Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Leiknir R.
2
1
Magni
0-1 Kairo Edwards-John '35
1-1 Baldvin Ólafsson '67 , sjálfsmark
Sævar Atli Magnússon '75 2-1
18.07.2020  -  16:00
Domusnovavöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Þurrt en hávær norðvestan vindur
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Sævar Atli Magnúson
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
Sólon Breki Leifsson ('88)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
7. Máni Austmann Hilmarsson
8. Árni Elvar Árnason
10. Sævar Atli Magnússon (f)
10. Daníel Finns Matthíasson
11. Brynjar Hlöðversson ('8)
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('74)
23. Dagur Austmann
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('88)

Varamenn:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
3. Ósvald Jarl Traustason
4. Bjarki Aðalsteinsson ('8) ('74)
10. Shkelzen Veseli ('74)
14. Birkir Björnsson ('88)
20. Hjalti Sigurðsson ('74)
23. Arnór Ingi Kristinsson

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Sævar Ólafsson
Diljá Guðmundardóttir
Hlynur Helgi Arngrímsson
Manuel Nikulás Barriga
Ágúst Leó Björnsson

Gul spjöld:
Vuk Oskar Dimitrijevic ('60)
Daði Bærings Halldórsson ('83)
Hjalti Sigurðsson ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með naumum sigri Leiknismanna! Skýrsla og viðtöl koma eftir skamma stund!
93. mín
Sævar Atli leikmaður Leiknis er hér tilkynntur sem maður leiksins af vallarþuli eftir kosningu áhorfenda. Undirritaður verður að taka undir það val. Sævar er búinn að vera flottur í fremstu línu Leiknis í dag.
90. mín
Núna á Ágúst Leó í einhverju orðaskaki við Gauta Gautason, varnarmanni Magna. Mikill hiti.
90. mín
Inn:Þorsteinn Ágúst Jónsson (Magni) Út:Baldvin Ólafsson (Magni)
Skipting hjá Magna
90. mín
Mikill harka kominn í leikinn. Hörð tækling frá Baldvini Ólafs á Mána Austmann. Baldvin öskrar á Mána og biður hann um að hætta að dýfa sér
88. mín
Inn:Ágúst Leó Björnsson (Leiknir R.) Út:Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
88. mín
Inn:Birkir Björnsson (Leiknir R.) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
87. mín Gult spjald: Hjalti Sigurðsson (Leiknir R.)
86. mín
Boltinn er að fara hérna endana á milli. Hraði og spenna í þessu! Magna menn eru ekki hættir
83. mín Gult spjald: Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
Lögmaðurinn á flautunni veifar spjaldinu framan í Daða eftir háskalega tæklingu
81. mín
Sólon á hér annan flottan sprett af vinstri! Hann fer illa með Gauta Gautasson áður en hann kemur boltanum inn í teig en þar eru Magna menn vel á verði og ná að komast inn í sendinguna.
78. mín
Frábær sókn hjá Leikni, boltinn fer út á vinstri kant þar sem Sólon sparkar honum fyrir markið og þar mætir Veseli en er hársbreidd frá því að ná nógu öflugri snertingu á boltann til að koma honum yfir línuna!
75. mín MARK!
Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Frábært mark hjá fyrirliða Leiknismanna, Sævar Atla Magnússyni, sem dúndrar boltanum niður í fjærhornið!
Undirritaður sá ekki uppspilið nógu vel þar hann var ennþá að reyna að færa inn þreföldu skiptinguna sem átti sér stað rétt áður en sóknin byrjaði!
74. mín
Inn:Tómas Veigar Eiríksson (Magni) Út:Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
Skipting hjá Magna
74. mín
Inn:Hjalti Sigurðsson (Leiknir R.) Út:Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir R.)
Bjarki fer útaf eftir að hafa orðið fyrir hnjaski. Bjarki kom sjálfur inn fyrir Binna sem varð lenti meiðslum í upphafi leiks
74. mín
Inn:Shkelzen Veseli (Leiknir R.) Út:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.)
tvöföld
67. mín SJÁLFSMARK!
Baldvin Ólafsson (Magni)
Eftir hornspyrnu er klafs í teignum og á einhvern ótrúlegan hátt bombar Magna maðurinn Baldvin Ólafsson boltanum í sitt eigið net!
Allir furðu lostnir hérna í fjölmiðlastúkunni í Breiðholti, sennilega hefur vindurinn spilað stóran þátt í þessu marki!
61. mín
Inn:Costelus Lautaru (Magni) Út:Kairo Edwards-John (Magni)
Skipting hjá Magna. Markaskorarinn fer útaf
60. mín Gult spjald: Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Aukaspyrna á Leiknismenn. Lögmaðurinn lyftir upp spjaldinu
59. mín Gult spjald: Tómas Örn Arnarson (Magni)
Tómas Örn fær hér gult spjald fyrir brot á miðjum vellinum
57. mín
Danni Finns tekur aukaspyrnu fyrir Leikni á hættulegum stað á vallarhelmingi Magna. Boltinn er á leiðinni upp í hornið en Steinþór ver glæsilega í marki Magna!
55. mín
Flott spil hjá leiknis mönnum. Vuk leikur einn tvo við Danna Finns sem leggur hann út á Vuk sem á skot rétt frammhjá markinu!
54. mín
Aukaspyrna frá vinstri kanti Magna. Boltinn berst inn í teig og endar hjá Kristni Þór sem á skot í hliðarnet Leiknismanna!
52. mín
Louis Wardle með hörkuskot á mark Leiknismanna eftir flotta sókn hjá Magna! Boltinn fer alveg niður út við stönginna en Guy Smit er snöggur að skutla sér á boltann í marki leiknis og ýtir honum út í hornspyrnu.
50. mín
Leiknismenn koma mun grimmari út í seinni hálfleikinn. Magna menn liggja aftarlega og Kairo er einn upp á topp hjá þeim.
48. mín
Leiknismenn fá fyrstu hornspyrnu seinni háfleiks. Daníel Finns tekur en boltinn endar í höndunum á Steinþóri í marki Magna
45. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur hafin! Engar sjáanlegar breytingar á liðunum.
45. mín
Hálfleikur
Lögmaðurinn flautar til leikhlés. Fjörugum fyrri hálfleik lokið í Breiðholtinu!
45. mín
End to end! Boltinn fer strax yfir á hitt markið. Leiknismenn fá núna tvær hornspyrnur í röð en ekkert verður úr þeim.
44. mín
Magna menn fá tvær hornspyrnur í röð en í seinni hornspyrnunni handsamar Smit boltann vel í marki Leiknis.
42. mín
Magna menn eru ekkert hættir! Boltinn flýgur manna á milli og endar með fyrirgjöf frá vinstri en Guy Smit er vel á verði
39. mín
Dagur leikur vel með boltan frá hægri væng Leiknis en Tómas Örn brýtur á honum. Leiknir á aukaspyrnu á stórhættulegum stað rétt fyrir utan vítateig
37. mín
Leiknismenn leika hér vel á vallarhelming Magna. Færsla frá hægri til vinstri og aftur á hægri. Boltinn berst út til Daníel Finns sem neglir boltanum þó hátt yfir markið!
35. mín MARK!
Kairo Edwards-John (Magni)
Langur bolti fram völlinn hjá Magna, Kairo fær knöttinn og tekur nokkur skæri, leikur á tvo Leiknismenn og smellir boltanum í fjærhornið!
32. mín
Hörku leikur sem við erum að fá hérna í Breiðholtinu. Hraður og harður og bæði lið að gera sig líkleg til að skora! Núna þurfum við bara að fá einhver fótboltamörk.
29. mín
Magna menn fá hornspyrnu af vinstri. Taka hornið stutt og boltinn berst til Louis Wardle sem á hörkuskot að marki Leiknis sem Smit ver vel!
25. mín
Hornspyrna frá vinstri hjá Leikni. Boltinn endar inn í teig Magna og tveir leikmenn skalla illa saman. Leikmaður Magna, Tómar Örn, liggur eftir en stendur þó upp fyrir rest. Vonandi er í lagi með hann.
23. mín
Frosti hleypur upp hægri kantinn og gefur knöttinn fyrir mark Leiknis þar sem Kristinn Þór mætir boltanum og sparar honum að marki en Smit vel á verði og handsamar boltann
22. mín
Árni Elvar fær tvö tækifæri hérna fyrir utan vítateig Magna. Fyrst neglir hann niður einn Magna manninn sem lág óvígur eftir, fær boltan aftur og dúndrar boltnum rétt framhjá í seinni tilraun!
20. mín
Stönginn út! Boltinn fer inn í vítateig Magna manna úr aukaspyrnunni og eftir smá klafs endar boltinn hjá Gyrði sem ýtir í knöttinn sem lekur í stöngina og út fyrir endamörk!
19. mín
Freyþór brýtur á Sævari Atla hérna úti á hægri kanti. Sævar liggur aðeins eftir en stígur svo upp. Leiknismenn eiga hættulega aukaspyrnu á hægri kantinum
17. mín
Leiknismaðurinn Danni Finns fær hér tiltal frá lögfræðinginum á flautunni. Ekkert múður hér!
16. mín
Máni með ágæta takta á vinstri kantinum hjá Leikni en Magna menn komast fyrir boltann. Hornspyrna hjá Leikni.
15. mín
Magna menn eru hættulegri þessa stundina. Leiknir nær ekki að koma boltanum af eigin vallarhelming.
13. mín
Magni með dauðfæri! Boltinn kemur inn af vinstri kanti en Frosti Brynjólfsson hittir ekki knöttinn í upplögðu marktækifæri!
11. mín
Annaðhvort er leiksskýrslan vitlaus eða Magna menn hafa breytt byrjunarliðinu sínu á síðustu stundu þar sem að Gauti Gautason er í byrjunarliðinu en Hjörvar Sigurgeirsson er það ekki.
10. mín
Vuk með ágætis skot á mark Magna manna en Steinþór er vel á verði í markinu.
8. mín
Inn:Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir R.) Út:Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
Bjarki kemur inná í staðinn fyrir Binna
7. mín
Sjúkraþjálfarateymið hleypur inn á með börurnar en Binni vil ekki sjá þær. Hann haltrar af velli með aðstoð sjúkraþjálfara og liðsfélaga. Lítur ekki vel út fyrir Binna. Virðist vera eitthvað í vinstra hnéinu.
6. mín
Binni hlö liggur hér á vellinum sárþjáður og heldur utan um hnéð á sér.
4. mín
Boltinn endar á fjær stöng. Sævar Atli nær boltanum og leikur á nokkra leikmenn Magna en tuðran endar aftur fyrir endamörk. Önnur hornspyrna sem Leiknir fær en í þetta sinn verður boltanum sparkað inn af hægri
3. mín
Leiknismenn fá fyrstu hornspyrnu leiksins
2. mín
Leiknismenn meira með boltann hérna á upphafsmínútunum. Dagur Austmann fær tvær ágætar tilraunir til að koma boltanum fyrir mark Magna frá hægri kantinum en Greinivíkurmenn koma hættunni frá.
1. mín
Leikur hafinn
Leiknismenn byrja með boltann
Fyrir leik
Inn:Gauti Gautason (Magni) Út:Hjörvar Sigurgeirsson (Magni)
Fyrir leik
Arnar dómari leiðir leikmenn liðana inná völl. Þetta er allt að fara að byrja hérna á Domusnova vellinum!
Fyrir leik
Leik lokið á Akureyri með 1-1 jafntefli sem þýðir að Eyjamenn munu sitja einir á toppnum eftir 6. umferðina. Leiknismenn geta jafnað Fram og Keflavík að stigum í 2-4 sæti með sigri í dag.
Fyrir leik
Stjörnulögmaðurinn Arnar Ingi Invarsson er á flautunni í dag þanig að leikmenn munu ekki komast upp með neitt kjaftæði í Breiðholtinu í dag!
Arnari til aðstoðar eru þeir Smári Stefánsson (AD1) og Antoníus Bjarki Halldórsson (AD2).
Fyrir leik
Það er hávaðarok í Breiðholtinu líkt og sennilega víðast hvar annars staðar á landinu, akkurat núna. Fjölmiðlagámurinn hérna hnötrar í mestu vindkviðunum!
Fyrir leik
Liðin eru hér að týnast inn á leikvöllinn til upphitunar fyrir leik!
Fyrir leik
Fyrir leik
Hjá Leikni eru tvær breytingar frá 2-5 stórsigri á Frömmurum síðusta laugardag. Ósvald Jarl Traustason og Bjarki Aðalsteinsson fara út byrjunarliðinu og í staðinn fyrir þá koma þeir Daði Bærings Halldórsson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson.
Fyrir leik
Byrjunarliðin voru að detta í hús! Hjá Magna er ein breyting frá 1-2 tapleiknum gegn ÓlafsVíkingum í Grenivík fyrir viku síðan. Gauti Gautason fer útaf og Freyþór Hrafn Harðarson kemur inn í hans stað. Steinþór markvörður tekur við fyrirliðabandinu af Gauta.
Fyrir leik
Fyrir leik
Þessi lið hafa mæst fimm sinnum áður, allt á síðustu tveimur árum. Leiknir hefur unnið alla fjóra deildarleikina á milli þessara liða en eini sigur Magna á Leikni kom í bikarsigri Grenivíkurmanna árið 2019.
Fyrir leik
Magnaðir Magna menn sitja hins vegar sem fastast við botninn með 0 stig og mínus 13 í markatölu. Þetta er þriðja tímabil Magna í röð í næst efstu deild eftir að liðið kom upp úr C deildinni árið 2017. Síðustu tvö tímabil hefur Magni verið í fallbaráttu alveg fram að loka umferðinni en tekist á ótrúlegan hátt að halda sæti sínu í deildinni.
Fyrir leik
Fyrir leik er Leiknir í 4 sæti og á möguleika að jafna toppliðin þrjú, Keflavík, ÍBV og Fram að stigum með sigri hér í dag. Öll verða þau þá með þrettán stig en ÍBV er að spila núna gegn Þór og ef Eyjamenn fá einhver stig á Akureyri þá munu þeir sitja einir á toppnum að 6 umferðum loknum.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið þið hjartanlega velkominn í beina textalýsingu í leik milli Leiknis Reykjavík og Íþróttafélagsins Magna á Grenivík!
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
Baldvin Ólafsson ('90)
Frosti Brynjólfsson
2. Tómas Örn Arnarson
5. Freyþór Hrafn Harðarson
7. Kairo Edwards-John ('61)
10. Alexander Ívan Bjarnason (f)
15. Hjörvar Sigurgeirsson ('0)
17. Kristinn Þór Rósbergsson ('74)
80. Helgi Snær Agnarsson
99. Louis Aaron Wardle

Varamenn:
23. Steinar Adolf Arnþórsson (m)
3. Þorgeir Ingvarsson
8. Rúnar Þór Brynjarsson
9. Costelus Lautaru ('61)
11. Tómas Veigar Eiríksson ('74)
21. Oddgeir Logi Gíslason
27. Þorsteinn Ágúst Jónsson ('90)
47. Björn Andri Ingólfsson

Liðsstjórn:
Sveinn Þór Steingrímsson (Þ)
Hjörtur Geir Heimisson
Gauti Gautason
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:
Tómas Örn Arnarson ('59)

Rauð spjöld: