Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
Selfoss
2
1
Þór/KA
0-1 María Catharina Ólafsd. Gros '21
Dagný Brynjarsdóttir '26 , misnotað víti 0-1
Magdalena Anna Reimus '53 1-1
Tiffany Janea MC Carty '57 2-1
19.07.2020  -  16:00
JÁVERK-völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: BONGÓ - fimmtán gráður og sól
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: 285
Maður leiksins: Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Byrjunarlið:
1. Kaylan Jenna Marckese (m)
Anna María Friðgeirsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
4. Tiffany Janea MC Carty
8. Clara Sigurðardóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir (f)
18. Magdalena Anna Reimus ('90)
20. Helena Hekla Hlynsdóttir ('61)
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
29. Anna Björk Kristjánsdóttir

Varamenn:
13. Margrét Ósk Borgþórsdóttir (m)
2. Brynja Líf Jónsdóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir ('61)
8. Katrín Ágústsdóttir
21. Þóra Jónsdóttir ('90)
25. Halldóra Birta Sigfúsdóttir

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Erna Guðjónsdóttir
Elías Örn Einarsson
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Óttar Guðlaugsson
María Guðrún Arnardóttir
Stefán Magni Árnason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið hér á Selfossi.

Heimastúlkur komu til baka eftir að hafa lent undir, karakter í því.

Takk fyrir mig í dag. Skýrsla og viðtöl síðar í dag.
90. mín
+4

VÁ! Snædís nálægt því að komast í gegn en sendingin sem var ætluð henni er aðeins of föst og Kaylan kemur út og hirðir boltann.
90. mín
Inn:Þóra Jónsdóttir (Selfoss) Út:Magdalena Anna Reimus (Selfoss)
+2

Magdalena kveinkar sér eitthvað og fær skiptingu.
90. mín
Við erum komin í uppbótartíma.
90. mín
VAAAÁ!

Dauðfæri! Dagný með geggjaða sendingu inná teig þar sem Tiffany kemur í hlaupinu, tekur boltann í fyrsta en hann fer rééétt framhjá.
88. mín
Karen María reynir hér skot af lööööngu færi. Kaylan grípur auðveldlega og hendir sér síðan í jörðina.
87. mín
Selfyssingar líklegri að bæta við en gestirnir að jafna.
86. mín
Inn:Saga Líf Sigurðardóttir (Þór/KA) Út:Jakobína Hjörvarsdóttir (Þór/KA)
Þriðja skipting kemur strax í kjölfar hinna.
84. mín
Inn:Hulda Karen Ingvarsdóttir (Þór/KA) Út:Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA)
84. mín
Inn:Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir (Þór/KA) Út:Madeline Rose Gotta (Þór/KA)
Hér kemur tvöföld skipting frá gestunum.
83. mín
Clara með máttlaust skot að mark gestanna. Auðvelt fyrir Hörpu.
80. mín
Enn hefur Andri Hjörvar ekki gert neina breytingu á sínu liði. Spurning hvort þær komi ekki þessar síðustu tíu.
77. mín
Barbára ákveður að reyna skot af svipuðu færi og áðan en í þetta skipti hittir hún boltann mun verr. Engin hætta.
74. mín
Anna María fær hér verðlaunin ,,Slakasta skot leiksins".

Ekki veit ég alveg afhverju hún ákvað að skjóta þessu á markið, margir möguleikar í boði. Hátt, hátt yfir markið.
72. mín
Úúú!

Barbára með lúmskt skot af löngu færi sem lítur ágætlega út en Harpa er búin að koma sér vel fyrir og grípur boltann.
70. mín
Selfyssingar fá hornspyrnu sem að Akureyringar koma burt, þó ekki langt því Clara fær aðra tilraun til þess að koma með betri fyrirgjöf. Harpa gerir þó vel, grípur inní og handsamar boltann.
68. mín
Stuðningsmenn Þórs/KA hér í stúkunni eru ekki sáttir með störf Bríetar undanfarnar mínútur. Bara svona eins og gengur og gerist.
64. mín
285 manns á JÁVERK-vellinum í dag.
61. mín
Inn:Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfoss) Út:Helena Hekla Hlynsdóttir (Selfoss)
Fyrsta skipting leiksins er Selfyssinga.

Hin unga Helena Hekla víkur fyrir Bergrósu Ásgeirsdóttur.
60. mín
Áiiiii.

Magdalena Anna tekur aukaspyrnu sem er á leiðinni inn í teig en María Catharina verður fyrir því óláni að fá boltann BEINT í andlitið.

Hún liggur eftir og fær aðhlynningu.
57. mín MARK!
Tiffany Janea MC Carty (Selfoss)
Stoðsending: Dagný Brynjarsdóttir
MAAAAARK!

Selfyssingar eru ekki lengi að snúa þessu sér í vil!

Aftur er það Barbára sem á góða sendingu inn á teig. Þar er Dagný Brynjarsdóttir mætt og hún 'kassar' boltann niður á Tiffany sem er ein og óvölduð og hún setur boltann framhjá Hörpu.
57. mín
María Catharina er við það að sleppa ein í gegn en þá flaggar Eydís (AD2). Rangstaða.
53. mín MARK!
Magdalena Anna Reimus (Selfoss)
Stoðsending: Barbára Sól Gísladóttir
MAAAAARK!!

Selfyssingar jafna þegar nákvæmlega ekkert hafði verið í gangi í þessum leik. Eins og þruma úr heiðskýru!

Frábær fyrirgjöf frá Barbáru, teiknuð á kollinn á Magdalenu sem skallar boltann yfir Hörpu og þar endar hann í netinu. Allt jafnt!
51. mín
Það er spurning hvað Alfreð ætlar að bíða lengi með skiptingar. Það þarf að hrista upp í þessu, það er klárt.
48. mín
Markaskorarinn, María Catharina, með fyrstu skottilraun síðari hálfleiks. Afar lítill kraftur og Kaylan þarf ekki að hafa mikið fyrir þessu.
46. mín
Síðari hálfleikur kominn af stað.

Bæði lið eru óbreytt. Þetta verður aaaaafar forvintilegur hálfleikur.
45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Bríet til hálfleiks.

Gestirnir leiða eftir mark frá Maríu Catharinu. Dagný fékk tækifæri til þess að jafna leikinn stuttu síðar en Harpa gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna.

Spennandi hálfleikur framundan.
45. mín
Erum dottin í uppbótartíma í fyrri hálfleik. Er væntanlega 1-2 mín.
44. mín
Frábær sókn gestanna!

Madeline Rose keyrir upp vinstri kantinn og kemur með fyrirgjöf ætlaða Margréti, boltinn hinsvegar aðeins of fastur og Margrét nær ekki að taka hann niður. Þetta hefði verið bókað 2-0, hefði Margrét náð tökum á boltanum. Enginn varnarmaður Selfoss nálægt Margréti í teignum!
40. mín
Gott spil hjá Selfyssingum sem endar á því að Anna María er í góðu fyrirgjafarfæri en ákveður að skjóta frekar en Harpa sér við henni og grípur boltann örugglega.

Sú hefur verið flot tí dag.
39. mín
Misskilningur hjá miðvarðarpari Selfyssinga.

Það kemur hár bolti og þær ætla báðar að skalla burt en það endar á því hvorug gerir það og Margrét kemst í boltann og reynir skot sem fer rétt framhjá.
38. mín
Pressan hjá Selfyssingum þyngist með hverri mínútunni. Verða að vera þolinmóðar.
35. mín
Gestirnir fagna hverjum EINUSTU mistökum sem að Selfyssingar gera og pirringurinn skín í gegn.
34. mín
Sjálfstraustið í botni hjá Margréti sem er með bjartsýnistilraun af löööööngu færi.

Langt framhjá.
31. mín
30. mín
Það er spurning hvernig þetta mótlæti fer í Selfyssinga. Gengur lítið sem ekkert upp þessa stundina.
26. mín Misnotað víti!
Dagný Brynjarsdóttir (Selfoss)
VÁÁÁ GEGGJUÐ MARKVARSLA!

Harpa Jóhannsdóttir ÉTUR spyrnuna frá Dagnýju! Mjög fín spyrna, var þó í góðri hæð fyrir Hörpu! Frábærlega gert.
26. mín
VÍTI!!!!

Selfyssingar fá víti. Brotið á Helenu Heklu innan vítateigs Þórs/KA! Jakobína Hjörvarsdóttir brýtur.
24. mín
Selfyssingar gera sig strax líklega að jafna leikinn í næstu sókn. Magdalena nálægt því að ná að til boltans á stórhættulegu svæði en sem betur fer fyrir gestina, nær hún honum ekki.
21. mín MARK!
María Catharina Ólafsd. Gros (Þór/KA)
Stoðsending: Margrét Árnadóttir
MAAAAAARK!

VÁVÁVÁVÁ!

Margrét Árnadóttir með MAGNAÐA sendingu inn fyrir á Maríu Catharinu sem tekur vel á móti boltanum og setur hann framhjá Kaylan úr tiltölulega þröngu færi.

Verð að setja spurningamerki við varnarlínu Selfoss þarna. Þessi sending samt, algjört augnakonfekt, guð minn almáttugur.
18. mín
Fínn bolti frá Clöru en leikmenn Selfyssinga inn í boxi ná ekki að gera sér mat úr þessu.
17. mín
Brotið á Dagnýju úti á miðjum velli og þá stilla Selfyssinga upp. Clara ætlar að koma með einn inn í box.
15. mín
Heimastúlkur eru, myndi ég halda, 70-80% með boltann þennan fyrsta stundarfjórðung.
11. mín
Slök spyrna frá Clöru. Beint í hendurnar á Hörpu sem er fljót að koma honum í leik.
10. mín
Unnur Dóra með skot rétt fyrir utan vítateig en Bríet metur það svo að Harpa hafi varið og því fá Selfyssingar hornspyrnu.
7. mín
Fyrsta skot á mark kemur hér.

Clara Sig með neglu af þrjátíu metrunum en Harpa örugg í rammanum. Grípur þetta.
7. mín
Margrét Árnadóttir sér að Kaylan er nokkuð framarlega og reynir skotið af 40 metrunum en nær ekki að lyfta boltanum. Fer aftur fyrir endamörk.
5. mín
Selfyssingar halda betur í boltann þessar fyrstu mínútur og eru að leita að opnunum.
3. mín
Anna Björk rís hæst í teignum og skallar boltann burt. Það er brotið á henni í leiðinni og Selfyssingar fá aukaspyrnu í eigin markteig.
2. mín
Akureyringar fá fyrstu hornspyrnu leiksins eftir að Barbára Sól sér ekkert annað í stöðunni en að setja boltann aftur fyrir endamörk.
1. mín
Leikur hafinn
Bríet flautar í flautu sína sem þýðir bara eitt, leikurinn er kominn af stað!

Það eru gestirnir frá Akureyri sem hefja leik með boltann og sækja í átt að Tíbrá.
Fyrir leik
Hér ganga liðin út á völlinn.

Selfyssingar að sjálfsögðu í sínum vínrauðu treyjum á meðan gestirnir leika í svörtu í dag.
Fyrir leik
Sóldís Malla, stuðningsmaður Selfoss númer eitt, er löngu mætt á svæðið og mun öskra úr sér lungun hér á eftir. Alveg handviss um það.
Fyrir leik
Liðin ganga nú inn til búningsklefa og fá að heyra einhver vel valin orð frá þjálfurum sínum áður en leikurinn hefst.

Fólk er farið að streyma í stúkuna. Aðallega brekkuna þó, þar sem að sólin skín.
Fyrir leik
Það er aldeilis sem að veðrið er að leika við okkur hér á Selfossi í dag.

Sólin er mætt og hitastigið er í kringum fimmtán gráður.
Fyrir leik
Gestirnir frá Akureyri gera eina breytingu frá tapinu gegn FH. Karen María Sigurgeirsdóttir kemur inn í liðið og Hulda Ósk Jónsdóttir sest á bekkinn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin í hús!
Það er nokkuð um breytingar hjá Selfyssingum. Hólmfríður Magnúsdóttir tekur út leikbann og fyrir hana kemur inn Helena Hekla Hlynsdóttir, fædd árið 2003.

Þá kemur Unnur Dóra inn fyrir Karitas Tómasdóttur sem er að glíma við meiðsli. Bergrós Ásgeirsdóttir fær sér sæti á bekknum og inn fyrir hana kemur Barbára Sól.
Fyrir leik
Ein af stórstjörnum Selfyssinga, Hólmfríður Magnúsdóttir, tekur út leikbann í dag eftir að hafa verið rekinn útaf gegn Þrótti R. í síðustu umferð. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Alfreð leysir það. Var líflegust Selfyssinga áður hún fékk að líta rauða spjaldið gegn nýliðunum.
Fyrir leik
Veðrið er okkur svo sannarlega í hag í dag. Eftir algjörlega afleitt veður síðastu daga er hitinn kominn í fimmtán gráður, létt gola og sólin gægist inn á milli.

Þórdís vallarstjóri og hennar fólk vökva völlinn. Þetta verður algjör negla.
Fyrir leik
Það er virkilega gaman að sjá að dómaratríóið í dag eru allt konur!

Bríet Bragadóttir verður á flautunni og henni til aðstoðar verða þær Rúna Kristín Stefánsdóttir(AD1) og Eydís Ragna Einardóttir (AD2).

Það er síðan Eiríkur Helgason sem hefur eftirlit með þeirra störfum og Guðmundur Páll Friðbertsson er varadómari.
Fyrir leik
Gestirnir frá Akureyri töpuðu nokkuð óvænt gegn FH í síðustu umferð, 0-1. Sigurmarkið kom alveg undir blálok leiksins.

Með sigri hér í dag kemst liðið fyrir ofan Selfoss í töflunni og ættu leik til góða.
Fyrir leik
Það var mikið látið með Selfoss-liðið fyrir tímabilið en stigasöfnunin eftir fimm leiki er ekki svo merkileg. Liðið situr í fjórða sæti með sjö stig eftir fimm leiki spilaða, eins og áður segir.

Liðið gerði markalaust jafntefli við Þrótt í síðustu umferð. Það er nokkuð ljóst að Selfyssingar mega ekki tapa mikið fleiri stigum í sumar ef markmiðin eiga að nást.
Fyrir leik
Komiði sæl!

Klukkan 16:00, að staðartíma, hefst viðureign Selfoss og Þórs/KA í Pepsi Max deild kvenna. Leikið verður á JÁVERK-vellinum á Selfossi.
Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
3. Madeline Rose Gotta ('84)
4. Berglind Baldursdóttir
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
14. Margrét Árnadóttir
16. Jakobína Hjörvarsdóttir ('86)
16. Gabriela Guillen Alvarez
17. María Catharina Ólafsd. Gros
24. Hulda Björg Hannesdóttir ('84)
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir

Varamenn:
1. Lauren Amie Allen (m)
8. Lára Einarsdóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir
22. Hulda Karen Ingvarsdóttir ('84)

Liðsstjórn:
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Perry John James Mclachlan (Þ)
Bojana Besic
Saga Líf Sigurðardóttir
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Einar Logi Benediktsson
Haraldur Ingólfsson
Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: