Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
Valur
13:00 0
0
Breiðablik
HK
0
4
Valur
0-1 Patrick Pedersen '19
0-2 Patrick Pedersen '21
Leifur Andri Leifsson '36
0-3 Patrick Pedersen '38 , víti
0-4 Birkir Heimisson '87
28.06.2020  -  19:15
Kórinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Logn og þurrt
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Patrick Pedersen
Byrjunarlið:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
7. Birnir Snær Ingason ('77)
8. Arnþór Ari Atlason ('90)
10. Ásgeir Marteinsson ('45)
14. Hörður Árnason
18. Atli Arnarson
20. Alexander Freyr Sindrason
30. Stefan Ljubicic ('38)

Varamenn:
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
3. Ívar Orri Gissurarson ('90)
5. Guðmundur Þór Júlíusson ('38)
11. Ólafur Örn Eyjólfsson ('77)
19. Ari Sigurpálsson ('45)
22. Jón Kristinn Ingason
24. Þorsteinn Örn Bernharðsson

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Þjóðólfur Gunnarsson
Matthías Ragnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leifur Andri Leifsson ('36)
Leik lokið!
Vilhjálmur Alvar hefur flautað til leiks loka.
91. mín
Þá loksins sem Hannes Þór Halldórsson þurfti að verja skot frá HK-ingum og það nú í uppbótartíma. Skot beint á hann.
91. mín
Kristinn Freyr með skot innan teigs sem Sigurður Hrannar ver.
90. mín
Inn:Ívar Orri Gissurarson (HK) Út:Arnþór Ari Atlason (HK)
Síðasta skipting HK í leiknum.
90. mín
Lasse Petry með gull af sendingu innfyrir vörn HK, þar kemur Kristinn Freyr á ferðinni tekur boltann niður, sendir boltann út á Aron Bjarnason sem á skot sem Guðmundur Þór ver nánast á marklínu.
88. mín
Patrick með sitt fjórða mark sem er dæmt af.

Valgeir Lunddal með fyrirgjöf. Birkir Heimisson hittir ekki boltann og boltinn virðist skoppa upp í hendurnar á Birki þaðan til Patrick sem klárar þetta með því að skora auðveldlega.

Vilhjálmur var ekki lengi að dæma þetta mark af og áfram gakk.
87. mín MARK!
Birkir Heimisson (Valur)
Stoðsending: Aron Bjarnason
Þá kom fjórða mark Vals og það var varamaðurinn, Birkir Heimsson sem lauk sókn Vals með því að stýra boltanum í netið af stuttu færi.

Aron Bjarnason kom með sendingu fyrir markið frá endalínunni. Þar var Birkir mættur og kláraði þetta vel.
86. mín
Það verður að hrósa HK-ingum fyrir leik sinn í seinni hálfleik. Útlitið var svart í hálfleik en þeir hafa gert vel í seinni hálfleik.
85. mín
Birkir Már með góða fyrirgjöf frá hægri inní teig sem Patrick nær ekki til.
80. mín
Inn:Lasse Petry (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Tvöföld skipting hjá Val.
80. mín
Inn:Birkir Heimisson (Valur) Út:Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur)
80. mín
Skyndisókn hjá Val sem endar með skoti frá Kaj Leo framhjá markinu. Besta færi Valsmanna í seinni hálfleik.
78. mín
Aron Bjarnason með skalla yfir markið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Kaj Leo.
77. mín
Inn:Ólafur Örn Eyjólfsson (HK) Út:Birnir Snær Ingason (HK)
76. mín
"Hey Valur, er þetta eitthvað grín, haldið áfram" - kallar Heimir Guðjónsson þjálfari Vals af hliðarlínunni.
71. mín
Inn:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Önnur skipting Valsmanna í leiknum.
71. mín
Einar Karl með langa sendingu upp völlinn meðfram grasinu innfyrir á Sigurð Egil sem rennir boltanum fyrir markið. Þar er Patrick Pedersen mættur en hittir ekki boltann nægilega vel og skot hans framhjá.
62. mín
Guðmundur Þór með skalla í slá eftir hornspyrnu frá Birni Snæ. Boltinn dettur síðan fyrir fætur Harðars Árna. en skot hans yfir markið.

HK-ingar eru að vakna.
61. mín
Arnþór Ari rífur Einar Karl niður en Vilhjálmur Alvar leyfir leiknum að halda áfram. HK-ingar vinna boltann í kjölfarið, halda boltanum og þetta endar með skottilraun frá Birni Snæ sem fer í varnarmann Vals og aftur fyrir.
58. mín
Valsmenn taka hornspyrnuna fljótt, boltinn inní miðjan markmannsteiginn og Sigurður Hrannar kýlir boltann út.
56. mín
Kaj Leo reynir fyrirgjöf sem Birkir Valur kemst fyrir og Valsmenn fá hornspyrnu.
56. mín
Sigurður Egill með skot í hliðarnetið innan teigs.
55. mín
Arnþór Ari lætur til sín taka og sparkar aftan í hælinn á Einari Karli. Vilhjálmur flautar aukaspyrnu og gefur Arnþóri tiltal.
53. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Valur) Út:Rasmus Christiansen (Valur)
Hedlund færist í miðvörðinn við þessa skiptingu.
52. mín
Einar Karl er á leið inná í liði Vals og sennilega fyrir Rasmus.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað.
45. mín
Inn:Ari Sigurpálsson (HK) Út:Ásgeir Marteinsson (HK)
Brynjar Björn gerir eina breytingu í hálfleik og sína aðra í leiknum.
45. mín
Hálfleikur
Vilhjálmur Alvar hefur flautað til hálfleiks.

Þetta gæti orðið langar 45 mínútur fyrir HK-inga í seinni hálfleik miðað við þróun leiksins eftir að Valur komst yfir.
38. mín Mark úr víti!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
ÞRENNA FRÁ ÞEIM DANSKA!

Setur Sigurður Hrannar í vitlaust horn.
38. mín
Inn:Guðmundur Þór Júlíusson (HK) Út:Stefan Ljubicic (HK)
Miðvörður inn fyrir framherja.

Engin draumabyrjun hjá Ljubicic hjá HK.
36. mín Rautt spjald: Leifur Andri Leifsson (HK)
Það er ekkert annað. Leifur Andri brýtur á Sigurði Agli innan teigs.

Sigurður Egill er kominn skotstöðu sem Leifur Andri virðist toga aftan í Sigga og truflar hann í skotinu.

Vilhjálmur Alvar viss í sinni sök og bendir á punktinn og lyftir því rauða.
35. mín
Meðan Valsmenn eiga í litlum vandræðum með að halda boltanum eru heimamenn í vandræðum með að halda boltanum og byggja upp sóknir.
31. mín
Kaj Leo með fyrirgjöf frá vinstri sem Patrick skallar yfir markið.
30. mín
Valsmenn með frábært samspil sín á milli inní vítateig HK-inga sem endar með skottilraun frá Aroni Bjarnasyni. Sigurður Hrannar blakar boltanum frá og boltinn endar aftur fyrir.

Kaj Leo tekur hornspyrnu sem fer beint á pönnuna á Sebastian Hedlund sem á skalla framhjá markinu. Þarna hefði Hedlund geta gert betur.
29. mín
Ásgeir með fína hornspyrnu sem endar á fjærstönginni þar sem Alexander Freyr reynir sitt besta að stýra boltanum í átt að markinu en virtist vera í litlu sem engu jafnvægi og boltinn endar í höndum Hannesar.
29. mín
Ásgeir Marteins með langa aukaspyrnu inní teig sem Birkir Már skallar aftur fyrir. HK fær hornspyrnu.
26. mín
Valsmenn eru hvergi nærri hættir og eru með öll völd á vellinum.
21. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Aron Bjarnason
Er Valur að ganga frá leiknum?

HK-ingar missa boltann á slæmum stað, Aron Bjarnason rekur boltann aðeins og á síðan góða sendingu til vinstri á Patrick sem kemur á hlaupinu og er mættur einn innfyrir og rennur boltanum framhjá Sigurði í markinu.
19. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Valgeir Lunddal Friðriksson
Skalli og mark.

Boltinn barst til Valgeirs sem var innan teigs, hann á þessa fínu fyrirgjöf á Patrick sem virðist einn og óvaldaður inní teig HK-inga og stýrir boltanum í netið með enninu.

Fyrsta mark Patricks í Pepsi Max-deildinni 2020 er komið!
18. mín
Fyrsta skottilraun leiksins hefur litið dagsins ljós. Patrick Pedersen með skot fyrir utan teig vel framhjá markinu. Lítil hætta.
17. mín
Starfslið HK er ósátt með Vilhjálm Alvar en HK-ingar vilja meina að brotið hafi verið í tvígang á Ljubicic þegar hann var í baráttunni en ekkert dæmt.
16. mín
Afar döpur spyrna Kaj Leo meðfram jörðinni er hreinsuð frá.
15. mín
Valsmenn fara upp í sókn sem endar með því að Ásgeir Börkur hendir sér fyrir fyrirgjöf Valgeirs og Valur fær horn.
15. mín
Ekkert varð úr hornspyrnu Ásgeirs Marteinssonar.
14. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins er HK-inga. Atli Arnarson lék með boltann inn í vítateig Vals reyndi fyrirgjöf sem fór í varnarmann Vals og aftur fyrir.
8. mín
Bæði lið skiptast á að reyna halda boltanum en komast lítt áleiðis.

Valsmenn pressa HK-ingana þegar þeir eru með boltann í öftustu línu á meðan HK-ingar þétta sínar raðir.
3. mín
Meðan allt er í róleg heitum hér í leiknum get ég sett (Staðfest) að Sveinn Sigurður leikmaður Vals er í sóttkví eins og Jón Arnar Barðdal leikmaður HK.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Það kemur gríðarleg hæð í sóknarleik HK-inga með komu Stefan Ljubicic. Brynjar Björn þjálfari HK er duglegur að hvetja hann að vinna meira fyrir liðið í varnarleiknum og síðan á Stefan að vinna löngu boltana sem koma frá varnarlínunni.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn og verið er að kynna liðin.
Fyrir leik
Lítill fugl var að hvísla því að mér að Sveinn Sigurður einn af markmönnum Vals sé í sóttkví og það sé ástæðan fyrir því að hann sé ekki í leikmannahóp Vals í kvöld. Hann lék í marki Vals í 3-0 sigri gegn SR í vikunni.
Fyrir leik
Tæplega 13 mínútur í leik og það verður að segjast að það er ansi fámennt í stúkunni. Vona að fólk sé að fá sér hamborgarana sem verið er að grilla fyrir framan Kórinn. Nægilega góð var lyktin rúmlega hálftíma fyrir leik.

Fyrir leik
Sjálfur ákvað ég að nýta mér Wildcard-ið í Fantasy-leik Eyjabita þar sem ég var með þrjá leikmenn Stjörnunnar, Valgeir Valgeirsson og fleiri góða leikmenn sem verða ekki með í þessari umferð vegna ýmissa ástæðna.

Það er mikill skellur að sjá að Magnus Egilsson byrjar á bekknum hjá Val en hann fékk ákveðið traust frá mér fyrr í dag og er mættur í byrjunarliðið hjá mér í Fantasy leiknum.
Fyrir leik
Miðvörðurinn, Eiður Aron Sigurbjörnsson er ennþá fjarri góðu gamni.
Fyrir leik
Þá vekur athygli að Torfi Geir Halldórsson er varamarkvörður Vals í kvöld í stað Sveins Sigurðar. Torfi Geir er sonur Halldórs Jóhanns Sigfússonar, handknattleiksþjálfara Selfyssinga.
Fyrir leik
Heimir Guðjónsson gerir eina breytingu á sínu byrjunarliði frá sigrinum gegn Gróttu. Bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson kemur inn fyrir Færeyinginn, Magnus Egilsson.
Fyrir leik
Brynjar Björn Gunnarsson neyðist til að gera breytingar á byrjunarliði sínum frá því í leiknum gegn KR í síðustu umferð. Valgeir Valgeirsson sem hefur farið á kostum í upphafi móts er meiddur á öxl og þá er Jón Arnar Barðdal í sóttkví en frammistaða hans í Frostaskjólinu í síðustu umferð vakti mikla athygli.

Stefan Alexander Ljubicic og Atli Arnarson koma inní byrjunarlið HK-inga.
Fyrir leik
Það er búið að gefa út byrjunarlið liðanna.
Fyrir leik
HK-ingar voru nýliðar í Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð. Liðin mættust þar tvívegis og hafði Valur betur í báðum viðureignunum.

Í Kórnum fór Valur með 2-1 sigur úr bítum. Eftir að HK komst yfir í leiknum var það Birnir Snær Ingason sem skoraði sigurmark Vals í uppbótartíma. Seinna um sumarið keyptu HK-ingar Birni Snæ frá Val.
Fyrir leik
Bæði lið eiga það sameiginlegt að vera með þrjú stig að loknum fyrstu tveimur umferðunum.

Bæði lið töpuðu í fyrstu umferð á heimavelli. HK gegn FH en Valur gegn KR.

Í síðustu umferð gerðu HK-ingar hinsvegar góða ferð í Vesturbæinn og unnu KR 3-0 á meðan Valur vann nýliða Gróttu sannfærandi 3-0.
Fyrir leik
Klukkan 19:15 fer fram leikur HK og Vals í 3. umferð Pepsi Max-deildarinnar.
Fyrir leik
Verið velkomin í textalýsingu frá Kórnum.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('80)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson ('71)
13. Rasmus Christiansen ('53)
14. Aron Bjarnason
20. Orri Sigurður Ómarsson
24. Valgeir Lunddal Friðriksson
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('80)

Varamenn:
12. Torfi Geir Halldórsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Einar Karl Ingvarsson ('53)
5. Birkir Heimisson ('80)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('71)
18. Lasse Petry ('80)
21. Magnus Egilsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Halldór Eyþórsson
Eiríkur K Þorvarðsson
Srdjan Tufegdzic
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson
Silja Rós Theodórsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: