Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
5' 0
0
Valur
Keflavík
4
1
Vestri
Kian Williams '5 1-0
1-1 Milos Ivankovic '56
Joey Gibbs '57 2-1
Kian Williams '58 3-1
Joey Gibbs '71 4-1
26.07.2020  -  14:00
Nettóvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Hægur vindur, skýjað og hiti um 11 gráður.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Joey Gibbs
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
4. Nacho Heras ('76)
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
7. Davíð Snær Jóhannsson
10. Kian Williams ('85)
16. Sindri Þór Guðmundsson
23. Joey Gibbs
24. Adam Ægir Pálsson ('75)
25. Frans Elvarsson ('65)
28. Ingimundur Aron Guðnason ('75)

Varamenn:
12. Þröstur Ingi Smárason (m)
3. Andri Fannar Freysson ('75)
6. Ólafur Guðmundsson ('76)
8. Ari Steinn Guðmundsson ('75)
10. Dagur Ingi Valsson ('65)
11. Helgi Þór Jónsson ('85)
38. Jóhann Þór Arnarsson

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Jón Örvar Arason
Gunnar Örn Ástráðsson

Gul spjöld:
Frans Elvarsson ('13)
Sindri Þór Guðmundsson ('71)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Öruggur Keflavíkursigur í höfn og toppsætið þeirra um stund.

Viðtöl og skýrsla innan skamms.
93. mín
Gestirnir fá horn.
92. mín
Inn:Viðar Þór Sigurðsson (Vestri) Út:Sergine Fall (Vestri)
89. mín
Rólegt yfir þessu. Heimamenn liggja til baka og leyfa gestunum að klappa boltanum. Er ekki mikið meira en það þó.
85. mín
Inn:Helgi Þór Jónsson (Keflavík) Út:Kian Williams (Keflavík)
Ekki fær hann þrennuna í dag en skilaði sínu hvað mörk varðar.
85. mín
Kian í prýðisfæri en skot hans beint á Blakala.
83. mín
Inn:Isaac Freitas Da Silva (Vestri) Út:Friðrik Þórir Hjaltason (Vestri)
81. mín
Hraðinn dottið úr þessu hérna. Heimamenn eflaust bara sáttir með sitt.
76. mín
Inn:Ólafur Guðmundsson (Keflavík) Út:Nacho Heras (Keflavík)
76. mín Gult spjald: Pétur Bjarnason (Vestri)
Pirringsbrot.
75. mín
Inn:Daníel Agnar Ásgeirsson (Vestri) Út:Rafael Navarro (Vestri)
75. mín
Inn:Andri Fannar Freysson (Keflavík) Út:Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík)
75. mín
Inn:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík) Út:Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
71. mín MARK!
Joey Gibbs (Keflavík)
Stoðsending: Dagur Ingi Valsson
Endanlega búið.

Dagur Ingi með tíma og pláss úti hægra meginn. Setur boltann fyrir markið þar sem Joey er einn og óvaldaður og leggur boltann í netið framhjá Blakala.
71. mín Gult spjald: Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
70. mín
Pétur Bjarna í skallafæri eftir fyrirgjöf frá Viktori en boltinn yfir.
68. mín
Ingimundur með skalla í fang Blakala eftir horn.
67. mín
Vestri bjargar á síðustu stundu. Gunnar jónas kemur boltanum í horn eftir fyrirgjöf Rúnars. Dagur var í sníkjunni fyrir aftan hann.
66. mín
Dagur kemur sér strax að verki. Á fyrirgjöf frá hægri sem Kian mætir á nærstönginni en hittir boltann ekki. Hann langar í þrennuna.
65. mín
Inn:Dagur Ingi Valsson (Keflavík) Út:Frans Elvarsson (Keflavík)
Frans á gulu spjaldi. Skynsamleg skipting.
63. mín
Það liðu 73 sekúndur á milli marka Keflavíkur hér áðan. Fagnaðarlæti og miðja og svo annað mark.
58. mín MARK!
Kian Williams (Keflavík)
Stoðsending: Sindri Þór Guðmundsson
Mark

Varnarleikur Vestra hrynur eftir að þeir jafna.

Keimlík uppskrift og í marki Joey nema upp hægra meginn sendingin kemur frá Sindra Þór sem Kian skallar í netið. Aleinn og dauðafrír í teignum.
57. mín MARK!
Joey Gibbs (Keflavík)
Mark!

Mark!

Keflvíkingar bruna upp. Rúnar Þór ber boltann upp vinstra meginn og fær allt það svæði sem hann vill. Kemur með fyrirgjöfina á Joey sem er aleinn og setur boltann í netið. Lélegur varnarleikur hjá gestunum.
56. mín MARK!
Milos Ivankovic (Vestri)
Mark!!!

Þetta er bara sanngjarnt!

Eftir hornspyrnu frá vinstri skoppar boltinn í teignum og fyrir fætur Milos sem getur ekki annað en skorað.
56. mín
Það er bara eitt lið á vellinum hér þessa stundina. Sergine með fyrirgjöf eftir gott spil en Sindri hirðir boltann af kollinum á Pétri.
52. mín
Vestramenn eru með undirtökin. Viktor með skot eftir sóknarlotu en beint á Sindra.
50. mín
Virkilega laglegt spil hjá Vestra. Sergine og Zoran leika honum á milli sín sem endar með því að Sergine leggur hann fyrir Tufa í teignum en skot hans úr prýðisstöðu í hliðarnetið.
48. mín
Joey Gibbs fer niður í teignum eftir aukaspyrnu og vill fá eitthvað fyrir sinn snúð. Héðan séð fannst mér lítið í þessu.
46. mín
Áhugavert. Sindri Þór tæpri mætir inná völlinn tæpri mínútu eftir að leikurinn fer af stað á nýju. Tafist eitthvað á hásætinu eða eitthvað slíkt.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Seinni hálfleikur hafinn. Heimamenn hefja leik hér í síðari.
45. mín
Inn:Pétur Bjarnason (Vestri) Út:Sigurður Grétar Benónýsson (Vestri)
Gestirnir gerðu breytingu í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Heimamenn leiða í leikhléi eftir glæsimarki Kians Williams. Vestri þó heilt yfir verið betri aðilinn en það eru mörkin sem að telja.
45. mín Gult spjald: Viktor Júlíusson (Vestri)
Brýtur á Kian sem er að hefja skyndisókn.
45. mín
Ekki úr þessu. Hornspyrnan beint í fang Sindra.
45. mín
Gestirnir fá horn. Ná þeir að jafna fyrir hlé?
42. mín
Sindri í skógarhlaupi eftir hornið og Milos í dauðafæri fyrir opnu marki!!!!!!

Með mann í sér þó sem nær að trufla hann og skalli hans fer yfir. Heimamenn stálheppnir.
41. mín
Gestirnir fá hornspyrnu. Hafa verið mikið betra liðið síðustu 20 mínútur.
39. mín
Gunnar Jónas með skot fyrir gestina eftir snarpa sókn upp vinstra meginn en boltinn vel yfir.

Þeir fiska sem róa.
38. mín
Joey Gibbs með lipra takta í teignum og sækir horn.

Hornspyrnan frá Adam Ægi yfir á fjær slök og ekki vænleg til árangurs.
34. mín Gult spjald: Sergine Fall (Vestri)
Sergine reynir bakfallsspyrnu en fer meira með fótinn í hausinn á Ingimundi. Uppsker gult spjald.
32. mín
Rúnar Þór kominn langt út úr stöðu og risa svæði fyrir Sergine að sækja í. Nacho mætir og sópar upp eftir félaga sinn.
30. mín
Vantar fleiri afgerandi færi í leikinn en Vestri hefur einfaldlega verið betri síðustu mínútur.
27. mín
Davíð Snær liggur á vellinum og heldur um höfuð sér. Vestramenn ekki sáttir þar sem þeir voru í mjög álitlegri stöðu. Elli gerir þó rétt að stöðva leikinn og veita Davíð aðhlynningu.
26. mín
Anton Freyr heppinn að setja boltann ekki í eigið net eftir fyrirgjöf frá hægri. Sleppur þó með hornspyrnu sem er skölluð frá.
25. mín
Fyrirgjöf frá Adam Ægi úr aukaspynu sem Blakala blakar í horn. Keflvíkingar þó dæmdir brotlegir og aukaspuyrna niðurstaðan.
22. mín
Sindri klaufi. Reynir að spila stutt frá marki en fær boltann aftur undir pressu og gefur horn. Skallað frá.
20. mín
Aukaspyrna frá Rúnari Þór ætluð kollinum á Nacho hittir ekki á mann en siglir í gegnum teiginn og rétt framhjá stönginn. Blakala hikandi og það hefði getað kostað þarna. Eða mögulega var hann með þetta allt á hreinu.
19. mín
Boltinn skiptist nokkuð jafnt á milli liða á þessum fyrstu 20 mínútum og bæði lið að spila fínan fótbolta. Vantar þó eitthvað ögn extra.
14. mín
Milos með skemmtilega tilraun að marki eftir aukaspyrnu en beint í fang Sindra.
13. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Frans alltof seinn ó Zoran og uppsker réttilega gult spjald
9. mín
Enn er Davíð að láta til sín taka fyrir heimamenn. Vörn gestanna í stökustu vandræðum með hann er hann kemur sér inn á teig með enfaldri gabbhreyfingu og á skot en yfir fer boltinn.
7. mín
ÚFF gestirnir í dauðafæri!

Sýnist það vera Viktor Júlísson sem á fyrirfgjöf frá hægri yfir á fjærstöngina þar sem að Zoran lúrir og nær fínu skoti á markið en því miður fyrir Vestra hárfínt framhjá.

Það er líf og fjör í þessu.
5. mín MARK!
Kian Williams (Keflavík)
Stoðsending: Davíð Snær Jóhannsson
Eitt af mörkum sumarsins!!!!!!

Vestramenn hreinsa út úr teignum en ekki lengra út en á Davíð sem potar boltanum fyrir fætur Kians sem tekur hann í fyrsta af 20 metra færi í slánna og inn. Blakala átti aldrei séns!

Geggjað mark!
4. mín
Frábær sprettur hjá Davíð Snæ sem fer illa með varnarmenn og á skot sem Blakala kýlir frá. Ekki sannfærandi í markinu þarna en sleppur fyrir horn.
2. mín
Fyrsta skot leikins er heimamanna. Davíð Snær með skot með jörðinnin af talsverðu færi en Blakala er með þetta allt á hreinu og kastar sér á boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Hafið hér í Keflavík. Gestirnir hefja leik.
Fyrir leik
Keflvíkingar heiðra tvo fyrrum Keflvíkinga sem urðu bikarmeistarar með sínum liðum erlendis á dögunum. Það eru að sjálfsögðu Samúel Kári Friðjónsson sem fagnaði titli með Vålerenga í Noregi og Ísak Óli Ólafsson sem leikur með SønderjyskE í Danmörku.
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar og allt orðið klárt. Vonumst að sjálfsögðu eftir hröðum og skemmtilegum leik.
Fyrir leik
Leikurinn er líkt og oftast í beinni útsendingu á youtube rás Keflavíkur. Keflavík TV. Stórgóð þjónusta það.
Fyrir leik
Erlendur Eiríksson er dómari þessa leiks og fagna ég því. Einn af okkar reyndustu og bestu dómurum sem margir hafa saknað úr Pepsi Max í sumar.
Fyrir leik
Fyrri viðureignir

Keflavík og Vestri hafa aðeins mæst einu sinni í opinberum knattspyrnuleik. Það var í Fótbolta.net mótinu í byrjun árs þar sem Keflavík hafði 3-1 sigur.

Reyndar hefur Keflavík mætt forvera Vestra BÍ/Bolungarvík einu sinni líka og enn lengra aftur í tímann má finna tvo leiki gegn BÍ sjálfu.

Í heildina hafa liðin þá mæst 4 sinnum. Keflavík unnið tvo og tveimur lokið með jafnteflil.
Fyrir leik
Keflavík

Keflavíkurliðið er ólíkindatól líkt og ég hef örugglega sagt áður. Lið sem á sínum degi getur verið langbesta lið deildarinnar en tekst ekki alltaf að tengja saman góðar frammistöður.

Keflvíkingar sitja þó í þriðja sæti deildarinnar og geta með sigri komið sér á toppinn í það minnsta um tíma.

Joey Gibbs andfætlingurinn í liði Keflavíkur er markahæsti leikmaður deildarinnar til þessa með sex mörk og verður gaman að sjá hvort hann nær að setja mark sitt á leikinn í dag.

orðskýringar: andfætlingur no kk.
Sá eða sú sem býr hinum megin á jörðinni
DÆMI: Ástralíumenn eru andfætlingar okkar
Fyrir leik
Vestri

Eftir brösuga byrjun hefur Vestri verið á flugi í deildinni í siðustu leikjum. Liðið er taplaust í síðustu fjórum leikjum og gerði 3-3 jafntefli við ÍBV á Olísvellinum síðastliðin miðvikudag.

Vestraliðið er gríðarlega agað og spilar þéttann og góðan varnarleik sem hefur reynst liðinu vel gegn liðunum sem titluð eru topplið í þessari deild. Liðið er þó líka með spræka leikmenn fram á við og getur vel sótt og það af krafti. Ignacio Gil kemur t.a.m sjóðandi heitur úr leik liðsins gegn ÍBV þar sem hann setti þrennu. Tvö mörk hans komu vissulega úr vítum en það þarf að skora úr þeim líka.
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Vestra í 8.umferð Lengjudeildar karla.
Byrjunarlið:
1. Robert Blakala (m)
2. Milos Ivankovic
4. Rafael Navarro ('75)
7. Zoran Plazonic
7. Vladimir Tufegdzic
10. Nacho Gil
17. Gunnar Jónas Hauksson
20. Sigurður Grétar Benónýsson ('45)
21. Viktor Júlíusson
26. Friðrik Þórir Hjaltason ('83)
77. Sergine Fall ('92)

Varamenn:
11. Isaac Freitas Da Silva ('83)
18. Hammed Lawal
19. Pétur Bjarnason ('45)
19. Viðar Þór Sigurðsson ('92)
22. Elmar Atli Garðarsson

Liðsstjórn:
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Heiðar Birnir Torleifsson (Þ)
Hafþór Atli Agnarsson
Daníel Agnar Ásgeirsson
Brenton Muhammad
Gunnlaugur Jónasson
Friðrik Rúnar Ásgeirsson

Gul spjöld:
Sergine Fall ('34)
Viktor Júlíusson ('45)
Pétur Bjarnason ('76)

Rauð spjöld: