Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
Fylkir
0
4
Breiðablik
0-1 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir '9
0-2 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir '14
0-3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir '28
Katla María Þórðardóttir '36 , sjálfsmark 0-4
29.07.2020  -  19:15
Würth völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Steinar Berg Sævarsson
Áhorfendur: 387
Maður leiksins: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Byrjunarlið:
Bryndís Arna Níelsdóttir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Stefanía Ragnarsdóttir ('79)
3. Íris Una Þórðardóttir ('53)
5. Katla María Þórðardóttir
7. María Eva Eyjólfsdóttir
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir ('63)
17. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('45)
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir (f)
30. Tjasa Tibaut ('45)

Varamenn:
28. Gunnhildur Ottósdóttir (m)
4. María Björg Fjölnisdóttir ('53)
6. Sunna Baldvinsdóttir
6. Sara Dögg Ásþórsdóttir ('45)
16. Eva Rut Ásþórsdóttir ('45)
18. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir ('63)
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Margrét Magnúsdóttir (Þ)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Sigurður Þór Reynisson
Þorsteinn Magnússon
Viktor Steingrímsson
Vesna Elísa Smiljkovic

Gul spjöld:
Íris Una Þórðardóttir ('52)
Stefanía Ragnarsdóttir ('70)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið!

Blikar eru óstöðvandi. Vinna enn einn leikinn sannfærandi og án þess að fá á sig mark. Sjö leikir. Sjö sigrar. Fylkiskonur voru taplausar fyrir leikinn en eftir að hafa hökt í tveimur síðustu leikjum kom skellur í kvöld. Þær halda 3. sætinu þrátt fyrir það. Sitja þar með 12 stig.

Ég þakka fyrir mig og minni á viðtöl og skýrslu síðar í kvöld.
92. mín
Sveindís með geggjaða takta. Klobbar Maríu Evu og tekur svo á rás upp allan vinstri kantinn og inná teig þar sem hún reynir skot en Cecilía sér við henni.

Sveindís búin að vera stórkostleg í kvöld en henni ætlar þó ekki að takast að skora.
90. mín
Þetta er að fara út hérna. Fylkir reynir að sækja en miðverðir Blika eru fastar fyrir og koma sér fyrir skot sem Fylkiskonur reyna úr teignum.
90. mín Gult spjald: Vigdís Edda Friðriksdóttir (Breiðablik)
Vigdís tekur Bryndísi harkalega niður. Fer í bókina og Fylkir fær aukaspyrnu nokkuð fyrir utan vítateig Blika. Bryndís Arna tekur spyrnuna sjálf en neglir hátt yfir.
89. mín
Blikar fá aukaspyrnu rétt utan teigs. Alexandra tekur en setur boltann yfir.
83. mín
Inn:Esther Rós Arnarsdóttir (Breiðablik) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik)
Blikar gera skiptingu. Smá bras á Esther samt. Er nöppuð með eyrnalokkana á sér og þarf að bíða aðeins lengur eftir að komast inná.
80. mín
Þetta byrjar ekki vel fyrir Vesnu. Hún fær högg um leið og hún snertir boltann í fyrsta sinn og þarf að fá aðhlynningu. Vonandi getur hún haldið áfram.
79. mín
Inn:Vesna Elísa Smiljkovic (Fylkir) Út:Stefanía Ragnarsdóttir (Fylkir)
Lokaskipting Fylkis. Vesna inn fyrir Stefaníu.
78. mín
Dauðafæri!

Hafrún Rakel með góða fyrirgjöf á Vigdísi Eddu sem nær ekki að stýra skoti sínu á markið!
76. mín
Inn:Hildur Þóra Hákonardóttir (Breiðablik) Út:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Önnur tvöföld skipting hjá gestunum.
76. mín
Inn:Vigdís Edda Friðriksdóttir (Breiðablik) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
74. mín
Það er rólegt yfir leiknum þessa stundina. Blikar áfram með boltann en eru ekki að ná að galopna Fylkisvörnina líkt og í fyrri hálfleik. Eru heldur ekki að spila á sama tempói.
70. mín Gult spjald: Stefanía Ragnarsdóttir (Fylkir)
Brot á Rakel Hönnudóttur á miðjum velli.
68. mín
Fylkiskonur vinna horn. Eva Rut tekur hornspyrnuna. Setur háan bolta á fjær. Sonný þakkar pent fyrir og grípur sendinguna auðveldlega.
65. mín
Inn:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
Tvöföld skipting hjá Blikum.
65. mín
Inn:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik) Út:Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
63. mín
Inn:Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir (Fylkir) Út:Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylkir)
63. mín
Lúxussending frá Karólínu og inná teig á Berglindi Björgu!

Berglind reynir að klára framhjá Cecilíu en hún gerir vel í að verja frá henni.
62. mín
Sveindís!

Flottir taktar hjá Sveindísi. Vinnur til baka, sækir boltann og brunar svo af stað. Leikur framhjá Kötlu Maríu í miðverðinum áður en hún neglir að marki en setur boltann yfir!
60. mín
Þetta er ögn betra hjá Fylki í seinni hálfleik en Blikar þó enn með öll völd á vellinum.
55. mín
Vel útfærð hornspyrna hjá Blikum. Agla María og Áslaug Munda taka hana stutt og sú síðarnefnda reynir svo hörkuskot af vítateigshorninu. Setur boltann í varnarmann og aftur fyrir.

Þær fá því annað horn sem þær taka alveg eins en skot Áslaugar Mundu er hátt yfir í þetta skiptið.
53. mín
Inn:María Björg Fjölnisdóttir (Fylkir) Út:Íris Una Þórðardóttir (Fylkir)
María leysir Írisi Unu af í vinstri bakverðinum. Er að mæta uppeldisfélaginu.
52. mín Gult spjald: Íris Una Þórðardóttir (Fylkir)
Brýtur á Sveindísi úti hægri megin. Blikar fá aukaspyrnu sem Agla María setur á kollinn á Heiðdísi sem hún skallar framjá.
51. mín
Fín vörn hjá Berglindi Rós. Er eins og veggur og nær að stoppa Sveindísi á harðaspretti inná teig.
47. mín
Blikar byrja á að sækja aukaspyrnu úti vinstra megin. Agla María setur boltann inn á teiginn. Cecilía gerir sjaldséð mistök og missir fyrirgjöfina en er fljót að leiðrétta mistökin og henda sér á boltann. Blikar reyndar dæmdir brotlegir.
46. mín
Leikur hafinn
Áfram gakk.
45. mín
Inn:Sara Dögg Ásþórsdóttir (Fylkir) Út:Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir)
Tvöföld skipting hjá Fylki í hálfleik. Systurnar Sara Dögg og Eva Rut koma inn fyrir Tjasa og Margréti.
45. mín
Inn:Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylkir) Út:Tjasa Tibaut (Fylkir)
45. mín
Hálfleikur
Blikar eru óstöðvandi um þessar mundir og leiða 4-0 í hálfleik. Staðan er alveg í takt við leikinn sem hefur verið algjör einstefna.

Nær Kjartan að fríska eitthvað upp á þetta hjá sínum konum í hálfleik? Gæti allt eins tekið 5 skiptingar fyrir mér. Þetta er búið að vera ferlega dapurt.

Sjáum hvað setur eftir kaffibolla og korter.
45. mín
Hálfleikur
Nauðvörn í vítateig Fylkis. Berglind Rós nær að henda sér fyrir Alexöndru í teignum. Blikar halda svo boltanum og halda áfram að sækja allt þar til Steinar Berg flautar til hálfleiks.
41. mín
Vel gert hjá Stefaníu. Fylkiskonur vörðust hornspyrnu Blika og reyndu skyndisókn. Stefanía bar boltann upp vinstra megin áður en hún flengdi honum yfir í hlaupalínu Tjasa og Bryndísar. Fín sending en fyrirmyndarvarnarvinna hjá Heiðdísi sem vann til baka á harðaspretti og komst inn í sendinguna.

Það besta hjá Fylki hingað til.
36. mín SJÁLFSMARK!
Katla María Þórðardóttir (Fylkir)
Stoðsending: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
MARK!

Martröð Fylkis heldur áfram!

Áslaug Munda á fína hornspyrnu sem fer af Kötlu Maríu og í netið.

Andleysi Árbæinga er algjört!
35. mín
Fyrsta hornspyrna Fylkis. Margrét Björg snýr boltann inn á teig en Heiðdís skallar frá.
32. mín
Smá lífsmark hjá Fylki. Hulda Hrund reynir skot rétt utan teigs. Setur boltann í hliðarnetið.
28. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
MARKAHÆST!

Berglind Björg skorar sitt ellefta mark í sumar. Klárar frábærlega úr teignum eftir sendingu frá Öglu Maríu frá hægri.
26. mín
Hættuleg sókn hjá Blikum. Agla María með góðan bolta frá hægri sem Berglind Björg rétt missir af í teignum.

Gaman að fylgjast með Blikaliðinu. Þvílíkur kraftur og hraði í vel drilluðum leik þeirra.
25. mín
Háskaleikur þarna. Kristín Dís setur fótinn alltof hátt í baráttunni við Bryndísi Örnu og er dæmd brotleg. Fylkir fær aukaspyrnu við miðjuhringinn. Ég skil ekki af hverju þær gefa sér ekki tíma og stilla upp þarna en þær taka spyrnuna frekar hratt og tekst illa að halda í boltann eins og áður í leiknum.
22. mín
Sjötta hornspyrna Breiðabliks endar í höndunum á Cecilíu. Hún reynir að koma boltanum hratt í leik en spyrna hennar er slök og Blikar vinna boltann strax aftur.

Þetta er erfitt hjá Árbæingum.
21. mín
Lið Breiðabliks:

Sonný

Hafrún - Kristín Dís - Heiðdís - Áslaug Munda

Andrea Rán

Alexandra - Karólína

Sveindís - Berglind - Agla María
20. mín
Lið Fylkis:

Cecilía

María Eva - Katla - Berglind - Íris Una

Hulda - Þórdís

Stefanía - Tjasa - Margrét Björg

Bryndís
19. mín
Áfram sækja Blikar. Heiðdís var að skalla beint í hendurnar á Cecelíu eftir fyrirgjöf frá hægri.

Þetta hefur verið mikil einstefna.
17. mín
Steinar Berg stoppar leikinn og veitir Írisi Unu tiltal eftir að hún braut á Sveindísi. Íris Una fær það hlutverkt að gæta fyrrum liðsfélaga síns úr Keflavík.
15. mín
Þorsteinn Halldórsson talaði um það í viðtalið eftir síðustu umferð að "aðeins" fjórir leikmenn hjá honum væru búnir að skora. Vildi að markaskorunin dreifðist meira. Honum varð að ósk sinni í kvöld því Karólína Lea er að stimpla sig inn í deildarmarkaskorun. Búin að skora tvö mörk á fimm mínútna kafla.
14. mín MARK!
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik)
KARÓLÍNA LEA!

Karólína er að koma Blikum í 2-0!

Aftur skorar hún með hnitmiðuðu skoti utan úr teignum. Í þetta skiptið eftir hornspyrnu.
12. mín
Áfram pressa Blikar og hornspyrnunum rignir inn!
11. mín
Gestirnir bara gefa í við markið. Vinna tvö horn með stuttu millibili en seinni spyrnan er mjög döpur og endar í innkasti hinu megin og Fylkiskonur anda léttar.
9. mín MARK!
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
MAAARK!

Fyrsta mark leiksins er komið. Karólína Lea skorar sitt fyrsta deildarmark í sumar!

Klárar fallega eftir misheppnaða hreinsun og sendingu frá Sveindísi!
6. mín
Blikar fá fyrstu hornspyrnu leiksins en ná ekki að skapa hættu.
3. mín
Fylkiskonur með sína fyrstu sókn. María Eva fer upp hægra megin og finnur Bryndísi Örnu í teignum. Bryndís reynir viðstöðulaust skot en það er ekki nógu gott.
2. mín
Stórhættuleg sókn hjá Blikum. Sveindís geysist upp hægra megin og setur boltann á Öglu Maríu á fjær. Agla nær skoti en Cecilía ver vel!
1. mín
Leikur hafinn
Blikar byrja og leika í átt að Hraunbænum.
Fyrir leik
Liðin eru mætt til vallar. Ofurljósmyndarinn Einar Ásgeirsson stillir Fylkiskonum upp í liðsmynd eins og fyrir alla aðra heimaleiki.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar. Þær Margrét Björg og Tjasa koma inn í byrjunarlið Fylkis á kostnað Sólveigar Larsen sem er á láni frá Blikum og má ekki spila í dag og Evu Rutar Ásþórsdóttur sem er á bekknum.

Blikar gera eina breytingu frá stórsigrinum á Þrótti í síðustu umferð. Hafrún Rakel kemur inn í liðið fyrir Hildi Þóru sem er á bekknum.
Fyrir leik
Liðin mættust í bikarnum fyrir um það bil tveimur vikum og þá höfðu Blikar betur og unnu 1-0 sigur. Það sauð á Fylkisfólki eftir þann leik en Árbæingar töldu að Fylkir hefði átt að fá vítaspyrnu og fannst þau eiga meira skilið úr leiknum.

Breiðablik hafði betur í báðum deildarleikjum liðanna í fyrra. Vann fyrri leikinn 5-0 og þann seinni 5-1.
Fyrir leik
Gestirnir eiga markahæsta leikmann deildarinnar en Berglind Björg Þorvaldsdóttir er komin með 10 mörk í sumar. Markahæst hjá Fylki er senterinn efnilegi, Bryndís Arna Níelsdóttir, sem er búin að skora fimm mörk.
Fyrir leik
Heil og sæl!

Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fylkis og Breiðabliks í Pepsi Max deildinni.

Um er að ræða sjöunda leik liðanna í deildinni. Breiðablik er á toppnum með fullt hús stiga en Fylkir í 3. sæti með 12 stig. Þetta eru einu tvö taplausu lið deildarinnar. Spurning hvort það breytist í kvöld?
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('65)
Sonný Lára Þráinsdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir ('65)
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('83)
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('76)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
17. Sveindís Jane Jónsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('76)

Varamenn:
26. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('65) ('65)
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('83)
21. Hildur Antonsdóttir
22. Rakel Hönnudóttir
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('76)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir ('76)
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Aron Már Björnsson
Jófríður Halldórsdóttir

Gul spjöld:
Vigdís Edda Friðriksdóttir ('90)

Rauð spjöld: