Fagverksvöllurinn Varmá
föstudagur 26. júní 2020  kl. 19:15
Lengjudeild kvenna
Dómari: Guðmundur Ingi Bjarnason
Maður leiksins: Kaela Dickerman (Afturelding)
Afturelding 2 - 0 Víkingur R.
1-0 Kristín Þóra Birgisdóttir ('42)
2-0 Kaela Lee Dickerman ('63)
Byrjunarlið:
12. Eva Ýr Helgadóttir (m)
2. Sesselja Líf Valgeirsdóttir (f)
3. Anna Bára Másdóttir ('70)
5. Andrea Katrín Ólafsdóttir
7. Kristín Þóra Birgisdóttir ('90)
8. Sara Lissy Chontosh
9. Katrín Rut Kvaran
10. Elena Brynjarsdóttir
15. Alda Ólafsdóttir ('77)
16. Lilja Vigdís Davíðsdóttir
19. Kaela Lee Dickerman ('66)

Varamenn:
1. Birgitta Sól Eggertsdóttir (m)
11. Elfa Sif Hlynsdóttir ('90)
14. Erika Rún Heiðarsdóttir
15. Kristín Gyða Davíðsdóttir
17. Halla Þórdís Svansdóttir
18. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir ('77)
22. Rakel Leósdóttir ('66)
23. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('70)

Liðstjórn:
Svandís Ösp Long
Eydís Embla Lúðvíksdóttir
Júlíus Ármann Júlíusson (Þ)
Alexander Aron Davorsson (Þ)
Sigurbjartur Sigurjónsson
Ingólfur Orri Gústafsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@antonfreeyr Anton Freyr Jónsson
90. mín Leik lokið!
Guðmundur Ingi flautar hér til leiksloka

Verðskuldaður 2-0 sigur heimastúlkna.
Eyða Breyta
90. mín Elfa Sif Hlynsdóttir (Afturelding) Kristín Þóra Birgisdóttir (Afturelding)

Eyða Breyta
90. mín
Nadía reynir fyrirgjöf frá vinstri en Lilja kemur boltanum í burtu þegar klukkan slær 90 hér í Varmá.
Eyða Breyta
89. mín Ólöf Hildur Tómasdóttir (Víkingur R.) Hugrún María Friðriksdóttir (Víkingur R.)

Eyða Breyta
88. mín
Halla með fyrirgjöf en nafna hennar í marki Víkings kýlir boltan í burtu.
Eyða Breyta
84. mín
Sesselja á skot fyrir utan en boltin af varnarmanni og í horn

Elena kemur með góðan bolta á Lilju sem setur hann beint á Höllu í markinu hjá Víking
Eyða Breyta
81. mín
Dagmar reynir skot hægra megin í staðin fyrir fyrirgjöf en æfingabolti fyrir Evu í markinu.
Eyða Breyta
80. mín
Víkingar í stúkunni vilja fá hendi á Kristínu

Dagný Rún fær boltan vinstra megin og reynir fyrirgjöf og boltinn virðist fara í höndina á Kristínu en Guðmundur Ingi dæmir ekkert.
Eyða Breyta
77. mín Ragna Guðrún Guðmundsdóttir (Afturelding) Alda Ólafsdóttir (Afturelding)

Eyða Breyta
75. mín
Elena keyrir upp hægra megin og fær boltan og á fyrirgjöf sem Halla kemst inn í
Eyða Breyta
74. mín Ástrós Silja Luckas (Víkingur R.) Stefanía Ásta Tryggvadóttir (Víkingur R.)

Eyða Breyta
70. mín Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Afturelding) Anna Bára Másdóttir (Afturelding)

Eyða Breyta
69. mín
Elena með geggjaða hornspyrnu sem endar næstum því með sjálfsmarki en Víkingsstúlkur koma boltanum frá
Eyða Breyta
67. mín
DAUÐFÆRI VÍKINGUR

Víkingar fá aukspyrnu og boltin endar á Elmu sem nær ekki að setja boltann inn.
Eyða Breyta
66. mín Rakel Leósdóttir (Afturelding) Kaela Lee Dickerman (Afturelding)
Kaela skipt út sem hefur skilað góðu verki hér í dag, mark og stóðsending.
Eyða Breyta
65. mín
AFTURELDING KEMUR BOLTANUM Í NETIÐ EN RANGSTÆÐA

Alda stingur boltanum inn fyrir á Kaelu sem kláraði frábærlega.
Eyða Breyta
63. mín MARK! Kaela Lee Dickerman (Afturelding), Stoðsending: Elena Brynjarsdóttir
MAAAAAAAAARK

Geggjuð hornspyrna frá Elenu beint á Kaelu sem stangar boltan inn

2-0!
Eyða Breyta
60. mín
Sesselja kemur boltanum á Kristínu sem leikur sér skemmtilega inn á teignum en nær ekki að koma boltanum á markið
Eyða Breyta
59. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ AFTURELDINGU

Kristín kemur boltanum á Kaelu sem setur boltan í hliðarnetið.
Eyða Breyta
57. mín Elma Rún Sigurðardóttir (Víkingur R.) Fanney Einarsdóttir (Víkingur R.)

Eyða Breyta
57. mín
Nadia sleppur allt í einu í gegn hjá Víkingum en nær ekki að setja hann í markið.

Þarna voru heimastúlkur heppnar.
Eyða Breyta
55. mín
Elena tekur hornið sem Víkingsstúlkur koma burt.
Eyða Breyta
55. mín
Alda sleppur í gegn og á skot sem Halla Margrét ver í horn.
Eyða Breyta
53. mín
Víkingur vinnur hornspyrnu sem Stefanía Ásta tekur og klafs í teignum sem endar með að boltin berst út til Fanneyjar sýndist mér en skot hennar yfir.
Eyða Breyta
50. mín
Kaela vinnur hornspyrnu fyrir Aftureldingu sem Elena tekur og boltin af varnarmanni og í aðra hornspyrnu sem ekkert verður úr.
Eyða Breyta
47. mín
Hugrún María fær boltan inn á miðjunni og kemur með flottan bolta á Nadíu sem reynir að skalla yfir Evu en hún er ekki í neinum vandræðum og grípur boltan.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Síðari hálfleikurinn er hafinn.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Guðmundur sér ekki ástæðu til þess að bæta við og flautar til hálfleiks á slaginu 45

Afturelding fer með verðskuldaða 1-0 forustu inn í hálfleikinn.

Tökum okkur smá kaffipásu og komum síðan með síðari hálfleikinn.
Eyða Breyta
42. mín MARK! Kristín Þóra Birgisdóttir (Afturelding), Stoðsending: Kaela Lee Dickerman
MAAAAAAAARK

Kaela stingur honum inn á Kristínu Þóru sem klárar vel niðri fjær framhjá Höllu í marki Víkings

Það hlaut að koma að þessu!!
Eyða Breyta
38. mín
FÆRIIIII AFTURELDING!!

Elena tekur hornspyrnu frá hægri sem er hnitmiðuð beint á hausin á Sara Lissy sem var ein og óvölduð inn á teig en skalli hennar rétt yfir markið.
Eyða Breyta
33. mín
Kristín Þóra fær boltan á vinstri vængnum og finnur Sara Lissy sem fær allan tíman í heiminum fyrir utan teig en skot hennar yfir.
Eyða Breyta
30. mín
Afturelding vinnur aukspyrnu á hættulegum stað eftir að brotið var á Kaelu.

Elena tekur spyrnuna en hún er slök beint á Höllu
Eyða Breyta
28. mín
Lítið að frétta í þessu núna. Við bíðum enþá eftir fyrsta marki leiksins sem ég held að hljóti að fara að koma
Eyða Breyta
23. mín
Fyrsta alvöru færið hjá Aftureldingu.

Alda fær boltan frá Sesselju inn á teiginn en skot hennar rétt framhjá, virtist fara af varnarmanni Víkings en Guðmundur dómari leiksins dæmir markspyrnu.
Eyða Breyta
19. mín
Afturelding líklegri þessar síðustu mínútur. Sesselja keyrir upp vinstri vængin og vinnur hornspyrnu sem Elena tekur og boltin berst á fjær á Kaelu sem kemur sér inn á völlinn og á skot sem Halla Margrét á ekki í vandræðum með
Eyða Breyta
15. mín
Kaela fær boltan rétt fyrir utan vítateig og lætur vaða en boltin beint á Höllu í marki Víkings.
Eyða Breyta
12. mín
Afturelding vinnur hornspyrnu.

Elena kemur með góðan bolta fyrir og eftir klafs í teignum vinnur Afturelding aðra hornspyrnu og skokkar Elena alla leið yfir og tekur hornspyrnuna hinumegin frá sem ekkert varð úr
Eyða Breyta
5. mín
Katrín Rut kemur með góðan bolta inn fyrir ætlaðan Kristínu Rut sem nær ekki boltanum og boltin afturfyrir

Góð hugmynd hjá Katrínu.
Eyða Breyta
2. mín
Sesselja Líf setur boltan upp á Kaela Lee sem kemur boltanum fyrir frá hægri en þar er engin mætt til að stanga boltan.

Mikið fjör í þessu í byrjun.
Eyða Breyta
1. mín
SLÁIN!!!!

Víkingur byrja heldur betur vel. Stefanía Ásta hitir boltan vel rétt fyrir utan vítateigsbogan en sláin bjargar heimastúlkum
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Víkingsstúlkur hefja leik og sækja í átt að félagsheimilinu

Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga á eftir Guðmundi Inga og hans aðstoðarmönnum inn á völlinn og verið er að kynna liðin.

Þetta er að fara af stað hér á Fagverksvellinum
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru að lenda og má sjá þau hér til hliðana eftir nokkrar mínútur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það hefur rignt duglega í Reykjavík í dag og ætti völlurinn að vera vel vökvaður, það vonandi hjálpar leiknum aðeins hér í kvöld og vonandi fáum við hörkuleik og jafnvel nokkur mörk
Eyða Breyta
Fyrir leik
Lið Víkings hét áður HK/Víkingur sem spilaði í Pepsí deildinni á síðasta tímabili og féll eins og einhverjir vita en nú er búið að slíta því og leikur Víkingur í Lengjudeildinni í sumar en HK leikur í 2.deild
Eyða Breyta
Fyrir leik
Íslenskan knattspyrna er í uppnámi vegna smits sem kom upp í kvennaliði Breiðabliks Íslandsmótið í uppnámi? - Leikmaður Breiðabliks greind með Covid-19 og hafa nokkrum leikjum nú þegar verið frestað vegna málsins Búið að fresta fjórum leikjum útaf smitinu

Meðal leikja sem hafa verið frestað er einn leikur í Lengjudeild kvenna en það er leikur Augnabliks og Völsungs sem átti að fara fram í kvöld 19:15, en talið er að einhverjir leikmenn Augnabliks hafi verið í æfingahópi Breiðabliks þar sem Augnablik er varalið Breiðabliks.

Þessi leikur sem við ætlum að fylgjast með fer þó fram!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrsta umferðin hjá liðunum:

Heimakonur i Aftureldingu fengu Tindastól i heimsókn og töpuðu þær 0-2.

Gestirnir í Viking Reykjavík fengu Skagastúlkur i heimsókn í Vikina og skildu liðin jöfn 1-1

Bæði liðin leita því að fyrsta sigri sínum í deildinni
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá Varmá. Við ætlum að fylgjast með leik Aftureldingar og Víkings Reykjavíkur í 2. umferð Lengjudeildar kvenna
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
0. Margrét Eva Sigurðardóttir
0. Telma Sif Búadóttir
2. Dagmar Pálsdóttir
6. Tinna Óðinsdóttir
7. Dagný Rún Pétursdóttir
8. Stefanía Ásta Tryggvadóttir ('74)
9. Rut Kristjánsdóttir
10. Hugrún María Friðriksdóttir ('89)
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir
22. Nadía Atladóttir (f)
26. Fanney Einarsdóttir ('57)
32. Freyja Friðþjófsdóttir

Varamenn:
12. Soffía Sól Andrésdóttir (m)
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir
11. Elma Rún Sigurðardóttir ('57)
14. Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir
18. Þórhanna Inga Ómarsdóttir
19. Tara Jónsdóttir
27. Ólöf Hildur Tómasdóttir ('89)

Liðstjórn:
Elísa Sól Oddgeirsdóttir
Eyvör Halla Jónsdóttir
Ástrós Silja Luckas
John Henry Andrews (Þ)
Þorleifur Óskarsson
Davíð Örn Aðalsteinsson
Daniel Reece
Koldís María Eymundsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: