Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
Breiðablik
5
3
ÍA
Alexander Helgi Sigurðarson '11 1-0
Kristinn Steindórsson '17 2-0
Thomas Mikkelsen '36 3-0
Kristinn Steindórsson '39 4-0
4-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson '43 , víti
4-2 Hlynur Sævar Jónsson '48
Thomas Mikkelsen '52 , víti 5-2
5-3 Viktor Jónsson '53
26.07.2020  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Sólin skín, gervigrasið blautt og hitastig upp á 14 gráður
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 1232
Maður leiksins: Gísli Eyjólfsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('74)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
9. Thomas Mikkelsen
10. Kristinn Steindórsson ('81)
11. Gísli Eyjólfsson
16. Róbert Orri Þorkelsson
30. Andri Rafn Yeoman ('81)
77. Kwame Quee ('91)

Varamenn:
3. Oliver Sigurjónsson ('74)
18. Davíð Ingvarsson ('81)
19. Hlynur Freyr Karlsson ('91)
21. Viktor Örn Margeirsson
31. Benedikt V. Warén ('81)
44. Ýmir Halldórsson

Liðsstjórn:
Gunnleifur Gunnleifsson (Þ)
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Atli Örn Gunnarsson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Andri Rafn Yeoman ('56)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Algjörlega frábærum leik lokið á Kópavogsvelli, 8 mörk, 2 víti, sprellimörk, frábær einstaklingsframtök, bara veisla!

Þakka kærlega fyrir mig í kvöld og minni á skýrsluna og viðtöl á eftir!
91. mín
Inn:Hlynur Freyr Karlsson (Breiðablik) Út:Kwame Quee (Breiðablik)
Hlynur Freyr 2004 model er kominn inn á! Kwame flottur í dag líka
90. mín
+4 í uppbót!
89. mín
Inn:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA) Út:Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA)
89. mín
Inn:Benjamín Mehic (ÍA) Út:Sindri Snær Magnússon (ÍA)
84. mín
Marcus reynir langskot en yfir fer boltinn

Um að gera að reyna þetta!
81. mín
Inn:Davíð Ingvarsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
81. mín
Inn:Benedikt V. Warén (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
80. mín
Kwame í dauuuðafæri, Höggi gefur hann fyrir, boltinn fer af varnarmanni ÍA og skoppar til Kwame sem er einn gegn Árna en á skot yfir

Dauðafæri
76. mín
Kwame fer illa með Aron Kristófer á hægri kantinum, keyrir upp að endamörkum, gefur fyrir á Gísla sem hælar boltann beint á Árna Snæ
75. mín Gult spjald: Steinar Þorsteinsson (ÍA)
74. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
72. mín
Inn:Steinar Þorsteinsson (ÍA) Út:Brynjar Snær Pálsson (ÍA)
70. mín
Blikar brjálaðir að fá ekki hendi, Alexander Helgi skaut boltanum augljóslega í höndina á Skagamanni, það sáu allir á vellinum en það er alltaf bara spurning hvernig dómararnir meta það..
69. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (ÍA)
64. mín
Flott skyndisókn Blika!!

Blikar fara í skyndisókn, sem endar á því að Höskuldur fær hann vinstra megin í teignum, reynir svo að lyfta boltanum á fjær en Alexander Helgi rétt missir af boltanum og þetta endar allt saman í markspyrnu
62. mín
KWAMEEEE!!

Blikar fara í skyndisókn, Kiddi gefur hann í gegn á Alexander Helga sem gefur á Kwame sem kemst aaalveg einn í gegn, Árni mætir honum en Kwame á lélegt skot yfir

Daauuuðafæri
60. mín
Ég ætla ekki að vera með einhverjar dramatískar yfirlýsingar en það gæti verið að Viktor Jóns leiki ekki meira með Skaganum á þessu tímabili
59. mín
ÚFF!

Thomas Mikkelsen leggur boltann út á Gísla Eyjólfs sem er rétt fyrir utan teig og á skot með hægri í fjærhornið en rétt framhjá fór boltinn!
56. mín Gult spjald: Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
55. mín
Inn:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) Út:Viktor Jónsson (ÍA)
Viktor virtist sárþjáður eftir markið sem hann skoraði sá bara ekki alveg hvað gerðist
53. mín MARK!
Viktor Jónsson (ÍA)
HÆTTU NÚ ALVEG????

Anton Ari Einarsson er að leika sér með boltann inn í markteig og ætlar að sparka fram en Viktor Jónsson fer fyrir það og boltinn fer í Viktor og í markið!!

Anton Ari í bullinu
52. mín Mark úr víti!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Stoðsending: Alexander Helgi Sigurðarson
HVAR HÆTTIR ÞETTA?!

7 mörk eftir 52 mínútur?? Mikkelsen setur hann fastann í hægra hornið og Árni Snær fer í vinstra hornið!!

5-2 eftir 52 mínútur
51. mín
BLIKAR FÁ VÍTI!!!!
48. mín MARK!
Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
SEINNI HÁLFLEIKUR BYRJAR ALMENNILEGA!!

Tryggvi Hrafn með hornspyrnu á fjær og þar er Hlynur Sævar sem teygjir sig í boltann og á skot á nærstöng og inn fer boltinn!

Verð að setja spurningarmerki við varnarleik Blika
46. mín
Seinni er farinn af stað! Vonandi fáum við svipaðan seinni hálfleik og fyrri hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Trylltum fyrri hálfleik lokið í Kópavoginum! 5 mörk, víti og ég veit ekki hvað og hvað!
43. mín Mark úr víti!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Stoðsending: Viktor Jónsson
Hvað er í gangi, 5 mörk í fyrri hálfleik!!

Tryggvi öruggur og setur Anton í vitlaust horn!

Þvílikur fyrri hálfleikur
42. mín
SKAGAMENN FÁ VÍTI!

Boltinn er skoppandi inn í teignum þar sem Viktor Jóns sem er að taka við boltanum en Kwame nokkur Quee rífur hann bara niður og held að Einar dómari var með þetta rétt!
39. mín MARK!
Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Alexander Helgi Sigurðarson
4-0 takk fyrir pent!!

Damir með sendingu úr vörninni á Alexander Helga sem er rétt fyrir utan teig Skagamanna, Alexander kemur með fasta sendingu inn í teig á Kidda Steindórs sem tekur frábærlega æa móti boltanum og á skot með jörðinni í fjær, stöng og inn!

Flugeldasýning í Kópavoginum!
36. mín MARK!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
TM9!!

Blikar fá hornspyrnu, Höskuldur setur boltann inn á teig og þar hoppar Mikkelsen manna hæst og á flottan skalla í fjærhornið!

Blikarnir eru að valta yfir Skagamenn!
31. mín
Deddari!

Alexander Helgi keyrir upp völlinn og rennir honum innfyrir á Thomas Mikkelsen sem kemst einn gegn Árna Snæ í markinu, Mikkelsen á fínasta skot en Árni ver þetta vel!
25. mín
Blikar með mikla yfirburði fyrstu 25, Skagamenn átt aðeins eitt færi og þurfa að fara setja í næsta gír
23. mín
Þetta var skrítð...

Gísli og Kiddi eiga flottan samleik við teig Skagamanna, Gísli kemst inn í teig og á sendingu ú í teiginn beint á Aron Kristófer Lárusson sem þrumar boltnanum að sínu marki, beint í Mikkelsen og rétt framhjá markinu
20. mín
Blikar fara 2 á 1 í skyndisókn, Kwame er að keyra upp hægri kantinn með Alexander Helga gapandi frían vinstra meginn en óskiljanlega ákveður hann að reyna skot yfir Árna Snæ frá 45 metrum...

Kwame átti að gera betur þarna...
17. mín MARK!
Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Gísli Eyjólfsson
VÁ!

Gísli Eyjólfsson fer ekkert eðlilega illa með Jón Gísla Eyland upp við endalínu og á sendingu út í teiginn og þar er Kiddi Steindórs sem á skot með vinstri í fjærhornið!!

Gísli Eyjólfsson með takta sem ég hef ekki séð oft áður í íslenskri knattspyrnu
11. mín MARK!
Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
FYRSTA MARKIÐ KOMIÐ!

Kiddi Steindórs með geggjaða sendingu þar sem hann þræðir hann inn í teiginn á Alexander Helga sem á skot í varnarmann ÍA, fær hann til baka og á aftur skot sem Árni Snær ver inn!

Grænir skora fyrsta markið!
9. mín
Fyrsta færi Skagamanna...

Stefán Teitur er með boltann rétt fyrir teig Blika, rennir honum til hliðar á Sindra Snæ sem teygjir sig í boltann og á fast skot en hátt yfir markið
5. mín
Skagamenn heppnir!!

Jón Gísli Eyland með afleita sendingu til baka beint á TM9 sem var að komast einn gegn Árna áður en Óttar Bjarni kom og náði að verjast Mikkelsen, Mikkselsen náði svo að koma skoti á markið en beint á Árna í markinu

Jón Gísli kærulaus
3. mín
Blikar fá fínasta færi, boltinn skoppar út til ALexanders Helga sem er í góðu skotfæri inn í teig en á skot í varnarmann og þaðan í hornspyrnu

Ekkert varð úr þessari hornspyrnu....
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað, góða skemmtun!
Fyrir leik

Kötturinn með alvöru skúbb
Fyrir leik
Fyrir leik
Fyrir leik
Utan hóps hjá Breiðablik eru Brynjólfur Andersen Willumsson sem er í leikbanni í dag og Viktor Karl Einarsson er frá vegna meiðsla
Fyrir leik
Blikarnir eru nú án sigurs í síðustu 5 leikjum en þeir töpuðu fyrir HK í Kórnum 1-0 miðvikudaginn síðastliðinn þrátt fyrir mikla yfirburði...

ÍA töpuðu heima fyrir Stjörnunni 1-2 en ÍA eru með markatöluna 3-8 í seinustu tveimur leikjum
Fyrir leik
Þegar þessi lið áttust við í fyrra á Kópavogsvelli enduðu leikar 0-1 fyrir ÍA eftir heldur betur dramatískan leik..

Mark ÍA skoraði Einar Logi Einarsson á 90+2
Fyrir leik
Dömur og herrar verið hjartanlega velkomin að viðtækjunum í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og ÍA en leikurinn hefst 19:15 á Kópavogsvelli!

Þessi leikur er í 9. umferð Pepsi-Max deildarinnar
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
4. Aron Kristófer Lárusson
4. Hlynur Sævar Jónsson
7. Sindri Snær Magnússon ('89)
9. Viktor Jónsson (f) ('55)
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
16. Brynjar Snær Pálsson ('72)
18. Stefán Teitur Þórðarson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('89)
93. Marcus Johansson

Varamenn:
1. Aron Bjarki Kristjánsson (m)
10. Steinar Þorsteinsson ('72)
13. Daniel Ingi Jóhannesson
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('89)
17. Ingi Þór Sigurðsson
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson
28. Benjamín Mehic ('89)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Arnór Snær Guðmundsson
Guðmundur Sævar Hreiðarsson
Daníel Þór Heimisson
Gísli Laxdal Unnarsson
Bjarki Sigmundsson
Fannar Berg Gunnólfsson

Gul spjöld:
Sindri Snær Magnússon ('69)
Steinar Þorsteinsson ('75)

Rauð spjöld: