breyta
9. mín
Selfoss með ágætis tækifæri og þarf Telma að blaka boltanum í horn.
Eyða Breyta
8. mín
Leikurinn búinn að vera stopp eftir að Clara þurfti aðhlynningu
Eyða Breyta
6. mín
Jæja Helena Ósk á hér fyrsta skot á markið. Madison vinnur boltann á miðjum velli og sendir áfram á Helenu sem tekur skotið en það var ekki nægilega fast og fer beint í hendur Kaylan í markinu
Eyða Breyta
4. mín
Fyrstu mínútúr leiksins einkennast af misheppnuðum sendingum og hefur boltinn verið út af vellinum svona 70% leiksins
Eyða Breyta
1. mín
Þetta er farið af stað! Gestirnir byrja með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru nú að labba inn á völlinn, það styttist í leik
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jæja þá eru byrjunarliðin dottin inn.

Alfreð gerir eina breytingu á sínu liði, Hólmfríður Magnúsdóttir dettur út og Anna María Friðgeirsdóttir kemur inn.

Þá gera FH-ingar tvær breytingar á sínu liði, Telma Ívarsdóttir verður í marki í stað Anítu og Madison Gonzalez kemur inn fyrir Birtu Georgsdóttur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Stjörnum prýtt lið Selfoss byrjuðu mótið á 1:0 tapi gegn Fylki í Lautinni og tóku þær næst á móti Breiðablik á heimavelli og töpuðu 0:2.
Selfyssingar eiga því enn eftir að skora mark í Pepsi-Max deildinni þetta árið en liðinu var spáð 2.sæti í deildinni. Kemur fyrsta markið í kvöld?
Eyða Breyta
Fyrir leik
Nýliðar FH byrjuðu mótið á 3:0 tapi gegn Breiðablik á Kópavogsvelli 13.júní og töpuðu stelpurnar aftur 3:0 gegn Stjörnunni á Samsung vellinum 18. júní.
FH-ingar spila nú sinn fyrsta heimaleik í deildinni sem gæti hjálpað þeim við að sækja sín fyrstu stig í deildinni þetta árið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Eftir 2 leiki í deildinni eru bæði lið án stiga en ljóst er að a.m.k. annað liðið kemst á blað í þessum leik.

FH er í neðsta sæti deildarinnar (10.sæti) og hafa fengið á sig 6 mörk í fyrstu tveimur leikjunum og ekki enn skorað mark.

Selfoss er í 8. sæti deildarinnar og hafa fengið á sig 3 mörk í fyrstu tveimur leikjunum og hafa ekki heldur skorað mark.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik FH og Selfoss í Pepsi-Max deild kvenna hér í Kaplakrika.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Kaylan Jenna Marckese (m)
0. Dagný Brynjarsdóttir
4. Tiffany Janea MC Carty
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
7. Anna María Friðgeirsdóttir
8. Clara Sigurðardóttir ('80)
10. Barbára Sól Gísladóttir ('85)
14. Karitas Tómasdóttir
18. Magdalena Anna Reimus ('73)
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
29. Anna Björk Kristjánsdóttir

Varamenn:
13. Margrét Ósk Borgþórsdóttir (m)
15. Unnur Dóra Bergsdóttir
16. Selma Friðriksdóttir
19. Eva Lind Elíasdóttir ('85)
20. Helena Hekla Hlynsdóttir
21. Þóra Jónsdóttir ('80)
26. Hólmfríður Magnúsdóttir ('73)

Liðstjórn:
Elías Örn Einarsson
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Óttar Guðlaugsson
María Guðrún Arnardóttir
Stefán Magni Árnason

Gul spjöld:
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir ('89)

Rauð spjöld: