HK
0
2
Víkingur R.
0-1 Viktor Örlygur Andrason '27
0-2 Óttar Magnús Karlsson '62
12.07.2020  -  19:15
Kórinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Alltaf logn og þurrt í Kórnum, engin breyting á því í dag.
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Viktor Örlygur Andrason (Víkingur)
Byrjunarlið:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
Bjarni Gunnarsson ('52)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
7. Birnir Snær Ingason ('70)
8. Arnþór Ari Atlason ('83)
17. Valgeir Valgeirsson
18. Atli Arnarson ('70)
21. Ívar Örn Jónsson

Varamenn:
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
10. Ásgeir Marteinsson ('70)
11. Ólafur Örn Eyjólfsson ('83)
14. Hörður Árnason
19. Ari Sigurpálsson ('52)
20. Alexander Freyr Sindrason
30. Stefan Ljubicic ('70)

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson

Gul spjöld:
Ásgeir Marteinsson ('72)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Siggi flautar hér af.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
89. mín
Atli Barkar með geggjaðan bolta fyrir og Óttar nálægt því að koma þessu á markið en tekst þó ekki.
88. mín Gult spjald: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
Dómarann í sóttkví syngja krakkarnir í stúkunni.
87. mín
Þetta er búið að vera afskaplega leiðinlegur leikur.

Ef ekki hefði verið fyrir smá hita og rifrildi væri ég sofnaður.
83. mín
Inn:Ólafur Örn Eyjólfsson (HK) Út:Arnþór Ari Atlason (HK)
Íslenski Xavi kemur inná.
82. mín Gult spjald: Þórður Ingason (Víkingur R.)
Gömlu góðu tafirnar.
81. mín
Arnþór Ari með boltann inná teignum nær að pota honum að markinu, í Kára og afturfyrir í horn.

Ásgeir með spyrnuna og Leifur með skallann yfir!
78. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
77. mín
DAUÐAFÆRI

Atli leggur boltann út á Gústa sem er á vítapunktinum en hamrar yfir!
77. mín
Óttar með spyrnuna fyrir en Diddi kýlir frá.
76. mín
Víkingar bruna upp, Gústi skilur Ívar eftir en Leifur nær að hægja á honum.

Gústi reynir að renna boltanum yfir á Dóra en heimamenn pota boltanum í horn á síðustu stundu.
74. mín
Það er kominn alvöru hiti í þetta, menn farnir að kýtast á bekkjunum og Valgeir að svara Cardaklija.

Siggi hefur sig allan við að reyna að hafa stjórn á þessu.
72. mín Gult spjald: Ásgeir Marteinsson (HK)
Geiri straujar Gústa sem er við það að sleppa í gegn á miðjunni.
70. mín
Inn:Ásgeir Marteinsson (HK) Út:Birnir Snær Ingason (HK)
70. mín
Inn:Stefan Ljubicic (HK) Út:Atli Arnarson (HK)
69. mín
HK fær hornspyrnu eftir langa aukaspyrnu frá Ívari við miðjuna.

Júlli skallar frá.
62. mín MARK!
Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Nikolaj Hansen
MAAAARK!!!

Gummi Júl er að hreinsa og boltinn fer í höndina á Niko og mér heyrist það vera Einar Ingi fjórði dómari sem segir ''hendi, hendi'' í talkerfið en ekkert dæmir Siggi og boltinn berst á Óttar sem prjónar sig í gegnum vörn HK af krafti og neglir boltanum í stöngina og inn úr þröngu færi!

Brekka fyrir HK.

Mögulega var það samt einhver á bekknum hjá HK sem kallaði eftir hendi, ætla ekki að fullyrða að Einar hafi reynt að dæma hendi.

HK-inga hópast að Sigga eftir markið og skilja ekkert í því að fá ekki hendi.
60. mín
Aftur fær Víkingur aukaspyrnu hægra megin alveg við teiginn og aftur ætlar Óttar að taka.

DIDDI VER Í SLÁNNA!

Þetta var alvöru bomba.
59. mín
Óttar neglir boltanum yfir úr spyrnunni.
58. mín
Gústi keyrir á HK vörnina og sækir svo alveg hrikalega soft aukaspyrnu sem gerir báða þjálfara brjálaða.

Brynjari finnst þetta aldrei vera brot sem ég get alveg tekið undir þar sem að Gústi eiginlega hoppaði bara á Leif og lét sig detta.

Arnari finnst þetta vera fyrir innan teig, sem ég er eiginlega líka sammála...

Siggi ekki að skora hátt í dómgæslunni í dag.
54. mín
Inn:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Víkingur R.) Út:Dofri Snorrason (Víkingur R.)
Tvöföld taktísk breyting hjá Arnari.
54. mín
Inn:Atli Barkarson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
53. mín
Nú liggur Niko á vellinum og heldur um hálsinn, kallað eftir aðhlynningu.
52. mín
Inn:Ari Sigurpálsson (HK) Út:Bjarni Gunnarsson (HK)
51. mín
HK fær hornspyrnu sem Ívar skokkar til að taka.

Gummi sýnist mér ná skallanum en framhjá og heimamenn heimta annað horn en fá ekki.
49. mín Gult spjald: Arnar Gunnlaugsson (Víkingur R.)
Það er augljóslega brotið á Gústa á miðjunni en Siggi dæmir ekkert, Arnar eðlilega bilast og Siggi spjaldar hann þegar boltinn fer úr leik.

Ég skil Arnar vel, galið hjá Sigga að dæma ekki á brotið.
48. mín Gult spjald: Dofri Snorrason (Víkingur R.)
Dofri teikar Valgeir vel.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!

Nú byrja heimamenn og sækja í átt að hesthúsinu.
45. mín
Hálfleikur
Sýnið mér eitthvað annað í seinni hálfleik takk.
43. mín
Það kom samt ekkert uppúr horninu, þessvegna skrifaði ég þessa langloku fyrir neðan, bara til að skrifa eitthvað, það var samt engin lygi.
43. mín
Gústi reynir fyrirgjöf í Ívar sem Diddi bjargar en línuvörðurinn dæmir horn, ég sver það ég sá það augljóslega héðan að þetta var ekki einusinni tæpt og línuvörðurinn sennilega að reyna að búa sér til verkefni til að hafa eitthvað að gera.

Brynjar Björn eðlilega tryllist því þetta átti ekki að vera horn, ég lofa.
42. mín
Lítið líf í þessu eins og er, Biddi var í 1v1 stöðu á Kára en lagði boltann á Ívar sem reyndi skot en í varnarpakkann.

Ég kalla eftir smá lífsmarki og gæðum takk.
35. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.) Út:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Gústi inn á miðju og Atli á kantinn.
35. mín
Siggi Þrastar kallar eftir börum, Arnar Gunnlaugs segir Viktori Örlyg að fara niður í hafsent sýnist mér.
34. mín
Valgeir brýtur klaufalega á Gústa úti vinstra megin, óþarfi að brjóta þarna.

Halldór Smári virðist vera eitthvað meiddur og þarf skiptingu heyrist mér.
30. mín
Víkinga eiga innkast og alltíeinu liggur Birkir Valur í jörðinni, er staðinn upp og haltrar...

Reynir að hrista þetta af sér.
27. mín MARK!
Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Stoðsending: Davíð Örn Atlason
ÞVÍLÍK OG ÖNNUR EINS MISTÖK!

Viktor Örlygur tekur spyrnuna við varamannabekk HK, setur boltann inn á markteiginn þar sem engir leikmenn eru og Diddi er hikandi, lætur boltann skoppa fyrir framan sig og nær ekki að stýra boltanum frá markinu þegar hann áttar sig á að hann er ekki að fá hann í fangið!

Víkingar verið hreint út sagt lélegir í þessum leik en komnir yfir.
26. mín
Víkingar fá ódýra aukaspyrnu úti hægra megin.
24. mín
VALGEIR MEÐ STÓRHÆTTULEGT SKOT!

Fær boltann fyrir utan teiginn og lætur bara vaða og boltinn stefnir niður í vinstra hornið en Doddi með stórkostalega markvörslu!

Horn sem Kári Árna skallar frá.
21. mín
Bjarni Gunn sækir aukaspyrnu úti vinstra megin.

Ívar smellir boltanum fyrir og Doddi í einskismannslandi reynir að grípa boltann en missir hann og dettur, Siggi flautar og HK-ingar eðlilega brjálast því það er enginn HK-ingur nálægt Dodda.
20. mín
Ívar reynir skotið af 30 metrunum en boltinn framhjá.
17. mín
FÆRI

Víkingar spila vel upp hægra megin, Kári finnur Davíð í lappir sem rennir boltanum á Erling sem hleypur upp að endalínu, neglir boltanum út í teiginn og þar er Niko í 50/50 baráttu við Leif og boltinn rétt framhjá!
15. mín Gult spjald: Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Davíð á í einhverjum viðskiptum við Ívar við hliðarlínuna en þessi ömurlega fjölmiðlaaðstaða sem HK er að bjóða okkur uppá gerir það að verkum að ég hef ekki hugmynd um hvað gerðist.

Ekki séns fyrir okkur að sjá þetta héðan, því miður.
14. mín
VALGEIR!

Fer illa með Dofra inná teignum núna og kemur sér í skotfæri með vinstri af stuttu færi en Doddi ver hrikalega vel!
12. mín
Flott fyrirgjöf frá Davíð Atla núna frá hægri og Niko hársbreidd frá því ná skallanum!
11. mín
Víkingar sækja hratt og Óttar fær boltann úti vinstra megin, sendir boltann fyrir þar sem Erlingur og Nikolaj eru tveir gegn Leif inná teignum en fyrirgjöfin beint á Leif sem Niko ýtir við til að reyna að vinna boltann og aukaspyrna réttilega dæmd.

Víkingar hefðu þurft að fara betur með þessa stöðu.
9. mín
Víkingar fá aukaspyrnu úti vinstra megin.

Gústi smellir boltanum á nærsvæðið en skallað frá.
8. mín
SÉNS!

Valgeir keyrir 1v1 á Dofra og rennir boltanum svo í gegnum markteiginn en Biddi kominn of nálægt markinu og boltinn afturfyrir hann!
5. mín
HK fær núna aukaspyrnu úti vinstra megin.

Ívar með góðan kross sem Kári skallar frá og rangstaða dæmd.
5. mín
Ívar sendi boltann á fjær og það flikkaði Kári honum í innkast.
4. mín
HK-ingar fá fyrstu hornspyrnu leiksins.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!

Víkingar byrjar með boltann og sækja í átt að hesthúsinu.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga til leiks og fólk kemur sér fyrir í stúkunni.

Það er allt til reiðu fyrir þennan Pepsi Max deildar slag.
Fyrir leik
Liðin eru mætt í upphitun, Víkingur hefur endurheimt tvo af hafsentunum sínum aftur og virka gestirnir vel gíraðir.

Þeir fengu aldeilis skell í síðustu umferð og vilja sennilega svara því strax.
Fyrir leik
Eftir smá tæknibras er ég loksins tengdur, er aleinn hérna fyrir ofan varamannabekkina og þurfti að tengja router sjálfur og allt með enga starfsmenn nálægt.

Falleinkunn á utanumhald fjölmiðla hjá HK.
Fyrir leik
Byrjunarliðin hafa verið opinberuð.

Víkingur endurheimtir Halldór Smára Sigurðsson og Kára Árnason úr leikbanni. Þá kemur Nikolaj Hansen einnig inn í byrjunarliðið. Út fara Atli Hrafn Andrason, Helgi Guðjónsson og Tómas Guðmundsson.

HK gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu frá jafnteflinu gegn ÍA í síðustu umferð. Ívar Örn Jónsson kemur inn í liðið fyrir Hörð Árnason.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Spurning hvernig Víkingunum tekst upp í dag með sinn leikstíl á skraufþurru gervigrasinu hérna inni í dag, hvernig sem það svosem fer vona ég bara fyrst og fremst að við fáum flottan og skemmtilegan fótboltaleik.
Fyrir leik
Bæði lið hafa spilað 5 leiki og eru bæði með 5 stig, einn sigur, tvö jafntefli og tvö töp hvort.

Allir myndu stimpla það sem vonbrigði á Víkingana sem ætla sér stóra hluti en ekkert hræðileg byrjun fyrir HK.
Fyrir leik
Þetta er mögulega einn af fáum dögum þar sem áhorfendur eru ánægðir með innileik í júlí en það hefur rignt ágætlega í dag.
Fyrir leik
Dómari leiksins er crossfitarinn að norðan, Siggi Þrastar. Hann hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrr í sumar en vonandi gengur honum vel í kvöld. Það er alltaf best þegar dómararnir eru sem minnst í sviðsljósinu.
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu úr Kórnum.

Hér fer fram leikur HK og Víkings R.
Byrjunarlið:
16. Þórður Ingason (m)
Kári Árnason
7. Erlingur Agnarsson ('54)
8. Viktor Örlygur Andrason (f)
10. Óttar Magnús Karlsson
11. Dofri Snorrason ('54)
12. Halldór Smári Sigurðsson ('35)
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Nikolaj Hansen (f) ('78)
24. Davíð Örn Atlason

Varamenn:
9. Helgi Guðjónsson ('78)
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
17. Atli Barkarson ('54)
27. Tómas Guðmundsson
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('54)
77. Atli Hrafn Andrason ('35)
80. Kristall Máni Ingason

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Fannar Helgi Rúnarsson
Einar Guðnason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Davíð Örn Atlason ('15)
Dofri Snorrason ('48)
Arnar Gunnlaugsson ('49)
Þórður Ingason ('82)

Rauð spjöld: