Samsungvöllurinn
þriðjudagur 14. júlí 2020  kl. 19:15
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Rignir aðeins hérna í Garðabænum. Gervigrasið blautt og rennislétt.
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Áhorfendur: 160
Maður leiksins: Katrín Ásbjörnsdóttir (KR)
Stjarnan 2 - 3 KR
0-1 Katrín Ásbjörnsdóttir ('12)
1-1 Betsy Doon Hassett ('24)
Ana Victoria Cate, KR ('32)
1-2 Alma Mathiesen ('42)
2-2 Snædís María Jörundsdóttir ('60)
2-3 Katrín Ásbjörnsdóttir ('88)
Byrjunarlið:
1. Birta Guðlaugsdóttir (m)
2. Hugrún Elvarsdóttir ('81)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir ('65)
7. Shameeka Nikoda Fishley
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
11. Betsy Doon Hassett
14. Snædís María Jörundsdóttir ('72)
15. Katrín Mist Kristinsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
19. Birna Jóhannsdóttir
37. Jana Sól Valdimarsdóttir ('72)

Varamenn:
4. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir
5. Hanna Sól Einarsdóttir
6. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('65)
9. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('72)
17. María Sól Jakobsdóttir ('72)
20. Lára Mist Baldursdóttir
22. Elín Helga Ingadóttir ('81)

Liðstjórn:
Andri Freyr Hafsteinsson
Kristján Guðmundsson (Þ)
Guðný Guðnadóttir
Þórdís Ólafsdóttir
Guðrún Halla Finnsdóttir
Óskar Smári Haraldsson
Rajko Stanisic

Gul spjöld:
Birna Jóhannsdóttir ('37)

Rauð spjöld:
@antonfreeyr Anton Freyr Jónsson
90. mín Leik lokið!
Arnar Ingi dómari flautar til leiksloka hér á Samsungvellinum í Garðabæ.

Fyrstu stig KR staðreynd.

Viðtöl og skýrsla væntanleg
Eyða Breyta
90. mín Hlíf Hauksdóttir (KR) Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (KR)

Eyða Breyta
88. mín MARK! Katrín Ásbjörnsdóttir (KR), Stoðsending: Katrín Ómarsdóttir
MAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!

Birta Guðlaugs sendir boltan beint á Katrínu Ómars inn á miðjuna sem kemur boltanum á Katrínu Ásbjörns sem snýr af sér varnarmenn Stjörnunar og setur boltann í netið

KÁIN tvö gera þetta vel. Ætla ekki að skrifa þetta á Birtu því K&K áttu eftir að gera helling.
Eyða Breyta
87. mín
María Sól kemur með boltan inn á Anítu Ýr en Ingibjörg kemur vel út á móti og gerir sig stóra og lokar vel!

María Sól komið virkilega öflug hérna inn og hefur verið að valda ursla!
Eyða Breyta
85. mín
Hildigunnur vinnur hornspyrnu fyrir Stjörnuna.

Boltin kemur fyrir á Jasmínu en skalli hennar yfir markið.
Eyða Breyta
83. mín
DAUÐAFÆRI KR!!

Katrin Ásbjörns þræðir boltan inn á Thelmu Lóu sem á gott skot en Birta með geggjaða vörsu!!

Fáum við sigurmark öðruhvorumegin?
Eyða Breyta
81. mín Elín Helga Ingadóttir (Stjarnan) Hugrún Elvarsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
75. mín
Stjörnustúlkur líklegri hérna til að klára leikinn. Hafa verið hættulegri hérna síðustu mínútur en hafa þó ekki náð að skapa sér alvöru marktækifæri.
Eyða Breyta
72. mín Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan) Snædís María Jörundsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
72. mín María Sól Jakobsdóttir (Stjarnan) Jana Sól Valdimarsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
69. mín
Betsy á sendingu út á Jönu sem er of lengi að koma með boltan fyrir en vinnur þó hornspyrnu fyrir Stjörnna.

Jana Sól tekur spyrnuna sjálf en ekkert verður úr henni.
Eyða Breyta
65. mín Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan) Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
63. mín
DAUÐAFÆRI!

Hugrún fær boltan og á skemmtilegan þríhyrning við Fishley úti hægra meginn og kemur síðan boltanum fyrir en Jana Sól hittir ekki boltan.

Þarna sleppa KR-ingar með skrekkinn heldur betur!
Eyða Breyta
60. mín MARK! Snædís María Jörundsdóttir (Stjarnan)
STJARNAN ER AÐ JAFNA HÉR LEIKINN!

Fishley fær boltan frá Jasmínu úti hægra megin og kemur boltanum inn á hættusvæðið og varnarmaður KR á misheppnaða hreinsun beint í Snædísi og þaðan lekur boltin inn!

2-2
Eyða Breyta
56. mín
Arna Dís fær boltan í vinstri bakverðinum finnur Birnu inn á miðju sem kemur með hnitmiðaða sendingu innfyrir vörn KR-inga ætlaða Fishley en Ingibjörg var vel á verði þarna og kemur á móti og hamrar boltan í burtu.
Eyða Breyta
53. mín
Birna á skot fyrir utan teig sem fer beint á Ingibjörgu.
Eyða Breyta
52. mín Kristín Erla Ó Johnson (KR) Alma Mathiesen (KR)

Eyða Breyta
50. mín
Jasmin sendir Fishley eina í gegn og Laufey eltir hana upp og nær að trufla hana nógu mikið til þess að hún náði ekki almennilegu skoti á markið og Ingibjörg ver.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn

KR stúlkur eiga upphafspyrnu síðari hálfleiks.
Eyða Breyta
45. mín
ÞÁ ER ÞETTA KOMIÐ Á HREINT.

Var að fá þær heimildir að Ana Victoria hafði fengið gult spjald rétt áður en hún fékk sitt annað gula spjald þegar hún braut á Birnu. Arnar dæmir hagnað en spjaldar síðan Önu Cate sem er send útaf eftir 2 gul hér í kvöld.

Það spjald fór framhjá öllum hérna í fréttamannastúkunni.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Arnar Ingi lítur á klukku sína og flautar hér til hálfleiks. KR fer með 1-2 forskot inn í hálfleik

Fáum okkur einn rjúkandi og komum síðan með síðari hálfleikinn
Eyða Breyta
42. mín MARK! Alma Mathiesen (KR)
MAAAAAAAAAAAAAAAARK!!

Katrín Ásbjörns lúðrar boltanum inn á teig og þaðan hrekkur boltin inn á Ölmu Mathiesen og var þetta afgreiðsla af dýrari gerðinni! Hamrar boltan upp í fjær hornið!

Eftir að hafa endurmetið þetta mark þá set ég stórt spurningarmerki á varnarleik Stjörnunar þarna!
Eyða Breyta
37. mín Gult spjald: Birna Jóhannsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
34. mín Inga Laufey Ágústsdóttir (KR) Kristín Erna Sigurlásdóttir (KR)
Jóhannes Karl neyðist til að gera taktíska breytingu.
Eyða Breyta
32. mín Rautt spjald: Ana Victoria Cate (KR)
ÞETTA VAR ROSALEGA FURÐURLEGT!!
Ana brýtur hér á Jönu Sól sem var við það að sleppa í gegn. Arnar tekur upp gulaspjaldið og síðan upp rautt.

Spurning hvort Arnar hafi tekið upp vitlaust spjald þarna í byrjun eða hvort Ana hafi sagt eitthvað við Arnar dómara eftir brotið?

Það skilur enginn neitt hérna í fréttamannastúkunni á Samsung!!
Eyða Breyta
32. mín
Stjörnustúlkur fá 3 hornspyrnur á einu bretti í framhaldinu en sú síðasta endar á hausnum á Hugrúnu og skalli hennar afturfyrir.
Eyða Breyta
30. mín
MARKVARSLA!!

Jasmin kemur honum út á Jönu Sól en sendingin aðeins of föst en Jana nær þó boltanum og kemur honum inn á Betsy sem kom í gott hlaup og þaðan rennir Betsý boltanum út í teig á Jasmíni sem á skot en Ingibjörg Valgeirs ver vel í horn!
Eyða Breyta
27. mín Gult spjald: Ana Victoria Cate (KR)
Eftir hagnað brýtur Ana á Birnu inn á miðjum velli.
Eyða Breyta
24. mín MARK! Betsy Doon Hassett (Stjarnan)
BETSY AÐ JAFNA FYRIR HEIMASTÚLKUR!!!!

Birna hefur betur í baráttu sinni við Katrínu Ómars og Birna reynir skot sem endar með að boltin fer af varnarmanni og til Betsy sem lætur vaða og boltin af varnarmanni og inn

Allt orðið jafnt á nýjan leik hér á Samsung.
Eyða Breyta
20. mín
STJÖRNUSTÚLKUR VILJA FÁ HENDI VÍTI!!

Kemur bolti fyrir og eftir klafs í teignum virðist boltin fara í hönd á liggjandi KR-ing og Jana sýndist mér nær ekki til boltans.

Þetta var heldur betur á gráu svæði en ég treysti Arnari að hann hafi séð þetta betur en ég.
Eyða Breyta
14. mín
Betsy finnur Hugrúnu úti hægra meginn sem keyrir inn með boltan og á skot rétt fyrir utan teig hægra megin, ætlaði að setja boltan þarna í fjær en boltin framhjá.
Eyða Breyta
12. mín MARK! Katrín Ásbjörnsdóttir (KR), Stoðsending: Lára Kristín Pedersen
MAAAAAAAAAAAAARK! KR ER KOMIÐ YFIR!

Lára Kristín rennir honum inn á Katrínu Ásbjörns sem gerir allt rétt og setur boltan í fjær hornið.
Eyða Breyta
10. mín
KR vinna aukaspyrnu úti hægra meginn við hornfánan sem ekkert verður úr.
Eyða Breyta
4. mín
Ingibjörg Lúcía með aukaspyrnu við miðjuhringinn en boltin ratar ekki á neinn og afturfyrir.

Þetta byrjar rólega.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn

Stjörnustúlkur með upphafspyrnu leiksins.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inn á völlinn og allt að verða til reiðu hér á Samsungvellinum í Garðabæ.
Eyða Breyta
Fyrir leik
20 mínútur í leik

Það hefur ringt aðeins hér síðustu mínútur og ætti gervigrasið að vera nokkuð blautt sem ætti að gefa leiknum helling hér í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómari leiksins er lögmaðurinn Arnar Ingi Ingvarsson og geri ég ráð fyrir góðri dómgæslu hér í kvöld enda Addi algjör fagmaður i öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarlið liðana voru að lenda og má sjá þau hér til hliðana.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessi leikur í kvöld er liður í 6.umferð deildarinnar sem er reyndar í smá rugli vegna sóttkvíar.

Við fögnum því að öll liðin séu farin að leika á ný!
Eyða Breyta
Fyrir leik
KR
Það hefur verið brekka hjá Vesturbæjarstúlkum það sem af er móti en þær leita enþá af sínum fyrsta sigri í deildinni í ár. Liðið hefur þó aðeins leikið þrjá leiki á meðan Stjarnan hefur leikið fimm.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Stjarnan
Fyrir leikinn í kvöld eru Störnustúlkur að sigla lignan sjó um miðja deild og eru í sjötta sæti með 6 stig, 2 sigrar og 3 töp.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur góðir og verið velkomin i beina textalýsingu frá Samsungvellinum í Garðabæ.

Hér í dag mætast Stjarnan og KR í Pepsí Max-deild kvenna og hefst leikurinn klukkan 19:15.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
0. Ana Victoria Cate
3. Ingunn Haraldsdóttir (f)
4. Laufey Björnsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
8. Katrín Ómarsdóttir
9. Katrín Ásbjörnsdóttir
11. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('34)
16. Alma Mathiesen ('52)
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('90)
30. Thelma Lóa Hermannsdóttir

Varamenn:
2. Kristín Erla Ó Johnson ('52)
5. Hugrún Lilja Ólafsdóttir
7. Guðmunda Brynja Óladóttir
10. Hlíf Hauksdóttir ('90)
17. Hildur Björg Kristjánsdóttir
20. Þórunn Helga Jónsdóttir
22. Emilía Ingvadóttir
24. Inga Laufey Ágústsdóttir ('34)

Liðstjórn:
Gísli Þór Einarsson
Ragna Lóa Stefánsdóttir
Sædís Magnúsdóttir
Aníta Lísa Svansdóttir
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Guðlaug Jónsdóttir

Gul spjöld:
Ana Victoria Cate ('27)

Rauð spjöld:
Ana Victoria Cate ('32)