Würth völlurinn
mánudagur 20. júlí 2020  kl. 19:15
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Rjómablíða
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Áhorfendur: 263
Maður leiksins: Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Fylkir 2 - 1 Stjarnan
1-0 Eva Rut Ásþórsdóttir ('34)
1-1 Arna Dís Arnþórsdóttir ('55)
Shameeka Nikoda Fishley, Stjarnan ('70)
2-1 Bryndís Arna Níelsdóttir ('87)
Myndir: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Byrjunarlið:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
0. Hulda Hrund Arnarsdóttir ('70)
3. Íris Una Þórðardóttir ('83)
5. Katla María Þórðardóttir
7. María Eva Eyjólfsdóttir
10. Bryndís Arna Níelsdóttir
15. Stefanía Ragnarsdóttir
16. Eva Rut Ásþórsdóttir ('70)
19. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('22)
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir

Varamenn:
28. Gunnhildur Ottósdóttir (m)
4. María Björg Fjölnisdóttir ('83)
18. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir
20. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('70)
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir
23. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
30. Tjasa Tibaut ('70)
31. Vesna Elísa Smiljkovic ('22)

Liðstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Margrét Magnúsdóttir
Þorsteinn Magnússon
Hilmar Þór Hilmarsson
Tinna Björk Birgisdóttir
Michael John Kingdon

Gul spjöld:
Eva Rut Ásþórsdóttir ('51)
Þórdís Elva Ágústsdóttir ('70)
Tjasa Tibaut ('72)

Rauð spjöld:
@ Helga Katrín Jónsdóttir
94. mín Leik lokið!
Þá er þessu lokið hér í dag. Fylkir tekur öll 3 stigin heim í kvöld. Frekar ósanngjarnt að mínu mati en svona er boltinn krakkar.

Ég þakka fyrir mig, skýrsla og viðtöl koma seinna í kvöld!
Eyða Breyta
87. mín Sylvía Birgisdóttir (Stjarnan) Snædís María Jörundsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
87. mín MARK! Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir), Stoðsending: Stefanía Ragnarsdóttir
FYLKIR HAFA TEKIÐ FORYSTUNA HÉR!
Bryndís er líklega að tryggja 3 stig fyrir sitt lið hér og það með hrikalegu marki. Bryndís tekur skot sem virkar laust og hættulaust en Birtu tekst einhvern veginn að missa boltann undir sig og inn í mark.
Mjög mjög mjög vont.
Þvert gegn gangi leiksins.

Eyða Breyta
84. mín
Mér finnst ekki beint eins og Stjarnan sé að spila manni færri.
Eyða Breyta
83. mín María Björg Fjölnisdóttir (Fylkir) Íris Una Þórðardóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
79. mín
Fylkir fá horn. Berglind tekur og spyrnan er góð. Í teignum er mikið klafs og loks dæmir Gunnar aukaspyrnu á Fylki
Eyða Breyta
72. mín Gult spjald: Tjasa Tibaut (Fylkir)
Kom inn á fyrir sirka tveimur mínútum síðan og strax búin að næla sér í eitt stykki spjald fyrir peysutog sýndist mér
Eyða Breyta
72. mín Elín Helga Ingadóttir (Stjarnan) Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
70. mín Tjasa Tibaut (Fylkir) Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
70. mín Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir) Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
70. mín Rautt spjald: Shameeka Nikoda Fishley (Stjarnan)
Þórdís brýtur af sér og rífur í treyjuna og Shameeka reiðist og mér sýndist hún gefa Þórdísi olnbogaskot. Ljótt að sjá svona.
Eyða Breyta
70. mín Gult spjald: Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
69. mín
ÞÓRDÍS BJARGAR Á LÍNU EFTIR HORNSPYRNUNA.
Spyrnan er góð og fer boltinn beint á kollinn á Jasmín Erlu og var ég viss um að boltinn væri á leiðinni inn þarna. En Þórdís gerir frábærlega og ver á línu
Eyða Breyta
68. mín
Snædís alveg að sleppa í gegn en Cecilía kemur vel út á móti og Íris kemur boltanum í horn.
Eyða Breyta
64. mín
Arna reynir hér skot en það er rétt yfir markið
Eyða Breyta
55. mín MARK! Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjarnan), Stoðsending: Betsy Doon Hassett
ÞAÐ HLAUT AÐ KOMA AÐ ÞVÍ.
Loksins loksins vill boltinn inn. Betsy nær að troða boltanum á Örnu í teignum sem klárar snyrtilega í fjærhornið.
Eyða Breyta
54. mín
HVAÐ ER Í GANGI?
Fylkir vill klárlega fá á sig mark en Stjarnan neitar að skora.
Shameeka fær frábæra stungusendingu inn fyrir en ákveður á einhvern óskiljanlegan hátt að stoppa boltann og er alltof sein svo Cecilía nær að komast fyrir. Shameeka reynir þá sendingu til hliðar sem Cecilía kemst inn í.
Eyða Breyta
51. mín Gult spjald: Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylkir)
Fyrir brot.
Eyða Breyta
48. mín
HVERNIG FÓR ÞESSI EKKI INN?

Jana Sól prjónar sig í gegn og tekur skotið sem var á leiðinni inn en Cecilía nær að verja í stöng og þaðan berst boltinn á Bryndísi sem hittir ekki boltann.
Þarna munaði litlu
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Þetta er farið aftur af stað. Vonandi fáum við aðeins meiri skemmtun í seinni.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Fylkir leiðir hér 1-0 í hálfleik eftir glæsimark frá Evu Rut.
Leikurinn hefur verið nokkuð jafn og bæði lið átt sín færi. Stjarnan hefur ógnað meira og átt fleiri færi en Fylkir átti samt hættulegasta færi leiksins.
Eyða Breyta
45. mín
Eva Rut aftur á ferðinni með frábært skot rétt fyrir utan teig en Birta ver boltann í horn
Eyða Breyta
44. mín
Stefanía fær boltann upp vinstri vænginn, sækir inn og tekur skotið en það er framhjá markinu
Eyða Breyta
43. mín
Fylkisvörnin ábyggilega búin að blokka svona 10 skot frá Stjörnunni í leiknum
Eyða Breyta
40. mín
FÆRI!
Frábær bolti fyrir og Shameeka á flottan skalla rétt yfir markið. Garðbæingar sækja stíft þessa stundina
Eyða Breyta
39. mín
Stjarnan er hér í stórsókn. Betsy á allavega 2 skot sem eru varin af vörninni, Shameeka á eitt og eflaust fleiri. Maður missti tölu í þessari skothríð. Heimakonur virðast ólmar vilja gefa mark
Eyða Breyta
37. mín
Garðbæingar eru alveg að gera sig líklegar hérna. En Fylkir hefur hingað til náð að hreinsa
Eyða Breyta
34. mín MARK! Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylkir)
VÁVÁVÁ.
Þetta sér maður ekki oft. Eva fær boltann rétt fyrir framan miðjuboga og tekur eftir því að Birta stendur nokkuð framarlega svo hún skýtur bara af einhverjum 40-45 metrum. Þetta var geggjað!
Þreytt að fá svona mark á sig.
Eyða Breyta
33. mín
Katla María liggur eftir í teig Stjörnunnar eftir hornið. Sáum ekki alveg hvað gerðist en hún er að fá aðhlynningu utan vallar
Eyða Breyta
31. mín
Þá er komið að Stefaníu hinum megin sem gerir vel og tekur svo skotið en það er í varnarmann og þær fá horn
Eyða Breyta
30. mín
Berglind tapar hér boltanum klaufalega og Shameeka nær boltanum og í staðinn fyrir að skjóta þá sendir hún fyrir en þar er enginn tilbúinn og Árbæingar hreinsa
Eyða Breyta
29. mín
Þá reynir Hulda skot hinum megin en það er vel framhjá
Eyða Breyta
28. mín
Shameeka reynir hér skot en það er auðvelt fyrir Cecilíu
Eyða Breyta
23. mín
Stjarnan fær hér aukaspyrnu á hættulegum stað. María Sól tekur.
Spyrnan er ekki góð, þetta er þægilegur æfinga bolti fyrir Cecilíu í markinu
Eyða Breyta
22. mín Vesna Elísa Smiljkovic (Fylkir) Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Fylkir)
Já Sólveig þarf hér að fara af velli. Vont fyrir Árbæinga að missa hana hér útaf
Eyða Breyta
20. mín
Sólveig sest niður og virðist eitthvað hafa gerst. Dómarinn bendir henni á að fara út og fá aðhlynningu en hún labbar bara lengst í burtu og virðist vera að leita að sjúkraþjálfaranum.
Eitthvað tengt mjöðminni held ég
Eyða Breyta
17. mín
Og þá förum við hinum megin þar sem Stjarnan fær horn. Ekkert kemur úr því
Eyða Breyta
15. mín
HVERNIG VAR ÞETTA EKKI MARK?
Það héldu allir að vellinum að þarna hefði Sólveg skorað og voru byrjaðir að fagna en hún var ein á fjær og skýtur í stöng þar sem Birta var ekki sjáanleg. Þetta hefðu þær þurft að nýta.
Eyða Breyta
14. mín
Þá fær Fylkir horn. Erum bara að skiptast á hornspyrnum hér
Eyða Breyta
12. mín
Og hér fær Stjarnan sitt fyrsta horn eftir að Jana tekur á sprettinn og missir boltann aðeins og langt frá sér og Katrín nær að hreinsa
Eyða Breyta
11. mín
Fylkir fær hér fyrsta horn leiksins
Eyða Breyta
10. mín
María Eva liggur hér eftir og sjúkraþjálfarinn hleypur inn. Sá ekki alveg hvað gerðist en vonandi er allt í góðu.
Hún er allavega komin aftur inn
Eyða Breyta
6. mín
Vá það er bara vont að horfa á þetta, Birta missir mjög klaufalega af boltanum og þá ætlar að Arna Dís að hreinsa en hittir ekki boltann.
Þá nær María boltanum og kemur með fyrirgjöf og Bryndís tekur skallann en rétt yfir markið.
Eyða Breyta
5. mín
Jana Sól að sóla sig í gegnum vörn Fylkis og reynir svo skotið en það er framhjá markinu
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þá hefur Gunnar flautað til leiks!
Fylkir byrjar með boltann og sækja í átt að sundlauginni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta er að hefjast. Liðin eru nú að labba inn á völlinn
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin inn og þau má sjá hér til hliðar.

Kjartan heldur sig við sama lið og á móti Val í síðasta leik.

Kristján gerir þrjár breytingar á sínu liði frá síðasta leik, Katrín Ósk, Aníta og María sól koma inn fyrir Hugrúnu, Katrínu Mist og Birnu Jóhanns.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Í fyrra vann Stjarnan fyrri innbyrðisleik liðanna sem fór fram 22. maí 2019 og fór leikurinn 3-1 þar sem Renae Cuellar, Diljá Ýr, Jasmín Erla og Sóley Guðmundsdóttir (sjálfsmark) skoruðu mörkin.
Fylkir höfðu svo betur í seinni leik liðanna sem fór fram 9. ágúst 2019 þar sem leikar enduðu einnig 3-1 þar sem Ída Marín (2x), Bryndís Arna og Aníta Ýr skoruðu mörkin.
Liðin mættust svo í Lengjubikarnum 14. febrúar síðastliðinn þar sem Fylkir vann öruggan 3-0 sigur þar sem Þórdís Elva (2x) og Stefanía Ragnars skoruðu mörkin
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gengi Fylkis hefur verið frábært á tímabilinu en liðið er sem stendur í 4. sæti með 8 stig en hafa aðeins spilað 4 leiki af 6 þar sem liðið var í sóttkví eins og Breiðablik og KR.
Þær byrjuðu deildina á góðum 1-0 sigri gegn Selfossi og fylgdu því eftir með 1-3 sigri gegn KR. Þær gerðu svo jafntefli við Þrótt Reykjavík (2-2) og loks jafntefli við Íslandsmeistara Vals (1-1) í síðasta leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Stjarnan hefur ekki enn unnið leik í júlí en þær unnu síðast 0-1 sigur á ÍBV þann 24.júní síðastliðinn.
Síðan þá hafa þær tapað á móti Selfossi (1-4), Íslandsmeisturum Vals (3-0) og nú síðast 2-3 gegn botnliði KR.
Stjarnan er í 6. sæti deildarinnar með 6 stig.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik Fylkis og Stjörnunnar í 7. umferð Pepsi-Max deildar kvenna.
Leikurinn hefst á slaginu 19:15 á Wurth vellinum.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Birta Guðlaugsdóttir (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
4. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir
6. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('72)
7. Shameeka Nikoda Fishley
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
11. Betsy Doon Hassett
14. Snædís María Jörundsdóttir ('87)
17. María Sól Jakobsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
37. Jana Sól Valdimarsdóttir

Varamenn:
2. Hugrún Elvarsdóttir
5. Hanna Sól Einarsdóttir
15. Katrín Mist Kristinsdóttir
20. Lára Mist Baldursdóttir
22. Elín Helga Ingadóttir ('72)
28. Sylvía Birgisdóttir ('87)

Liðstjórn:
Andri Freyr Hafsteinsson
Kristján Guðmundsson (Þ)
Þórdís Ólafsdóttir
Guðrún Halla Finnsdóttir
Óskar Smári Haraldsson
Rajko Stanisic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Shameeka Nikoda Fishley ('70)