Selfoss
0
0
Fjarðabyggð
11.07.2020  -  14:00
JÁVERK-völlurinn
2. deild karla
Aðstæður: 12 gráður og sólarlaust, nánast logn og grasið virðist grænna hérna megin við lækinn
Dómari: Atli Haukur Arnarsson
Byrjunarlið:
1. Stefán Þór Ágústsson (m)
Jason Van Achteren ('72)
3. Gylfi Dagur Leifsson
3. Þormar Elvarsson
6. Danijel Majkic
8. Ingvi Rafn Óskarsson ('13)
17. Valdimar Jóhannsson
22. Adam Örn Sveinbjörnsson
22. Þorsteinn Aron Antonsson
23. Þór Llorens Þórðarson
24. Kenan Turudija

Varamenn:
4. Jökull Hermannsson
5. Jón Vignir Pétursson ('72)
7. Aron Darri Auðunsson
18. Arnar Logi Sveinsson
21. Aron Einarsson

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Ingi Rafn Ingibergsson
Einar Ottó Antonsson
Arnar Helgi Magnússon
Óskar Valberg Arilíusson
Antoine van Kasteren
Gunnar Geir Gunnlaugsson
Þorgils Gunnarsson

Gul spjöld:
Adam Örn Sveinbjörnsson ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+3
Gestirnir væntanlega sáttari við stigið en heimamenn, það er þó enginn hoppandi kátur úti á velli.
90. mín
+2 Bæði lið að flýta sér, hvorugu tekist að gera það sem leikurinn snýst um og vilja bæta úr því.
89. mín Gult spjald: Adam Örn Sveinbjörnsson (Selfoss)
Fékk boltann í hendina.
85. mín
Það er hraði og læti í þessu núna. Leikmenn farnir að þreytast og spurning hvort styttist í mistök. Selfyssingar hafa verið líklegri en Fjarðabyggð búnir að vera hættulegir í föstum leikatriðum og hröðum sóknum.
79. mín
VáVá, Selfyssingar eiga skalla á mark eftir hornspyrnu en frábærlega varið í stöng hjá Milos. Skömmu áður björguðu Fjarðarbyggðarmenn á línunni.
72. mín
Inn:Jón Vignir Pétursson (Selfoss) Út:Jason Van Achteren (Selfoss)
71. mín
Inn:Mikael Natan Róbertsson (Fjarðabyggð) Út:Jóhann Ragnar Benediktsson (Fjarðabyggð)
68. mín
Selfyssingar taka einn af sínu löngu innköstum inn á teig, gestirnir koma boltanum langt fram á völl þar sem Guðjón Máni nær að elta boltann með Gylfa Dag á hælunum. Hann kemst inn í teig Selfyssinga og nær skotinu sem fer rétt framhjá stönginni fjær. Frábært færi eftir gott einstaklingsframtak.
65. mín
Inn:Hákon Huldar Hákonarson (Fjarðabyggð) Út:Filip Marcin Sakaluk (Fjarðabyggð)
61. mín
Þetta er líflegra en í fyrri hálfleik. Þormar kemst upp að endamörkum og kemur föstum bolta í gegnum markteig Fjarðabyggðar. Þar nær Valdimar ekki að stýra boltanum og auðvelt fyrir Milos að grípa inní.
55. mín
Skot í slá! Langt innkast sem Þorsteinn Anton framlengir inn á teig þar sem Valdimar næst skotinu, en boltinn fer í slá og sókn Selfyssingar rennur út í sandinn.
52. mín Gult spjald: Nikola Kristinn Stojanovic (Fjarðabyggð)
Fer aftan í Danijel.
46. mín
Leikur hafinn
Leikur hafinn á ný og gott ef sólin sé ekki farin að láta sjá sig. Nú köllum við eftir mörkum!
45. mín
Hálfleikur
Ein mínúta í uppbótartíma gefur kannski til kynna hversu ljúft þessi leikur hefur runnið í gegnum fyrri hálfleik.
43. mín
Enn er rólegt yfir þessu, leikurinn fer mikið fram á miðjunni. Fjarðabygg settu aukaspyrnu inn á vítateig og uppskáru horn. Boltinn rúllar út í átt að mipjupunkti þaðan sem honum er skotið hátt til himins
32. mín
Þetta er eittthvað að lifna yfir þessu. Selfyssingar áfram meira með boltann, en ekki búnir að láta reyna á Milos í marki Fjarðarbyggðar, Austfirðingar hafa hins vegar ná skoti á mark, en það ratað beina leið í hendur Stefnáns í marki Sunnlendinga.
21. mín
Darraðardans í teignum! Selfyssingar með besta færi leiksins hingað til. Jason hársbreidd frá því að ná til botans sem kemur svífandi þvert í gegnum teig gestanna og hamra hann í netið, Kenan að þvi að mér sýndist skýtur svo rétt framhjá.
13. mín
Inn:Þorsteinn Daníel Þorsteinsson (Selfoss) Út:Ingvi Rafn Óskarsson (Selfoss)
Ingvi Rafn hefur lokið leik snemma, haltar útaf.
12. mín
Hætta við mark Selfyssinga, sýndist það vera Filip sem var við það að komast inn í tæpa sendingu aftur á markmann. Þarna sluppu heimamenn með skrekkinn.
11. mín
Ekki mikið að frétta frá Selfossi, heimamenn hafa verið meira með boltann án þess að hafa skapað sér neina hættu.
1. mín
Leikur hafinn
Allt farið í gang á Selfossi. Smá gola aðeins á ská yfir völlinn. Annars kjöraðstæður til fótboltaiðkunnar.
Fyrir leik
Hjá Fjarðabyggð fer Mikael Natan úr byrjunarliði fyrir fyrirliðann Jóhann Ragnar.
Fyrir leik
Í liði Selfyssinga vantar nokkra sem hafa verið að byrja leiki í sumar. Hinn efnilegi Guðmundur Tyrfingsson er í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta leik. Þá eru þeir Tokic og Arnar Logi ekki í hóp. Inn koma þeir Valdimar, Þormar og Jason sem var að mæta aftur til Selfyssinga.
Fyrir leik
Það er rétt að vekja athygli á því fyrir þau ykkar sem hafa aðstöðu til, þá verður leikurinn í beinni hjá vinum okkar á Selfoss.TV

https://www.youtube.com/watch?v=c-LKZ3GK4ec
Fyrir leik
Sviðið er því sett fyrir hörku leik hér í dag, tvö öflug sóknarlið og spurning hvernig varnirnar eiga eftir að halda. En ljóst er að eitthvað mun þurfa undan að láta.
Fyrir leik
Fjarðabyggð voru settir á hinn endann í þessari sömu spá, eða í næst neðsta sæti. Þeir hafa hins vegar farið ljómandi vel af stað, unnið tvo leiki, tapað einum og gert eitt jafntefli. Sitja því í fjórða sæti deildarinnar, tveim stigum á eftir gestgjöfum dagsins.

Ekkert lið hefur skorað eins mikið af mörkum og þeir, eða 3,25 mörk í leik.
Fyrir leik
Selfyssingar, sem spáð var sigri í deildinni af þjálfurum liðanna í deildinni, hafa farið ágætlega af stað. Unnið þrjá leiki og tapað einum og sitja sem stendur í þriðja sæti deildarinnar, einu stigi frá fyrsta sæti.

Það eru fá lið á viðlíka runni eins og Selfyssingar, en talað var um það í Selfoss hlaðvarpinu í vikunni að þeir hafi unnið 10 af síðustu 11 leikjum í deild.
Fyrir leik
Góðan dag og velkomin í beina textalýsingu frá JÁVERK-vellinum á Selfossi. Hér verður stiklað á stóru og haldið utan um allt það helsta sem fyrir augu okkar ber.
Byrjunarlið:
1. Milos Peric (m)
2. Marinó Máni Atlason
3. Jóhann Ragnar Benediktsson (f) ('71)
4. Joel Antonio Cunningham
5. Faouzi Taieb Benabbas
6. Lazar Cordasic
7. Guðjón Máni Magnússon
8. Nikola Kristinn Stojanovic
10. Jose Antonio Fernandez Martinez
11. Vice Kendes
17. Filip Marcin Sakaluk ('65)

Varamenn:
13. Oddur Óli Helgason
15. Hákon Huldar Hákonarson ('65)
16. Mikael Natan Róbertsson ('71)
18. Hákon Þorbergur Jónsson

Liðsstjórn:
Dragan Stojanovic (Þ)
Friðný María Þorsteinsdóttir
Jóhann Valgeir Davíðsson

Gul spjöld:
Nikola Kristinn Stojanovic ('52)

Rauð spjöld: