Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Breiðablik
6
0
KR
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '14 1-0
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '17 2-0
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '32 3-0
Sveindís Jane Jónsdóttir '52 4-0
Agla María Albertsdóttir '74 , víti 5-0
Sveindís Jane Jónsdóttir '90 6-0
23.06.2020  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Bríet Bragadóttir
Maður leiksins: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Byrjunarlið:
Sonný Lára Þráinsdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('85)
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir ('45)
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('76)
16. Alexandra Jóhannsdóttir ('76)
17. Sveindís Jane Jónsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
22. Rakel Hönnudóttir ('67)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir

Varamenn:
26. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('67)
6. Þórhildur Þórhallsdóttir
14. Guðrún Gyða Haralz ('85)
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('76)
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('76)
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Ólafur Pétursson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Sveindís Jane Jónsdóttir ('47)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta var rúst. Svo einfalt er það. Sjóðheitir Blikar vinna 6-0 sigur á rænulausum Vesturbæingum.

Blikar fara á toppinn. 9 stig og 11 mörk í plús eftir fyrstu þrjár umferðir.

KR-ingar verma hinsvegar botninn. Án stiga og með 11 mörk í mínus.

Ég þakka fyrir mig. Minni á viðtöl og skýrslu síðar í kvöld.
90. mín MARK!
Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Þvílíkt sóknarsamba í Kópavoginum!

Sveindís er að loka þessum leik endanlega með fínu marki eftir fallegan undirbúning Karólínu Leu.
85. mín
Inn:Guðrún Gyða Haralz (Breiðablik) Út:Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
82. mín
Það eru 305 áhorfendur á Kópavogsvelli í kvöld.
80. mín
Aftur ver Ingibjörg vel. Sveindís var komin í fínan séns í teignum en Ingibjörg með góð viðbrögð og kemur í veg fyrir sjötta markið.
78. mín
KR-liðið að sýna örlítið lífsmark en það vantar gæði í þetta. Katrín Ómars á fyrirgjöf á fjær þar sem hún finnur nöfnu sína. Ásbjörnsdóttir er hinsvegar undir pressu frá varnarmanni og nær ekki góðum skalla.
76. mín
Inn:Vigdís Edda Friðriksdóttir (Breiðablik) Út:Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
Alexandra búin að vera þrusugóð í kvöld. Fulltrúi Sauðárkróks leysir hana af.
76. mín
Inn:Esther Rós Arnarsdóttir (Breiðablik) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Gott dagsverk og rúmlega það hjá Berglindi. Esther Rós fer í senterinn.
75. mín
Inn:Alma Mathiesen (KR) Út:Thelma Lóa Hermannsdóttir (KR)
74. mín Mark úr víti!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Agla María fer sjálf á punktinn og neglir þessu í vinstra markhornið. Öruggt.
74. mín
Víti!

Agla María brunar inná teig. Ætlar framhjá Hlíf en hún brýtur á henni.

Bríet handviss í sinni sök. Flautar og bendir á punktinn.
67. mín
Inn:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik) Út:Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Sóknarmaður inn fyrir "miðvörðinn" Rakel. Bergþóra Sól fer í hægri bakvörðinn og Hildur Þóra í hafsent.
65. mín
KR-ingar fá ódýra aukaspyrnu úti vinstra megin. Katrín Ómars setur flottan bolta á fjær þar sem Katrín Ásbjörns vinnur skallann en nær ekki krafti í hann og Sonný ver.
63. mín
Frábær varsla hjá Ingibjörgu. Ver frá Berglindi Björgu af markteig!
62. mín
Áfram halda Blikar að halda í boltann og skapa sér hálffæri. Það er langur hálftími framundan hjá gestunum.
60. mín Gult spjald: Lára Kristín Pedersen (KR)
Úff. Lára er alltof sein og fer aftan í Karólínu. Hittir hana sem betur fer ekki illa. Stórhættulegt brot.
58. mín
Steini er alveg brjálaður eftir að KR fékk aukaspyrnu úti á miðjum velli. Full harkaleg viðbrögð þó dómurinn hafi nú líklega ekki verið réttur.
52. mín MARK!
Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Fjórða markið er komið!

Gullfalleg sókn. Berglind Björg sendir Öglu Maríu í gegn vinstra megin. Fyrsta sendingin svíkur hana aðeins svo hún finnur skotið ekki sjálf. Hún finnur hinsvegar Sveindísi sem var mætt eins og gammur á markteig og skoraði í opið markið eftir hárnákvæma sendingu Öglu Maríu.
50. mín
Séns!

Alexandra á geggjaða sendingu inn fyrir KR-vörnina og á Karólínu. Hún finnur skotið en setur boltann rétt framhjá!
48. mín
Inn:Hildur Björg Kristjánsdóttir (KR) Út:Kristín Erla Ó Johnson (KR)
Hildur leysir meidda Kristínu af.
47. mín Gult spjald: Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik)
Sveindís er of sein og brýtur á Kristín Erlu. Kristín liggur meidd eftir og þarf að fara útaf.
46. mín
Leikur hafinn
Game on. Tvær skiptingar í hálfleik og fjör framundan.

KR á fyrsta séns seinni hálfleiksins. Katrín Ásbjörns fær boltann í teignum og á skot sem hún setur framhjá!
45. mín
Inn:Kristín Erna Sigurlásdóttir (KR) Út:Laufey Björnsdóttir (KR)
Sóknarmaður inn. Miðvörður út. Hlíf fer í miðvörðinn. Kristín út til vinstri og Þórdís á miðjuna sýnist mér.
45. mín
Inn:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik) Út:Heiðdís Lillýardóttir (Breiðablik)
Miðvörður út. Miðjumaður inn. Rakel er að fara í miðvörð!
45. mín
Hálfleikur
Kristín Erna hitar upp eins og hún sé að koma inná. Það þarf eitthvað að hrista upp í þessu hjá KR.

Hinu megin gæti Andrea Rán verið að koma inn fljótlega.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur.

Þetta hefur verið algjör einstefna. KR reyndar átt tvo fína sénsa en ég er löngu hætt að telja færin og hálffærin hjá heimakonum.

Ég er jafn þakklát og KR-ingarnir fyrir hálfleikinn. Ætla að grípa mér bolla og snúð og við sjáumst svo hress eftir korter.
43. mín
Áfram halda Blikar. Alexandra var að skalla rétt framhjá eftir fyrirgjöf Öglu Maríu.

Bæta þær við fyrir hálfleik?
40. mín
Blikar eru miklu betri í þessum fyrri hálfleik. Eru að spila á allt öðru tempói en gestirnir.
32. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
ÞRENNA!

Berglind er fyrst til að skora þrennu í Maxinu í sumar!

Græjar þrennuna með fallegu vinstri fótar skoti rétt utan teigs.
30. mín
SLÁIN!

Stórhættuleg tilraun hjá KR!

Katrín Ásbjörns smellhittir boltann og neglir í slánna!

Boltinn dettur fyrir Thelmu Lóu í teignum en hún er aðþrengd varnarmönnum og finnur ekki skotið. Leggur boltann þess í stað út á Katrínu Ásbjörns sem á skot sem Sonný ver.
25. mín
Obbobobb. Berglind fékk þarna sannkallað DAUÐAFÆRI en kiksar á markteig! Var þar ALEIN eftir draumasendingu Sveindísar.
21. mín
Smá breik hjá KR. Katrín Ómars rýkur sjálf af stað með boltann. Það er brotið á henni en Bríet tekur sér tíma í að dæma, virðist hafa misst flautuna. Finnur hana fljótt og dæmir aukaspyrnu rétt utan vítateigs Blikanna.

Ákjósanlegt færi fyrir KR-inga sem fara illa að ráði sínu. Taka "flipp" útgáfu af aukaspyrnu sem endar á því að Þórdís snýr sér á punktinum og nær bara máttlausu skoti sem ekkert verður úr.
20. mín
Aftur dansar Agla María með boltann. Köttar inn frá vinstri og reynir skot en setur boltann aðeins yfir.
19. mín
Það er sýning á Kópavogsvelli. Agla María var að bruna skáhalt yfir allan völlinn frá vinstri og inná teig hægra megin. Lagði boltann svo út á Rakel sem skaut yfir!

KR-ingar í tómu tjóni á móti peppuðum Blikum.
17. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
BERGLIND!

Fær sendingu frá Sveindísi, nær að leggja boltann fyrir sig í D-boganum og á skot sem fer af Laufeyju og inn!
14. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Rakel Hönnudóttir
Þessar tvær!

200 leikja konan klárar lipurlega framhjá Ingibjörgu eftir frábæran undirbúning Rakelar sem að er að byrja þetta Íslandsmót af krafti!
13. mín
Ég held að Sveindís sé að taka sitt fimmta langa innkast inná teig. Rakel og Alexandra skiptast á að reyna við fyrsta bolta en KR-ingar ná að þétta ágætlega og henda sér fyrir þann næsta.
9. mín
Hættulegt. Berglind kemst upp að endalínu vinstra megin og sendir fastan bolta fyrir. Kristín Erla hreinsar af fjærsvæðinu.

Tæpri mínútu síðar á Agla María hörkuskot af D-boganum sem fer rétt yfir KR-markið.
7. mín
Sveindís heldur áfram að valda usla með sínum löngu innköstum sem hafa skapað mörk í tveimur fyrstu umferðunum. Grýtir boltanum inn á teig og finnur þar Rakel sem flikkar áfram en KR-ingar hreinsa.

Breiðablik hefur skorað eftir innköst ala Sveindís á upphafsmínútum fyrstu tveggja leikja sinna.
4. mín
Þórdís!

KR-ingar svara með ágætis tilraun. Þórdís Hrönn á flott skot utan teigs sem Sonný þarf að hafa fyrir að blaka yfir markið sitt og í horn.

Hornspyrnan sjálf er hinsvegar áreynsluminni fyrir Sonný sem stígur eitt einfalt skref út í teiginn og grípur boltann.
2. mín
Stórhætta við mark KR. Það er allt galopið vinstra megin hjá Blikum. Agla María fær fína sendingu upp í horn og kemur boltanum fyrir. Þar er Rakel mætt en hún hittir boltann illa. Setur hann í varnarmann og upphefst svokallaður darraðadans í teignum. KR-ingar á hælunum og lengi að hreinsa frá en sem betur fer fyrir þær endar boltinn í höndum Ingibjargar.
1. mín
Leikur hafinn
Katrín Ásbjörnsdóttir sparkar þessu í gang fyrir KR sem leikur í átt að Smáranum.
Fyrir leik
Tveir leikmenn Blika eru heiðraðar fyrir leik. Kristín Dís fær viðurkenningu fyrir 100 meistaraflokksleiki fyrir Breiðablik og Berglind Björg Þorvaldsdóttir fær glæsilegan platta fyrir 200 leiki fyrir klúbbinn.

Þá munu leikmenn beggja liða leika með sorgarbönd í dag til minningar um Hendrik Skúlason, heiðursblika, sem lést á dögunum.
Fyrir leik
Það styttist í þetta og byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar.

Þorsteinn Halldórsson gerir eina breytingu á liði Breiðabliks sem vann Selfoss í síðustu umferð. Hildur Antonsdóttir er meidd og spilar ekki í kvöld. Það kemur þó þungavigtarleikmaður í hennar stað. Rakel Hönnudóttir er búin að jafna sig af meiðslum og byrjar sinn fyrsta leik í sumar.

Jóhannes Karl þjálfari KR gerir tvær breytingar frá 3-1 tapinu gegn Fylki. Inga Laufey og Hlíf Hauks koma inn í liðið fyrir Ölmu Mathiesen sem fer á bekkinn og Önu Cate sem er ekki með í dag.
Fyrir leik
Nokkrir KR-inganna sem taka þátt í leiknum í dag þekkja vel til hjá Breiðablik. Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR þjálfaði Breiðablik sumurin 2010 og 2011 og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður KR, var á mála hjá Blikum árin 2009-2013. Þá er markmannsþjálfarinn Gísli Þór Einarsson fyrrverandi leikmaður karlaliðs Blika og Guðlaug Jónsdóttir fyrrum landsliðskona og núverandi liðsstjóri KR á tvo stóra titla með Kópavogsliðinu.
Fyrir leik
Liðin hafa átt ólíku gengi að fagna í tveimur fyrstu umferðunum. Blikar hafa unnið báða sína leiki, gegn FH 3-0 og Selfossi 2-0. KR-ingar hafa hinsvegar tapað báðum sínum. Fyrst 3-0 gegn Val og svo 3-1 gegn Fylki.

Sjáum hvað gerist í kvöld en sagan er með heimakonum sem hafa unnið 9 af síðustu 10 viðureignum liðanna í efstu deild.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Breiðabliks og KR í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar.

Bríet Bragadóttir flautar til leiks á Kópavogsvelli á slaginu 19:15.
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
2. Kristín Erla Ó Johnson ('48)
3. Ingunn Haraldsdóttir (f)
4. Laufey Björnsdóttir ('45)
6. Lára Kristín Pedersen
8. Katrín Ómarsdóttir
9. Katrín Ásbjörnsdóttir
9. Hlíf Hauksdóttir
10. Inga Laufey Ágústsdóttir
11. Thelma Lóa Hermannsdóttir ('75)
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Varamenn:
23. Birna Kristjánsdóttir (m)
7. Guðmunda Brynja Óladóttir
11. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('45)
16. Alma Mathiesen ('75)
20. Þórunn Helga Jónsdóttir
22. Emilía Ingvadóttir

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Sædís Magnúsdóttir
Hildur Björg Kristjánsdóttir
Gísli Þór Einarsson
Ragna Lóa Stefánsdóttir
Aníta Lísa Svansdóttir

Gul spjöld:
Lára Kristín Pedersen ('60)

Rauð spjöld: