Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
KA
2
2
ÍA
Guðmundur Steinn Hafsteinsson '28 1-0
Guðmundur Steinn Hafsteinsson '47 , víti 2-0
2-1 Gísli Laxdal Unnarsson '56
Mikkel Qvist '67 , sjálfsmark 2-2
22.08.2020  -  14:00
Greifavöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: Áhorfendabann
Maður leiksins: Guðmundur Steinn - KA
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Almarr Ormarsson (f) ('71)
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('71)
16. Brynjar Ingi Bjarnason
20. Mikkel Qvist
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('71)
30. Sveinn Margeir Hauksson
33. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
77. Bjarni Aðalsteinsson ('87)
- Meðalaldur 14 ár

Varamenn:
24. Einar Ari Ármannsson (m)
2. Haukur Heiðar Hauksson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('71)
14. Andri Fannar Stefánsson ('71)
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('71)
25. Jibril Antala Abubakar ('87)
- Meðalaldur 35 ár

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Gunnar Örvar Stefánsson
Halldór Hermann Jónsson
Branislav Radakovic
Baldur Halldórsson

Gul spjöld:
Ívar Örn Árnason ('40)
Branislav Radakovic ('73)
Rodrigo Gomes Mateo ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Liðin skilja jöfn eftir mikla skemmtun. Frábær endurkoma hjá Skagamönnum.
91. mín
ÍA skorar upp úr hornspyrnunni! Hlynur með frábæran skalla en Helgi fljótur að dæma markið af. Brotið á Jajalo.

Þá er búið að dæma mark af báðum liðum sem hafa komið upp úr hornspyrnum.
91. mín
Enn einu sinni fær ÍA aukaspyrnu.
90. mín
90 komnar á klukkuna og ÍA fær aukaspyrnu út á miðjum velli.
87. mín
Inn:Jibril Antala Abubakar (KA) Út:Bjarni Aðalsteinsson (KA)
Síðasta skipting KA í leiknum.
86. mín
Leikurinn mikill skemmtun og hætta á báða bóga. Rodrigo bjargar fantaskoti frá Sindra! ÍA fær hornspyrnu númer milljón. Ekkert verður úr henni.
85. mín Gult spjald: Rodrigo Gomes Mateo (KA)
Rodrigo stöðvar skyndisókn ÍA.
85. mín
Inn:Sigurður Hrannar Þorsteinsson (ÍA) Út:Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
84. mín
Qvist með langt innkast en ÍA kemur boltanum í burtu og þá er annað innkast hinum meginn sem er líka langt en út úr hvorugu kemur mark þó ágætis hætta skapast inn á teignum.
82. mín
Þá á Guðmundur skot hinum meginn eftir fína sókn en það er laust og framhjá markinu.
81. mín
Geggjað skot frá Stefán Teit en skotið yfir markið. Hann lætur svo Helga Mikael heyra það því hann vildi horn.

ÍA líklegri!
80. mín
Framundan síðustu 10 og spennan er áþreifanleg á vellinum. Bæði lið ætla sér þessi þrjú stig.
76. mín
Skagamenn að fá enn eina hornspyrnuna, hef ekki tölu á þeim en spyrnan í hendurnar á Jajalo. Skagamenn ætla sér þriðja markið og hafa verið líklegri en KA til þess eftir að þeir jöfnuðu.
74. mín
Andri sleppur í gegn! Steinþór fær boltann og fer framhjá Jón Gísla og leggur boltann á Andra sem er kominn í algjört dauðafæri en Árni kemur vel út úr markinu og lokar á skotið frá Andra.
73. mín Gult spjald: Branislav Radakovic (KA)
Tryllist á bekknum þegar dæmt er á Ívar. Skagamenn vildu seinna gula spjaldið en KA menn vildu meina að þetta væri ekkert. Branislav sparkar í skilti og lætur nokkur vel orð falla.
71. mín
Þreföld skipting hjá heimamönnum.
71. mín
Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Út:Almarr Ormarsson (KA)
71. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
71. mín
Inn:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
67. mín SJÁLFSMARK!
Mikkel Qvist (KA)
Stoðsending: Brynjar Snær Pálsson
Svarið er JÁ! Brynjar tekur hornspyrnu sem ratar á Qvist inn í teig sem skorar í eigið net.

Staðan orðinn 2-2 hér fyrir norðan! Eftir að KA komst í 2-0.

Endurkoma hjá Skagamönnum.
66. mín
ÍA fær eina hornspyrnu í viðbót. Spurning hvort þeir nái að nýta þessa.
64. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (ÍA) Út:Benjamín Mehic (ÍA)
Önnur skipting ÍA í þessum leik. Síðasta skipting skilaði frábæru marki.
61. mín
Vítamín sprauta sem þetta mark var fyrir ÍA sem hefur haldið meira og minna í boltann síðan markið þeirra kom. Sókn sem endar með skalla frá Stefán Teit en skallinn yfir markið.
58. mín
ÍA með hornspyrnu sem ekkert verður úr. Það hefur svona verið saga þeirra í þessum leik þegar kemur að föstum leikatriðum.
56. mín MARK!
Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
Stoðsending: Brynjar Snær Pálsson
Þar kom svarið!!

Brynjar með frábæran bolta á fjærstöngina þar sem Gísli er mættur og á geggjaðan skalla yfir Jajalo í fjærhornið. Geggjaður skalli nánast upp við markstöng!

Game ON!
55. mín
Hrannar með enn einn frábæran bolta úr vörninni yfir allan völlinn á Sveinn Margeir sem kassar boltann niður og fer framhjá Hlyn en varið af Árna Snær. Þarna opnaðist allt ansi auðveldlega.
54. mín
ÍA hefur enginn svör þegar kemur að sókninni hjá sér. Stoppar allt á varnarlínu KA.
50. mín
Hrannar með fína takta hægra meginn inn í teig ÍA. Nær skotinu en það er laust og beint á Árna í markinu.
49. mín
ÍA fær hornspyrnu en eins og önnur föst leikatriði hjá ÍA kemur ekkert út úr þessu. Beint í hendurnar á Jajalo.
47. mín Mark úr víti!
Guðmundur Steinn Hafsteinsson (KA)
Öruggur á punktinum og setur Árna í vitlaust horn. Guðmundur kominn með tvö mörk.
47. mín
VÍTI!!!

KA fær víti!

Ásgeir tekur aukaspyrnu út á velli inn í teig. Bolti í hendi eða hendi í bolta? Veit ekki en Helgi var fljótur að benda á punktinn.
46. mín
ÍA fær strax innkast sem Stefán Teitur setur inn á teig en Guðmundur skallar frá. Það vantar meiri grimmd í ÍA drengi inn á teig KA manna.
45. mín
KA menn hefja seinni hálfleikinn.
45. mín
Inn:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) Út:Marteinn Theodórsson (ÍA)
Skagamenn gera breytingu í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Stefán Teitur með langt innkast inn á teig en aftur eru KA menn fyrstir á boltann. Þetta var síðasta sem gerðist í þessum hálfleik, engu bætt við. Heimamenn leiða með einu.
43. mín
Sveinn Margeir í kjörstöðu en fer svo illa með hana! Frábær bolti frá Hrannar yfir á vinstri vænginn. Sveinn einn á auðum sjó inn í teig en setur lausan bolta framhjá. Illa farið með gott færi!
40. mín Gult spjald: Ívar Örn Árnason (KA)
Alltof seinn í tæklingu.
38. mín
Mikill hætta inn í teig KA manna. Brynjar klaufi að missa af boltanum sem endar hjá Tryggva sem tekur skot. KA menn hins vegar kasta sér fyrir boltann.

ÍA fær hornspyrnu upp úr krafsinu en vildu vítaspyrnu. Upp úr hornspyrnunni berst boltinn til Marteins fyrir utan teig sem reynir skot af löngu færi.
36. mín
Aftur fær ÍA aukaspyrnu út á miðjum vallarhelming KA. Stefán Teitur tekur spyrnuna en Hrannar kemur boltanum í burtu.
34. mín
ÍA með aukaspyrnu á fínum stað fyrir utan vítateig en KA menn grimmir inn í teig og koma þessu í burtu. Rétt áður tók Mikkle innkast hinum meginn og ég sá ekki betur en að ÍA hafi nánast bjargað á línu eftir skalla. Meiri kraftur í heimamönnum þessa stundina.
31. mín
Það er lítið að frétta af sóknarlínu Skagamanna þessa stundina. Ágætis spil þar til komið er á síðasta þriðjunginn.
28. mín MARK!
Guðmundur Steinn Hafsteinsson (KA)
Stoðsending: Hrannar Björn Steingrímsson
MARK!!

Guðmundur skorar þá bara með næsta skalla sem hann fær.

Frábær fyrirgjöf frá Hrannari á kollinn á Guðmundi sem stýrir honum í fjær. 1-0!
26. mín
Jón Gísli missir boltann rétt fyrir utan vítateiginn hjá ÍA og Ásgeir keyrir að marki. Uppsker fyrsta horn KA manna. Upp úr horninu skorar Guðmundur Steinn en Helgi Mikael er fljótur að dæma brot. Viss í sinni sök við lítinn fögnuð KA manna.
23. mín Gult spjald: Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)
Hlynur að fara í bókina. Brýtur á Ívari við miðjulínu. Fara báðir upp í skallaeinvígi en olnboginn á Hlyn enda í andlitinu á Ívar.
22. mín
Bjarni með flottan bolta fyrir á kollinn á Ásgeir sem er einn og óvaldaður en nær ekki að stýra boltanum á markið. Dauðafæri!
19. mín
Árni Snær með langan bolta frá markinu. Boltinn endar hjá Steinari sem kemur boltanum fyrir. Það eru hins vegar KA menn sem koma boltanum frá.

KA menn ráða illa við þessa löngu bolta. ÍA er að skapa hættulegrar stöður úr þessu trek í trek.
17. mín
ÍA fær sína fyrstu hornspyrnu í leiknum. Brynjar Snær tekur hana en auðveldur æfingarbolti á Jajalo í markinu.
15. mín
Flott spil hjá Almarri og Ásgeir sem endar með skoti frá Ásgeir en það er beint í leikmann ÍA. Sveinn Margeir brýtur svo af sér og ÍA fær aukaspyrnu inn á sínum vallarhelming.
13. mín
ÍA haldið meira í boltann, ívið sterkari. Þeir hafa hins vegar ekki fundið glufur á KA vörninni. Hvorugt liðið fengið einhver alvöru færi.
10. mín
Benjamin kixkar boltann inn í sínum eigin vítateig. Guðmundur og Óttar reyna báðir við boltann sem endar með að það er dæmt sóknarbrot á Guðmund. KA menn ekki kátir en rétt niðurstaða þó.
6. mín
Hér reynir Tryggvi eina bombu fyrir utan teig en boltinn framhjá markinu. Mátti vel reyna!
5. mín
Sveinn missir boltann á hættulegum stað og ÍA kemst í skyndisókn. Boltinn berst til Tryggva sem kemur sér í skotfæri fyrir utan teig en skotið framhjá markinu.
3. mín
Ívar reynir þá fyrirgjöf hinum meginn en sú spyrna ratar í hendurnar á Árna Snæ.
2. mín
ÍA fær fyrstu aukaspyrnu leiksins á fínum stað fyrir utan teig. Leikmenn koma sér fyrir inni í teig.

Fín spyrna en Jajalo gerir vel að koma út á móti.
1. mín
ÍA fær innkast og Stefán Teitur hendir í langt innkast. KA kemur þó boltanum í burtu frá teignum.
1. mín
Gestirnir hefja leikinn. Að venju byrjar KA að sækja í átt að Greifanum. Hlutskipti ÍA er því að sækja í átt að vínbúðinni.
Fyrir leik
Haukur Heiðar leikmaður KA hefur verið frá lengi. Það gleður því líklega marga KA menn að sjá að hann er á bekknum í dag.

Sömuleiðis er KA með ungan varamarkvörð en Einar Ari Ármannsson er fæddur 2003. Ég held ég sé ekki að bulla að þetta sé í fyrsta skipti sem hann er í hóp í meistaraflokki.
Fyrir leik
Flott veður á Akureyri í dag. 13 stiga hita og sú gula er í heimsókn. Köld norðan gola fylgir samt blíðveðrinu sem kælir leikmenn niður.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár. Bæði lið gera tvær breytingar.

Hrannar og Bjarni koma inn í lið KA í stað Andra og Hallgríms sem fæ sér sæti á bekknum.

Hjá ÍA koma Jón Gísli og Marteinn inn í liðið í stað Halls sem fær sér sæti á bekknum og Ólaf Vals sem er ekki í hóp.
Fyrir leik
KA er í 10. sæti. Tveimur stigum frá fallsæti og fjórum stigum frá ÍA sem er í 8. sæti með 13 stig.

Markatala liðanna er þó ólík. Drengirnir í ÍA hafa skorað 24 mörk í deildinni á meðan KA hefur eins og áður sagði aðeins skorað 6. Á móti kemur að ÍA hefur fengið á sig 23 mörk en KA aðeins 11.
Fyrir leik
Liðin mætust fyrr í sumar á Norðurálsvellinum þar sem heimamenn unnu 3-1.

Það þarf að fara aftur til ársins 2014 til að finna leik þar sem KA vann ÍA síðast en þá voru bæði lið í fyrstu deildinni. Sé skoðað ennþá lengra aftur vann KA leik á móti ÍA þar á undan árið 1992. Þannig síðan 1992 hefur KA unnið ÍA tvisvar.

Liðin hafa annað hvort skilið jöfn eða ÍA unnið leikina.
Fyrir leik
Tölfræðin
Fyrst mætust þessi lið árið 1978 og þá vann ÍA stórsigur 0-5.
Síðan hafa liðin spila 52 sinnum.
33 sinnum hafa ÍA drengir hrósað sigri.
7 sinnum hefur KA unnið.
13 sinnum hafa þau skilið jöfn.
Fyrir leik
ÍA mæti Fylki í deildinni síðast í skemmtilegum leik sem endaði með sigri ÍA. Tryggvi Hrafn skoraði þá úr víti í uppbótartíma og tryggði liðinu stigin þrjú.
Fyrir leik
KA tapaði í síðustu umferð á móti Val 1-0 á Origo vellinum. Markið sem Kristinn skoraði er fyrsta markið sem KA fær á sig í deild síðan Arnar Grétarsson tók við liðinu.

Arnar Hallsson sá um að leikgreina leikin og má lesa þá áhugaverðu lesningu hér.

KA á í töluverðu basli með að ógna marki andstæðinganna og hafa aðeins skorað 6 mörk í deildinni, fæst allra liða.
Fyrir leik
Heil og sæl!
Velkominn í beina textalýsingu frá leik KA og ÍA. Þessi leikur er liður í 13 umferð deildarinnar. Leikið verður á Greifavellinum á Akureyri.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Steinar Þorsteinsson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
4. Hlynur Sævar Jónsson
7. Sindri Snær Magnússon
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Marteinn Theodórsson ('45)
16. Brynjar Snær Pálsson
18. Stefán Teitur Þórðarson ('85)
28. Benjamín Mehic ('64)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
- Meðalaldur 4 ár

Varamenn:
1. Aron Bjarki Kristjánsson (m)
8. Hallur Flosason
17. Gísli Laxdal Unnarsson ('45)
17. Ingi Þór Sigurðsson
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('85)
20. Guðmundur Tyrfingsson ('64)
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Arnór Snær Guðmundsson
Ingimar Elí Hlynsson
Gunnar Smári Jónbjörnsson
Daníel Þór Heimisson
Fannar Berg Gunnólfsson

Gul spjöld:
Hlynur Sævar Jónsson ('23)

Rauð spjöld: