Meistaravellir
laugardagur 04. júlí 2020  kl. 17:00
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Bö-vélin sér til þess að grasið er rennislétt og blautt. Sól og 13 stig, léttur vindur á annað markið, frá KR-heimilinu.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Kristján Flóki Finnbogason
KR 2 - 0 Víkingur R.
Kári Árnason , Víkingur R. ('25)
1-0 Kristján Flóki Finnbogason ('61)
Sölvi Ottesen, Víkingur R. ('78)
Halldór Smári Sigurðsson, Víkingur R. ('85)
2-0 Pablo Punyed ('88)
Myndir: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('52)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
10. Pálmi Rafn Pálmason (f)
11. Kennie Chopart ('87)
16. Pablo Punyed
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristinn Jónsson
21. Kristján Flóki Finnbogason (f)
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('45)
23. Atli Sigurjónsson ('71)

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Stefán Árni Geirsson ('45)
7. Tobias Thomsen ('87)
8. Finnur Orri Margeirsson ('52)
14. Ægir Jarl Jónasson ('71)
17. Alex Freyr Hilmarsson
37. Birgir Steinn Styrmisson

Liðstjórn:
Valgeir Viðarsson
Rúnar Kristinsson (Þ)
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson

Gul spjöld:
Óskar Örn Hauksson ('20)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('57)
Pablo Punyed ('78)
Aron Bjarki Jósepsson ('82)
Rúnar Kristinsson ('86)

Rauð spjöld:
@maggimark Magnús Þór Jónsson
90. mín Leik lokið!
Viðtöl á leiðinni.

VÁ!
Eyða Breyta
90. mín
+3

Hafsentapar Víkinga eru nú Erlingur og Viktor.

Ég efa að þetta hafi hent í heimssögunni áður...3 hafsentar úr sama liði.

KR sækja stanslaust, Þórður búinn að verja frá Ægi og Punyed hér á síðustu mínútunni.
Eyða Breyta
90. mín
+1

Tobias neglir á markið úr teignum en Þórður ver.
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótin er 6 mínútur.
Eyða Breyta
90. mín
Kristján að sleppa í gegn en Viktor reddar.
Eyða Breyta
88. mín MARK! Pablo Punyed (KR), Stoðsending: Ægir Jarl Jónasson
Sama uppskrift og í fyrri.

Neglt frá hægri og Pablo stýrir í sláin inn.
Eyða Breyta
87. mín Tobias Thomsen (KR) Kennie Chopart (KR)
Chopart er borinn af velli eftir tæklinguna.
Eyða Breyta
86. mín Gult spjald: Rúnar Kristinsson (KR)
Brjálaður yfir tæklingunni.
Eyða Breyta
85. mín Rautt spjald: Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Hvað er eiginlega í gangi hér!

Halldór kemur hér á rosalegu afli inn í Chopart.

Allir þrír hafsentar Víkinga farnir.
Eyða Breyta
82. mín Gult spjald: Aron Bjarki Jósepsson (KR)
Brýtur á Erlingi.
Eyða Breyta
78. mín Gult spjald: Pablo Punyed (KR)
Fer í Sölva á leið hans útaf vellinum.
Eyða Breyta
78. mín Rautt spjald: Sölvi Ottesen (Víkingur R.)
Stefán brýtur af sér og Sölvi kemur á fullri ferð og hrindir honum í jörðina og virðist svo fara með olnbogann í kjölfarið í andlit Stefáns.

Helgi ekki í vafa.
Eyða Breyta
76. mín
Hornið fer á fjær og Sölvi skallar aftur inn í teiginn þar sem KR hreinsa frá.

Þetta er ekkert búið hér...
Eyða Breyta
75. mín
Víkingar eru að hræra vel í þessu, vinna hér horn og Óttar er að fara að negla.
Eyða Breyta
73. mín
Í taktíkinni er það að frétta að Halldór Jón er nú orðinn hægri bakvörður Víkinga og Helgi er uppi á topp með Óttari.
Eyða Breyta
72. mín
Óttar neglir yfir af löngu færi.
Eyða Breyta
71. mín Ægir Jarl Jónasson (KR) Atli Sigurjónsson (KR)
Maður fyrir mann.
Eyða Breyta
71. mín Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Enn líklega taktísk breyting.
Eyða Breyta
70. mín
Víkingar eru svo sannarlega búnir að hræra upp í leiknum með taktískum breytingum.

Sölvi á flotta sendingu yfir vörnina og Halldór er í flottu skotfæri en hittir ekki boltann.
Eyða Breyta
67. mín
Beitir neglir upp völlinn og Kristján Flóki er skyndilega í fínu skotfæri en neglir utan teigs framhjá markinu.
Eyða Breyta
65. mín
Nú spila Víkingar 4-3-2!

Halldór fer upp á topp með Óttari, Viktor inn á miðju með Erlingi og Ágúst.
Eyða Breyta
64. mín Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Víkingur R.) Júlíus Magnússon (Víkingur R.)

Eyða Breyta
64. mín Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Nikolaj Hansen (Víkingur R.)

Eyða Breyta
61. mín MARK! Kristján Flóki Finnbogason (KR), Stoðsending: Atli Sigurjónsson
Pressan skilar svo árangri.

Það er áfram þannig að KR fer upp völlinn hægra megin, Atli kemst famhjá Dofra og neglir inní teiginn með jörðinni þar sem Kristján stingur sér framfyrir Halldór og neglir í markið.
Eyða Breyta
58. mín
KR að fara ofar á völlinn en Víkingar standa enn allt af sér.

Taka sér tíma í allar aðgerðir.
Eyða Breyta
58. mín
Slakt skot frá Ágústi, langt framhjá...
Eyða Breyta
57. mín Gult spjald: Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
Brýtur á Ágúst við vítateigslínuna, skotfæri fyrir hann.
Eyða Breyta
55. mín
KR að herða tökin, Kristinn kemst upp vinstri kantinn og á sendingu inní en Kristján nær ekki að hitta á fyrirgjöfina.
Eyða Breyta
52. mín Finnur Orri Margeirsson (KR) Arnþór Ingi Kristinsson (KR)
Arnþór líklega að kveðja eftir viðskiptin við Júlíus...Finnur beint inn í hans stöðu.
Eyða Breyta
50. mín
Það hitnar...

Sölvi æðir upp og fellur í viðskiptum við Ævar en ekkert dæmt, boltinn hrekkur til Arnþórs sem fær á sig hraustlega boltatæklingu frá Hansen og í kjöfarið tuskast þeir aðeins.
Eyða Breyta
47. mín Gult spjald: Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
Vel groddaleg tækling á Arnþór á miðjunni.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
45. mín

Eyða Breyta
45. mín Stefán Árni Geirsson (KR) Óskar Örn Hauksson (KR)
Hrein skipting, Stefán fer á vænginn.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Markalaust í Vesturbænum.

Opinn leikur allt þar til Kári Árnason fékk brottvísun. Treystum á fjör í síðari!
Eyða Breyta
45. mín
+3

Naumlega þarna!

Atli Sigurjóns fær næði og neglir sendingu inn í teiginn sem flýtur í gegnum allt og framhjá á fjær. Bæði Kristján og Óskar gerðu skutluskallatilraun.
Eyða Breyta
45. mín
+2

Sendingar KR inni á síðasta þriðjungi í dag hafa verið alveg arfaslakar...hér er það Pablo sem sendir boltann útaf á fjær. Spurning hvort golan er að vefjast fyrir þeim.
Eyða Breyta
45. mín
Þrjár mínútur í uppbót.
Eyða Breyta
44. mín
Atli Sigurjóns að fá fyrsta næðið lengi, hleypur á Dofra og býr sér til skotfæri en beint á Þórð sem á auðvelt með að halda þessum.
Eyða Breyta
43. mín
Víkingar brjálaðir hérna, heimta víti upp úr sendingu inn í teiginn þar sem Danirnir Hansen og Chopart hoppa upp saman. Hansen liggur eftir og heldur um andlitið...en ekkert dæmt.
Eyða Breyta
40. mín
Gjörbreyttur leikur við brottvísun Kára.

Víkingar nú búnir að loka aftar á vellinum og Atli og Óskar fá minni svæði til að vinna með. Þétt á milli lína gestanna og öflugar skyndisóknir þeirra hættulegri en sóknir KR sem eru fyrirsjáanlegar ennþá.
Eyða Breyta
39. mín
Óttar fær skotfæri eftir skyndisókn sem Ágúst stýrir.

Hátt yfir.
Eyða Breyta
37. mín Dofri Snorrason (Víkingur R.) Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.)
Atla fórnað hérna út af brottvísuninni.

Dofri fer í bakvörðinn undir söng heimafólks úr stúkunni sem söngla "Dofri elskar KR".
Eyða Breyta
36. mín
Davíð brýtur á Óskari.

Ekki sáttur við Helga, leikur dýfuna sem honum fannst gefa spyrnuna, við töluverðan fögnuð úr stúkunni.

Upp úr aukaspyrnunni fá KR horn sem enn á ný þeir nýta illa.
Eyða Breyta
34. mín
Víkingarnir komnir í 4-4-1

Þórður

Davíð - Sölvi - Halldór - Atli

Hansen - Júlíus - Erlingur - Ágúst

Óttar.
Eyða Breyta
31. mín
Víkingar eru slegnir hérna, skiljanlega.

KR fengið þrjú horn og fín krossafæri upp úr þeim en nýta þau alls ekki nægilega vel.
Eyða Breyta
28. mín
Upp úr horninu sendir Kennie á Óskar á fjær og hann á góðan skalla sem Þórður slær í horn.
Eyða Breyta
27. mín
Pablo skýtur að markinu úr aukaspyrnunni en Þórður slær í horn.
Eyða Breyta
26. mín Gult spjald: Arnar Gunnlaugsson (Víkingur R.)
Mótmælir brottvísun Kára harðlega.
Eyða Breyta
25. mín Rautt spjald: Kári Árnason (Víkingur R.)
Pablo stingur í gegn, Kristján sloppinn í gegn, Kári kippir honum niður og Helgi ekki í neinum vafa.

Beint rautt, aukaspyrna í dauðafæri.
Eyða Breyta
24. mín
Enn fær Atli Sigurjóns möguleika á sendingu en nú fór hann illa að ráði sínu og sendi yfir allt gengið og framhjá á fjær.
Eyða Breyta
22. mín
KR fara upp hægra megin og Atli Sigurjóns fær aftur gott svæði milli hafsents og vængbakvarðar en Kristján nær ekki að skalla inn sendinguna frá honum.

Þetta virkar upplögð leið upp völlinn hjá KR.
Eyða Breyta
20. mín Gult spjald: Óskar Örn Hauksson (KR)
Brýtur á Davíð úti á væng.
Eyða Breyta
18. mín
Þórður er svo sannarlega ekkert ragur í dag.

Reynir fyrst stutta sendingu af vítateignum sem fer beint á Atla sem neglir undan vindinum á markið en Þórður kemst fyrir.

20 sekúndum seinna fær hann sendingu til baka og leikur á Kristján Flóka sem kom til að pressa hann.

Gaman að þessu!
Eyða Breyta
16. mín
Hvernig var þetta ekki mark!!!!

Þvílíkur darraðadans upp úr skoti Ágústar úr horninu, ekki séns að sjá hverjir það voru sem fengu tvö skot til að skora eða þá varnarmenn sem fórnuðu skrokknum í að bjarga þar og svo í horn sem svo ekkert varð úr.
Eyða Breyta
16. mín
Aftur fá Víkingar horn, nú eftir upphlaup vinstra megin.
Eyða Breyta
15. mín
Víkingarnir eru að ná tökum á leiknum hérna, fara mikið upp hægra megin og krossa þaðan.

KR að bjarga í horn hér og það er sama taktík nema Óttar er nú sá sem neglir á markið. Þessi framhjá á nær.
Eyða Breyta
12. mín
Fjörugt hér í byrjun. Erlingur sendir á Óttar sem kemst framhjá varnarmanni utarlega í teignum en skotið er beint á Beiti.
Eyða Breyta
11. mín
Arnþór á skot utan teigsins en það laus svifbolti sem fer töluvert framhjá.
Eyða Breyta
9. mín
Færi!

Þvaga í teignum og boltinn berst á Ágúst á vítapunktinum en varnarmaður hendir sér fyrir og með þeirri snertingu fer boltinn yfir í horn.

Ágúst tekur hornið og neglir í markteiginn þar sem 6 Víkingar voru en Beitir nær að slá frá.
Eyða Breyta
6. mín
Víkingar eru í 3-5-2

Þórður

Kári - Sölvi - Halldór

Davíð - Erlingur - Júlíus - Ágúst - Atli

Nikolaj - Óttar
Eyða Breyta
5. mín
Fyrsta tilraun Víkinga.

Davíð með sendingu frá hægri og á koll Óttars sem skallar hátt yfir og framhjá.
Eyða Breyta
4. mín
KR spilar 4-3-3

Beitir

Kennie - Arnór - Aron - Kristinn

Pálmi - Arnþór - Pablo

Atli - Kristján - Óskar.
Eyða Breyta
2. mín
Strax færi heimamanna.

Atli Sigursjóns fær næði á hægri vængnum og leggur boltann inn á teig þar sem Kristján Flóki nær ekki nægilega góðri snertingu og boltinn rúllar í hendur Þórðar.
Eyða Breyta
1. mín
Svona í öðrum fréttum þá eru boltastrákar við störf hér í dag þrátt fyrir tilmæli KSÍ um annað.

Þá er að sjá hvort þeir ná að hafa áhrif á leikinn líkt og var í Víkinni í síðustu umferð.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
KR hefja leik með goluna í bakið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin létu bíða eftir sér...en voru nú að detta inn.

Hefðbundnir búningar utan þess að Víkingar eru hvítsokkaðir.

Dómararnir eru einstaklega huggulegir í ljósbláum stuttermabolum. Er nú samt enn að velta fyrir mér þessum sokkalitum. Fíla það svarta satt að segja betur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Endilega nýta twitter hvort sem fólk er að horfa á leikinn á vellinum eða í sjónvarpi.

Hendið myllumerkinu #fotboltinet í lok skilaboðanna og þau gætu gert lýsinguna mína enn betri.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Tíu mínútur í leik.

Leikmenn komnir inn í búningsklefana og úðararnir farnir í gang á vellinum, lokaskvettan. Fólk að týnast í hólfin úr matartorginu.

Rétt að detta í gang....sannarlega þess virði að fylgjast með!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það þarf ekki alltaf hundruðir til að búa til stemmingu.

Það eru sex einstaklingar mættir hér á fremsta bekk í rífandi stuði. Svona á þetta auðvitað að vera.

Búið að hólfa upp og KR-ingar fara að öllum reglum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ingvar Jónsson er frá eftir högg sem hann varð fyrir í FH-leiknum.

Hann lauk leik en hefur ekki náð sér eftir það. Heyrum betur eftir leik hver staðan er á honum. Það er ekki ákveðið hver grípur hanskana ef eitthvað kemur upp..

Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég veit...ég veit...það er gamaldags og allt það.

En svona fyrir gamlan mann þá á fótbolti að spilast við svona aðstæður. Graslyktin, gola og sól. Þetta er fullkomin uppskrift, með fullkominni virðingu fyrir plastvöllum sem eru stöðugt að verða betri.

Fótbolta á að spila á alvöru grasi, hrós til KR að búa völlinn sinn út á þann hátt sem birtist hér í dag!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár.

KR stillir upp sama liði og sigraði Skagamenn í síðustu umferð, Rúnar breytir ekki sigurliði.

Víkingar gera tvær breytingar á liðinu. Dofri Snorrason fer á bekkinn og Nikolaj Hansen kemur inn. Stærri fréttir eru þær að Ingvar Jónsson sem staðið hefur í marki Víkinga er ekki í hóp og Þórður Ingason verður með hanskana í dag.

Enginn varamarkvörður er í hóp...sjáum hvernig það gæti farið!
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Talandi um það. Helgi Mikael Jónsson flautar og stýrir spjöldum í Vesturbænum í dag.

Með hann í eyrunum og flagg í hendi verða þeir Þórður Arnar Árnason og Guðmundur Ingi Birgisson. Varadómarinn er Einar Ingi Jóhannsson og í eftirlitinu er Frosti Viðar Bjarnason.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hvorugt liðið þarf að hafa áhyggjur af agabönnum þennan daginn, menn byrja sumarið yfirvegað í spjaldasöfnuninni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessi lið hafa nú þegar mæst einu sinni í sumar.

Það var í Meistarakeppni KSÍ þann 7.júní, einmitt hér á Meistaravöllum. KR sigraði þann leik 1-0 þar sem Kennie Chopart skoraði sigurmark ríkjandi meistara.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði þessi lið unnu síðustu leiki sína.

KR gerðu góða ferð upp á Skaga þar sem þeir unnu 2-1 og Víkingar klófestu sinn fyrsta sigur í deildinni þegar þeir unnu FH 4-1. Víkingarnir eru ósigraðir í deildinni ennþá.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikurinn er liður í 4.umferð PepsiMax-deildarinnar sem er þó eilítið komin út og suður í kjölfar Covid-frestana.

Fyrir leikinn sitja þessi lið hlið við hlið í deildinni, KR með 6 stig og Víkingar 5. Sigur annars hvors liðsins getur skilað því upp í 2.sæti í deildinni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn gott fólk og velkomin í beina textalýsingu af Meistaravöllum.

Hér eru röndótt Reykjavíkurlið að fara etja kappi þar sem Víkingar úr Fossvogi renna sér vestur yfir leik og ætla sér að sækja stig til KR-inga.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
16. Þórður Ingason (m)
0. Sölvi Ottesen
0. Kári Árnason
7. Erlingur Agnarsson
10. Óttar Magnús Karlsson
12. Halldór Smári Sigurðsson
20. Júlíus Magnússon (f) ('64)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Nikolaj Hansen ('64)
24. Davíð Örn Atlason ('71)
77. Atli Hrafn Andrason ('37)

Varamenn:
8. Viktor Örlygur Andrason ('64)
9. Helgi Guðjónsson ('71)
11. Dofri Snorrason ('37)
17. Atli Barkarson
27. Tómas Guðmundsson
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('64)
80. Kristall Máni Ingason

Liðstjórn:
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Einar Guðnason
Benedikt Sveinsson
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Arnar Gunnlaugsson ('26)
Júlíus Magnússon ('47)

Rauð spjöld:
Kári Árnason ('25)
Sölvi Ottesen ('78)
Halldór Smári Sigurðsson ('85)