Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Keflavík
5
0
Augnablik
Anita Lind Daníelsdóttir '11 1-0
Dröfn Einarsdóttir '21 2-0
Paula Isabelle Germino Watnick '26 3-0
Anita Lind Daníelsdóttir '42 4-0
Natasha Anasi '87 5-0
02.07.2020  -  19:15
Nettóvöllurinn
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Bongó. Mögulega of mikil sól!
Dómari: Ólafur Brynjar Bjarkason
Áhorfendur: 82
Maður leiksins: Aníta Lind Daníelsdóttir
Byrjunarlið:
1. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
Amelía Rún Fjeldsted ('86)
3. Natasha Anasi (f)
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f) ('67)
14. Celine Rumpf
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir ('79)
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir
17. Paula Isabelle Germino Watnick ('67)
24. Anita Lind Daníelsdóttir
30. Marín Rún Guðmundsdóttir ('46)

Varamenn:
13. Sigrún Björk Sigurðardóttir (m)
7. Kara Petra Aradóttir ('46)
18. Arnhildur Unnur Kristjándóttir
22. Helena Aradóttir ('86)
28. Sólveig Lind Magnúsdóttir ('67)

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Haukur Benediktsson
Soffía Klemenzdóttir
Herdís Birta Sölvadóttir
Sigurrós Eir Guðmundsdóttir

Gul spjöld:
Kristrún Ýr Holm ('66)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
5-0 lokastaðan í blíðunni á Nettóvellinum!

Aníta Lind maður leiksins.

Takk fyrir í dag
90. mín
Augnablikskonur fá hornspyrnu sem Natasha skallar frá.
87. mín MARK!
Natasha Anasi (Keflavík)
Stoðsending: Ísabel Jasmín Almarsdóttir
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Queen Natasha með mark eftir aukaspyrnu frá Ísabel. Mjög vel gert hjá þeim báðum!
86. mín
Inn:Helena Aradóttir (Keflavík) Út:Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík)
84. mín Gult spjald: Hildur María Jónasdóttir (Augnablik)
Ólafur dómari spjaldar hér fyrir kjaftbrúk að ég held. Að minnsta kosti var ekkert brot. Spjaldið mögulega skráð á vitlausa manneskju hjá mér.
79. mín
Inn:Herdís Birta Sölvadóttir (Keflavík) Út:Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir (Keflavík)
79. mín
Inn:Ísabella Arnarsdóttir (Augnablik) Út:Birta Birgisdóttir (Augnablik)
79. mín
Birta Birgis tekur skot úr aukaspyrnu sem fer hátt yfir.
74. mín
Augnablikskonur með hornspyrnu sem Ásta Vigdís kýlir í burtu.
67. mín
Inn:Sigurrós Eir Guðmundsdóttir (Keflavík) Út:Paula Isabelle Germino Watnick (Keflavík)
Tvöföld skipting.
67. mín
Inn:Sólveig Lind Magnúsdóttir (Keflavík) Út:Kristrún Ýr Holm (Keflavík)
66. mín Gult spjald: Kristrún Ýr Holm (Keflavík)
Kjötar Augnabliksstúlku sem var að fara að sleppa ein í gegn. Dómaranum fannst það of gróft. Mér fannst þetta ekki endilega eiga skilið spjald.
66. mín
Augnablikskonur mun meira með boltann síðustu mínútur en hafa ekki náð að skapa sér neitt af viti.
65. mín
Inn:Helga Marie Gunnarsdóttir (Augnablik) Út:Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir (Augnablik)
Fjórða skipting þeirra.
63. mín
Natasha með ágætt skot af löngu færi, fór rétt yfir.
57. mín
Inn:Björk Bjarmadóttir (Augnablik) Út:Margrét Brynja Kristinsdóttir (Augnablik)
Þreföld skipting hjá Augnablik.
57. mín
Inn:Margrét Lea Gísladóttir (Augnablik) Út:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Augnablik)
57. mín
Inn:Eydís Helgadóttir (Augnablik) Út:Brynja Sævarsdóttir (Augnablik)
54. mín
Keflavíkurkonur fá aukaspyrnu á hættulegum stað en ná ekki að gera sér mat úr henni.
51. mín
Natasha heppin að fá ekki gult fyrir brot á Margréti Brynju.
49. mín
Augnablikskonur byrja seinni hálfleikinn af miklum krafti. Vigdís Lilja á góða fyrirgjöf inn í teig sem liðsfélagar hennar ná ekki að nýta sér.
46. mín
Inn:Kara Petra Aradóttir (Keflavík) Út:Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík)
Seinni hálfleikur hafinn. Keflavík gerði skiptingu í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
42. mín MARK!
Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Aníta Lind skorar sitt annað mark, stöngin inn! Skotið var laust og það leit út fyrir að markmaður Augnablikskvenna hafi reiknað með að hann myndi leka fram á, en inn fór hann. 4-0 fyrir Kef!

41. mín
Augnablikskonur skora mark eftir hornspyrnu sem Ólafur Brynjar dómari dæmir af vegna þess að brotið var á markmanni stuttu áður.
37. mín
Natasha hreinsar þessa hornspyrnu um leið.
36. mín
Augnablikskonur fá aukaspyrnu sem endar eftir smá klafs í horni.
33. mín
Aníta reynir annan þrumufleyg rétt fyrir utan teig, nú rétt fór hann bara rétt yfir.
26. mín MARK!
Paula Isabelle Germino Watnick (Keflavík)
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Paula Watnick stingur sér í gegn og klárar af öryggi ein á móti markmanni!
21. mín MARK!
Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)
Stoðsending: Paula Isabelle Germino Watnick
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Paula Watnick með fína fyrirgjöf sem tvær Augnablikskonur reyna án árangurs að hreinsa. Dröfn refsar þeim fyrir það!
17. mín
Augnablik voru að komast yfir miðju í fyrsta sinn í örugglega 5 mínútur. Ná lítið að skapa sér þessa stundina.
15. mín
Dröfn nálægt því að pota honum inn eftir flott spil Keflavíkurstúlkna en Bryndís ver í markinu.
11. mín MARK!
Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
MAAAAAAAAAAAAAARK!!

Þetta var af dýrari gerðinni! Aníta Lind bombar honum upp í skeytin af 30 metra færi!! ALVÖRU
5. mín
Önnur góð hornspyrna frá Anítu Lind og Natasha skallar hann TVISVAR í þverslánna!
1. mín
Keflavíkurkonur fá hornspyrnu strax eftir fyrstu sókn sína. Hörkugóð spyrna sem þær hefðu mátt nýta betur inni í teig.
1. mín
Leikur hafinn
Augnablikskonur hefja leik, sækja í átt að Blue höllinni eða á móti sól.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn, styttist í gleðina.

Þess má geta að plata nýjasta FH-ingsins Luigi hefur ómað í heild sinni hér í aðdraganda leiksins. Lið Keflavíkurstúlkna greinilega á TheFlameTrain.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn!

Meðalaldur byrjunarliðs Augnablikskvenna er 17.1 ár, rétt slefar í bílpróf.
Fyrir leik
Ef ég miða við byrjunarliðið úr síðasta leik Augnablikskvenna, þá stendur það saman af stúlkum sem allar eru fæddar eftir aldamót. Mögulega eina liðið í efstu deildum Íslands sem getur státað sig af slíkri staðreynd?
Fyrir leik
Fyrir leik sitja Augnablikskonur í 7. sæti með eitt stig en þær eiga frestaðan leik gegn Völsungi inni, úr annari umferð. Þær gerðu jafntefli við Haukakonur í fyrstu umferð.
Fyrir leik
Keflavík spilar sinn fyrsta heimaleik í Lengjudeildinni í kvöld en þær sitja á toppi deildarinnar með 4 stig eftir tvo útileiki fyrir norðan. Í síðustu umferð gerðu þær jafntefli við Tindastólskonur en í fyrstu umferð sóttu þær þrjú stig gegn Völsungi í leik sem fór 4-0.
Fyrir leik
Verið velkomin á Nettóvöllin þar sem SunnyKef stendur vel undir nafni.

Í dag taka Keflavíkurkonur á móti stúlkunum í Augnablik í þriðju umferð Lengjudeildar kvenna.

Aðstæður gætu varla verið betri og því ekki yfir neinu að kvarta fyrir leik kvöldsins!
Byrjunarlið:
1. Bryndís Gunnarsdóttir (m)
Margrét Brynja Kristinsdóttir ('57)
4. Brynja Sævarsdóttir ('57)
9. Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir ('65)
11. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('57)
14. Hildur María Jónasdóttir
15. Írena Héðinsdóttir Gonzalez
17. Birta Birgisdóttir ('79)
18. Eyrún Vala Harðardóttir
19. Birna Kristín Björnsdóttir
23. Hugrún Helgadóttir

Varamenn:
7. Eva María Smáradóttir
13. Ísabella Arnarsdóttir ('79)
16. Björk Bjarmadóttir ('57)
17. Eva Alexandra Kristjánsdóttir
22. Helga Marie Gunnarsdóttir ('65)
23. Margrét Lea Gísladóttir ('57)
28. Eydís Helgadóttir ('57)

Liðsstjórn:
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)
Þórdís Katla Sigurðardóttir
Úlfar Hinriksson
Sigrún Sigríður Óttarsdóttir

Gul spjöld:
Hildur María Jónasdóttir ('84)

Rauð spjöld: