Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Þór/KA
2
2
Fylkir
0-1 Margrét Björg Ástvaldsdóttir '68
Margrét Árnadóttir '70 1-1
1-2 Bryndís Arna Níelsdóttir '77 , víti
2-2 Þórdís Elva Ágústsdóttir '78 , sjálfsmark
24.07.2020  -  18:00
Þórsvöllur
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: 11°C, smá gola og sólin skín inn á milli.
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Áhorfendur: 159
Maður leiksins: Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir)
Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
3. Madeline Rose Gotta
4. Berglind Baldursdóttir
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
14. Margrét Árnadóttir
16. Jakobína Hjörvarsdóttir
16. Gabriela Guillen Alvarez
17. María Catharina Ólafsd. Gros ('79)
24. Hulda Björg Hannesdóttir
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir

Varamenn:
1. Lauren Amie Allen (m)
8. Lára Einarsdóttir
18. Rakel Sjöfn Stefánsdóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('79)
22. Hulda Karen Ingvarsdóttir

Liðsstjórn:
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Bojana Besic
Saga Líf Sigurðardóttir
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir
Sesselja Sigurðardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið, stig á hvort lið.
91. mín
Þremur mínútum bætt við.
90. mín
Inn:Vesna Elísa Smiljkovic (Fylkir) Út:Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylkir)
87. mín
Jakó með fyrirgjöf sem fer afturfyrir.
84. mín
Þór/KA fær hornspyrnu. Cessa grípur þennan bolta.
80. mín
Hulda Ósk með skot í varnarmann.
79. mín
Inn:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA) Út:María Catharina Ólafsd. Gros (Þór/KA)
78. mín SJÁLFSMARK!
Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylkir)
Stoðsending: Madeline Rose Gotta
Fyrirgjöf frá Maddy út í teiginn fer í Þórdísi og þaðan í netið. Sýnist eins og Þórdís sé að reyna senda á Cessu.
77. mín Mark úr víti!
Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir)
Skýtur beint á markið.
76. mín
Bryndís fellur í teignum og víti dæmt.
75. mín
Margrét með skot sem Harpa ver í horn. Fínasta skot.
72. mín
Af hverju flautar Gunnar þarna? Rangstaða á Fylki en Þór/KA var með boltann framar á vellinum.
70. mín MARK!
Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Madeline Rose Gotta
Þór/KA jafnar!

Maddy tekin niður í teignum og boltinn berst á Margréti sem skorar. Cessa fór út á móti og var ekki á línunni.
68. mín MARK!
Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir)
Stoðsending: Stefanía Ragnarsdóttir
Skot með vinstri fæti úr teignum. Stefanía með sendingu frá hægri og Margrét ein á móti Gabby, fer á vinstri fótinn og skorar með skoti upp í fjærhornið.
65. mín
Inn:Tjasa Tibaut (Fylkir) Út:Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylkir)
62. mín
Karen með skot með vinstri fæti sem Cecilía grípur.
61. mín
Dauðafæri hjá Þór/KA en María skýtur yfir úr teignum.
61. mín
Þór/KA fær hornspyrnu.
60. mín
Þór/KA fær aukaspyrnu við teiginn.
59. mín
Berglind með sendingu inn á Maríu sem skýtur á Cessu úr þröngu færi. Cecilía handsamar boltann í annarri tilraun.
56. mín
Jakó með hornspyrnu sem Arna rétt nær til en skallinn laus út til hægri og Cessa eltir boltann uppi.
55. mín
Maddy fær hornspyrnu fyrir Þór/KA.
54. mín
Inn:Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir) Út:Sara Dögg Ásþórsdóttir (Fylkir)
53. mín
Mjög gott færi hjá Þór/KA.

Fyrirgjöf frá vinstri sem Berglind skallar áfram á Maddy sem hittir ekki boltann. Maddy á svo fyrirgjöf á Margréti sem hittir boltann ekki nægilega vel með höfðinu og Cessa ver.
50. mín
Hulda Hrund nálægt því að sleppa í gegn en Jakó truflar Huldu og Harpa nær boltanum.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Fylkir byrjar með boltann. Sýnist engar breytingar vera á liðunum.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur. Þór/KA verið talsvert öflugra liðið á vellinum.

Karen María, Heiða Ragney og Cecilía verið bestar á vellinum.
44. mín
Eva Rut með skot Huldu Björg. Í kjölfarið fær svo Þór/KA markspyrnu eftir misheppnaða sendingu.
43. mín
Cecilía eins og haförn úr markinu og grípur hornspyrnuna.
42. mín
Maddy með sendingu í gegn á Maríu. Tilraun af Kötlu og afturfyrir.
39. mín
Hulda Hrund reynir skot þegar hún fær sendingu á lofti fram völlinn. Skotið vel framhjá.
38. mín
Jakó með fyrirgjöf sem Cecilía grípur. Mjög rólegar mínútur.
32. mín
Margrét með skot rétt framhjá marki Fylkis.
32. mín
Arna Sif með skalla framhjá/yfir.
31. mín
Karen María með skot og Cecilía með sjónvarpsvörslu í horn.
30. mín Gult spjald: Katla María Þórðardóttir (Fylkir)
Margrét ætlaði að pikka boltanum innfyrir en Katla fær boltann í höndina.
26. mín
159 áhorfendur mættir á Þórsvöll.
25. mín
Fylkir virðist vera að spila með einhvers konar demanta miðju með Huldu frammi ásamt Bryndísi.

Eva er fremst á miðju, Sara og Stefanía þar fyrir aftan og Þórdís öftust.
21. mín
Fín gagnsókn hjá Þór/KA eftir að Fylkir tapaði boltanum. Karen María með skot rétt framhjá fjærstönginni.
20. mín
Berglind verst mjög vel gegn Maríu á sprettinum og vinnur aukaspyrnu.
17. mín
Karen María með skot yfir mark Fylkis.
16. mín
Karen María með fínan sprett eftir fínt uppsil sókn. Þór/KA fær horn.

Cecilía grípur hornið.
11. mín
Karen María gerir vel en er aðeins of lengi að hlutunum, hefði átt að láta vaða. Maddy reynir svo skot en sú tilraun framhjá.
11. mín
Maddy reynir fyrirgjöf sem María kemst fyrir og Cessa grípur.
10. mín
Hulda Hrund með mjög góðan sprett og kemst framhjá tveimur varnarmönnum inn á teignum. Hulda fellur svo við en ekki mjög hávær köll eftir vítaspyrnu. Sýndist þetta ekki vera mikið.
7. mín
Cessa gerir vel og kemur fyrirgjöf í burtu.
5. mín
Stefanía með skot framhjá marki Þór/KA.
3. mín
Lið Fylkis:
Cecilía
Íris - Berglind - Katla - María
Þórdís
Eva - Stefanía
Sara - Hulda
Bryndís
2. mín
Lið Þór/KA:
Harpa
Gabby - Arna - Hulda - Jakobína
Heiða
María - Karen - Berglind - Maddy
Margrét
1. mín
Margrét Árna við það að sleppa í gegn en Cecilía nær boltanum.
1. mín
Leikur hafinn
Þór/KA byrjar með boltann og sækir í átt að Glerá.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn. Þór/KA leikur í svörtum búningum og Fylkir í appelsínugulum treyjum.
Fyrir leik
Þór/KA sigraði leikinn hér á Þórsvelli á síðasta tímabili en Fylkir sigraði svo seinni leikinn á sínum heimavelli.
Fyrir leik
Inn:Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylkir) Út:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Fylkir)
Fyrir leik
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen mun ekki byrja leikinn í dag. Það er breyting á liðinu og Eva Rut Ásþórsdóttir, annar markaskorari Fylkis gegn Stjörnunni, kemur inn í liðið stað Sóveigar. Sólveig verður ekki til taks sem varamaður samkvæmt mínum heimildum.
Fyrir leik
Korter í leik og sólin skín. Smá gola og 11°C.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn!

Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, gerir engar breytingar á hópnum sínum frá leiknum á Selfossi.

Kjartan Stefánsson, þjálfari Selfoss, gerir eina breytingu á liði sínu. Sara Dögg Ásþórsdóttir kemur inn í stað Evu Rutar sem tekur sér sæti á bekknum.
Fyrir leik
Staðan í deildinni:
Fylkir er í þriðja sæti deildarinnar og hefur liðið leikið fimm leiki. Uppskeran ellefu stig úr leikjunum fimm.

Þór/KA er með sex stig í fimmta sæti eftir fimm leiki. Viðureignin í kvöld er frestaður leikur. Fresta þurfti leiknum vegna þess að lið Fylkis var skipað í sóttkví fyrr á þessu tímabili.
Fyrir leik
Síðustu leikir
Þór/KA tapaði í síðustu umferð gegn Selfossi á útivelli. María Catharina Ólafsd. Gros kom gestunum í Þór/KA yfir en Selfoss náði að snúa taflinu við.

Fylkir sigraði Stjörnuna með tveimur mörkum gegn einu í síðasta leik. Eva Rut Ásþórsdóttir kom Fylki yfir á Würth vellinum en Stjarnan svaraði. Það var svo Bryndís Arna Níelsdóttir sem skoraði sigurmarkið á 86. mínútu.
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik Þór/KA og Fylkis í Pepsi Max-deild kvenna.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Þórsvelli og er liður í 8. umferð deildarinnar.
Byrjunarlið:
Bryndís Arna Níelsdóttir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Stefanía Ragnarsdóttir
3. Íris Una Þórðardóttir
5. Katla María Þórðardóttir
6. Sara Dögg Ásþórsdóttir ('54)
7. María Eva Eyjólfsdóttir
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir ('90)
19. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('0)
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir (f)

Varamenn:
28. Gunnhildur Ottósdóttir (m)
4. María Björg Fjölnisdóttir
16. Eva Rut Ásþórsdóttir ('0) ('65)
17. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('54)
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir
30. Tjasa Tibaut ('65)

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Margrét Magnúsdóttir (Þ)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Sigurður Þór Reynisson
Þorsteinn Magnússon
Vesna Elísa Smiljkovic

Gul spjöld:
Katla María Þórðardóttir ('30)

Rauð spjöld: